Feminískur faðir fastur í feðraveldinu

Auglýsing

Eftir um sjö vikur verð ég pabbi. Á sónar virð­ist litla stelpan vera með alla fingur og tær. Hún er dug­leg að sparka til skiptis í öll líf­færi móður sinnar og þegar líður að hátta­tíma sest stelpan á þvag­blöðru hennar og hossar sér, símíg­andi móður sinni til mik­ils ama og föður sínum til kátínu.

Það að eiga von á stelpu hefur verið áhuga­verð upp­lif­un. Í fyrstu var þetta mjög spenn­andi. Ég var fyrir löngu búinn að prufa allt dóp­ið, nema stjórn­mál og barn­eign­ir. Loks­ins eitt­hvað nýtt að ger­ast! Smám saman hafa hins­vegar bæst við spenn­una und­ar­leg ný áhuga­mál eins og taubl­eyjur og tungu­mál ung­barna í bland við til­finn­ingar eins og hreinan ótta, óvæntan metnað og aukna löngun til að leið­rétta kyn­bundið órétt­læti, hvar sem það birt­ist.

„T­his is a man’s world“ söng wifebea­ter­inn James Brown og grín­að­ist ekki með það í eina mín­útu.

Auglýsing

„This is a man’s world“ söng wifebea­ter­inn James Brown og grín­að­ist ekki með það í eina mín­útu. Undir það tók starfs­bróðir hans í tón­list og heim­il­is­of­beldi John Lennon þegar hann sagði „Woman is the nig­ger of the world“. Ég held nefni­lega að ef ég ætti von á strák þá væru til­finn­ingar mínar ólík­ar. Af því að þá þyrfti ég ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að barnið mitt hlyti heft­andi for­mótun eða yrði á annan hátt mis­munað vegna kyn­ferð­is.

Ég var einu sinni for­rétt­inda­skít­hællÉg hugsa oft um ömmu mína Helgu. Fædd árið 1930 úti í Elliðaey á Breiða­firði á þeim tíma þegar hennar frami fólst í því að fara í hús­mæðra­skóla og sjá um að ala upp fjóra stráka með öllu sem því fylgdi á meðan mað­ur­inn hennar sinnti sínum frama. Hún hefur sagt mér að ef hún væri ung kona í dag þá hefði hún viljað mennta sig. Fara í forn­leifa­fræði. Mér finnst frekar sorg­legt að hún hafi aldrei haft tæki­færi til þess. Hugsið ykkur allt þetta hæfi­leik­a­ríka fólk, fast í þvingu feðra­veld­is­ins.  Hversu marga Nóbels­verð­launa­hafa ætli við höfum læst í dýflissu kyn­bund­inna hlut­verka?

Ég er t.a.m. alinn upp í þeirri trú að þrif og elda­mennska séu störf kon­unn­ar. Að umsjá barna séu störf kon­unn­ar. Og að allt annað til­fallandi sem er leið­in­legt og launa­laust séu störf kon­unn­ar. Ég ætla því að leggja mig fram við að láta dóttur mína sjá mig vinna að minnsta kosti helm­ing­inn af öllum til­fallandi heim­il­is­störf­um. Til þess að hún geri sér grein fyrir því að kyn­bundin skipt­ing á heim­il­is­verkum eigi að vera jafn­mik­ill hluti af for­tíð­inni og auð­mýkt núver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Ég var nefni­lega einu sinni for­rétt­inda­skít­hæll og naut í blindni þeirrra fríð­inda sem skauf­inn á mér ósjálfrátt veitti mér. Stund­aði óvarið kyn­líf án þess að hafa eina ein­ustu áhyggju af þung­un­um. Sat á rass­inum í ótelj­andi fjölda fjöl­skyldu­boða með öðrum frussandi pungum á meðan kon­urnar svitn­uðu í eld­hús­inu. (Þegar ég var sex ára spurði ég mömmu hvort við þyrftum ekki að redda henni þern­u-skuplu. No joke.) Ég hef gripið frammí fyrir kon­um. Niðrað upp­lif­anir þeirra. Kallað þær mark­leys­ur.

Þannig maður spyr sig, hvernig get ég, fyrr­ver­andi karl­remba og skít­hæll, núver­andi örvænt­inga­fullur verð­andi fað­ir, reynt að und­ir­búa dóttur mína fyrir þennan heim?

Það tók mig tíma og vinnu að reyna að tæta utan af mér þetta mynstur, þó tægj­urnar hangi ennþá á mér. Ég þurfti að læra það að ég byggi við for­rétt­indi og hver þau væru. Svo þurfti ég reyna að klæða mig úr þeim. Í dag finnst mér fátt jafn hall­æris­legt og karl­mennska.  Bílar á stórum dekkj­um, byssur og bor­ar? Hvaða kjaftæði er þetta? Á ég að vera að betri í að stýra herjum og snúa stýrum af því ég er með pung?

