Ég á heima á Grínlandi

Auglýsing

Og á fjórða degi skuluð þið horfa til aust­urs og þegar fyrstu geislar fyrstu sólar sum­ars rista upp sjón­deild­ar­hring­inn mun hann standa með bakið í ljósið – og ef hann lítur niður og sér sinn eigin skugga mun það merkja sex vikur af dimmum vetri fyrir and­stæð­inga sannra íslenskra gilda (og íslensku sauð­kind­ar­inn­ar).

Ég gæti verið að blanda saman ein­hverjum goð­sögnum hérna, en ein­hvern veg­inn svona hljóm­aði kok­hraust lof­orð orð­hvatasta stjórn­mála­manns Íslands. Gleði­legan Guðna Ágústs­son­ar-á­kvörð­un­ar­dag all­ir!

Ég kýs að líta ekki á þetta dramat­íska dag­setn­ing­ar­val fyrr­ver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra sem þá sturluðu sjálfs­á­nægju sem hún virð­ist kannski í fyrstu, heldur sem ferskan and­vara sem blæs í lúður nýrra tíma fyrir þau þrjú pró­sent höf­uð­borg­ar­búa sem fylkja liði á bak við Fram­sókn­ar­­flokk­inn. Sá and­vari virð­ist reyndar í þessu til­felli vera súrnuð mjólk­ur­lykt úr tíma­hylki frá því fyrir alda­mót en við getum þá þakkað fyrir það að tíma­vélin náði ekki alla leið­ina aftur til Finns Ing­ólfs­sonar eða Alfreðs Þor­steins­sonar – sem ég held reyndar örugg­lega að sé búið að múra inn í eina af þessum 600 þús­und króna stein­flísum utan á Orku­veit­u­­hús­inu eins og okkar eig­in, aðeins fer­kant­aðri, útgáfu af Jimmy Hoffa.

Það verður reyndar fróð­legt að fylgj­ast með Guðna og Hall­dóri Hall­dórs­syni kepp­ast um hver sé mest úr takti við kjós­endur með því að skipt­ast á að taka síma­sjálfsmellur af náfölum bjúrókrötum og planka ofan á öllum helstu kenni­leitum Reykja­vík­ur­borg­ar. Þeir geta reyndar verið saman í liði við að mynda skjald­borg utan um þennan hel­vítis flug­völl sem Guðni er nú þegar byrj­aður að mæra sem „besta og mik­il­vægasta“ flug­völl á Íslandi. Erum við í alvör­unni ennþá að tala um flug­völl­inn? Getum við ekki fengið Mývetn­ing­ana sem sprengdu stífl­una árið 1970 til þess að jafna Vatns­­­mýr­ina við jörðu – þótt það væri ekki nema bara til þess að við getum aftur farið að tuða yfir perum í ljósastaur­um, hjóla­stíg­um, þeyti­vindum í sund­laugum og öðru sem skiptir raun­veru­lega máli? Maður hefði haldið að þessi póli­tíska hrúta­sýn­ing væri of fárán­leg til að fá ein­hvern raun­veru­legan hljóm­grunn en allt í einu segja 30 pró­sent borg­ar­búa að Guðni gæti mögu­lega sjar­mað frá þeim atkvæði í vor sam­kvæmt óform­legri könnun DV. Og við hin erum svo tryllt í Dag að við erum búin að gleyma því að hann var gríð­ar­lega óeft­ir­minni­legur borg­ar­stjóri í korter ein­hvern tím­ann á síð­asta ára­tug.

Auglýsing

Sor­rí, mér finnst þetta bara svo sturl­aðs­lega fynd­ið. Ekki fyndið eins og Adam Sandler ca 1995 fyndið heldur fyndið eins og manískur hlátur sem hvellur upp úr manni þegar maður hefur ekk­ert annað til­finn­inga­legt við­bragð við aðstæð­um. Þetta er hlátur sem varn­ar­mek­an­ismi – eins og þegar mig dreymdi síend­ur­tekið sem barn að ég væri fastur í glugga- og hurða­lausu, skær­mál­uðu barna­her­bergi og mann­hæð­ar­­hár, hvít­eygður Andrés Önd væri að elta og reyna að kyrkja mig. Það eina sem ég gat gert til þess að vakna var að hlæja nógu mikið í draumn­um; þannig afvopn­aði ég And­setna-Andr­és.

