Auglýsing

Ok, þannig að núna getur Jakob Frí­mann Magn­ús­son stjórnað veðr­inu. Er það alveg í lagi? Var á þann mann bæt­andi? Ég er enn að sjá JFM titl­aðan mið­borg­ar­stjóra þótt hann hafi ekki gegnt opin­berri stöðu síðan Ólafur F. sór hann inn í ein­hverri Calígúla­ískri maníu rétt fyrir hrun (hestur sem prestur og allt það). Síðan þá hefur hann í for­svari fyrir félaga­sam­tökin Mið­borgin okkar mælt göt­urnar eins og grun­sam­lega vel hár­blásin örygg­is­lög­regla og flaggað sínum fals­aða skildi í nafni hrein­lætis og snyrti­mennsku – nú síð­ast til að sópa í burtu drasl­ara­legum götu­sölum sem voru bæði að ógna hreinni götu­mynd Aust­ur­strætis og allri verslun á svæð­inu með sölu á stór­hættu­legum heima­smíð­uðum skart­gripum og not­uðum striga­skóm. Jakob seg­ist reynda ekki hafa neitt á móti götu­sölum svo lengi sem þeir séu inni í runna, á yfir­gefnum bíla­stæðum eða ann­ars staðar þar sem hann þurfi hvorki að sjá þá né vita af þeim.

Það er kannski ekk­ert skrítið að það sé verið að berj­ast um hvern ein­asta brauð­mola í mið­bænum enda vilja hags­muna­að­ilar meina að þessir 110 þús­und ferða­menn sem komu til lands­ins í júní hafi sama og ekk­ert skilið eftir sig í kass­anum þrátt fyrir að við höfum boðið þeim upp á heilar 115 sól­skins­stundir í mán­uð­in­um, sem voru lík­lega allar kall­aðar fram með veð­ur­vél­inni hans Jak­obs í Laug­ar­daln­um. Myndin sem for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins dregur upp af hinum hefð­bundna ferða­manni er sam­an­herptur Skand­in­avi á sér­út­búnum hús­bíl sem búið er að lesta af nið­ur­soðnum svenskum kött­bull­um, kló­sett­pappír og norskri hrá­olíu sem svo sparekur um landið og tekur aldrei upp veskið nema til að ræna öllu sér­mennt­aða vinnu­afl­inu okkar yfir til meg­in­lands­ins.

Þetta sætir auð­vitað furðu í ljósi þess að við getum boðið þessu fólki upp á að gista í gömlum vinnu­skúrum, inn­rétt­uðum flutn­ingagámum eða jafn­vel að borga rétt um 100.000 krónur nótt­ina á íbúða­hót­eli í Hamra­borg­inni sem er bæði í göngu­færi við Café Cata­línu og Vid­eo­­­mark­að­inn – sem hefur unnið sér það til frægðar að hafa skilað af sér hvorki meira né minna en 36 gullpottum úr Gull­námukössum síðan árið 2002. Svo geta þau öll hrúg­ast í löngum bið­röðum að öllum helstu nátt­úruperlum Íslands og ef þau eru heppin náð alla­vega einni mynd af Skóga­fossi án þess að það sé lit-­sam­ræmt þýskt eft­ir­launapar ein­hvers staðar í ramm­an­um. Heimsenda­fantasía Andra Snæs um skemmti­garð í Öxna­dal er ekki svo fjar­stæðu­kennd.

Auglýsing

Einu tekj­urnar sem hægt er að klóra úr þessu fólki er hvíta lygin sem er „bjór­kælir­inn“ í flestum verri mat­vöru­versl­unum mið­bæj­ar­ins. Þar er búið að raða upp hrím­uðum áfeng­is­lausum bjór­lík­is­flöskum sem granda­lausir útlend­ing­arnir hest­húsa fyrir morð­fjár og hafa engin önnur áhrif upp úr krafs­inu en kol­vetn­is­mett­aðan svefn­drunga og tíð þvag­lát.

Þetta er kannski birt­ing­ar­mynd eigin gremju yfir því að láta ennþá koma fram við okkur eins og börn þegar kemur að sjálf­ræði í bjór­drykkju þó svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé byrj­aður með sitt reglu­lega áfeng­is­frum­varps-hrúta­þukl þar sem þeir bísperr­ast yfir eigin frjáls­lyndi en leyfa því svo að hverfa ofan í papp­írstæt­ar­ann hjá aft­ur­halds­komm­unum og gömlu stúku­mönn­unum – sem hljóta nú samt flestir að fara að drep­ast fljót­lega.

Þannig að við skulum láta þessa útlendu nirfla éta köku – og rukka fyrir það 1.290 krónur sneið­ina – því and­skot­inn, við eigum það skil­ið. Við fædd­umst hérna, urð­uðum og brenndum ruslið okkar hérna, spændum upp jarð­veg­inn okkar hérna, virkj­uðum okkar eigin ár, geldum okkar eigin grísi og okkur hefur nán­ast tek­ist að halda okkur ómeng­uðum af flótta­mönnum og hæl­is­leit­end­um. Okkur hefur gengið vel að móta landið í eigin mynd. Fram! Temdu foss­ins gamm, fram­fara öld.

Að öðru.

Gunn­ari Braga hefur sann­ar­lega vaxið fiskur um hrygg síðan hann trúð­að­ist fyrst bjarteygur fram á sjón­ar­sviðið með ást sína á Benidorm, Her­balife og Bill Shankly í fartesk­inu. Það er líkt og bursta­klippti bens­ín­stöðv­ar­prins­inn frá Sauð­ár­króki hafi reist áburð­ar­verk­smiðju í hjart­anu á mér því ég er far­inn að bera smá hlý­hug til þessa vand­ræða­lega – stundum mál­halta – ráð­herra. Hann, þvert á kald­hæðni og vænt­ing­ar, hafði þor í að for­dæma morð­árásir Ísra­ela á Vest­ur­bakk­anum síð­ustu daga. Það er meira en margur ráð­herra hefur gert í gegnum tíð­ina. Kannski er þetta svona hlut­falls­leg ást – en hvað getur maður beðið um meira?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None