Auglýsing

Fyrir ykkur sem hafið haldið til í helli síð­ustu vik­urnar þá er MMR bólu­setn­ingin sprautan sem verndar börnin okkar gegn misl­ing­um, rauðum hundum og hettu­sótt. Allt eru þetta stór­hættu­legir og kvala­fullir sjúk­dómar sem geta leitt til dauða. MMR sprautan er jafnan gefin við 18 mán­aða ald­ur. En vegna fáfræði og vit­leys­is­gangs hafa for­eldrar í auknum mæli kosið að láta ekki bólu­setja börnin sín við þessum sjúk­dómum af ótta við ein­hverjar óljós­ar, ósann­aðar auka­verk­anir og einnig af ótta við ein­hverfu.

Allar rann­sókn­irnar segja sömu söguAll­ar, já all­ar, rann­sóknir sem gerðar hafa verið á tengslum ein­hverfu og MMR bólu­setn­ingar hafa sýnt fram á að engin tengsl eru þar á milli. Nema ein rann­sókn og í þeirri rann­sókn var ekki bara kom­ist að rangri nið­ur­stöðu heldur voru nið­ur­stöð­urnar bein­línis og vís­vit­andi fals­að­ar.

Stutt súmmer­ing: Andrew Wakefi­eld heitir læknir sem árið 1998 birti rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sínar sem sýndu fram á tengsl ein­hverfu og MMR spraut­unn­ar. Eftir að hann birti nið­ur­stöður sínar reyndu fjöl­margir læknar og vís­inda­menn að sanna hið sama en engum tókst það því nið­ur­stöður hans voru ekki bara rangar heldur fals­að­ar. Fals­aðar krakk­ar. Nokkru síð­ar, eða árið 2004, kom í ljós að Wakefi­eld hafði sjálfur fjár­hags­lega hags­muni af því að sýna fram á tengsl­in. Rann­sókn Wakefi­eld var dæmd dauð og ómerk og í kjöl­farið var hann sviptur lækn­inga­leyfi.

Auglýsing

Með öðrum orð­um: Þessi kenn­ing er hin mesta þvæla, rugl og svik og prettir ehf. Hún hélt ekki og hefur ALDREI haldið vatni. Ekki einum dropa. Það eru engin tengsl. Eng­in. Svo þú getur troðið þessu Wakefi­eld.

En skað­inn var því miður skeð­ur. Þessi fals­aða rann­sókn Wakefi­eld nægði til að sá fræjum efa í huga fjöl­margra for­eldra. Eftir að nið­ur­stöður hans voru birtar var mæl­an­legur munur á tíðni bólu­setn­inga í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um. Það er að segja: Færri bólu­setja börnin sín í þessum löndum vegna ótt­ans við þessi meintu tengsl. Misl­ingar og rauðir hundar fóru að greinast  og fjölda dauðs­falla af völdum þess­ara sjúk­dóma má rekja til rann­sóknar Wakefi­eld með beinum hætti.

Erfitt að sætta sigÉg er móðir barns með ein­hverfu og það eru margir þættir í umræð­unni um bólu­setn­ingar barna og ein­hverfu ­sem ég á erfitt með að skilja og áranum erf­ið­ara með að sætta mig við.

Eitt er það að til sé fólk sem ótt­ast ein­hverfu svo hrika­lega mikið að það er til­búið að elt­ast við kenn­ingu sem er löngu hrakin sem hin arg­asta þvæla og var dæmd ómerk og lækn­ir­inn sem fram­kvæmdi hana fékk ekki lengur að vera lækn­ir. Í þeirra huga er svo slæmt að barnið þeirra gæti hugs­an­lega greinst með ein­hverfu að öll skyn­semi og rök­hugsun fær að fjúka út í hafs­auga. Frekar trúa þau löngu hröktum lyg­um. Frekar vilja þau taka séns­inn á því að barnið þeirra fái sjúk­dóma ­sem getur valdið því óbæri­legum kvölum og jafn­vel dauða. Frekar vilja þau að barnið þeirra geti hugs­an­lega smitað önnur börn sem veik eru fyrir af þessum sömu sjúk­dóm­um.

Eitt orð kemur upp í hug­ann þegar ég hugsa um þennan til­tekna hóp og það er ekki fáfræði, stað­reynda­blinda eða vit­leys­is­gangur sem eiga að sjálf­sögðu líka við. Nei, orðið sem stendur upp úr er eig­in­girni. Það sem fólk­ið, sem kýs að bólu­setja ekki börnin sín, virð­ist ekki vilja sjá er að þetta val þeirra snýst ekki bara um þeirra eigin óbólu­settu börn. Þetta snýst um öll börn undir 18 mán­aða aldri sem eru of ung til að fá spraut­una. Þetta snýst um börn sem eru veik fyrir og af ýmis­konar heilsu­fars­á­stæðum mega ekki fá spraut­una. Litla systk­ini leik­skóla­fé­lag­ans sem er ekki ennþá bólu­sett vegna ald­urs og kemur með að sækja stóra bróð­ur. Stelpan sem er í krabba­meins­með­ferð og má því ekki bólu­setja og fer með for­eldrum sínum í Kringl­una. Allt þetta af full­kom­lega ástæðu­lausum ótta við ein­hverfu.

MMR spraut­an?Og talandi um ein­hverf­una góðu. Til eru for­eldrar ein­hverfra barna sem, þvert á allar stað­reyndir og rök, kjósa að trúa því að ein­hverfan sé til­komin vegna MMR spraut­unn­ar. Þar af leið­andi fer öll orka þeirra í að berj­ast gegn bólu­setn­ingum ann­arra barna. Svo að fleiri börn verði ekki eins og þeirra börn. Eða þannig skil ég þanka­gang­inn.

Væri ekki nær að gera eitt­hvað annað við tíma sinn og orku. Eins og til dæmis að vinna saman í því að gera sam­fé­lagið mót­tæki­legra fyrir fólki með ein­hverfu? Mér dettur í hug hlutir eins og að styrkja fólk með ein­hverfu til frek­ari atvinnu­þátt­töku. Ein­hverfir búa yfir alveg ein­stökum hæfi­leik­um, styrk­leikum og sköp­un­ar­gáfu sem er mik­ill fjár­sjóður fyrir sam­fé­lagið í heild og þar með okkur öll.

Taka mann­eskj­unni eins og hún erSíðan er ágætis pæl­ing að fagna fjöl­breyti­leik­anum bara hressi­lega og taka mann­eskj­unni eins og hún er. Við fæð­umst ekki öll eins en við búum hérna öll sam­an. Sam­fé­lagið okkar á að vera í stakk búið að taka við öllum eins og þeir eru. Hvort sem fólk er greint með ein­hverfu, aðrar fatl­an­ir, sér­þarf­ir, er í Fram­sókn­ar­flokknum eða situr á Alþingi.

Mig langar að lokum til að biðja ykk­ur, sem haldið í alvör­unni að þið séuð að skaða börnin ykkar með MMR spraut­unni, að leggja frá ykkur for­dóma- og fáfræði­bjargið sem þið burð­ist með á bak­inu alla ykkar daga og opna aug­un, hug­ann og hjart­að. Þið búið í sam­fé­lagi manna og með ykkar ákvörðun hafið þið áhrif á ekki bara heilsu og vel­ferð ykkar eigin barna heldur allra ann­arra barna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None