Auglýsing

Ég hef ekki getað fylgst með þjóð­mála­um­ræð­unni í tæpan mánuð því ég hef verið svo lamaður af kvíða yfir því að þurfa að fara til tann­lækn­is. Nýtilfundið and­legt jafn­vægi mitt hefur víst fundið and­lag sitt í því að ég gnísti tönnum í svefni eins og feitur maður að bryðja kart­öflu­flögur á bóka­safni. Þetta sturlar sam­ferð­ar­fólk mitt svo mikið að mér hefur verið hótað því að ég þurfi að fara að sofa með ein­hvers­konar plast­góm til þess að ég geti verið í nábýli við fólk - sem er bara lít­illi skör fyrir ofan það að sofa með kæfisvefns-súr­efn­is­grímu í milli­stétt­ar-lífstíls­vanda­málapýramíd­an­um. Ég þurfti því, eftir ára­tuga far­sæla sjálfs­blekk­ingu, að bíta á nið­ursverfðan og stór­skemmdan jaxl­inn og panta tíma.

Martraðir úr æsku sóttu áÁ meðan ég sló sveittur inn núm­erið í sím­ann sóttu á mig martraðir úr æsku þar sem ég heim­sótti barnatann­lækn­inn minn, sem var í minni mínu skelfi­leg blanda af hand­loðnum bif­véla­virkja og trúðnum Penn­ywise úr IT. Ég hef aldrei þorað að spyrja elsku­legu móður mína að því hvar hún hafi fundið þennan mann - eða hvort hann hafi í raun verið alvöru tann­læknir - því að þær fáu minn­ingar sem ég hef náð að púsla saman hljóma ekki eins og atburða­rás sem á sér stað inn á við­ur­kenndri heil­brigð­is­stofnun í vest­rænu vel­ferð­ar­sam­fé­lagi.

Hátíðn­isuð og vein úr næsta her­bergiTíu ára, blá­eygður og klæddur í upp­á­halds mör­gæsar­peys­una mína sett­ist ég nokkuð keikur í stól­inn. Þar var ég einn í dágóða stund, en í fjarska heyrði ég hátíðn­isuð og kæfð vein. Skyndi­lega flugu upp vængja­hurðir og inn rann tann­lækn­ir­inn ríð­andi á ógn­ar­hraða á stál­kolli á hjól­um. Ég man aldrei eftir and­lit­inu á hon­um, enda var það falið bak við hlífð­ar­grímu og stækk­un­ar­gler­augu, en ég tók eftir hlut­falls­lega stórum fram­hand­leggjum sem höfðu vafa­lítið vaxið á hann við það að draga óþarf­lega margar tennur úr óþekkum börn­um.

"­Sem ég stóð svo fyrir utan, hald­andi dauða­haldi í hönd móður minn­ar, með meira silfur í tönn­unum á mér en Lil Jon, komst aðeins ein hugsun að mér: Tann­læknar eru feður allra lyga."

Hann spennti upp á mér munn­inn, muldr­aði eitt­hvað og rann svo jafn­harðan aftur út og veinin hófust á ný hinum megin við vegg­inn. Ég hafði varla tíma til að láta tvær grímur renna á mig áður en hann kom aftur spó­landi inn í stof­una, trekkti upp á mér munn­inn og byrj­aði að munda ein­hver odd­hvöss mið­alda­verk­færi. Hann virt­ist sjá skelf­ing­arglampann í aug­anu á mér því hann leit á mig og sagði: „Ekki vera hrædd­ur, ég ætla bara að skoða þig.“

Auglýsing

Tveir stólar not­aðir til myrkra­verkaÍ barns­legri ein­feldni minni slak­aði ég aðeins á, eða þar til ég heyrði hátíðn­i­snún­ing­inn í bornum og nístandi sárs­auka í ódeyfðum og nýsprottnum full­orð­ins­tönn­unum mín­um. Fant­ur­inn lauk sér svo af og rúll­aði yfir í næsta her­bergi þar sem hann hélt áfram svip­uðum myrkra­verkum í munn­inum á öðru barni. Ég hef hvorki fyrr né síðar vitað um tann­lækni sem var með tvo stóla til þess eins að geta skelft tvö­falt fleiri börn á einum degi.

