Ekki skjóta sendiboðann

Auglýsing

Íslenskt sumar minnir einna helst á árs­há­tíð­ar­at­riðið í félags­heim­il­inu eftir kok­teil, viskí og bjór. Langt og leið­in­legt leik­rit sem við neyð­umst öll til að taka þátt í. Stór og falskur kór jafn­vel. Sem er að reyna að syngja mjög erf­iða ball­öðu. Og allir orga með. Jebb, framundan er eitt stórt tólf vikna falskt tíma­bil þar sem allir láta eins og þeir séu massa gíraðir og hressir og til í þetta. 

Pásk­arnir voru bara upp­hit­un. Maður er svona rétt búinn að jafna sig eft­ir: „Jæja, hvað á svo að gera um páskana, hehe?” þegar sum­arið sil­ast á svæðið eins og mygluð lifr­ar­pylsa. Sum­arið er eins og pásk­arnir marg­fald­aðir með tólf. Ójá, þú ert að fara að halda páska í tólf vik­ur. Gleði­lega hátíð. Með til­heyr­andi beiðnum um rapport fyrir og eftir hverja. ein­ustu. helgi. Og svarið „ekk­ert” er ekki tekið gilt. Allir kepp­ast við að gera sem mest. Og láta alla ræki­lega vita via Instagram, Snapchat og Face­book. Og þú nennir engu.

