Bílar, hjól og bilað þjóðfélag

Auglýsing

Und­an­far­inn mánuð hef ég lifað hinum svo­nefnda bíl­lausa lífstíl. Bíl­lausi lífstíll­inn er hug­tak sem ríkt fólk fann upp, um þann gjörn­ing að leggja bílnum sínum og hjóla/nota almenn­ings­sam­göngur í stað­inn og gaspra svo um það á sam­fé­lags­miðl­um. Fólk af lægri stéttum þekkir þetta sem illa nauð­syn.

Tíu ára gamli amer­íski jepp­inn minn fékk hjarta­á­fall fyrir utan hjá dag­mömm­unni og það þurfti að senda eftir nýjum alt­ernator alla leið í Ford verk­smiðj­urn­ar. Því hef ég verið eins og cross-over af Bjössa Bollu og Gísla Mart­eini á reið­hjól­inu mínu og í strætó til skipt­is.

Auglýsing


„Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem er að díla við svo rosa­legan skort á leið­tog­um, að bæj­ar­stjóri sem hefur álíka mik­inn per­sónu­leika og sjarma og gína sem búið er að teipa útvarp við fær orðið dag­lega í fjölmiðlum"



Og þetta var alveg gam­an. Vakna fyrr, aka með vagn­inn þvert yfir mið­bæ­inn til dag­mömmu, fá sér kaffi­bolla á leið­inni og hlusta á tón­list sem ég hef ekki gert síðan fyrir hrun.  Þeys­ast um á reið­hjól­inu og finna lærin þrútna af áreynslu. Stræt­is­vagna­kerfið hefur svo komið mér skemmti­lega á óvart. Það svín­virk­ar. Hvort sem verið er að taka alla fjöl­skyld­una í Ikea í kjöt­bollur og mynd­ara­mma, eða heim­sækja ætt­inga í Hafn­ar­firði eða Mos­fells­bæ, ekki mál­ið.



Meira að segja þegar ég er að skemmta ein­hver­staðar í rass­gati, þá hef ég tekið strætó frá Hlemmi upp í MK, skemmt og verið kom­inn aftur á skrif­stof­una á innan við klukku­tíma. Þetta var nokkuð ánægju­leg upp­lifun - þar til það fór að rigna og hvessa. Þá varð þetta hel­vít­i.Það er nefni­lega svo létt að tala um bíl­lausa lífstíl­inn þegar þú ert með einn bón­aðan í bíl­skúrnum - svona ef það kynni að rigna. Í allri þess­ari umræðu um meng­un, gatna­kerfi og grænan lífstíl, gleym­ist hversu ótrú­lega geggjað er að koma sér fyrir inn í bíl í ömur­legu veðri og sneiða í gegnum borg­ina eins og kast­hníf­ur, með tón­list í botni og mið­stöð­ina í blasti - og þurr og kát börn. Þetta er ósvikin upp­lifun, sem er fokk­ing pjúrít­anskt að neita manni um og það að láta eins og bílar sé ekki ein besta upp­finn­ing ever er fílis­t­ín­ismi.



Að því sögðu er það alveg ljóst að þétta þarf byggð, auka val­kosti í almenn­ings­sam­göng­um, bæta við létt­lest­ar­kerfi eða spor­vögn­um, fjölga hjóla­stíg­um, bæta við stoppi­stöðv­um, upp­hita fleiri strætó­skýli, fækka bíla­stæðum og þrengja braut­ir. Því hug­myndin um að keyra bíl er tölu­vert fal­legri en praktík­in.



Nú stend ég frammi fyrir þeirri stað­reynd að gera við gamla bíl­inn minn - eða kaupa mér nýj­an. Ég á eftir að heyra í bif­véla­virkj­anum - ef hann segir mér að allt sé ónýtt í þeim gamla þá er þetta ekki spurn­ing.Ef of margir hlutir eru í hassi þá borgar sig ekki að gera við bíl­inn. Þetta má heim­færa á annað og nú spyr ég þig kæri les­and­i:Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem það þykir algjör­lega sjálf­sagt að gefa fólki sem er ekki fátækt eftir neinum mæli­kvarða 80 millj­arða á meðan það finnst ekki króna fyrir nýjum land­spít­ala. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem inn­an­rík­is­ráð­herra er staðin að meiri­háttar mis­notkun á valdi sínu og verður bara vond og reið og önug þegar hún er beðin um að axla ábyrgð. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem ráð­herra ákveður að flytja rík­is­stofnun út á land afþví bara. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem skuldar meiri pen­ing en það getur aflað á 100 árum, þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem stefnir í að verða krabba­meins­lækna­laust. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem er að díla við svo rosa­legan skort á leið­tog­um, að bæj­ar­stjóri sem hefur álíka mik­inn per­sónu­leika og sjarma og gína sem búið er að teipa útvarp við fær orðið dag­lega í fjöl­miðl­um. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem vill ekki taka þátt í hjálp­ar­starfi á alþjóða­vísu. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem stjórn­völd eru full­kom­lega ólæs á menn­ingu og list­ir, þrátt fyrir að það sé um það bil það eina sem við getum stolt kallað okkar eigin sem þjóð. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem á ekki fyrir líf­eyr­is­greiðslum í fram­tíð­inni. Og så videre.



Er þá ekki betra bara að henda því og selja það í parta frekar en að skilja geð­heils­una eftir í smur­ol­íu­dúnki hjá bíl­virkj­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None