Sem ég stóð svo fyrir utan, hald­andi dauða­haldi í hönd móður minn­ar, með meira silfur í tönn­unum á mér en Lil Jon, komst aðeins ein hugsun að mér: Tann­læknar eru feður allra lyga. Þessi hugsun fylgdi mér næstu tíu árin eða þar til ég var við það að ljúka minni mennta­skóla­göngu. Það var um þetta leyti sem höfuð mitt var að ná fullum vexti og það kom á dag­inn að ég var með svo háþró­aða skand­in­av­íska kjálka að þeir höfðu enga þörf né pláss fyrir enda­jaxla, sem tóku þó að vaxa á hlið ein­hvers­staðar ofan í beini.

Þetta var ekki veru­leiki sem ég var til­bú­inn að takast á við þannig að ég bruddi bara tvö spjöld af íbú­feni á dag og von­aði að tenn­urnar myndu ein­hvern­vegin leys­ast upp. Það gekk þangað til að ég var orð­inn það lifr­ar­gulur af pillu­áti að móðir mín bók­staf­lega dróg mig til kjálka­skurð­lækn­is.

Sló met í magni deyfisprautaÞar var aftur kom­inn maður sem hafði litla þol­in­mæði fyrir ofsa­hræðslu brenndra barna. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann sá mig sitja víð­eygðan og hald­andi utan um stól­armana líkt og það væri verið að skjóta mér út í geim var að gefa mér Rohypnol töflu og svona 15 deyfispraut­ur. Svo þegar kom að því að munda litlu hjól­sög­ina kom aðstoð­ar­kona inn með sjón­varps­tæki á armi sem hún stað­setti beint fyrir framan augun á mér og kveikti á mjög hátt stilltum Fri­ends þætti. Það sem eftir fylgdi var súr­r­eal­ís­kasta upp­lifun lífs míns þar sem hljóð í lít­illi bein­sög bland­að­ist saman við járn­bragð af eigin blóði við und­ur­leik hvells og inn­an­tóms dósa­hlát­urs. Svo var þessu öllu blandað saman í mjög sterkri lyfja­vímu þar sem ég vein­aði og hló til skipt­is.

Eftir aðgerð­ina sagði lækn­ir­inn mér að ég hefði slegið algjört met í magni af deyfisprautum sem til hefði þurft til að fá mig til að hætta að veina. Honum fannst það alls ekki jafn fyndið og mér.

Tíu ár liðu fram að næst­u heim­sókn til tann­læknisÞað tók önnur tíu ár af lélegri tann­hirðu, kvíða, gnísti og óhóf­legri drykkju á Pepsi Max til þess að draga mig aftur til tann­lækn­is. Í þetta skiptið mætti mér vina­leg kona sem skoð­aði munn­inn á mér, sarg­aði í burtu tann­stein, gagn­rýndi mig harð­lega fyrir lélega burst­un­ar­tækni, sagði að það þyrfti að laga fárán­lega margar tenn­ur, gaf mér tann­bursta og tók svo alla pen­ing­ana mína. Og ég gekk út alsæll. Það þurfti bara eina jákvæða upp­lifun til þess að kveða í burtu heila lífs­tíð af lam­andi ótta.

Ætli boð­skap­ur­inn með þess­ari frá­sögn sé ekki að það séu bara svona tveir glat­aðir tann­læknar þarna úti, að lang­flestir séu fag­menn sem geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að valda sem minnstum óþæg­ind­um.

Og að þú eigir að hætta að versla við MS, því ann­ars komi gamli barnatann­lækn­ir­inn minn og dragi úr þér allar tenn­urn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None