Auglýsing

Ég geng inn Aust­ur­strætið innan um glað­hlakka­legt fólk sem stikar sumt óþreyju­fullt í spori inn í 10-11 til að kippa með sér sóda­vatns­flösku og snarli yfir á Aust­ur­völl. Ein­hvern veg­inn býst ég allt eins við að það komi út með popp. Ég er með hendur í vösum og hneppt upp í háls, dreg axl­irnar upp að eyrum og finn vöðva­bólgu morg­un­dags­ins hreiðra um sig. Mér er samt ekki kalt ennþá þótt ég sé illa klæddur eins og venju­lega, þetta er bara vetr­ar­kækur og mér sýn­ist ég ekki vera einn um hann.

Allir þessir 6.000 sem gerðu „attend­ing“ á Face­book? Kannski ekki alveg. Það er löngu orðið merk­ing­ar­laust að boða komur sínar.

Aust­ur­völlur birt­ist mér í allri sinni dýrð. Það er nú ein­hver reyt­ingur af fólki hérna. Allir þessir 6.000 sem gerðu „attend­ing“ á Face­book? Kannski ekki alveg. Það er löngu orðið merk­ing­ar­laust að boða komur sín­ar. Á stöp­ul­inn undir Jóni Sig­urðs­syni er búið að kríta „Lifi bylt­ing­in“ í fal­legum pastellit­um.

Auglýsing

Á leið minni í gegnum trjá­beð verð ég stress­aður í nokkrar sek­únd­ur. Hvað ef aðgangs­harður frétta­maður mætir og þýfgar mig um það hverju ég er að mót­mæla? „Ööö ... bara öllu rugl­inu – rík­is­stjórn­inni, “ sé ég fyrir mér að ég mundi ég tafsa eins og mennta­skólakrakk­arnir í net­mynd­bönd­unum sem þykj­ast ekki hafa hug­mynd um hver er for­sæt­is­ráð­herra. Ég róast þegar ég man að þarna má mót­mæla hverju sem hug­ur­inn girn­ist – eða gremst, öllu held­ur. Þetta er mót­mæla­hlað­borð, heyrði ég talað um.

Hverjar eru lík­urnar á að ég finni for­elda mína hérna?

Fokk Ices­aveSvavar Knútur er byrj­aður að halda ræðu, örugg­lega um að við eigum að vera góð hvert við annað og að ráða­menn séu fífl – heyr, heyr – en ég heyri ekk­ert. Þetta hljómar eins og hann sé yfir á Ing­ólfs­torgi með gjall­ar­horn en samt er hann þarna rétt hjá mér. Þau þurfa að redda sér betra hljóð­kerfi næst. Næst – ég vona að það verði eitt­hvað næst.

„­Fokk Ices­a­ve!“ gellur í trú­badornum og það er það fyrsta sem ég greini. Amen. Sam­starfs­kona mín sem ég var í slag­togi með er búin að fá nægju sína og kveður.

„Fokk Ices­a­ve!“ gellur í trú­badornum og það er það fyrsta sem ég greini. Amen. Sam­starfs­kona mín sem ég var í slag­togi með er búin að fá nægju sína og kveð­ur.

Sisvona er ég orð­inn einn í mann­haf­inu, öfug­snúið sem það kann að hljóma. Eða þetta er svo sem ekk­ert haf – það voru marg­falt fleiri á Justin Tim­berlake í Kórnum – ég stend í með­al­stórri mann­tjörn og virði fyrir mér fólkið í kringum mig (leita að þekktum and­litum – þetta heitir celebspott­ing í útlönd­um). Mér líður dálítið eins og leynilöggu að útbúa mæt­ing­ar­lista og tikka í komm­ún­ista­box.

Þarna er Þor­valdur Gylfa­son með hatt­inn sinn og í frakk­anum – hinn drapp­lit­aði Wyatt Earp. Hann er á svip­inn eins og hann sé nýbú­inn að brjóta í sér tönn en finn­ist samt gam­an. Má finn­ast gaman að mót­mæla? Af hverju er eng­inn reið­ur? Kannski eru þau sann­færð­ari á svip­inn þarna fremst, þessi sem eru farin að tromma létt á víg­girð­ing­una.

Spöl­korn frá mér sé ég Gunnar Smára og Ill­uga Jök­uls­son. Ég heyri ekki í þeim en sé að þeir hlæja – eflaust að ein­hverju lærðu gríni. Sjálf­lærðu samt. Gunnar Smári er með bleikt skilti sem á stendur „Lækn­ana heim“. Ég hélt að hann vildi að við færum öll út til lækn­anna? Það er lík­lega mis­skiln­ing­ur. Ég er orð­inn ringlað­ur. Og hvar eru allar frægu kon­urn­ar?

Rangur maðurSumir í skar­anum eru farnir að líta reglu­lega við, í átt að Kaffi Par­ís, hvísla sín á milli og benda. Eitt­hvað er á seyði. Ætli sé að fær­ast fjör í leik­inn? Ég gleymi háls­rígn­um, vind upp á mig og sé að nokkrir eld­hugar eru búnir að príla mann­hæð upp í tré og sitja þar á hækjum sér. Þetta getur ekki verið þægi­legt. Ég sný mér við aft­ur.

Mikið and­skoti verður kalt þegar myrkvar svona snöggt.

Ætli lögg­unum sé kalt? Nú er eng­inn Geir Jón. Hann er að hlæja og telja upp í 73 pró­sent með Elliða Vign­is­syni. En hvað með nef­tó­bak­ið, sem ég las í skýrsl­unni hans Geirs Jóns að hefði komið í veg fyrir að hér bryt­ist út styrj­öld fyrir sex árum. Ætli hann hafi arf­leitt ein­hvern lær­ling að tóbaks­horn­inu? Verður kom­inn nýr Geir Jón í næstu bylt­ingu, sem gefur óláta­belgjum í nef­ið, sefar þá með kump­án­leg­heitum og skrifar svo skýrslu um allt anar­kíið? Verður það Biggi lög­ga?

