Auglýsing

Ég vinn hjá fyr­ir­tæki sem komst nýverið á þann ógn­vekj­andi stað í þroska­ferli sínu að það ákvað að velja sér gildi. Fram að því hafði ég litið á fyr­ir­tækja­gildi sem hálf­gerðan dauða­koss – merki um að stjórn­endur væru búnir að sætta sig við orð­inn hlut, fyr­ir­tækið væri ekki lengur hipp og kúl og skemmti­legt heldur orðið eins­lags einka­rekin stofnun sem lyti lög­málum og nýald­ar­bullsfor­skriftum upp úr Dale Carneg­ie-vasa­hand­bókum um mannauðs­mál. Ég var með pepp­mynd­bandið sem Jón Jóns­son gerði fyrir Lands­bank­ann þrykk­prentað á heila­börk­inn á mér og mundi vel eftir gild­unum á mínum síð­asta vinnu­stað sem voru tekin álíka alvar­lega og reglu­legar yfir­lýs­ingar for­seta Íslands um fyr­ir­huguð starfs­lok. Eða reyndar mundi ég alls ekki vel eftir þeim – eina gildið af fjórum sem mar­aði í hálfu kafi í minn­ing­unni var gildið „Arð­sem­i“. Ég held að hin hafi verið svipað frísk­leg.

Það var þess vegna óvænt ánægja að fá allt í einu kynn­ingu á gildum sem hljóm­uðu ekki bara rök­rétt, heldur voru líka aug­ljós­lega afrakstur sam­eig­in­legrar hug­mynda­vinnu allra starfs­manna, föng­uðu hug­ar­farið á vinnu­staðnum og lýstu því ágæt­lega hvernig var þegar unn­ið, frekar en útópískri sýn á það hvað starfs­fólk ætti að hafa að leið­ar­ljósi í vinn­unni ef stjórn­endur fengju nægu um það ráð­ið.

Auglýsing


Ég var með pepp­mynd­bandið sem Jón Jóns­son gerði fyrir Lands­bank­ann þrykk­prentað á heila­börk­inn á mér og mundi vel eftir gild­unum á mínum síð­asta vinnu­stað sem voru tekin álíka alvar­lega og reglu­legar yfir­lýs­ingar for­seta Íslands um fyr­ir­huguð starfslok.



Það er svo sem óþarfi að þreyta fólk meira með tali um þessi gildi, að öðru leyti en að nefna að í sér­stöku upp­á­haldi hjá mér er gildið „Wait for not­hing“ (þetta er jú alþjóð­legt fyr­ir­tæki, sjáið til), sem gæti bein­þýðst sem „Bíðum einskis“. Þetta er ekki ákall um að ana að ákvörð­un­um, heldur hitt: yfir­lýs­ing um að þegar eitt­hvað þarf að leysa þá er það ein­fald­lega gert, hratt og örugg­lega og án vífilengja – þegar upp kemur snjöll hug­mynd þá er henni annað hvort hrint í fram­kvæmd eða umsvifa­laust kannað hvort hún sé fýsi­leg. Og eftir þessu er reynt að vinna og það er til fyr­ir­mynd­ar.

Afsak­anir í stað aðgerða

Þessa hug­ar­fars sakn­aði ég í síð­ustu viku þegar stór hluti þjóð­ar­innar grát­bað ráða­menn um að fá að sýna sam­hug í verki og taka hér á móti skamm­lausum fjölda flótta­manna sem eru á ver­gangi í Sýr­landi og nágranna­ríkjum þess og eru að reyna að halda sér og sínum á floti, bók­staf­lega, í Mið­jarð­ar­haf­inu. Íslend­ingar hafa meira að segja vakið heims­at­hygli fyrir við­brögð sín sem enn eru hins vegar bara í orði, enda hefur okkur ekki verið boðið upp á tæki­færið til að sýna þau á borði.



Ís­lend­ingar hafa meira að segja vakið heims­at­hygli fyrir við­brögð sín sem enn eru hins vegar bara í orði, enda hefur okkur ekki verið boðið upp á tæki­færið til að sýna þau á borði.



Í stað þess að bíða einskis þá var segin saga að for­sæt­is­ráð­herra færi að þusa um að við stæðum okkur nú ekk­ert svo illa í að taka við flótta­mönnum ... svona miðað við höfða­tölu að minnsta kosti, og að ef við hjálp­uðum einum þá væri annar hjálp­ar­þurfi sem yrði kannski útund­an, eins og allir gætu ekki sagt sér það sjálfir og það skipti ekki bara máli að hjálpa sem flestum og sem fyrst. Hann fór að ýja að því að við vildum nú kannski ekki ýta undir þá áhættu­hegðun flótta­fólks sem fælist í því að leita til mis­vafa­samra manna um far yfir haf­ið, burt frá ógn­inni heima fyr­ir, eins og það sé á ein­hvern hátt ódyggð að rétta þeim örvænt­ing­ar­fyllstu fyrstu hjálp­ar­hönd­ina – eins og að með því að sýna fólki að það sé von um betra líf ann­ars staðar gætum verið að skapa enn meira ófremd­ar­á­stand. Eins og það sé yfir­leitt hægt.

Að sjá hlut­ina í eigin per­sónu

Eflaust gekk honum gott eitt til með þessum orð­um, en á sama hátt og sig­ur­vím­aður for­maður KSÍ hefði átt að bera vit til þess að dagdreyma ekki upp­hátt um nýjan „þjóð­ar­leik­vang“ vegna þess að við þyrftum „meiri stuðn­ing við þessa frá­bæru drengi sem við eig­um“ þá þarf for­sæt­is­ráð­herra að átta sig á að það er til staður og stund og heppi­legt orða­lag fyrir allar vanga­velt­ur. Og þetta var staður til að segja: Auð­vitað tökum við á móti þús­und flótta­mönn­um. Þó það nú væri, hér er allt til alls. Bíðum einskis. Finnum út úr þessu áður en og þegar þeir koma.



Og þetta var staður til að segja: Auð­vitað tökum við á móti þús­und flóttamönnum.



Í stað­inn skip­aði hann nefnd. Ekki þverpólítíska nefnd, ekki nefnd með fag­að­ilum – nei, ráð­herra­nefnd. Nefnd með fimm ráð­herrum Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks. Ekk­ert segir „Bíðum aðeins með þetta“ eins og að skipa ráð­herra­nefnd. Ef Hannes Hólm­steinn og skoð­ana­systkin hans fá ein­hverju ráðið mun gildið „Arð­semi“ eflaust verða dregið á flot í þess­ari vinnu eins og drukknað sýr­lenskt barn í flæð­ar­mál­inu á tyrk­neskri strönd.



„Áhrifa­ríkar frétta­myndir vekja sterk við­brögð hjá okkur en við megum ekki gleyma þeim sem ekki sjást á mynd­un­um,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra um mynd­irnar af þessum drukkn­uðu börn­um. Sami for­sæt­is­ráð­herra hafði nokkrum dögum áður rofið þéttriðna dag­skrá sína til að ferð­ast norður á Siglu­fjörð þar sem vatn hafði flætt inn í kjall­ara og frá­rennsl­is­mál farið úr skorð­um. Ástandið var býsna slæmt og ráð­herr­ann boð­aði að brugð­ist yrði skjótt við. „Það er alltaf öðru­vísi að sjá hlut­ina í eigin per­sónu eða heyra lýs­ingar eða sjá mynd­ir,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra og það er engin ástæða til að draga það í efa. Næst ætti hann að heim­sækja sýr­lenskar flótta­manna­búð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None