Auglýsing

Amer­íku­dýrið í mér fór í gleði­helj­ar­stökk þegar því barst til eyrna að Costco væri að skoða að pæla í að athuga með það að koma til lands­ins. Und­ir­rituð skemmtir sér jafn vel í erlendum stór­mörk­uðum og venju­legir ferða­menn á nýlista­söfnum og fá vinir og vanda­menn frekar hot-sósur ýmiss konar í stað hefð­bund­inna minja­gripa. Hvenær sem er árs­ins er ég alltaf með ein­hver pró­mill af Kool-Aid í blóð­inu og ég bíð spennt eftir tæki­færi þar sem ég get keypt grín­stóru dós­ina af osta­snakk­puff­inu í Kosti. Mér finnst rosa­lega gaman að fara í Gripið og greitt og ímynda mér að ég sé mjög lít­il, og fjög­urra lítra dós af nið­ur­soðnum tómötum sé í eðli­legri stærð.

Eins langt og þetta grín nær þá koma ­skammta­stærð­irnar sér illa utan Instagram­heims. Já, og allt horm­óna­kjötið ­mað­ur, ha, maður minn (hæ Bænda­blað­ið). Þetta er ekki bara vesen í búðum sem gefa sig út fyrir stórar pakkn­ing­ar, heldur er langoft­ast gert ráð fyrir að öll inn­kaup séu fyrir fjöl­skyld­ur. Skammta­stærð­irnar koma sér gríð­ar­lega vel akkúrat „núna“ í lífi mínu á sirkus­ferða­lagi þegar við besta vin­konan erum að elda ofan í þrjá­tíu sirku­súlfa (Hæhæhæ! Sirksu­plögg! Allirís­irkus­sjúk­legagamaneru­máAk­ur­eyrinún­a), en í dag­lega líf­inu er þetta erfitt. Hefð­bundnar stærðir í búðum hér mið­ast við ein­hverja vísi­tölu­fjöl­skyldu sem er ekki til leng­ur.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/53[/em­bed]

Auglýsing

Leið­in­leg­ast í hvers­dags­lífi dek­ur­drósar í vest­rænu sam­fé­lagi:

  1. Þurrka mér

  2. Greiða sam­faraflóka úr hári

  3. Elda fyrir einn

Þetta er hræði­legt mál, miðað við að mér finnst fátt skemmti­legra en að elda og borða með góðu fólki. Ég hélt ég hefði himin höndum tekið þegar ég eign­að­ist besta með­­­leigj­anda í heimi, en nei, þrátt fyrir að vera sam­mála um flest og með svipað háan ham­ingju­stuðul borðar hún hvorki beikon né KFC og er sjúk í geita­ost. Við erum báðar upp­tekn­ustu konur í heimi og erum á sitt­hvoru sól­ar­hrings­plan­inu. Hún er morg­un­út­varps­dís og ég er í ein­hverjum enda­lausum bóhema­leik og því er erfitt að sam­þætta mat­máls­tím­ana. Í þau fáu skipti sem ég ætla að vera hag­sýn og kaupa í mat­inn fram í tím­ann fer það á versta veg. Sama hversu skyn­söm ég er, frysti afganga, kaupi eins litlar stærðir og hægt er og þar fram eftir göt­unum þá hendi ég mun meira af mat en ég kæri mig um. Þegar for­eldrar mínir hringja og bjóða mér í mat er fyrsta til­finn­ingin pirr­ingur og hugs­un­in:  „Djöf­ull, nú fer mat­ar­planið til fjand­ans.“ Það er ekki eðli­legt þegar besta fólk í heimi býður manni í hum­ar.

Ha? Með­leigj­andi? Já, hús­næð­is­mark­að­ur­inn er algjört rugl fyrir ein­stæð­ing­ana líka. Ekki bara leigu­mark­að­ur­inn. Einu sinni ætl­aði ég í greiðslu­mat, en var ráð­lagt að gera það ekki, það myndi valda ein­hvers konar Bridget Jonesískri til­vist­ar­kreppu. Greiðslu­matið myndi eyði­leggja sjálfs­mynd mína og fram­tíð­arplön og planta hjá mér hug­myndum um að verða að ganga út hið snarasta og fara að gera eitt­hvað skyn­sam­legt (les­ist: leið­in­leg­t). Ein­stæð kona sem hefur lifi­brauð af karókí, sirkus, lausa­penna­mennsku, dans­kennslu og stiga­vörslu, nei ég meina spurn­inga­skrif­um, myndi aldrei kom­ast ógrát­andi í gegnum slíkt. Orð­in: „Ég læt þetta alltaf ganga upp… skoð­aðu bara banka­sög­una mína” eru víst til lít­ils. Ég er ekk­ert á mjög háum laun­um, samt mun betur sett en leik­skóla­kenn­ari, þó ég sé akkúrat núna að æfa mig í verk­taka­heim­um, sem er ekki nógu stabíll að mati ein­hvers 9-5-­fólks. Ég er víst ein­hvers konar annars flokks mann­eskja og ætti ekk­ert að vera að pæla í því að kaupa mér mann­sæm­andi þak yfir sæta og klára höf­uðið mitt. Svo eru vinir í svip­aðri stöðu, og með náms­lán á bak­inu að auki, og það er hlegið að þeim alla leið­ina í bank­ann. Og svo finnur maður skrýtna lykt af því sem er að ger­ast í Íbúða­lána­sjóði núna.

Mér sýn­ist að lausnin á þessu sé ein­hvers konar komm­únu­líf ann­ars vegar og sam­tök um mat­ar­inn­kaup ein­stæð­inga hins veg­ar, þar sem við splittum 500 gramma hakk­pakkn­ingum og sal­at­hausum í tvennt. Svo væri líka hægt að vera dug­legri að bjóða í mat og vona að með því að senda slíkt út í kosmósið fái maður það marg­falt til baka. Party on.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None