Auglýsing

Ok, þannig að núna getur Jakob Frí­mann Magn­ús­son stjórnað veðr­inu. Er það alveg í lagi? Var á þann mann bæt­andi? Ég er enn að sjá JFM titl­aðan mið­borg­ar­stjóra þótt hann hafi ekki gegnt opin­berri stöðu síðan Ólafur F. sór hann inn í ein­hverri Calígúla­ískri maníu rétt fyrir hrun (hestur sem prestur og allt það). Síðan þá hefur hann í for­svari fyrir félaga­sam­tökin Mið­borgin okkar mælt göt­urnar eins og grun­sam­lega vel hár­blásin örygg­is­lög­regla og flaggað sínum fals­aða skildi í nafni hrein­lætis og snyrti­mennsku – nú síð­ast til að sópa í burtu drasl­ara­legum götu­sölum sem voru bæði að ógna hreinni götu­mynd Aust­ur­strætis og allri verslun á svæð­inu með sölu á stór­hættu­legum heima­smíð­uðum skart­gripum og not­uðum striga­skóm. Jakob seg­ist reynda ekki hafa neitt á móti götu­sölum svo lengi sem þeir séu inni í runna, á yfir­gefnum bíla­stæðum eða ann­ars staðar þar sem hann þurfi hvorki að sjá þá né vita af þeim.

Það er kannski ekk­ert skrítið að það sé verið að berj­ast um hvern ein­asta brauð­mola í mið­bænum enda vilja hags­muna­að­ilar meina að þessir 110 þús­und ferða­menn sem komu til lands­ins í júní hafi sama og ekk­ert skilið eftir sig í kass­anum þrátt fyrir að við höfum boðið þeim upp á heilar 115 sól­skins­stundir í mán­uð­in­um, sem voru lík­lega allar kall­aðar fram með veð­ur­vél­inni hans Jak­obs í Laug­ar­daln­um. Myndin sem for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins dregur upp af hinum hefð­bundna ferða­manni er sam­an­herptur Skand­in­avi á sér­út­búnum hús­bíl sem búið er að lesta af nið­ur­soðnum svenskum kött­bull­um, kló­sett­pappír og norskri hrá­olíu sem svo sparekur um landið og tekur aldrei upp veskið nema til að ræna öllu sér­mennt­aða vinnu­afl­inu okkar yfir til meg­in­lands­ins.

Þetta sætir auð­vitað furðu í ljósi þess að við getum boðið þessu fólki upp á að gista í gömlum vinnu­skúrum, inn­rétt­uðum flutn­ingagámum eða jafn­vel að borga rétt um 100.000 krónur nótt­ina á íbúða­hót­eli í Hamra­borg­inni sem er bæði í göngu­færi við Café Cata­línu og Vid­eo­­­mark­að­inn – sem hefur unnið sér það til frægðar að hafa skilað af sér hvorki meira né minna en 36 gullpottum úr Gull­námukössum síðan árið 2002. Svo geta þau öll hrúg­ast í löngum bið­röðum að öllum helstu nátt­úruperlum Íslands og ef þau eru heppin náð alla­vega einni mynd af Skóga­fossi án þess að það sé lit-­sam­ræmt þýskt eft­ir­launapar ein­hvers staðar í ramm­an­um. Heimsenda­fantasía Andra Snæs um skemmti­garð í Öxna­dal er ekki svo fjar­stæðu­kennd.

Auglýsing

Einu tekj­urnar sem hægt er að klóra úr þessu fólki er hvíta lygin sem er „bjór­kælir­inn“ í flestum verri mat­vöru­versl­unum mið­bæj­ar­ins. Þar er búið að raða upp hrím­uðum áfeng­is­lausum bjór­lík­is­flöskum sem granda­lausir útlend­ing­arnir hest­húsa fyrir morð­fjár og hafa engin önnur áhrif upp úr krafs­inu en kol­vetn­is­mett­aðan svefn­drunga og tíð þvag­lát.

Þetta er kannski birt­ing­ar­mynd eigin gremju yfir því að láta ennþá koma fram við okkur eins og börn þegar kemur að sjálf­ræði í bjór­drykkju þó svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé byrj­aður með sitt reglu­lega áfeng­is­frum­varps-hrúta­þukl þar sem þeir bísperr­ast yfir eigin frjáls­lyndi en leyfa því svo að hverfa ofan í papp­írstæt­ar­ann hjá aft­ur­halds­komm­unum og gömlu stúku­mönn­unum – sem hljóta nú samt flestir að fara að drep­ast fljót­lega.

Þannig að við skulum láta þessa útlendu nirfla éta köku – og rukka fyrir það 1.290 krónur sneið­ina – því and­skot­inn, við eigum það skil­ið. Við fædd­umst hérna, urð­uðum og brenndum ruslið okkar hérna, spændum upp jarð­veg­inn okkar hérna, virkj­uðum okkar eigin ár, geldum okkar eigin grísi og okkur hefur nán­ast tek­ist að halda okkur ómeng­uðum af flótta­mönnum og hæl­is­leit­end­um. Okkur hefur gengið vel að móta landið í eigin mynd. Fram! Temdu foss­ins gamm, fram­fara öld.

Að öðru.

Gunn­ari Braga hefur sann­ar­lega vaxið fiskur um hrygg síðan hann trúð­að­ist fyrst bjarteygur fram á sjón­ar­sviðið með ást sína á Benidorm, Her­balife og Bill Shankly í fartesk­inu. Það er líkt og bursta­klippti bens­ín­stöðv­ar­prins­inn frá Sauð­ár­króki hafi reist áburð­ar­verk­smiðju í hjart­anu á mér því ég er far­inn að bera smá hlý­hug til þessa vand­ræða­lega – stundum mál­halta – ráð­herra. Hann, þvert á kald­hæðni og vænt­ing­ar, hafði þor í að for­dæma morð­árásir Ísra­ela á Vest­ur­bakk­anum síð­ustu daga. Það er meira en margur ráð­herra hefur gert í gegnum tíð­ina. Kannski er þetta svona hlut­falls­leg ást – en hvað getur maður beðið um meira?

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None