Brjóstin mín, brjóstin þín (sungið við Knowing me, Knowing you með ABBA)

Auglýsing

Ég var einu sinni beðin um að hætta að afklæða mig við plötu­snúð­un, af eig­anda Kofa Tómasar frænda. Ég troð­fyllti stað­inn alltaf sem var ekki erfitt því hann var pínu­lít­ill. Þar var lítið sem ekk­ert loft­ræsti­kerfi, ógeðs­lega heitt og stundum spil­aði ég á brjósta­hald­ar­an­um. Stráka­plötu­snúð­arnir fóru gjarnan úr að ofan, sem og karlar á dans­gólf­inu. Ég varð ekki vör við að gestum stað­ar­ins þætti þetta óþægi­legt eða að allir tækju sér­stak­lega eftir þessu. Þetta sner­ist ekki um athygl­is­sýki eða nokk­urs konar bar­áttu. Mér var ein­fald­lega heitt. Mér fannst þetta ótrú­lega ósann­gjarnt en náði ekki að koma að því orðum þá af hverju mér þætti þetta ósann­gjarnt. Ég er minna klædd í sundi en ég var þarna fyrir aftan plötu­snúða­kommóð­una. Stuttu síðar var óskað eftir að ég hætti, þetta var ein af tylli­á­stæð­unum sem mér voru gefnar en ég held að það hafi haft meira að segja að ég vildi fá meira borgað fyrir vakt­ina.

Þessi pist­ill mun end­ur­spegla við­horf mín gagn­vart #freethenipple og þeirri gagn­rýni sem hún hefur hlot­ið. Hann end­ur­speglar ekki við­horf allra nipplu­kvenna.

Hey stelpur getið þið ekki fundið neitt mik­il­væg­ara til að berj­ast fyr­ir?Þetta er ekki vit­und­ar­vakn­ing allra kvenna á móti öllum körlun­um. Kall­aðu okkur kon­ur. Bar­áttan snýst um það að hætta að kyn­gera kven­lík­amann. Við eigum að fá að vera kyn­þokka­fullar eftir sam­hengi - ekki átómat­ískt. Siða­postul­inn sem á ekki bol, Hlynur Krist­inn Rún­ars­son (ha hver? Allir búnir að gleyma nafn­in­u?) skrif­aði pistil á menn.is sem ætti að vera vefur sem höfðar meira til mín en hann ger­ir, því konur eru jú líka menn. Í pistl­inum kemur fram það við­horf að við stúlk­urnar séum að eyði­leggja fyrir honum ein­hverja fem­inine myst­ique og að hann geti ekki ímyndað sér brjóstin á okkur - heldur núna fái hann að vita það bara hvernig þau líta út. Til ham­ingju Hlyn­ur, þú hefur nú tæki­færi til að athuga hvort alvöru fólk og alvöru lík­amar örva þig kyn­ferð­is­lega. Ertu búinn að sjá svo mörg brjóst að þú ert hættur að fá instant stand­pínu þegar þú sérð geir­vört­ur? Flott. Það er ein­hver sigur unn­inn í því. Nú ætla ég aðeins í mann­inn, ekki bolt­ann: Það skemmti­leg­asta í pistl­inum er ofmat Hlyns á áhrifum sínum og ítök­um, hann metur það sem svo að við verðum öll kjams­andi á nafni hans næsta árið. Sorrí strák­ar, það getur bara einn verið and­lit „um­ræð­unn­ar“ í ára­mótaskaup­inu og ætli það verði ekki Biggi lög­ga, ein­faldlega því að það er svo auð­velt að setja mann í löggu­bún­ing og herma eftir vídjó­unum hans. Þessir tveir menn ruddu svo braut­ina fyrir fleiri sem skýldu sér á bak­við almennt vel­sæmi.

