Æra óstöðugra

Auglýsing

Fyrir rúmri viku birtu flestir miðlar litla frétt sem að ósekju hefði mátt vekja meiri athygli og umræð­u. Fréttin var um sýknu­dóm í meið­yrða­máli sem Róbert Wessman, for­stjóri Act­a­vis, hafði höfðað á hendur Bjarna Ólafs­syni, rit­stjóra Við­skipta­blaðs­ins – meið­yrða­máli sem fer rak­leitt inn á topp 10-list­ann yfir heimsku­leg­ustu meið­yrða­mál­sóknir Íslands­sög­unnar og þótt víðar væri leitað og eiga þær þó margar erindi á slíka lista.

Mál­sóknin var raunar svo idjó­tísk að Róbert ætti helst að ganga í það strax að losa sig við alla sína nán­ustu ráð­gjafa og ráða aðra sem hafa það eina hlut­verk að koma í veg fyrir að hann hlaupi svona á sig aft­ur. Það er eig­in­lega mesta furða að yfir­leitt hafi fund­ist lög­fræð­ingur sem var til­bú­inn að reka þetta mál fyrir hann.

Í grófum dráttum voru mála­vextir þess­ir: Við­skipta­blaðið birti frétt um það að Björgólfur Thor Björg­ólfs­son sak­aði Róbert um fjár­drátt úr sjóðum Act­a­vis, bæði í stefnu í skaða­bóta­máli sem hann hefði höfðað og í kæru til sér­staks sak­sókn­ara. Blaðið veitti Róberti færi á að svara ásök­un­unum og gaf mót­bárum hans sér­stakt pláss á for­síðu.

Auglýsing

Einka­mál? Í alvöru?Þetta taldi Róbert ótæk vinnu­brögð, af ýmsum ástæðum sem hann tíund­aði fyrir dómi og halda allar nokkurn veg­inn jafn­litlu vatni. Sig­ríður Hjalte­sted hér­aðs­dóm­ari skýtur þær enda bók­staf­lega allar nið­ur, hverja á fætur ann­arri, í ein­hverri afdrátt­ar­laus­ustu dóms­nið­ur­stöðu sem und­ir­rit­aður hefur séð í meið­yrða­máli. Nið­ur­stöðukafl­ann í dómnum mætti umorða í: „Ró­bert, hvað er að þér? Þú ert að eyða tíma mínum og ann­arra í tómt djöf­uls­ins rugl. Borg­aðu þessum heið­virða rit­stjóra eina og hálfa millj­ón.“

­Nið­ur­stöðukafl­ann í dómnum mætti umorða í: „Ró­bert, hvað er að þér? Þú ert að eyða tíma mínum og ann­arra í tómt djöf­uls­ins rugl. Borg­aðu þessum heið­virða rit­stjóra eina og hálfa milljón.“

Fréttin var líka að öllu leyti sönn og rétt og ill­skilj­an­legt hvað Róbert vildi fá út úr mál­sókn­inni. Datt honum í hug eitt and­ar­tak að nið­ur­staðan yrði ... hver? Að það ætti ekki erindi við almenn­ing þegar einn umsvifa­mesti fjár­mála­jöfur Íslands­sög­unnar kærir for­stjóra eins stærsta fyr­ir­tækis lands­ins til lög­reglu fyrir glæp? Að þessi lang­vinna pissu­keppni á milli þeirra sé bara einka­mál (jafn­vel þótt þeim hafi tek­ist að sletta úr skauf­unum á sér yfir allt og alla í leið­inn­i)? Hann getur varla verið svo vit­laus að trúa því – og jafn­vel þótt hann væri það ætti lög­fræð­ing­ur­inn að geta haft vit fyrir hon­um. Vildi hann bara að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk svo að hann gæti lagst í rúmið um kvöldið og látið eins og þetta hefði ekki ger­st?

