Takk, Saga Garðarsdóttir, vinkona, fyrir að hafa tekið góprómyndavélina með þér í leghálsskoðun. Þetta var fyrsta sinn sem ég upplifði lífsgleði og glens í vitundarvakningu sem snýr að krabbameini kvenna. Mottumars hefur alltaf haft hressara og grínlegra samkenndaryfirbragð í hugum fólks. Karlakrabbameinið er nálgast með húmorinn að vopni – enda snýr þetta að því að hugsa um sig og koma í veg fyrir alvarleg veikindi og lifa lífinu. Bleiku átökin eru einbeittari og alvarlegri. Fjölmiðlaumfjöllunin er af sama meiði: Fréttir af prósentutölum kvenna sem vanrækja að fara í leghálsstrok; þung og þurr viðtöl um tölur og dauðsföll - enda er trössun á því að tékka á sér grafalvarlegt mál. Í gær á FM957 sagði maður þungri röddu: Því fleiri sem bólfélagar konu eru, því meiri líkur eru á að hún fái krabbamein (ok sjitt). Á sama tíma er víst fjöldi kvenna farandi úr buxunum hjá manni í Kópavogi sem ER KLÆDDUR Í STUTTBUXUR.
Því fleiri sem bólfélagar konu eru, því meiri líkur eru á að hún fái krabbamein (ok sjitt). Á sama tíma er víst fjöldi kvenna farandi úr buxunum hjá manni í Kópavogi sem ER KLÆDDUR Í STUTTBUXUR.
Og svo kemur bleikþvotturinn sem fer alveg með mig. Í október og mars stökkva margir á krabbameinsvagninn eins og fjallað er um í heimildamyndinni Pink Ribbons sem var einu sinni sýnd á RIFF. Alls konar fyrirtæki bleikmerkja sig á þessum tíma árs - en skammarlega lítið (stundum ekkert) fer til málsstaðarins. Vel þekkt snyrtivörufyrirtæki gera bleikar eða yfirvaraskeggsútgáfur af hinu og þessu og fólk kaupir, án þess að kynna sér hvort nokkuð fé renni til málsstaðarins af seldri vöru.
Ég er t.d. nokkuð viss um að Hreyfill Bæjarleiðir verji meiri pening í að segja mér að fyrirtækið styrki Krabbameinsfélagið en Krabbameinsfélagið fær frá Hreyfli í lok október. Vissulega er slaufan sjálf seld í bílunum. Síðasti leigubílstjóri sem skutlaði mér (16. október 2014) var búinn að selja eina. Ég reyndi að komast að því hversu mikið af hverju fargjaldi rennur til Krabbameinsfélagsins og hringdi niður á Hreyfil. Konan á símanum gat ekki svarað mér og enginn var við sem gat það. Ég skildi eftir nafn og símanúmer til að einhver sem vissi gæti hringt í mig. Þetta var á þriðjudaginn í síðustu viku. Nýjustu upplýsingar sem ég hafði þá fundið voru frá árinu 2012 - þá runnu tólf krónur af hverri ferð til Krabbameinsfélagsins. Tólf krónur. Árið 2012 tók ég mest leigubíl frá Óðinsgötu upp á RÚV. Það er ferð upp á 1500 krónur. 12 krónur af þeirri ferð eru 0,8%. Nánustu vinir segjast oftast taka leigubíl fyrir um 2500 kall. 12 krónur af þeirri upphæð eru 0,48%. Innan við fokking hálft prósent. Ægir kollegi minn hér á Kjarnanum fékk skjótari svör - og þetta eru ennþá tólf krónur. Fjölmörgum finnst þetta fín upphæð og segja: Margt smátt gerir eitt stórt og aðrar klisjur en mér finnst þetta voðalega lítið.
Ég er t.d. nokkuð viss um að Hreyfill Bæjarleiðir verji meiri pening í að segja mér að fyrirtækið styrki Krabbameinsfélagið en Krabbameinsfélagið fær frá Hreyfli í lok október. Vissulega er slaufan sjálf seld í bílunum.
Á Kastljósárum mínum gerði ég mýmörg gríninnslög í mars: Mottukeppnin á Boston, mottutíska í tímans rás og Þorsteinn Guðmunds hispurslaus að hvetja menn og kenna þeim að þukla á pungsanum á sér. Hægt var að finna marga fleti til að minna menn á að huga að sér og að það sé karlmannlegt að leita læknis og sjálfskáf sé hollt og lífsnauðsynlegt.
