Auglýsing

Byrjum á mér per­sónu­lega því ég er að skrifa þennan pistil: Ég væri að sjálf­sögðu for­stjóri flug­fé­lags­ins: „Við hröpum aldrei því við fljúgum ekki ef það er rok”.  Ég mundi, sem for­stjóri, hringja í flug­hrædda far­þega (sem er allt eðli­legt fólk) kvöldið fyrir flug (það yrði hægt að haka við „flug­hrædd(­ur)” þegar miðar eru keyptir á net­inu) og segja þeim að þetta verði allt í lagi, það sé góð veð­ur­spá, við tökum enga sénsa, jada jada jada... Ég yrði svona Móðir Ter­esa háloft­anna og kannski væru myndir af mér uppi um alla veggi á flug­hræðslu­nám­skeið­is­skólum víða um heim. Síðan ætti ég það til að poppa upp í flug­um, alveg óvænt, eins og Ric­hard Bran­son ger­ir. Þá mundi ég hugs­an­lega rölta um gang­ana í síð­kjól með kaffi­könnu í annarri og kór­ónu á hausn­um. Spjalla aðeins við Jón og Gunnu. Tala með róandi röddu í hátal­ara­kerfið og full­vissa far­þega um að ef það komi snef­ill af ókyrrð verði snúið við og lent aftur í Kef. Kannski mundi ég syngja Smá­vinir fagrir eða eitt­hvað annað þjóð­legt ef ég sæi marga útlend­inga um borð. Og auð­vitað segja „já” ef fólk spyr hvort þetta sé í alvör­unni ég. Ein­hverj­ir ­mundu þá biðja mig að árita ælu­pok­ana á meðan aðrir mundu skella feitum status á face­book eða tvitti um að Lára væri í alvör­unni um borð að skemmta, #besta­fokk­ing­flugí­heimi

Í myrkr­inu með krakk­ann í fang­inu



Hjól­reiða­menn yrðu að fara eftir umferð­ar­regl­un­um. Þeir mundu pæla meira í gang­andi veg­far­endum og umhverf­inu öllu og minna í fínu græj­unum sem hjólið og útgang­ur­inn á þeim er. Jú jú, allir voða sam­fé­lags­lega með­vit­aðir og lítið að menga með því að þeys­ast um á þessum neon­lit­uðu byssu­kúlum sem þeir kalla hjól en hvað með mig??? Í kolniða­myrkri með krakk­ann í fang­inu á leið yfir gang­braut á þröngri götu í Þing­holt­un­um? Eða er ég eitt­hvað að rugla hérna? Rétt upp hönd sem hefur lent í því að hjól­reiða­maður stopp­aði á gang­braut fyrir þeim. Ég sá einu sinni karl­mann missa pavlovu í göt­una í Vest­ur­bænum á leið í bók­menntap­artý þegar hjól­reiða­maður sveigði í veg fyrir hann. Ekki var það fal­leg sjón. Og ekki láta mig byrja að telja upp öll blóð­böðin fyrir utan Mela­búð­ina þegar hjól­reiða­menn­irnir koma á 100 km hraða og hræða lifur úr við­skipta­vinum sem eiga sér einskis ills von hvar þeir rog­ast út með plómu­tómata, fínt paté og for­framaða gos­drykki í litlum glerj­um. Ó! Og síðan eru það alltaf ÞEIR sem horfa reiði­lega inn um bíl­rúð­una ef maður drepur ekki á bíln­um, leggst í göt­una og til­biður þá sem ómeng­andi dýrð­ling­ana sem þeir nú eru þegar maður verður á vegi þeirra. Svo, alla vega. Hjól­reiða­menn færu eftir umferð­ar­regl­um.

Fólk sem á börn undir þriggja ára aldri, og/eða bara allt fólk sem á við svefn­vanda­mál að stríða þannig að það vaknar á tveggja klukku­stunda fresti allar næt­ur, fengi þrjá lög­bundna frí­daga í mán­uði. Þá gæti þetta þreytta fólk til dæmis nýtt fríið til að heim­sækja, ó ég veit það ekki, stóra verslun í Kaup­túni í Garðabæ og hangið þar barn­laust og úthvílt í marga klukku­tíma í ilm­kerta­deild­inni.

Mæður í for­gangi



Ein­stæðar mæð­ur­/­feður fengju for­gang í allar raðir alls staðar og sér akgrein á göt­unum og sírenur á bíl­ana sína. Og fálka­orð­una. Á hverju ári.

Face­book hefði sér­stakan filter þannig að maður sæi hvorki ræður um ferðir á helgi­leiki í skólum og 300 kommenta rifr­ildi í kjöl­farið um trú­mál, né myndir af sveittum tám við sund­laug­ar­bakka í heitu lönd­un­um. Einnig væri hægt að sía burt allar færslur sem inni­halda orðið „njóttu” og tagg­anir í Laugar spa/Kefla­vík Air­port/Litla-Hraun. Síðan væri mjög fínt að mega lög­sækja fólk sem tekur mynd af manni með fullan munn af brauð­rétti í ferm­ing­ar­veislu eða erf­is­drykkju og póstar og taggar á Face­book, Instagram og Twitter áður en maður er búin að kyngja bit­an­um.

Auglýsing

Taco Bell, sina­dráttur og fáfræði



Hmmmm, hvað meira? Alveg rétt: Það þætti eðli­legt og maður fengi ekki „til­tal frá yfir­völd­um” fyrir að hringja í 112 þegar mál­tíð T6 er upp­seld á Taco Bell eða maður fær sina­drátt.

Og að lok­um: Ég væri að sjálf­sögðu for­sæt­is­ráð­herra. Ég gæti þannig látið sér­sveit­ina „kanna” hvort for­dóma­fyllstu þing­menn­irnir hefðu hlotið ein­hverja sér­staka þjálfun í að æsa upp botn­fallið í sam­fé­lag­inu, hvort þeir hefðu farið á ein­hver sér­stök sem­inar í fáfræði eða hvort þeir hefðu nýlega heim­sótt ein­hverjar þjálf­un­ar­búðir í for­dómum og heimsku.

Í full­komnum heimi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None