Blindur fær seen

Auglýsing

Það gladdi tækni­s­inn­aðan lög­fræð­ing sem áhuga­mann um nýstár­leg deilu­mál að sjá að fjallað hafði verið um merk­ingu like-s­ins í dóm­sal í sein­ustu viku. Verj­andi hélt því fram að sak­sókn­ari hefði gert sig van­hæfan með því að læka færslu sem fjall­aði um dóms­mál­ið. Ég er eilítið hissa á því að þetta mál skuli ekki hafa vakið athygli fyrir utan land­stein­ana því mér vit­an­lega er þetta í fyrsta skiptið sem fjallað er um merk­ingu læks­ins í dóms­máli. Verj­and­inn hélt því sem sagt fram að lækið merkti að sak­sókn­ar­anum hefði líkað við við­kom­andi færslu og þar með tekið afstöðu til máls­ins fyr­ir­fram.

Hver er vilji læk­gjafans?Án þess að taka afstöðu til máls­ins ætla ég að full­yrða það sem við sjálf­skip­uðu sér­fræð­ing­arnir í upp­lýs­inga­tækni vitum að læk er ekki það sama og læk. Það kann vel að vera að Face­book hafi upp­runa­lega ætlað að lækið merkti að líka við, en nú er búið að sleppa þessu orði út í kosmós­inn og fólk hefur gefið þessu alls konar merk­ingu. Bara eins og gengur og ger­ist með tungu­málið og hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er alltaf að ger­ast. Merk­ing orðs­ins „liter­ally“, sem merkir upp­runa­lega „bók­staf­lega“, var nýlega upp­færð í enskum orða­bókum þannig að það merkir líka „eig­in­lega“ eða „nánast“, sem fer í bága við hina upp­runa­legu merk­ingu. Svona getur tungu­málið þró­ast í kjána­legar átt­ir.

"Ég stofn­aði annan Face­book-­reikn­ing sem ég kalla Kon­ráð Jóns­son Auka­læk. Auka­læk er kall­aður til þegar ég tel að eitt læk dugi ekki til að lýsa til­finn­ingum mín­um. Þetta hefur gagn­ast ágæt­lega.Ég reyni að vera spar á auka­lækið svo það hljóti ekki sömu örlög og frumlækið."

Lækin mín eru af öllum teg­und­um. Þau eru ein­læg, kald­hæðin eða gerð til að votta sam­úð, og oft eru þau gerð til að fagna umræð­unni en ekki efni henn­ar. Ég hef reyndar glímt við það vanda­mál að ég læka alltof mik­ið. Það þarf eitt­hvað stór­kost­legt að ger­ast til að ég læki ekki athuga­semd sem ég fæ á færslu mína. Þetta helg­ast af leti því ég hef ekki nennt að draga mörkin á skyn­sam­legum stað. Þetta er alltof hug­lægt mat. Af sömu ástæðu á ég alltaf erfitt með að bjóða í partí. Það fer yfir­leitt út í það að meta hverjir eru vinir mínir og hverjir ekki, og það finnst mér óþol­andi. Betra er þegar ég á bara að bjóða vel skil­greindum hópi, eins og til dæmis bekknum mínum þegar ég er í skóla. Þetta leiðir til þess að fúleggin fylgja með, svo lengi sem þau eru ekki full­kom­lega sið­blind (ágætis við­mið­un­ar­regla er að bjóða ekki þeim sem hafa furðu­leg við­ur­nefni, og eru t.d. kenndir við stórar umferð­ar­æðar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u).

Auglýsing

Már Guð­munds­son Auka­pen­ingurÞegar Már Guð­munds­son ákvað að gefa út tíu­þús­und­kall­inn til að bregð­ast við verð­bólg­unni brást ég við þessu geng­is­falli á læk­unum mínum með sam­bæri­legum hætti. Ég stofn­aði annan Face­book-­reikn­ing sem ég kalla Kon­ráð Jóns­son Auka­læk. Auka­læk er kall­aður til þegar ég tel að eitt læk dugi ekki til að lýsa til­finn­ingum mín­um. Þetta hefur gagn­ast ágæt­lega. Ég reyni að vera spar á auka­lækið svo það hljóti ekki sömu örlög og frum­læk­ið. Gæta þarf þó að því að þetta stígi mér ekki til höf­uðs. Ég hef tekið eftir því að þeir sem eru svo heppnir að hljóta auka­læk eru mjög upp­veðraðir yfir því. Þá verð ég guðskomp­lexaður og mér líður eins og ég hafi gert við­kom­andi stór­kost­legan greiða. Kon­ráð auka­læketh, Kon­ráð aukaun­læketh.

Aftur að nýstár­legum deilu­mál­um. Stóra læk­málið er vit­an­lega ekki fyrsta dóms­málið sem snýst um núansa í net­sam­skipt­um, og alveg örugg­lega ekki það sein­asta. Ég hlakka t.a.m. til þess þegar það mun reyna á gildi seen-eig­in­leik­ans. Ætli hann virki á svip­aðan hátt og ábyrgð­ar­póst­ur, þ.e. sem ein­hvers konar sönnun á því að mót­tak­andi hafi fengið skila­boð­in? Og væri hægt að túlka poke sem kyn­ferð­is­lega áreitni? Getur skrán­ing fjöl­skyldu­tengsla á Face­book orðið til að valda van­hæfi í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga? Hvað ef hér­aðs­dóm­ari sam­þykkir að vera tagg­aður á ljós­mynd, eða er kom­inn á level 600 í Candy Crush? Verður hann þá van­hæfur til að fjalla um mál þar sem fram­leið­andi Candy Crush kemur við sögu? Það eru spenn­andi tímar fram und­an. Við tæknilög­fræð­ing­arnir verðum eins og krakkar í nammi­búð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None