Einhvern mottumarsinn í nýlegri fortíð hitti ég kunningja minn sem skartaði þykku og fögru yfirvaraskeggi. Ég var gríðarlega inspíreruð eftir að hafa tekið viðtal við Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins. Eftir að hafa hrósað honum fyrir skeggið, rætt hversu margir væru að taka þátt í þessu og hvað það væri stórkostlegt, spurði ég hvort hann væri búinn að fara og láta tékka á sér og hvort hann væri búinn að kynna sér einkenni krabbameins hjá körlum. Hann brást hinn versti við og sagði „Ekki vera svona leeeeeeeeiðinleg!“ …maðurinn sem skartaði einkennismerki átaksins á sinni eigin efri vör. Um hvað snýst þetta þá? Bara eitthvað tískuloðdýr framan í mönnum?
Húmorinn virðist snúast um að minna á að sumir menn úti í bæ sem við þekkjum ekki neitt fái krabbamein á leynistað. Nær boðskapurinn semsagt ekki alla leið niður í blöðruhálskirtil og eistu hvers og eins?
Húmorinn virðist snúast um að minna á að sumir menn úti í bæ sem við þekkjum ekki neitt fái krabbamein á leynistað. Nær boðskapurinn semsagt ekki alla leið niður í blöðruhálskirtil og eistu hvers og eins? Kærastinn minn fór í blöðruhálskirtilskrabbameinsskimun í fyrra og það kom honum á óvart hvað skimunun var lítið mál. Hann þurfti ekkert að leggjast í fósturstellingu eða neitt; skimunin fór fram með blóðprufu. Enginn þarf að fara úr buxunum eða láta kitla á sér leghálsinn með þurrum eyrnapinna þar, ónei kallinn minn (afsakið, konur, að hafa minnt ykkur á tilfinninguna).
Pælum líka aðeins í táknunum. Yfirvaraskegg er tiltölulega langt frá svæðinu sem um er rætt, ég hef í það minnsta ekki séð karlmann sem snyrtir typpahárin sín í þetta form…. eða nokkurskonar form ef því er að skipta (þeir eru meira að vinna með allt eða ekkert (einn með öllu nema hárum hehehe)). Bleika slaufan er hins vegar nokkuð píkuleg, bleiklýstur Skólavörðustígur minnir á hlý og rök leggöng og við vinkonurnar ræðum án þess að blikkna um hvernig er best að slaka á til að auðvelda kvensjúkdómalæknum og hjúkrunarfræðingum aðgang til sýnatöku.
Ég sting upp á að við pungtengjum marsmánuð enn frekar og komum þessu dúskaskarti í umferð:
Vitundarvakningar eru til að vekja fólk til vitundar, en vitundin ein og sér er því miður ekki nóg. Gerum eitthvað í málunum. Annars er þetta jafn hjákátlegt og Vigdís Hauks að ganga með vatnsfötu á höfðinu til að vekja athygli á ástandi í þróunarlöndunum (kæmi mér samt ekki á óvart ef hún ruglaði þessu við ísfötuáskorunina), Og hvað svo? Á ég svo að gera eitthvað í þessu? Við þurfum að feta hinn fullkomna milliveg á milli skemmtilegrar nálgunar og að miðla mjög mikilvægum upplýsingum.
Betty White sagði einhvern tímann hvað henni þætti frasinn „Grow some balls” eða „Láttu þér vaxa hreðjar” vera skrýtinn. Hreðjar væru viðkvæm líffæri sem þyldu lítið hnjask og frekar ætti að hvetja fólk til að fá sér leggöng, því að þau gætu þolað mun meira. Við þurfum öll að píka okkur upp og nálgast þessi kynbundnu krabbamein af hispursleysi.
Hvað sem öllu tuði og mun á húmorískri nálgun líður: Drífum okkur í skoðun og skimun. Við mamma eigum pantaðan tíma í kík´í píkí 4. nóvember - þegar hátíðarhöldunum er lokið og DJ Margeir er búinn að pakka saman græjunum á biðstofunni. Við pabbi erum svo að skoða að framleiða punghálsskrautið – og láta 12 krónur, jafnvel meira (ég veit, við erum kllllllikkuð) renna til Krabbameinsfélagsins af hverjum seldum pung. Restin fer svo í okkar eigins pyngju.