Auglýsing


Byrjum á úti­ver­unni. Þú þarft að hafa ofan af fyrir fjöl­skyld­unni viku eftir viku eftir viku á meðan fyr­ir­bæri eins og gott veður er jafn lík­leg sjón og Robert Kar­dashian í fjöl­skyldu­boði. En ekki láta þig dreyma um að þú fáir þar með að hanga inn­an­dyra óáreittur felandi þig undir sæng eins og í lægð­ar­m­ara­þon­inu í vet­ur, eða eins og ég kalla hann: „Vetur lífs míns sem ég mun alltaf elska”. Kröfur um úti­legur og sam­veru­stundir undir berum himni munu hvað sem allri hörm­ungs lang­tíma­veð­ur­spá líður skjóta upp koll­inum í lok maí (á svip­uðum tíma og boðskortin í brúð­kaupin fara að hrúg­ast inn á for­stofu­gólfið, en þau eru einmitt flest haldin í tjöldum með hita­sveppi á þriggja metra fresti sem ég vil meina að séu jafn nauð­syn­legir og val­íum í flug­ferð).­Kröfur um úti­legur og sam­veru­stundir undir berum himni munu hvað sem allri hörm­ungs lang­tíma­veð­ur­spá líður skjóta upp koll­inum í lok maíOg má bjóða ein­hverjum að ræða aðeins tif­andi tíma­sprengj­urnar sem sitja úti á svöl­un­um? Stóru, skítugu, ryðg­uðu gas­grillin sem líta út fyrir að vera frá annarri plánetu? Þegar blá­leiti þykki reykj­ar­mökk­ur­inn leggst yfir hverfið eins og eitruð slæða fer í gang ferli sem minnir helst á dom­in­okubba á spít­ti. Allir verða að grilla eins og Nonni á númer níu og fólk fer að fíra upp í þessum kvik­indum sem er álíka gáfu­legt og að halda á mólótó­vkok­teil í ann­arri, með afsag­aðan hár­lakks­brúsa í hinni og log­andi vindil í kjaft­in­um.Kaffi­húsin taka auð­vitað líka þátt. Þar er boðið upp á setur utandyra ef það sést svo mikið sem sól­ar­glæta. Og þá er húkt undir hús­vegg í 15 metrum á sek­úndu innan um borð og stóla sem velta um koll með til­heyr­andi slysa­hættu.Og talandi um slysa­hættu: Þú átt ekk­ert erindi í sam­fé­lagi manna nema að þú heim­sækir alla vega eina eða tvær bæj­ar­há­tíðir sem heita nöfnum eins og „Kandífloss­kó­sí­heit” eða „Blind­fullir dag­ar” eða „Tveir í fríi og sá þriðji á slysó”.Og svo þegar sá dagur kemur að það er létt­skýjað og hit­inn nær að skríða upp fyrir tíu gráður (samt 20 metrar á sek­úndu auð­vit­að) fara allir niður í Naut­hóls­vík og taka þátt í hóp­leikatrið­inu: „Við eigum líka sól­ar­strönd þó við búum á Ísland­i”. Standa þar í góðum glæs­ingi í sand­stormi að elta krakk­ana sem svamla um í sjónum og það eina sem kemst að í hug­anum er að biðja drott­inn um að sög­urnar um klóakið í sjónum á þessu svæði séu einmitt bara sög­ur. Þú brosir í gegnum frosin tár og heldur á ís með sandídýfu umkringdur sam­leik­urum þínum sem allir eru létt­klæddir og blá­hvítir af kulda og vos­búð. Og ef þú nennir ekki á „strönd­ina” þá er stutt að fara út í garð þar sem litla upp­blásna sund­laugin bíður spennt eftir heim­il­is­fólki sem ber­háttar sig og hendir sér í „sund”. Og fjúk­andi trampólín­in? Hver getur gleymt þeim? Hví ekki bara binda fyrir augun og ráfa um bílaplanið í Kringl­unni á Þor­láks­messu?Og svo þegar sá dagur kemur að það er létt­skýjað og hit­inn nær að skríða upp fyrir tíu gráður (samt 20 metrar á sek­úndu auð­vit­að) fara allir niður í Naut­hóls­vík og taka þátt í hóp­leikatrið­inu: „Við eigum líka sól­ar­strönd þó við búum á Íslandi”.Lífstíll­inn fær auð­vitað ekki frekar en annað að vera í friði á sumr­in. Þú þarft skyndi­lega að geta þulið upp flóknar mar­iner­ingar og kunna að þræða kjöt upp á allskyns spjót ef þú vilt eiga séns í umræð­urnar á kaffi­stof­unni. Props­in, sem virð­ast jafn nauð­syn­leg og göngustafir á Ægis­síð­unni, eru gulu sess­urnar á garð­hús­gögnin og blóma­pott­arnir úti á svöl­unum en allt þetta djönk verður svo brúnt á innan við viku vegna ösku­falls og/eða mold­foks og breytir engu nema vísa­reikn­ingn­um.Og talandi um neyslu og bruðl og og props fyrir sum­ar­leik­rit­ið: Hörföt í ljós­gráu, laxa­bleiku og bláu fylla fata­búð­irn­ar. Af hverju ekki bara að selja stutt­buxur á Ant­ar­tíku eða snjó­galla í Andalús­íu? Og ekki er ástandið skárra í mat­vöru­búð­un­um. Heið­ar­legur matur víkur fyrir „grillpinn­um” og „sum­ar­drykkir” þvæl­ast fyrir manni þegar leitað er að nýmjólk­inni. Síðan er það fall­byssu­fóðrið eða „grill­mat­ur­inn” sem liggur slepju­lega í bökkum og fyllir hill­urnar þar sem slátrið og rækju­sa­lötin fengu eitt sinn að breiða úr sér í góðum fíl­ing.Að lokum er hér ágæt­is­til­laga: Aflýsum bara þessu leik­riti í ár. Hættum þess­ari sjálfs­blekk­ingu. Það verður ekk­ert sum­ar. Lengjum bara vorið og haustið og látum þau mæt­ast ein­hvers staðar um miðjan júlí. Borðum heið­ar­legan mat, klæðum okkur eins og fólk en ekki flón og hættum að spæla okkur á ein­hverju sem kemur hvort sem er aldrei.Já já, ein­hver varð að segja þetta. Ekki skjóta sendi­boð­ann. Það geta ekki allir verið bara: „um að gera að njóta krakkar mín­ir”.Gleði­legt sum­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None