Orðstír vex aldr­eigiOg af hverju finnst mér þetta verð­skulda meiri umræðu? Jú, vegna þess að þetta kjarnar ágæt­lega hversu mikil steypa meið­yrða­mál­sóknir eru og hafa verið á Íslandi. Það þarf nefni­lega, merki­legt nokk, ekki að leita langt aftur að öðrum bjána­legum meið­yrða­mál­sókn­um. Þvert á móti hefur loðað við slík mál að vera gal­in. Rifjum upp nokk­ur:  • Bakka­var­ar­bræður settu Íslands­met í vondum meið­yrða­mál­sóknum þegar þeir reyndu að fá Inga Frey Vil­hjálms­son, frétta­stjóra DV, dæmdan fyrir hat­ursá­róður vegna sannrar og réttrar umfjöll­unar hans um við­skipti þeirra. Þeir töp­uðu að sjálf­sögðu mál­inu.


  • Gunn­laugur Sig­munds­son fór í mál við Teit Atla­son út af blogg­færslu sem sára­fáir lásu þar sem fyrst og fremst voru rifjuð upp gömul og umdeild við­skipti sem svo til allir voru löngu hættir að velta fyrir sér. Gunn­laugur tap­aði mál­inu og marg­falt meiru af æru sinni en skrif Teits höfðu kostað hann.


  • Gunnar Þor­steins­son í Kross­inum höfð­aði mál á hendur konum sem sök­uðu hann um kyn­ferð­is­of­beldi og rit­stjóra mið­ils­ins sem birti ásak­an­irn­ar. Úr varð opin­bert dóms­mál sem fór hátt í fjöl­miðl­um, líka þeim sem áður höfðu veigrað sér við að fjalla opin­skátt um mál­ið. Á meðal fyr­ir­sagna sem birt­ust þegar málið var fyrir dómi var þessi hér: "Hann er sið­blindur rað­ped­ófíll sem er búinn að mis­nota fullt af fólki í skjóli trú­ar­inn­ar". Með máls­höfð­un­inni jók Gunnar athygl­ina á mál­inu um sirka 1000%, gegn því einu að upp­haf­legu ummælin voru dæmd dauð og ómerk (sem, aug­ljós­lega, hefur ekki nokkra þýð­ingu fyrir nokkurn hlut – ummælin eru enn til, allir geta fundið þau, og þeir sem þau létu falla halda meira að segja fast við sinn keip).
Og þetta eru bara örfá dæmi frá umliðnum árum. Urmul ann­arra mætti tína til en til þess er ekki pláss hér. Man yfir­leitt ein­hver eftir máli þar sem æra hefur vaxið og mann­orð vænkast með höfðun meið­yrða­máls – jafn­vel þótt það hafi unnist? Sá má þá senda mér línu.

Valda­karlar hnykla vöðvaMeið­yrða­mál ættu með réttu að vera neyð­ar­úr­ræði fyrir lít­il­magn­ann sem getur ekki varið hendur sínar með öðru móti, hefur ekki rödd til að svara fyrir sig með og er kom­inn í öng­stræti. Í stað­inn eru þau mest­an­part orðin að tæki fyrir mið­aldra, sterk­efn­aða karla í valda­stöðum til að hnykla vöðvana framan í þá sem leyfa þeim ekki að stjórna umræð­unni frá A til Ö og fæla fólk og fjöl­miðla frá umfjöllun um sig. Þessi hópur er meira að segja með lög­fræð­inga í nán­ast fullri vinnu við að hóta mál­sóknum í allar áttir geðj­ist þeim ekki að því sem er sagt og skrif­að, þegar þeim er nær und­an­tekn­inga­laust í lófa lagið að svara fyrir sig hátt og snjallt opin­ber­lega, eyða mis­skiln­ingi sé hann til staðar og bera sig manna­lega.

Það er bæði alvar­legt og ekki síð­ur, eins og áður hefur verið rak­ið, heimsku­legt. Af meið­yrða­málum hlýst nefni­lega ekk­ert gott.

Þegar ég verð orð­inn mið­aldra, hálfseníll og veru­leikafirrtur áhrifa­maður og góð­borg­ari – sem er auð­vitað óum­flýj­an­legt – og byrja að leggja drög að fyrstu meið­yrða­mál­sókn­unum mínum gegn guð­má­vita­hverj­um, nennir þá ein­hver vin­sam­leg­ast að láta svipta mig sjálf­ræði? Ég veiti leyfi fyrir því að það verði vísað í þennan pistil.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None