Lýður í híði

Auglýsing

Alltof margir í kringum mig eru í ein­hvers konar átaki í jan­ú­ar. Mér finnst frá­bært að fólk sé að taka sig á og koma sér í betra form og verða betra fólk- en ég meika ekki fólkið sem ætlar að grennast, missa kíló og fækka ummáls­senti­metr­um. Þó þið séuð vinir mínir kæru fast­ar­ar, vegan­ú­arar (kúdós ef það er af umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­mið­um) og almennir aft­ur­hald­ar­ar.

Eins og Tina Fey sagði á nýlið­inni Golden Glo­be-há­tíð: „Steve Carrell varði tveimur tímum í förð­un­ar­stól á hverjum degi við tök­urnar á Foxcatcher - en ég varði einmitt þremur tímum í förðun í dag til að und­ir­búa mig fyrir hlut­verkið manneskja.“

Ein­földum málið gríð­ar­lega. Við erum spen­dýr sem búum á norð­ur­slóðum og erum ein fárra dýra­teg­unda, auk læm­ingja, sem förum ekki í híði. Eða hvað? Hvað er þetta hygge sig í jóla­fríi og borða voða­fínan mat og mikið smjör og vera í nýju jól­anátt­föt­unum allan dag­inn annað en híði? Ég reporta alla pósta og aug­lýs­ingar um megr­anir og „Misstu jóla­spikið strax tussan þín“ á feis­ar­anum með „it's not rel­evant to me.“ Sigga Ásta vin­kona merkir við „of­fensi­ve.“ Ég ætla að halda í jólakílóin mín þar til það hlýnar í veðri... því þá fara þau lík­lega sjálf­krafa. Ég hef séð það ger­ast á alls konar dýrum í þáttum Dav­ids Atten­borough. Það er greini­lega eðli­leg­asti hlutur í heimi að mynda fitu­forða yfir vetr­ar­tím­ann. Ég tek þyngd­ar­sveifl­unum fagn­andi og ímynda mér voice over frá David vini mín­um, en hann er einmitt upp­á­halds­spen­dýrið mitt.

Auglýsing

Ekki kaupa föt fyrir lík­ams­rækt­ar­á­takÉg vinn í herra­fata­verslun og nú á útsölu er fullt af fínum vörum á lækk­uðum prís. Eins og gengur eru þó ekki allar stærðir í boði. Margir draga inn jólam­allakút­inn sinn fína og segja: „Jú, ég tekidda­bara… það er nú á plan­inu að grenn­ast.“ Þetta eru mikil mis­tök, og bendi ég mönn­unum á það að þegar þeir grenn­ast þá getur vel verið að eitt­hvað annað stækki þó mall­inn og ást­ar­hand­föngin rýrni - upp­hand­leggir geta breikkað og lær­vöðvar tútnað út ef fólk fer allt í einu að hreyfa sig. Tala nú ekki um hjól­reiða­r­assa sem verða safa­ríkir sem jólasteik þegar ridd­ar­arnir setj­ast loks­ins upp á hjól­fák­inn með hækk­andi sól (les: batn­andi færð). Ráð­legg ég fólki frekar að spara pen­ing­inn, þó tuskan sé á nið­ur­settu verði, og verð­launa sig frekar að átaki loknu þegar allt er komið í rétt… eða rétt­ara stand.

„Þú ert alltaf svo fín í svona kjólum og þannig.“ Takk, það er bara af því að geim­skipa­rass­inn minn passar ekki í buxur ætl­aðar venju­legum konum.

En aftur að aug­lýs­inga­borðum inter­nets­ins. Ein­hvers staðar var skemmti­leg pæl­ing, sem fjall­aði um það hvað ofboðs­lega mörg fyr­ir­tæki myndu fara á haus­inn á innan við viku ef allir myndu vakna einn dag­inn full­kom­lega sáttir í eigin skinni. Ég veit, ég er meiri hræsnari en Elín Hirst að segja qu’elle est Charlie með þess­ari grein því ég ver (skrif­aði næstum eyði) gríð­ar­legum fjár­munum í föt, mei­köpp, háls­men og hár­leng­inar sem ég kaupi í erlendum dragdrottn­inga­búð­um… en samt. Pælum aðeins í þessu. Eins og Tina Fey sagði á nýlið­inni Golden Glo­be-há­tíð: „Steve Carrell varði tveimur tímum í förð­un­ar­stól á hverjum degi við tök­urnar á Foxcatcher - en ég varði einmitt þremur tímum í förðun í dag til að und­ir­búa mig fyrir hlut­verkið mann­eskja.“

Kvöl og pína að kaupa buxurDjöf­ull verð ég lítil í mér þegar kemur að því að kaupa mér föt. Fyrir nokkrum árum fór ég að ganga nær alfarið í kjólum vegna þess hversu mikil kvöl og pína það er að kaupa buxur á konu með almenni­lega barna­körfu. Þó ég sé stór­gerð eins og ég á kyn til þá er ég ekki ein­hver mör­gæs, heldur í fín­asta formi og vinn meðal ann­ars sem dans­kenn­ari, kemst í splitt (ég varð að koma þessu að, sorrý með mig) og um dag­inn stjórn­aði ég æfingu hjá þýska hand­boltalands­lið­inu. Samt er erfitt fyrir mig að finna buxur nema í óléttu- eða breyt­inga­skeiðs­búðum og þá eru sniðin ekki sam­kvæmt mínum smekk. „Þú ert alltaf svo fín í svona kjólum og þannig.“ Takk, það er bara af því að geim­skipa­rass­inn minn passar ekki í buxur ætl­aðar venju­legum kon­um. Ég er samt í átaki að reyna að finn­ast það ofsa­lega fyndið að það séu ekki til föt á konu eins og mig í búð­unum sem mig virki­lega langar til að gefa pening­ana mína. Í alvöru - HJÁLP! Þessir pen­ingar allir eru að brenna gat á veskið mitt.

Djöf­ull erum við öll sæt og fín krakk­ar, ha. Hættum að styrkja World Class og styrkjum UNICEF í stað­inn. Hættum að ein­blína á kílóin og losum okkur frekar við for­pokað fólk af Alþingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None