Ætli lögg­urnar séu með vopn í bíln­um? Djók, auð­vitað eru þær það ekki. Eða hvað? Maður kemst allt í einu ekki hjá því að hugsa um það.

Ætli lögg­urnar séu með vopn í bíln­um? Djók, auð­vitað eru þær það ekki. Eða hvað? Maður kemst allt í einu ekki hjá því að hugsa um það. Ég hefði viljað hugsa um flest ann­að.

Nú lyft­ast hendur frá síðum og klappa fyrir ein­hverju, en þetta er ekki hvellt og upp­örvandi lófatak heldur kæft og þungt hanska­klapp. Ég vildi að ég hefði munað eftir hönsk­un­um, en það heyr­ist þá að minnsta kosti meira í mér klappa. Lán í óláni. Svavar hefur kannski verið að klára sig af.

Ég veiti því athygli að það er eng­inn að reykja hérna þótt þetta sé árs­há­tíð mið­aldra bóhema. Skrýt­ið.

Það er ein­hver nýr kom­inn á sviðið en ég veit ekk­ert hver það er. Er ekki ann­ars svið? Ég sé svo illa og heyri ekk­ert. Ég gæti alveg eins lagst hérna til svefns.

Upp­gjaf­ar­fram­sókn­ar­maður til­kynnir mér að þetta sé Jónas Sig­urðs­son. Flott. Ég er til í að leggja mest­allt mitt traust á bylt­ing­ar­leið­toga sem færði okkur text­ann við Rangan mann. Í alvöru – það er maka­laust afrek að semja órím­aðan dæg­ur­laga­texta sem svo til öll þjóðin lærir utan­bók­ar. Ég mundi íhuga að styðja hann sem for­sæt­is­ráð­herra. Og þarna tveimur metrum fyrir framan mig er Krist­jana Stef­áns­dótt­ir, vin­kona hans – ég vissi að það væru frægar konur hérna.

JæjaÉg heyri enn sama og ekk­ert í Jónasi, bara óm af lagi sem ég þekki ekki.

En þarna byrjar hann að syngja um ham­ingj­una sem sé hér. Er það? Er ham­ingjan hér? Á mót­mælum fyrir utan Alþing­is­hús­ið?

Ætli Karl Garð­ars­son sé inni? Ætli ham­ingjan sér þar? Ég sé hann hvergi í glugg­un­um, frekar en aðra, og jafn­vel þótt hann væri þar stæði hann enn alveg jafn­blá­eygur frammi fyrir þeirri stað­reynd að hann er með heil­brigð­is­kerfið í líkn­ar­með­ferð og er að skrúfa hér upp ójöfnuð sem jafn­vel hægrisinn­uð­ustu hag­fræð­ingar eru búnir að átta sig á að er lífs­hættu­leg­ur. Og honum fynd­ist við alveg jafn­miklir kjánar og fyrr í dag.

Það er hlaupin í mig ein­hver Lára Ómars­dótt­ir. Mig langar að stökkva eftir eggjum og dreifa þeim til villt­ustu anar­kist­anna í tónlistarkennarasveitinni.

Það er hlaupin í mig ein­hver Lára Ómars­dótt­ir. Mig langar að stökkva eftir eggjum og dreifa þeim til villt­ustu anar­kist­anna í tón­list­ar­kenn­ara­sveit­inni. Þetta er eitt­hvað svo dann­að, of margir að mót­mæla með engu nema aug­un­um, þar á meðal ég. Það eina sem vantar núna er að ein­hver stofni bylt­ing­ar­hóp og skíri hann „Jæj­a“.

Jæja. Ég er far­inn að glata til­finn­ingu í lær­un­um.

Ég ráfa loks­ins af stað til að ganga í mig hita og rata beint í flasið á allri fjöl­skyld­unni. Mamma og pabbi eru búin að vera svo dug­leg að mæta á Aust­ur­völl að steyta hnefa – mis­hátt svosem – að það hangir ábyggi­lega prófíll um þau með myndum teknum af drónum uppi á korktöflu hjá grein­ing­ar­deild RLS: 55 ára graf­ískur hönn­uð­ur, and­fé­lags­leg hegð­un, hefur halað niður Klez­mer-pönki af net­inu (ólög­lega), fylgj­ast með. 55 ára fram­halds­skóla­kenn­ari (sjitt) við Fjöl­braut í Garðabæ (hjúkk), ekki með bíl­próf (grun­sam­leg­t). Ég sníki af þeim far og við kveðjum vanda­menn með þeim orðum að við sjá­umst á næsta úti­fundi.

Fram hjá okkur ryðj­ast bræð­urnir Gunnar og Guð­björn Guð­björns­syn­ir, þeir eru að flýta sér og það er fyr­ir­ferð í þeim. Ég man aldrei hvor er óperu­söngv­ar­inn og hvor er toll­ar­inn sem er samt líka smá óperu­söngv­ari. Og ég man heldur aldrei hvor er búinn að vera að reyna að stofna Sjálf­stæð­is­flokk­inn 2.0 frá því að ég fór að muna eftir mér. Sjálf­sagt er hann geng­inn í Við­reisn núna eftir að aðrir tóku af honum ómak­ið. Ég ætla ekki að kjósa hann.

Ég kvarta undan höf­uð­verk í hund­rað­asta skipti frá þing­setn­ingu, svo sem ekki við neinn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None