Auglýsing

Nán­asta teng­ing mín við Baltasar Kor­mák er sú að einu sinni skírði ég kan­ínu í höf­uðið á hon­um. Þetta var um jólin 1995 og ég var nýorð­inn ell­efu ára. Aðfanga­dagur hafði liðið eins og aðrir aðfanga­dagar á undan honum en um kvöldið sviptu for­eldrar mínir hul­unni – bók­staf­lega – af því sem gerði hann sér­stak­lega eft­ir­minni­legan: stein­grárri dverg­kan­ínu sem hímdi á sag­beði í rimla­búri á stærð við koff­ort og starði stjörf í augun á nýjum hús­bónda sín­um, yfir­spenntum og háværum krakka með minni ábyrgð­ar­til­finn­ingu en lög­reglan í Vest­manna­eyj­um.

Kvöldið áður hafði kvik­myndin Agn­es, með Baltasar Kor­máki í aðal­hlut­verki, verið frum­sýnd á Íslandi. Ég var í besta falli laus­lega með­vit­aður um það og vissi lítið ef nokkuð um hina mynd­ina sem Baltasar hafði leikið í, eró­tísku moð­suð­una Vegg­fóð­ur. Ég hafði hvor­uga séð, enda hefði það verið korter í barna­vernd­ar­mál, og hef raunar ekki enn. En ég hafði greini­lega heyrt á þennan unga leik­ara minnst og fund­ist nafnið reffi­legt, vegna þess að þegar kom að því að velja karlkan­ín­unni í búr­inu nafn komu bara tvö til greina: Baltasar og Kor­mák­ur. Og Kor­mákur varð ofan á.

Auglýsing


Okkur Kor­máki varð vel til vina þótt hann væri ótta­legt skað­ræði og það mætti ekki hleypa honum út úr búr­inu án þess að hann færi um gólf­teppið í her­berg­inu eins og íslensk sauð­kind um gróið hálendi og skildi eftir striga­bera bletti í öllum hornum á milli þess sem hann legði sig í lífs­hættu með því að naga sig alla leið inn að vír í straum­tengdum raf­magns­snúr­um.Strax sum­arið eftir upp­götv­að­ist að systir mín var með ofnæmi fyrir öllu sem hreyfð­ist og þess vegna gátu sam­vistir okkar Kor­máks ekki orðið lengri; þótt hann hefði stálp­ast tölu­vert á þessu hálfa ári tókst mömmu að tala gælu­dýra­búð­ina inn á að taka við Kor­máki aftur og þar var honum troðið full­vöxnum í búr með til­von­andi gælu­dýrum sem hann vildi lítið sælda saman við. Næst þegar frétt­ist af Kor­máki hafði hann fót­brotið naggrís og drepið kan­ínu­unga og verið færður á ein­hvers konar ein­angr­un­ar­gang í dýra­búð­inni fyrir lít­il, óstýri­lát nag­dýr. Síðan hef ég ekk­ert meira fregnað af örlögum Kor­máks, sem þýðir að hann er a.m.k. ekki á barmi heims­frægðar eins og nafni hans Baltasar. Ólíkt höf­umst við jú öll að.

Tár úr stein­vegg

Þessi kynni mín og kan­ínu­ræksn­is­ins kveiktu hvorki né slökktu áhuga minn á dýra­rík­inu. Hann var til staðar áður, þegar ég drakk í mig fróð­leik­inn úr Heims­meta­bók dýr­anna um leið og ég lærði að lesa, og hann er það enn þegar ég eyði heilu and­vökunótt­unum í að plægja mig í gegnum Wikipedi­u-­síður um lauf­hala­eðl­ur, hnubba og klið­erni og dreg allt sam­ferða­fólk mitt með mér í dýra­garða hvar sem ég drep niður fæti í útlönd­um. Dýr eru merki­leg og þau eru eig­in­lega miklu merki­legri en við sem erum bara ein teg­und á meðan þau eru millj­ón­ir.Dýra­dá­lætið á sér líka þá dökku birt­ing­ar­mynd að stundum þykir mér vænna um dýr en menn. Það er til dæmis mun auð­veld­ara að kreista úr mér tár yfir kvik­mynd með því að láta dýr kvelj­ast í henni en menn (ég mæli með að Baltasar geri næst mynd um fíla­hjörð sem drepst úr hita í leið­angri á Kilimanjaro, hún þarf ekki að vera sann­sögu­leg).Ég man eftir sjón­varps­mynd um gælu­hjört sem ung­ur, sorg­mæddur dreif­býl­is­drengur tók undir vernd­ar­væng sinn en þurfti á end­anum að lóga þegar hjört­ur­inn hafði trekk í trekk étið alla upp­sker­una á bæn­um. Myndin var ömur­leg en tárin smokr­uðu sér engu að síður út úr augn­krók­unum eins og straumur af agn­arsmáum selskópum í gegnum illa hlað­inn grjót­vegg. Sam­úðin með svöngu sjálfs­þurft­ar­bænd­unum var hins vegar eng­in. Ég er mað­ur­inn sem hélt með fugl­unum í The Birds.

Raun­veru­leik­inn er skepna

Sem dýra­vinur er ég hins vegar stundum neyddur til að horfast í augu við óþægi­legar stað­reyndir sem opin­bera hvað ég hef mót­sagna­kennd við­horf til lífs­ins, eins og reyndar allir ef vand­lega er að gáð.Stundum er ég til dæmis minntur á að dýrum finnst ekki jafn­gaman og mér í dýra­görð­um, að dýra­garðar hafa ekki pláss fyrir öll afkvæmin sem fæð­ast þar og að það er ekki hægt að sleppa þeim öllum út í nátt­úr­una, að kjúkling­ur­inn sem ég borða með bestu lyst var líka einu sinni dýr og leið lík­lega mjög illa á með­an, að dýra­teg­undir deyja út á hverju ári, að bros­andi menn saga hausa af ljónum og horn af lif­andi nas­hyrn­ingum sér til skemmt­unar og/eða í gróða­von – og að sum dýr fót­brjóta naggrísi.Sumt af þessu truflar mig minna en ann­að, hvort sem það er rök­rétt eða ekki – þannig er ég bara og þannig erum við öll. Ég get horft í gegnum fingur mér með dýra­garð­ana, ég mun lík­lega éta kjöt til dauða­dags og aldrei missa svefn yfir aðbún­aði ali­fugla frekar en til­rauna­músa. Og þótt ég styðji ekki beint að naggrísir séu fót­brotnir þá áfellist ég ekki Kor­mák eða önnur ofbeld­is­dýr. Á móti kemur að ég væri fáan­legur til að gefa af mér annan hand­legg­inn ef hann kæmi ein­hvers staðar að gagni við að upp­ræta veiði­þjófnað og sporna gegn því að dýra­teg­undir hverfi af yfir­borði jarðar (eða að minnsta kosti láta hluta af Dom­in­o's-­sjóðnum mínum renna til þess). Ég hef ekk­ert absalút sið­ferði og nenni ekki að koma mér því upp, ég hef bara til­finn­ingar og þær stang­ast stundum á.Kannski þýðir það að ég sé hræsnari. Ég er bara að reyna að koma til dýr­anna eins og ég er klæddur (sorrí með þenn­an).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None