Auglýsing

Ég vinn hjá fyr­ir­tæki sem komst nýverið á þann ógn­vekj­andi stað í þroska­ferli sínu að það ákvað að velja sér gildi. Fram að því hafði ég litið á fyr­ir­tækja­gildi sem hálf­gerðan dauða­koss – merki um að stjórn­endur væru búnir að sætta sig við orð­inn hlut, fyr­ir­tækið væri ekki lengur hipp og kúl og skemmti­legt heldur orðið eins­lags einka­rekin stofnun sem lyti lög­málum og nýald­ar­bullsfor­skriftum upp úr Dale Carneg­ie-vasa­hand­bókum um mannauðs­mál. Ég var með pepp­mynd­bandið sem Jón Jóns­son gerði fyrir Lands­bank­ann þrykk­prentað á heila­börk­inn á mér og mundi vel eftir gild­unum á mínum síð­asta vinnu­stað sem voru tekin álíka alvar­lega og reglu­legar yfir­lýs­ingar for­seta Íslands um fyr­ir­huguð starfs­lok. Eða reyndar mundi ég alls ekki vel eftir þeim – eina gildið af fjórum sem mar­aði í hálfu kafi í minn­ing­unni var gildið „Arð­sem­i“. Ég held að hin hafi verið svipað frísk­leg.

Það var þess vegna óvænt ánægja að fá allt í einu kynn­ingu á gildum sem hljóm­uðu ekki bara rök­rétt, heldur voru líka aug­ljós­lega afrakstur sam­eig­in­legrar hug­mynda­vinnu allra starfs­manna, föng­uðu hug­ar­farið á vinnu­staðnum og lýstu því ágæt­lega hvernig var þegar unn­ið, frekar en útópískri sýn á það hvað starfs­fólk ætti að hafa að leið­ar­ljósi í vinn­unni ef stjórn­endur fengju nægu um það ráð­ið.

Auglýsing


Ég var með pepp­mynd­bandið sem Jón Jóns­son gerði fyrir Lands­bank­ann þrykk­prentað á heila­börk­inn á mér og mundi vel eftir gild­unum á mínum síð­asta vinnu­stað sem voru tekin álíka alvar­lega og reglu­legar yfir­lýs­ingar for­seta Íslands um fyr­ir­huguð starfslok.Það er svo sem óþarfi að þreyta fólk meira með tali um þessi gildi, að öðru leyti en að nefna að í sér­stöku upp­á­haldi hjá mér er gildið „Wait for not­hing“ (þetta er jú alþjóð­legt fyr­ir­tæki, sjáið til), sem gæti bein­þýðst sem „Bíðum einskis“. Þetta er ekki ákall um að ana að ákvörð­un­um, heldur hitt: yfir­lýs­ing um að þegar eitt­hvað þarf að leysa þá er það ein­fald­lega gert, hratt og örugg­lega og án vífilengja – þegar upp kemur snjöll hug­mynd þá er henni annað hvort hrint í fram­kvæmd eða umsvifa­laust kannað hvort hún sé fýsi­leg. Og eftir þessu er reynt að vinna og það er til fyr­ir­mynd­ar.

Afsak­anir í stað aðgerða

Þessa hug­ar­fars sakn­aði ég í síð­ustu viku þegar stór hluti þjóð­ar­innar grát­bað ráða­menn um að fá að sýna sam­hug í verki og taka hér á móti skamm­lausum fjölda flótta­manna sem eru á ver­gangi í Sýr­landi og nágranna­ríkjum þess og eru að reyna að halda sér og sínum á floti, bók­staf­lega, í Mið­jarð­ar­haf­inu. Íslend­ingar hafa meira að segja vakið heims­at­hygli fyrir við­brögð sín sem enn eru hins vegar bara í orði, enda hefur okkur ekki verið boðið upp á tæki­færið til að sýna þau á borði.Ís­lend­ingar hafa meira að segja vakið heims­at­hygli fyrir við­brögð sín sem enn eru hins vegar bara í orði, enda hefur okkur ekki verið boðið upp á tæki­færið til að sýna þau á borði.Í stað þess að bíða einskis þá var segin saga að for­sæt­is­ráð­herra færi að þusa um að við stæðum okkur nú ekk­ert svo illa í að taka við flótta­mönnum ... svona miðað við höfða­tölu að minnsta kosti, og að ef við hjálp­uðum einum þá væri annar hjálp­ar­þurfi sem yrði kannski útund­an, eins og allir gætu ekki sagt sér það sjálfir og það skipti ekki bara máli að hjálpa sem flestum og sem fyrst. Hann fór að ýja að því að við vildum nú kannski ekki ýta undir þá áhættu­hegðun flótta­fólks sem fælist í því að leita til mis­vafa­samra manna um far yfir haf­ið, burt frá ógn­inni heima fyr­ir, eins og það sé á ein­hvern hátt ódyggð að rétta þeim örvænt­ing­ar­fyllstu fyrstu hjálp­ar­hönd­ina – eins og að með því að sýna fólki að það sé von um betra líf ann­ars staðar gætum verið að skapa enn meira ófremd­ar­á­stand. Eins og það sé yfir­leitt hægt.

Að sjá hlut­ina í eigin per­sónu

Eflaust gekk honum gott eitt til með þessum orð­um, en á sama hátt og sig­ur­vím­aður for­maður KSÍ hefði átt að bera vit til þess að dagdreyma ekki upp­hátt um nýjan „þjóð­ar­leik­vang“ vegna þess að við þyrftum „meiri stuðn­ing við þessa frá­bæru drengi sem við eig­um“ þá þarf for­sæt­is­ráð­herra að átta sig á að það er til staður og stund og heppi­legt orða­lag fyrir allar vanga­velt­ur. Og þetta var staður til að segja: Auð­vitað tökum við á móti þús­und flótta­mönn­um. Þó það nú væri, hér er allt til alls. Bíðum einskis. Finnum út úr þessu áður en og þegar þeir koma.Og þetta var staður til að segja: Auð­vitað tökum við á móti þús­und flóttamönnum.Í stað­inn skip­aði hann nefnd. Ekki þverpólítíska nefnd, ekki nefnd með fag­að­ilum – nei, ráð­herra­nefnd. Nefnd með fimm ráð­herrum Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks. Ekk­ert segir „Bíðum aðeins með þetta“ eins og að skipa ráð­herra­nefnd. Ef Hannes Hólm­steinn og skoð­ana­systkin hans fá ein­hverju ráðið mun gildið „Arð­semi“ eflaust verða dregið á flot í þess­ari vinnu eins og drukknað sýr­lenskt barn í flæð­ar­mál­inu á tyrk­neskri strönd.„Áhrifa­ríkar frétta­myndir vekja sterk við­brögð hjá okkur en við megum ekki gleyma þeim sem ekki sjást á mynd­un­um,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra um mynd­irnar af þessum drukkn­uðu börn­um. Sami for­sæt­is­ráð­herra hafði nokkrum dögum áður rofið þéttriðna dag­skrá sína til að ferð­ast norður á Siglu­fjörð þar sem vatn hafði flætt inn í kjall­ara og frá­rennsl­is­mál farið úr skorð­um. Ástandið var býsna slæmt og ráð­herr­ann boð­aði að brugð­ist yrði skjótt við. „Það er alltaf öðru­vísi að sjá hlut­ina í eigin per­sónu eða heyra lýs­ingar eða sjá mynd­ir,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra og það er engin ástæða til að draga það í efa. Næst ætti hann að heim­sækja sýr­lenskar flótta­manna­búð­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None