Auglýsing

Amer­íku­dýrið í mér fór í gleði­helj­ar­stökk þegar því barst til eyrna að Costco væri að skoða að pæla í að athuga með það að koma til lands­ins. Und­ir­rituð skemmtir sér jafn vel í erlendum stór­mörk­uðum og venju­legir ferða­menn á nýlista­söfnum og fá vinir og vanda­menn frekar hot-sósur ýmiss konar í stað hefð­bund­inna minja­gripa. Hvenær sem er árs­ins er ég alltaf með ein­hver pró­mill af Kool-Aid í blóð­inu og ég bíð spennt eftir tæki­færi þar sem ég get keypt grín­stóru dós­ina af osta­snakk­puff­inu í Kosti. Mér finnst rosa­lega gaman að fara í Gripið og greitt og ímynda mér að ég sé mjög lít­il, og fjög­urra lítra dós af nið­ur­soðnum tómötum sé í eðli­legri stærð.

Eins langt og þetta grín nær þá koma ­skammta­stærð­irnar sér illa utan Instagram­heims. Já, og allt horm­óna­kjötið ­mað­ur, ha, maður minn (hæ Bænda­blað­ið). Þetta er ekki bara vesen í búðum sem gefa sig út fyrir stórar pakkn­ing­ar, heldur er langoft­ast gert ráð fyrir að öll inn­kaup séu fyrir fjöl­skyld­ur. Skammta­stærð­irnar koma sér gríð­ar­lega vel akkúrat „núna“ í lífi mínu á sirkus­ferða­lagi þegar við besta vin­konan erum að elda ofan í þrjá­tíu sirku­súlfa (Hæhæhæ! Sirksu­plögg! Allirís­irkus­sjúk­legagamaneru­máAk­ur­eyrinún­a), en í dag­lega líf­inu er þetta erfitt. Hefð­bundnar stærðir í búðum hér mið­ast við ein­hverja vísi­tölu­fjöl­skyldu sem er ekki til leng­ur.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/53[/em­bed]

Auglýsing

Leið­in­leg­ast í hvers­dags­lífi dek­ur­drósar í vest­rænu sam­fé­lagi:

  1. Þurrka mér

  2. Greiða sam­faraflóka úr hári

  3. Elda fyrir einn

Þetta er hræði­legt mál, miðað við að mér finnst fátt skemmti­legra en að elda og borða með góðu fólki. Ég hélt ég hefði himin höndum tekið þegar ég eign­að­ist besta með­­­leigj­anda í heimi, en nei, þrátt fyrir að vera sam­mála um flest og með svipað háan ham­ingju­stuðul borðar hún hvorki beikon né KFC og er sjúk í geita­ost. Við erum báðar upp­tekn­ustu konur í heimi og erum á sitt­hvoru sól­ar­hrings­plan­inu. Hún er morg­un­út­varps­dís og ég er í ein­hverjum enda­lausum bóhema­leik og því er erfitt að sam­þætta mat­máls­tím­ana. Í þau fáu skipti sem ég ætla að vera hag­sýn og kaupa í mat­inn fram í tím­ann fer það á versta veg. Sama hversu skyn­söm ég er, frysti afganga, kaupi eins litlar stærðir og hægt er og þar fram eftir göt­unum þá hendi ég mun meira af mat en ég kæri mig um. Þegar for­eldrar mínir hringja og bjóða mér í mat er fyrsta til­finn­ingin pirr­ingur og hugs­un­in:  „Djöf­ull, nú fer mat­ar­planið til fjand­ans.“ Það er ekki eðli­legt þegar besta fólk í heimi býður manni í hum­ar.

Ha? Með­leigj­andi? Já, hús­næð­is­mark­að­ur­inn er algjört rugl fyrir ein­stæð­ing­ana líka. Ekki bara leigu­mark­að­ur­inn. Einu sinni ætl­aði ég í greiðslu­mat, en var ráð­lagt að gera það ekki, það myndi valda ein­hvers konar Bridget Jonesískri til­vist­ar­kreppu. Greiðslu­matið myndi eyði­leggja sjálfs­mynd mína og fram­tíð­arplön og planta hjá mér hug­myndum um að verða að ganga út hið snarasta og fara að gera eitt­hvað skyn­sam­legt (les­ist: leið­in­leg­t). Ein­stæð kona sem hefur lifi­brauð af karókí, sirkus, lausa­penna­mennsku, dans­kennslu og stiga­vörslu, nei ég meina spurn­inga­skrif­um, myndi aldrei kom­ast ógrát­andi í gegnum slíkt. Orð­in: „Ég læt þetta alltaf ganga upp… skoð­aðu bara banka­sög­una mína” eru víst til lít­ils. Ég er ekk­ert á mjög háum laun­um, samt mun betur sett en leik­skóla­kenn­ari, þó ég sé akkúrat núna að æfa mig í verk­taka­heim­um, sem er ekki nógu stabíll að mati ein­hvers 9-5-­fólks. Ég er víst ein­hvers konar annars flokks mann­eskja og ætti ekk­ert að vera að pæla í því að kaupa mér mann­sæm­andi þak yfir sæta og klára höf­uðið mitt. Svo eru vinir í svip­aðri stöðu, og með náms­lán á bak­inu að auki, og það er hlegið að þeim alla leið­ina í bank­ann. Og svo finnur maður skrýtna lykt af því sem er að ger­ast í Íbúða­lána­sjóði núna.

Mér sýn­ist að lausnin á þessu sé ein­hvers konar komm­únu­líf ann­ars vegar og sam­tök um mat­ar­inn­kaup ein­stæð­inga hins veg­ar, þar sem við splittum 500 gramma hakk­pakkn­ingum og sal­at­hausum í tvennt. Svo væri líka hægt að vera dug­legri að bjóða í mat og vona að með því að senda slíkt út í kosmósið fái maður það marg­falt til baka. Party on.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None