Ég hef reyndar gert það að yfir­lýstri stefnu að hlæja sem mest. Grínið er nefni­lega svo mátt­ugt – ekki bara sem hækja hinna til­finn­inga­lega van­þroskuðu, heldur þvert á móti eina rök­rétta tungu­málið í full­kom­lega vit­firrtum heimi. Ég er reglu­lega spurður hvort ég sé ekki að grína yfir mig, hvort ég sé ekki að hylma yfir eitt­hvað með því að vera að spauga svona mik­ið. Ég hef nefni­lega aldrei verið ein­læg­ari, aldrei verið glað­ari með heims­sýn mína en akkúrat núna. Ef penn­inn en mátt­ugri en sverðið þá er prumpu­blaðran mátt­ug­ust af öllu. Grín­ar­inn má nefni­lega segja það hann vill, það sem eng­inn annar má segja; eins og flónið í verkum Shakespe­are sem fífl­aði aðal­inn og stóð handan við smá­sál­ar­leg voða­verk vald­sjúkra leik­enda og benti þeim á hversu kjána­leg vél­brögð þeirra raun­veru­lega væru. Eins og Loki sem plat­aði alla ver­öld­ina upp á móti sjálfri sér – og reyndar kveikti í heim­inum og sökkti honum svo í sjó­inn; en allt er gott sem endar vel, ekki satt?

Eftir því sem nútím­inn verður fárán­legri eykst gildi trúðs­ins bara. Hverjir eru spá­menn síð­ustu ára­tuga? Lenny Bruce, Ric­hard Pryor, Bill Hicks, George Car­l­in, Louis C.K., Jon Stewart, Pablo Francisco (DJÓ­K!). Meira að segja hel­vítið hann Russell Brand er mest sann­fær­andi bylt­ing­ar­sinni 21. ald­ar­inn­ar. Predik­anir þess­ara spaug­ara rista djúpt því þeir standa handan við smá­smugu­lega póli­tík. Einu hags­mun­irnir sem þeir hafa að gæta eru að láta fólk hlæja og ekk­ert er fyndn­ara en speg­ill­inn sem snúið er að okkur sjálf­um. Á þessum síð­ustu og verstu tímum er þetta ekki einu sinni tívolí-grín­speg­ill sem tattó­ver­uðu bresku betr­un­ar­vinn­u­­glæpa­menn­irnir rukk­uðu mann 1.500 kall til að horfa í niðri á höfn, heldur bara ómerki­legur IKEA-­speg­ill sem við klofum yfir til að skoða rass­gatið á okkur sjálf­um. Það eina sem grín­ar­inn þarf að gera er að þylja upp stað­reyndir og við öskrum úr hyster­ískum hlátri því að við trúum varla að heim­ur­inn geti verið svona fárán­leg­ur; En fárán­leik­inn er að minnsta kosti bæri­legur svona rétt á meðan við erum að hlæja að hon­um.

Í mis­ráð­inni bjart­sýni reynum við stundum að setja vara­lit á grínsvín­ið, troða því í buxna­dragt og kross­festa við opin­bert emb­ætti í von um að grínið breyti kerf­inu áður en kerfið kæfir hlát­ur­inn.

Þetta reyndum við síð­ast fyrir fjórum árum og upp­skárum óvart upp úr grín­móð­unni einn allra besta borg­ar­stjóra sem setið hef­ur. Hann hefur verið opinn, gegn­sær, æðru­laus, erind­reki kær­leika og mann­rétt­inda og lík­lega besta útflutn­ings­­vara okkar síðan Hallur Halls­son breytti Keikó í and­fé­lags­legt, dekkja­fró­andi sæskrímsli um alda­mótin síð­ustu. En núna er nafn hans hvergi að sjá því að þeirri sála­rét­andi bjúrókrat­ísku martröð sem borg­ar­stjórn er tókst næstum að kreista síð­asta dropann af lífs­krafti úr aum­ingja mann­inum áður en hann hafði vit á því að stíga til hlið­ar. Vel­kom­inn heim í grínið kæri Jón, þú varst of góður fyrir þetta emb­ætti hvort eð er. Láttu Guðna, Hall­dóra og Daga þessa lands sjá um að fret­han­ast hring­inn í kringum hvern ann­an. Þú varst bara hepp­inn að sleppa lif­andi því að eins og stóu­spek­ing­ur­inn Mike Tyson sagði eitt sinn um páska­há­tíð­ina: „Það sem þau vita ekki er að þegar frels­ar­inn snýr til baka munu þessir gráð­ugu kapital­ísku menn bara drepa hann aft­ur.“ Amen.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None