Þetta var svo óskýrt hjá ykkur - engin að bera á sér geir­vört­urnar fyrir sama máls­staðÞað fannst mér stór­kost­legt. Bar­áttan var mis­mun­andi eftir því sem leið á dag­inn. Þetta var sam­fé­lags­miðla­bylt­ing af bestu sort. Fyrst ætl­aði ég alls ekki að vera með, en kraftur fjöld­ans og mis­mun­andi vinklar höfð­uðu til mín - sömu­leiðis sem hraði miðl­anna gerði það að verkum að ýmis­konar mis­heimsku­legar skoð­an­ir, jafn­vel frá óheimsku fólki, komu fram. Ég ákvað að setja mína mynd þegar ég kveikti á hefnd­arklám­steng­ing­unni, ekki „strákar mega þetta, við lík­a.“

En karl­an­ir, þeir bara hugsa núna: Hey ég get þá rúnkað mér yfir þessu!Já, fínt. Menn rúnka sér yfir alls kon­ar. Það eru ekki brjóst í öllum rún­k­fantasíum, og þeir menn sem ég hef átt sam­skipti við eru hugs­andi menn með sjálf­stæðan vilja sem geta hamið sig. Ég veit líka til þess að að minnsta kosti einn hafi rúnkað sér yfir mér án þess að hafa séð á mér brjóst­in, hvað þá meira. Hvernig veit ég það? Jú, ég fékk tölvu­póst um að maður væri að rúnka sér yfir rödd­inni minni þegar ég vann á Rás 2. Hann til­tók það að hann vissi ekki hvernig ég liti út, ég væri bara með svo klikk­aða rödd. Ég myndi segja að mörkin liggi þarna við að opna tölv­una og senda póst­inn. Hann mátti alveg rúnka sér yfir því sem honum sýnd­ist, en hefði mátt sleppa því að setja mig inn í það. Ef ein­hverjir menn þarna úti vilja kippa í hann yfir þessum mynd­um, þá verði þeim furðu­dýrum að góðu. Ég vil þó frekar að þeir geri það með mynd sem ég setti sjálf á netið en mynd af ein­hverri stúlku sem hefur ekk­ert val um það hvort mynd af henni ber­brjósta sé þar eða ekki. Eða er það kannski hluti af kikk­inu?

Ein­hverjum konum finnst skegg kyn­þokka­full, en þær gera ekki þær kröfur að menn gangi með skegg­skýlu svo þær ráð­ist ekki á þá og frói sér á lær­unum á þeim í tíma og ótíma eins og smáhundar.

Auglýsing

Það er eng­inn að banna fólki að finn­ast brjóst sexí, og við skulum gefa karl­mönnum aðeins meira kredit en að þeir séu ein­hverjir greddu­ap­ar. Ein­hverjum konum finnst skegg kyn­þokka­full, en þær gera ekki þær kröfur að menn gangi með skegg­skýlu svo þær ráð­ist ekki á þá og frói sér á lær­unum á þeim í tíma og ótíma eins og smá­hund­ar. Að segja konu að hylja sig því að ein­hverjir menn úti í bæ muni ekki getað hamið kyn­virkni sína er af sama meiði og að hvetja þær til að hylja sig að öðru leyti. Blygð­un­ar­kennd fólks er vissu­lega mis­mun­andi, en það er í alvör­unni fárán­legt að ég þurfi að hylja á mér brjóstin því ein­hverjum öðrum finnst þau sexí, og sjaldan við­ur­kenna þeir sem nota þessi rök að einmitt þeim finn­ist það, þó það sé eðli­leg hugs­un. Bros eru kyn­þokka­full, en við hyljum þau ekki. Ég á ekki að skamm­ast mín, skömmin á að skamm­ast sín.  Hall­dór Auðar Svans­son orð­aði þetta vel:

„Sam­hengi nektar skiptir öllu máli og fólk á að fá að hafa vald yfir því sjálft hvernig það notar og nálg­ast sína eigin nekt. Mál­flutn­ingur sem snýst um að nekt kvenna sé sjálf­krafa til þess fallin að örva karla kyn­ferð­is­lega óháð sam­hengi bygg­ist ekki á óvið­ráð­an­legum líf­fræði­legum stað­reyndum heldur á brengl­uðu sam­fé­lags­legu við­horfi - því að það séu karl­menn­irnir sem stjórni for­sendum nektar kvenna en ekki þær sjálf­ar.“

