Lýður í híði

Auglýsing

Alltof margir í kringum mig eru í ein­hvers konar átaki í jan­ú­ar. Mér finnst frá­bært að fólk sé að taka sig á og koma sér í betra form og verða betra fólk- en ég meika ekki fólkið sem ætlar að grennast, missa kíló og fækka ummáls­senti­metr­um. Þó þið séuð vinir mínir kæru fast­ar­ar, vegan­ú­arar (kúdós ef það er af umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­mið­um) og almennir aft­ur­hald­ar­ar.

Eins og Tina Fey sagði á nýlið­inni Golden Glo­be-há­tíð: „Steve Carrell varði tveimur tímum í förð­un­ar­stól á hverjum degi við tök­urnar á Foxcatcher - en ég varði einmitt þremur tímum í förðun í dag til að und­ir­búa mig fyrir hlut­verkið manneskja.“

Ein­földum málið gríð­ar­lega. Við erum spen­dýr sem búum á norð­ur­slóðum og erum ein fárra dýra­teg­unda, auk læm­ingja, sem förum ekki í híði. Eða hvað? Hvað er þetta hygge sig í jóla­fríi og borða voða­fínan mat og mikið smjör og vera í nýju jól­anátt­föt­unum allan dag­inn annað en híði? Ég reporta alla pósta og aug­lýs­ingar um megr­anir og „Misstu jóla­spikið strax tussan þín“ á feis­ar­anum með „it's not rel­evant to me.“ Sigga Ásta vin­kona merkir við „of­fensi­ve.“ Ég ætla að halda í jólakílóin mín þar til það hlýnar í veðri... því þá fara þau lík­lega sjálf­krafa. Ég hef séð það ger­ast á alls konar dýrum í þáttum Dav­ids Atten­borough. Það er greini­lega eðli­leg­asti hlutur í heimi að mynda fitu­forða yfir vetr­ar­tím­ann. Ég tek þyngd­ar­sveifl­unum fagn­andi og ímynda mér voice over frá David vini mín­um, en hann er einmitt upp­á­halds­spen­dýrið mitt.

Auglýsing

Ekki kaupa föt fyrir lík­ams­rækt­ar­á­takÉg vinn í herra­fata­verslun og nú á útsölu er fullt af fínum vörum á lækk­uðum prís. Eins og gengur eru þó ekki allar stærðir í boði. Margir draga inn jólam­allakút­inn sinn fína og segja: „Jú, ég tekidda­bara… það er nú á plan­inu að grenn­ast.“ Þetta eru mikil mis­tök, og bendi ég mönn­unum á það að þegar þeir grenn­ast þá getur vel verið að eitt­hvað annað stækki þó mall­inn og ást­ar­hand­föngin rýrni - upp­hand­leggir geta breikkað og lær­vöðvar tútnað út ef fólk fer allt í einu að hreyfa sig. Tala nú ekki um hjól­reiða­r­assa sem verða safa­ríkir sem jólasteik þegar ridd­ar­arnir setj­ast loks­ins upp á hjól­fák­inn með hækk­andi sól (les: batn­andi færð). Ráð­legg ég fólki frekar að spara pen­ing­inn, þó tuskan sé á nið­ur­settu verði, og verð­launa sig frekar að átaki loknu þegar allt er komið í rétt… eða rétt­ara stand.

„Þú ert alltaf svo fín í svona kjólum og þannig.“ Takk, það er bara af því að geim­skipa­rass­inn minn passar ekki í buxur ætl­aðar venju­legum konum.

En aftur að aug­lýs­inga­borðum inter­nets­ins. Ein­hvers staðar var skemmti­leg pæl­ing, sem fjall­aði um það hvað ofboðs­lega mörg fyr­ir­tæki myndu fara á haus­inn á innan við viku ef allir myndu vakna einn dag­inn full­kom­lega sáttir í eigin skinni. Ég veit, ég er meiri hræsnari en Elín Hirst að segja qu’elle est Charlie með þess­ari grein því ég ver (skrif­aði næstum eyði) gríð­ar­legum fjár­munum í föt, mei­köpp, háls­men og hár­leng­inar sem ég kaupi í erlendum dragdrottn­inga­búð­um… en samt. Pælum aðeins í þessu. Eins og Tina Fey sagði á nýlið­inni Golden Glo­be-há­tíð: „Steve Carrell varði tveimur tímum í förð­un­ar­stól á hverjum degi við tök­urnar á Foxcatcher - en ég varði einmitt þremur tímum í förðun í dag til að und­ir­búa mig fyrir hlut­verkið mann­eskja.“

Kvöl og pína að kaupa buxurDjöf­ull verð ég lítil í mér þegar kemur að því að kaupa mér föt. Fyrir nokkrum árum fór ég að ganga nær alfarið í kjólum vegna þess hversu mikil kvöl og pína það er að kaupa buxur á konu með almenni­lega barna­körfu. Þó ég sé stór­gerð eins og ég á kyn til þá er ég ekki ein­hver mör­gæs, heldur í fín­asta formi og vinn meðal ann­ars sem dans­kenn­ari, kemst í splitt (ég varð að koma þessu að, sorrý með mig) og um dag­inn stjórn­aði ég æfingu hjá þýska hand­boltalands­lið­inu. Samt er erfitt fyrir mig að finna buxur nema í óléttu- eða breyt­inga­skeiðs­búðum og þá eru sniðin ekki sam­kvæmt mínum smekk. „Þú ert alltaf svo fín í svona kjólum og þannig.“ Takk, það er bara af því að geim­skipa­rass­inn minn passar ekki í buxur ætl­aðar venju­legum kon­um. Ég er samt í átaki að reyna að finn­ast það ofsa­lega fyndið að það séu ekki til föt á konu eins og mig í búð­unum sem mig virki­lega langar til að gefa pening­ana mína. Í alvöru - HJÁLP! Þessir pen­ingar allir eru að brenna gat á veskið mitt.

Djöf­ull erum við öll sæt og fín krakk­ar, ha. Hættum að styrkja World Class og styrkjum UNICEF í stað­inn. Hættum að ein­blína á kílóin og losum okkur frekar við for­pokað fólk af Alþingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None