Bílar, hjól og bilað þjóðfélag

Auglýsing

Und­an­far­inn mánuð hef ég lifað hinum svo­nefnda bíl­lausa lífstíl. Bíl­lausi lífstíll­inn er hug­tak sem ríkt fólk fann upp, um þann gjörn­ing að leggja bílnum sínum og hjóla/nota almenn­ings­sam­göngur í stað­inn og gaspra svo um það á sam­fé­lags­miðl­um. Fólk af lægri stéttum þekkir þetta sem illa nauð­syn.

Tíu ára gamli amer­íski jepp­inn minn fékk hjarta­á­fall fyrir utan hjá dag­mömm­unni og það þurfti að senda eftir nýjum alt­ernator alla leið í Ford verk­smiðj­urn­ar. Því hef ég verið eins og cross-over af Bjössa Bollu og Gísla Mart­eini á reið­hjól­inu mínu og í strætó til skipt­is.

Auglýsing


„Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem er að díla við svo rosa­legan skort á leið­tog­um, að bæj­ar­stjóri sem hefur álíka mik­inn per­sónu­leika og sjarma og gína sem búið er að teipa útvarp við fær orðið dag­lega í fjölmiðlum"Og þetta var alveg gam­an. Vakna fyrr, aka með vagn­inn þvert yfir mið­bæ­inn til dag­mömmu, fá sér kaffi­bolla á leið­inni og hlusta á tón­list sem ég hef ekki gert síðan fyrir hrun.  Þeys­ast um á reið­hjól­inu og finna lærin þrútna af áreynslu. Stræt­is­vagna­kerfið hefur svo komið mér skemmti­lega á óvart. Það svín­virk­ar. Hvort sem verið er að taka alla fjöl­skyld­una í Ikea í kjöt­bollur og mynd­ara­mma, eða heim­sækja ætt­inga í Hafn­ar­firði eða Mos­fells­bæ, ekki mál­ið.Meira að segja þegar ég er að skemmta ein­hver­staðar í rass­gati, þá hef ég tekið strætó frá Hlemmi upp í MK, skemmt og verið kom­inn aftur á skrif­stof­una á innan við klukku­tíma. Þetta var nokkuð ánægju­leg upp­lifun - þar til það fór að rigna og hvessa. Þá varð þetta hel­vít­i.Það er nefni­lega svo létt að tala um bíl­lausa lífstíl­inn þegar þú ert með einn bón­aðan í bíl­skúrnum - svona ef það kynni að rigna. Í allri þess­ari umræðu um meng­un, gatna­kerfi og grænan lífstíl, gleym­ist hversu ótrú­lega geggjað er að koma sér fyrir inn í bíl í ömur­legu veðri og sneiða í gegnum borg­ina eins og kast­hníf­ur, með tón­list í botni og mið­stöð­ina í blasti - og þurr og kát börn. Þetta er ósvikin upp­lifun, sem er fokk­ing pjúrít­anskt að neita manni um og það að láta eins og bílar sé ekki ein besta upp­finn­ing ever er fílis­t­ín­ismi.Að því sögðu er það alveg ljóst að þétta þarf byggð, auka val­kosti í almenn­ings­sam­göng­um, bæta við létt­lest­ar­kerfi eða spor­vögn­um, fjölga hjóla­stíg­um, bæta við stoppi­stöðv­um, upp­hita fleiri strætó­skýli, fækka bíla­stæðum og þrengja braut­ir. Því hug­myndin um að keyra bíl er tölu­vert fal­legri en praktík­in.Nú stend ég frammi fyrir þeirri stað­reynd að gera við gamla bíl­inn minn - eða kaupa mér nýj­an. Ég á eftir að heyra í bif­véla­virkj­anum - ef hann segir mér að allt sé ónýtt í þeim gamla þá er þetta ekki spurn­ing.Ef of margir hlutir eru í hassi þá borgar sig ekki að gera við bíl­inn. Þetta má heim­færa á annað og nú spyr ég þig kæri les­and­i:Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem það þykir algjör­lega sjálf­sagt að gefa fólki sem er ekki fátækt eftir neinum mæli­kvarða 80 millj­arða á meðan það finnst ekki króna fyrir nýjum land­spít­ala. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem inn­an­rík­is­ráð­herra er staðin að meiri­háttar mis­notkun á valdi sínu og verður bara vond og reið og önug þegar hún er beðin um að axla ábyrgð. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem ráð­herra ákveður að flytja rík­is­stofnun út á land afþví bara. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem skuldar meiri pen­ing en það getur aflað á 100 árum, þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem stefnir í að verða krabba­meins­lækna­laust. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem er að díla við svo rosa­legan skort á leið­tog­um, að bæj­ar­stjóri sem hefur álíka mik­inn per­sónu­leika og sjarma og gína sem búið er að teipa útvarp við fær orðið dag­lega í fjöl­miðl­um. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem vill ekki taka þátt í hjálp­ar­starfi á alþjóða­vísu. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi þar sem stjórn­völd eru full­kom­lega ólæs á menn­ingu og list­ir, þrátt fyrir að það sé um það bil það eina sem við getum stolt kallað okkar eigin sem þjóð. Þegar þú býrð í þjóð­fé­lagi sem á ekki fyrir líf­eyr­is­greiðslum í fram­tíð­inni. Og så videre.Er þá ekki betra bara að henda því og selja það í parta frekar en að skilja geð­heils­una eftir í smur­ol­íu­dúnki hjá bíl­virkj­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None