  • Hall­dór Auðar Svans­son

Mér finnst skemmti­leg til­viljun að vit­und­ar­vakn­ingin hafi átt sér stað í afmæl­isviku systur minn­ar, en hún var einmitt á brjósti til fimm og hálfs árs (ekki inn­slátt­ar­villa). Það finnst mér fal­legt sam­hengi. Brjóst eru matur barn­anna. Brjóst eru fram­tíð­in.

Plebba­leg­t/­bjána­leg­t/­þið munuð sjá eftir þessuÞað er eng­inn að ætl­ast til þess að allar konur eigi að vera á dúll­unum alltaf allan dag­inn, bara að sumar megi það þegar og ef þær lang­ar. Að kalla það plebba­legt að vilja við­horfs­breyt­ingar er ann­að­hvort skríti­legur skiln­ingur á orð­inu eða mjög mennt­að­ur: Plebei­arnir voru ekki patríse­arnir sem feðra­veldið er kennt við.

­Geir­vört­urnar eru ekki fyrir ykk­ur, heldur eru þær mín­ar, og ég flagga þeim þegar mér sýnist.

„Einn dag­inn muntu sjá eftir þessu“ eru léleg rök. Við vitum að inter­netið gleymir engu og margar konur lifa í einmitt stöð­ugum ótta við nákvæm­lega það að ein­hver sem einu sinni var treyst gæti lekið nekt­ar­myndum þang­að. Vonin er sú að með því að setja sjálfar þessar myndir inn erum við að slá vopnin úr hönd­unum á þeim sem ætla sér að kúga konur með því að setja brjósta­myndir af þeim á net­ið. Jú, kannski dúkka þær upp á óæski­legum síð­um. En við ákváðum það sjálfar að setja mynd­irnar í loft­ið. Ekki ein­hver ann­ar. Von­andi hættir svo fólki að finn­ast merki­legt að setja nekt­ar­myndir af öðrum á net­ið, sér­stak­lega í hefnd­ar­skyni. Mér finnst normalís­er­ing á nekt gott vopn í bar­átt­unni við klám­væð­ing­una. Ann­ars held ég að öryggi mínu sé betur borgið ef Biggi lögga leiðir mig yfir göt­ur, já eða enn betra velur fötin mín svo ég sé ekki í nauð­gi­legum sam­setn­ing­um.

Útvarp Saga spurði spurn­ingar á heima­síðu sinni sem var svo hljóð­andi: „Finnst þér að konur eigi að vera berar að ofan á almanna­færi?“ Uh. Útvarp Saga mis­skilur svo æði margt. Hver verður næsta spurn­ing? „Finnst þér í lagi að konur eigi að hylja sig frá toppi til táar?“  Ég ætla ekki að láta eins og druslupist­ill Stein­unnar Ólínu á Kvenna­blað­inu skipti nokkru máli. Já, Útvarp Saga er með stærra inn­legg í umræð­una en sá pist­ill. Úbb.

„HVA? AF HVERJU ERT ÞÚ EKKI BER AÐ OFAN?” sögðu þónokkuð margir frekar ókunn­ugir karl­menn við mig í vik­unni, en ég vinn í herra­fata­versl­un. Geir­vört­urnar eru ekki fyrir ykk­ur, heldur eru þær mín­ar, og ég flagga þeim þegar mér sýn­ist. Það taka ekki allar konur þátt í hreyf­ing­unni, ég skil samt að þeir hafi búist við því að ég myndi gera það en það er ekki hægt að ætl­ast til þess. Og já, ég veit að þið „voruð bara að grín­ast ehehe.“ Þetta er ekki ykkar að ætl­ast til eða grín-ætl­ast til.