Örvænt­inag­fullur faðir und­ir­býr dóttur fyrir heim­innÞannig maður spyr sig, hvernig get ég, fyrr­ver­andi karl­remba og skít­hæll, núver­andi örvænt­inga­fullur verð­andi fað­ir, reynt að und­ir­búa dóttur mína fyrir þennan heim? Heim launa­mis­mun­ar. Heim þar sem kyn­bundið ofbeldi er jafn rót­gró­ið, sam­fé­lags­legt krabba­mein og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Heim feðra­veld­is­ins.

Heim þar sem stelpum er sagt að vera hljóðar og þægar á meðan strákum er hrósað fyrir að vera hug­rakkir og rögg­sam­ir. Þar sem stelpum er sagt að þær eigi að sýna ábyrgð á meðan strákar eru jú, og verða alltaf, strák­ar. Þar sem stelpur eiga helst að vera ósýni­legar og ef maður slys­ast til að sjá þær skulu þær ekki dirfast að vera illa mál­að­ar, of mikið mál­aðar eða (guð forði þeim!) ómál­að­ar.

Stað­reyndin er sú að dóttir mín mun lenda í því að ein­hver mun taka minna mark á henni ein­fald­lega vegna þess að hún er kven­kyns. Að ein­hver mun grípa frammí fyrir henni af því hún er kona. Að ein­hver mun vilja gera lítið úr henni vegna þess hvernig kyn­færi hún er með. Þess vegna vona ég að þegar það ger­ist geti hún borið kennsl á þá hegðun sem kyn­bundna mis­mun­un, fær um að segja við­kom­andi að end­ur­skoða afstöðu sína með orð­unum “Far þú í rass­gat, risa­eðla.” Það er nógu mikið traðkað á konum þó ég venji ekki dóttur mína við það að sætta sig kurt­eis­is­lega við mis­mun­inn.

Orð eru álögEn það er einmitt á okkar ábyrgð, sem berum kennsl á órétt­læt­ið, að snúa því við. Að kenna afkvæmum okk­ar, hvort sem þau eru með typpi eða píku, að taka við drullugu jafn­rétt­is-kefl­inu og halda áfram að reyna að þrífa af því blóðið og sæð­ið.

Til dæmis mun dóttir mín, ef ekk­ert verður að gert, aðeins vera skráð í þjóð­skrá sem Braga­dótt­ir. Þrátt fyrir að móðir hennar hafi bók­staf­lega borið hit­ann og þung­ann af því að hýsa þennan litla leigj­anda í lík­ama sín­um. Það finnst mér sjúk­lega hall­æris­leg karl­remba og frekja. Við höfum því ákveðið að láta hana bera nöfnin okkar beggja. Einnig ætlum við að reyna að forð­ast að skýra hana nafni sem er afleiða af karl­manns­nafni: Guð­mund­ína, Magn­ús­ína eða Ket­il­ríð­ur. (Ekki það að Ket­il­ríður sé karl­mannsaf­leiða, það er bara algjör­lega hræði­legt nafn).

Orð eru álög, og með þeim sköpum við upp­lifun, barn­anna og okk­ar. Þess vegna ætla ég að sleppa því, í kringum hana og all­stað­ar, að tala um kven­legar og karllægar kenndir sem slæmar og góð­ar. Allt bara er - hættum að gefa öllu í umhverfi okkar ein­kunn. Mér sýn­ist nefni­lega ekki vera til neitt sem heitir karl­mann­legt og kven­legt nema kyn­færin á okk­ur, og meira að segja þau eru flæð­andi.

Mér sýn­ist nefni­lega ekki vera til neitt sem heitir karl­mann­legt og kven­legt nema kyn­færin á okk­ur, og meira að segja þau eru flæð­andi.

Stað­reyndin er hins­vegar sú að á end­anum er ég að fara að fá ein­stak­ling í hend­urnar með sínar eigin skoð­anir og sjálf­stæðan vilja. Til­búin að fara rak­leiðis á skjön við allar þær háleitu hug­myndir sem pabbi hennar hafði um full­komna félags­lega mótun henn­ar. Allt í einu er upp­á­halds lit­ur­inn hennar bleikur og hún vill vera prinsessa sem langar bara í sterkan mann sem gengur í jakka­fötum með skjala­tösku og sér um hana á meðan hún puntar heim­ilið hlust­andi á Nicki Minaj syngja um rass­gatið á sér. Þá er nátt­úru­lega lítið sem ég get gert annað en að yppa öxlum yfir til­raun minni og segja „Ojæja, ég alla­vega reynd­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None