Bílar, hjól og bilað þjóðfélag

Auglýsing

Und­an­far­inn mánuð hef ég lifað hinum svo­nefnda bíl­lausa lífstíl. Bíl­lausi lífstíll­inn er hug­tak sem ríkt fólk fann upp, um þann gjörn­ing að leggja bílnum sínum og hjóla/nota almenn­ings­sam­göngur í stað­inn og gaspra svo um það á sam­fé­lags­miðl­um. Fólk af lægri stéttum þekkir þetta sem illa nauð­syn.

Tíu ára gamli amer­íski jepp­inn minn fékk hjarta­á­fall fyrir utan hjá dag­mömm­unni og það þurfti að senda eftir nýjum alt­ernator alla leið í Ford verk­smiðj­urn­ar. Því hef ég verið eins og cross-over af Bjössa Bollu og Gísla Mart­eini á reið­hjól­inu mínu og í strætó til skipt­is.

Auglýsing


„Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem er að díla við svo rosa­legan skort á leið­tog­um, að bæj­ar­stjóri sem hefur álíka mik­inn per­sónu­leika og sjarma og gína sem búið er að teipa útvarp við fær orðið dag­lega í fjölmiðlum"Og þetta var alveg gam­an. Vakna fyrr, aka með vagn­inn þvert yfir mið­bæ­inn til dag­mömmu, fá sér kaffi­bolla á leið­inni og hlusta á tón­list sem ég hef ekki gert síðan fyrir hrun.  Þeys­ast um á reið­hjól­inu og finna lærin þrútna af áreynslu. Stræt­is­vagna­kerfið hefur svo komið mér skemmti­lega á óvart. Það svín­virk­ar. Hvort sem verið er að taka alla fjöl­skyld­una í Ikea í kjöt­bollur og mynd­ara­mma, eða heim­sækja ætt­inga í Hafn­ar­firði eða Mos­fells­bæ, ekki mál­ið.Meira að segja þegar ég er að skemmta ein­hver­staðar í rass­gati, þá hef ég tekið strætó frá Hlemmi upp í MK, skemmt og verið kom­inn aftur á skrif­stof­una á innan við klukku­tíma. Þetta var nokkuð ánægju­leg upp­lifun - þar til það fór að rigna og hvessa. Þá varð þetta hel­vít­i.Það er nefni­lega svo létt að tala um bíl­lausa lífstíl­inn þegar þú ert með einn bón­aðan í bíl­skúrnum - svona ef það kynni að rigna. Í allri þess­ari umræðu um meng­un, gatna­kerfi og grænan lífstíl, gleym­ist hversu ótrú­lega geggjað er að koma sér fyrir inn í bíl í ömur­legu veðri og sneiða í gegnum borg­ina eins og kast­hníf­ur, með tón­list í botni og mið­stöð­ina í blasti - og þurr og kát börn. Þetta er ósvikin upp­lifun, sem er fokk­ing pjúrít­anskt að neita manni um og það að láta eins og bílar sé ekki ein besta upp­finn­ing ever er fílis­t­ín­ismi.Að því sögðu er það alveg ljóst að þétta þarf byggð, auka val­kosti í almenn­ings­sam­göng­um, bæta við létt­lest­ar­kerfi eða spor­vögn­um, fjölga hjóla­stíg­um, bæta við stoppi­stöðv­um, upp­hita fleiri strætó­skýli, fækka bíla­stæðum og þrengja braut­ir. Því hug­myndin um að keyra bíl er tölu­vert fal­legri en praktík­in.Nú stend ég frammi fyrir þeirri stað­reynd að gera við gamla bíl­inn minn - eða kaupa mér nýj­an. Ég á eftir að heyra í bif­véla­virkj­anum - ef hann segir mér að allt sé ónýtt í þeim gamla þá er þetta ekki spurn­ing.Ef of margir hlutir eru í hassi þá borgar sig ekki að gera við bíl­inn. Þetta má heim­færa á annað og nú spyr ég þig kæri les­and­i:Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem það þykir algjör­lega sjálf­sagt að gefa fólki sem er ekki fátækt eftir neinum mæli­kvarða 80 millj­arða á meðan það finnst ekki króna fyrir nýjum land­spít­ala. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem inn­an­rík­is­ráð­herra er staðin að meiri­háttar mis­notkun á valdi sínu og verður bara vond og reið og önug þegar hún er beðin um að axla ábyrgð. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem ráð­herra ákveður að flytja rík­is­stofnun út á land afþví bara. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem skuldar meiri pen­ing en það getur aflað á 100 árum, þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem stefnir í að verða krabba­meins­lækna­laust. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem er að díla við svo rosa­legan skort á leið­tog­um, að bæj­ar­stjóri sem hefur álíka mik­inn per­sónu­leika og sjarma og gína sem búið er að teipa útvarp við fær orðið dag­lega í fjöl­miðl­um. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem vill ekki taka þátt í hjálp­ar­starfi á alþjóða­vísu. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem stjórn­völd eru full­kom­lega ólæs á menn­ingu og list­ir, þrátt fyrir að það sé um það bil það eina sem við getum stolt kallað okkar eigin sem þjóð. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem á ekki fyrir líf­eyr­is­greiðslum í fram­tíð­inni. Og så videre.Er þá ekki betra bara að henda því og selja það í parta frekar en að skilja geð­heils­una eftir í smur­ol­íu­dúnki hjá bíl­virkj­an­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None