Þónokkuð mörg fórn­ar­lömb hefnd­arkláms og nekt­ar­mynda­dreif­inga hafa stigið fram í vik­unni og verið þakk­lát fyrir átak­ið. Face­book­síðan Leik­maður les Bibl­í­una birti tvo mis­mun­andi kommenta­þræði af vísi.is - ann­ars vegar þar sem stúlka hafði stigið fram og sagt sína upp­lifun og hins vegar mað­ur. Ég hvet fólk til að skoða þetta.

Vin­kona mín er gagn­fræða­skóla­kenn­ari og spurði á face­book hvernig hún ætti að útskýra fyrir stelp­unum þetta mál um það að vera ekki að senda nekt­ar­myndir af sér til fólks, en á sama tíma væri allt í lagi að setja þær á net­ið, því strák­arnir í skól­anum væru að þrýsta á stelp­urnar til að taka þátt. Bíðum nú aðeins við. Hér þarf að útskýra fyrir strák­unum að kven­manns­lík­am­inn er ekki ein­göngu gerður gagn­kyn­hneigðum karl­mönnum til kyn­nautn­ar. Þessi bylt­ing er ekki þeirra. Sam­hengið um hrelliklám er einmitt hluti af þessu: Vald­efl­ingin felst í því að ef stelpum er sama þó aðrir sjái á þeim geir­vört­urnar þá er ekki hægt að hrella þær með því að birta mynd­irn­ar. Stelp­urnar eiga rétt á því að segja nei, og í þessu sam­hengi finnst mér þær eiga fullan rétt á því að segja strák­unum að þeir séu fávit­ar.

Hvað næst? Allir menn út að neð­an? #freewilly ehehehe?Brjóst missa ekki stöðu sína sem kyn­tákn á einni viku. Brjóst eru þó ekki kyn­færi á sama hátt og typpi og pík­ur. En ef ein­hverjir vilja setja typpa­mynda­bylt­ingu af stað, þá bara endi­lega. Ég lofa ykkur því að við kon­urnar erum lítið að fara að skvörta yfir lykla­borðin yfir þeim. Von­andi gæti sú vit­und­ar­vakn­ing þýtt sumir hætti að senda óum­beðnar typpa­myndir og fái frekar kikk út úr því að pósta þeim opin­ber­lega í alls­herjar vit­und­ar­vakn­ingu. Mér dettur í hug þrjár:
  1. Til að sýna fram á að typpi eru alls kon­ar;

  2. Að vera með typpi þýðir ekki að ég sé karlskúnkur eða dóna­karl;

  3. Typpi er til að pissa með og elskast - ekki til að nauðga.

Það kom vel á vonda um dag­inn þegar ég lá uppi í rúmi með kærasta­börn­unum mínum og pabbi þeirra, kærast­inn minn var að klæða sig í nátt­sam­fest­ing. Hann fór eitt­hvað öfugt í hann svo hann var í honum eins og kjólfata­jakka, en ber að öðru leyti. Þetta fannst mér óborg­an­lega fynd­ið. Átta ára gamla kjarna­konan sneri sér að mér og rétti fram hand­legg­inn. „Finnst þér þetta fynd­ið?” Ég skildi ekki hvað hún mein­aði. Hún brýndi raustina og teygði hand­legg­inn ennþá lengra fram: „Finnst þér þetta fynd­ið? Typpi er bara hluti af lík­am­an­um, eins og hönd.” Feis. Vel gert vin­kona. Lík­am­inn er bara lík­ami.

Það er eng­inn að ætl­ast til þess að allir séu alls­berir alltaf. Manns­lík­am­inn er þó ekki neitt til að skamm­ast sín fyrir eða hylja. Nekt er ekki alltaf kyn­ferð­is­leg. Svo er ekki úr vegi að minna á að heil­inn er stærsta kyn­fær­ið. Við sýnum hann samt ekki með því að fletta okkur höf­uð­leðr­inu.

P.S. Ég er ekki svona pör­kí. Ég er að hoppa á mynd­inni minni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None