Auglýsing

Ímyndum okkur að ég ákvæði eitt­hvert föstu­dags­eft­ir­mið­degið að mér leidd­ist í vinn­unni. Ímyndum okkur að ég fengi þá flugu í höf­uðið að það væri eft­ir­sókn­ar­verð­ara að flytja fíkni­efni til lands­ins og mok­græða á þeim – hratt. Ímyndum okkur að ég hugs­aði sem svo að lík­lega væri ábata­sam­ast að ein­beita sér að því að koma upp almenni­legum mark­aði með heróín á Íslandi. Ímyndum okkur að ég næði að koma höndum yfir mjög mikið af tand­ur­hreinu heróíni frá Helmand-hér­aði í Afganistan, eftir við­komu í vinnslu­stöð í Tyrk­landi. Hversu mik­ið? Segjum ... 300 kíló. Ímyndum okkur það.

Ímyndum okkur líka að ég yrði grip­inn af lög­reglu þegar ég legði bátnum sem ég hefði keypt til smygls­ins að bryggju á Rauf­ar­höfn. Ímyndum okkur að við hús­leit heima hjá mér fynd­ist tonn af íblönd­un­ar­efnum og bréfa­bindi í röðum sem hefðu að geyma ýtar­lega upp­drætti mína að því hvernig dreif­ing­ar­fyr­ir­komu­lag­inu yrði hátt­að, við­skipta­á­ætl­anir og marg­vís­legar sann­anir fyrir því að mér hefði tek­ist að fjár­magna kaupin sjálf­ur.

Auglýsing

Ímyndum okkur svo að ég mundi ekki gang­ast við neinu í yfir­heyrslum hjá lög­reglu, segj­ast bara hafa verið í skemmti­sigl­ingu, kokka upp þvælda lyga­sögu um það hvernig allt heróínið hefði getað ratað í bát­inn minn án minnar vit­neskju, harð­neita að segja til vit­orðs­manna og gera allt til að tor­velda rann­sókn máls­ins.

Ég sé ekki fyrir mér að ég sé að fara að gera neitt af þessu í bráð, en ímyndum okkur það samt.

Fyrir þetta gæti ég átt von á tólf ára fang­els­is­dómi – hámarks­refs­ingu fyrir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot. Ég gæti lík­lega ekki kvartað mikið yfir því.

Það er ári þyngri dómur en hin hol­lenska Mirjam Foekje van Twui­jver fékk fyrir rúmri viku fyrir að flytja til lands­ins í ferða­töskum frá Amster­dam tíu kíló af MDMA-­dufti, níu kíló af amfetamíni og tæp 200 grömm af kóka­íni fyrir annað fólk sem ekki tókst að hand­sama. Ell­efu ára fang­els­is­dóm­ur­inn yfir henni er sá þyngsti í Íslands­sög­unni fyrir fíkni­efna­brot, til að setja hann í sam­hengi eru þyngstu dómar sem fallið hafa á Íslandi fyrir kyn­ferð­is­brot tveir tíu ára dóm­ar, báðir frá því í fyrra.

Skrýtið

Dóm­ur­inn yfir Miriam hefur vakið athygli og umtal og það er gott, enda er hann skrýt­inn.

Hann er ekki bara skrýt­inn í þeirri merk­ingu að refsi­stefna í fíkni­efna­málum sé almennt vond og til trafala í sam­fé­lagi manna – það er mik­il­væg umræða sem hefði gott af því að hún færi í meira mæli fram á for­sendum ein­hverra ann­arra en 420-týpanna sem geta ekki ákveðið sig hvort fíkni­efni séu svo til skað­laus eða hvort fíkni­efna­neyt­endur séu sjúk­lingar og sjá það í hill­ingum að geta reykt sig skakkar afskipta­lausar á Aust­ur­velli dag­inn út og inn, eins og er reyndar meira og minna hægt nú þeg­ar.

Nei, hann er líka skrýt­inn vegna þess að hann er ekki í nægu sam­ræmi við aðra dóma í stórum fíkni­efna­mál­um.

Það er nóg að taka dæmi af skútu­mál­inu hinu síð­ara frá 2009, þar sem menn hlutu mest tíu ára dóma fyrir að flytja inn 55 kíló af amfetamíni, 54 kíló af kanna­bis­efnum og tæp­lega tíu­þús­und e-töfl­ur. Smyglið var aug­ljós­lega þaul­skipu­lagt, þeir sem þyngsta dóma hlutu neit­uðu sök, lugu sig hása í hlægi­legum sögu­st­undum í vitn­is­burði sínum í dóm­sal og gerðu ekk­ert til að hjálpa til við að upp­lýsa mál­ið. Samt hlutu þeir væg­ari dóma en Mirjam Foekje van Twui­jver, sem flutti inn minna magn af fíkni­efn­um, ját­aði sök að hluta, var sam­starfs­fús og gerð­ist meira að segja tál­beita fyrir lög­reglu. Hvernig það rétt­lætir þyngri dóm en yfir skútu­smygl­ur­unum er óskilj­an­legt.

Fyrir hverja?

Ég er viss um að flestir eru búnir að gleyma því, en nú eru tæp tvö ár síðan Hér­aðs­dómur Reykja­ness dæmdi rétt rúm­lega tví­tuga spænska konu til árs fang­els­is­vistar fyrir að flytja til lands­ins 420 grömm af kóka­íni, þrátt fyrir að dóm­ar­inn mæti trú­verð­ugan fram­burð hennar um að hún hefði verið neydd til far­ar­innar af tveimur mönn­um, sem hefðu „hótað henni að gera móður hennar og systur mein, færi hún ekki eftir kröfum þeirra“, heimtað að hún kæmi pakkn­ingum með fíkni­efnum fyrir í leggöngum sín­um, en þegar henni hafi mis­tek­ist það hafi þeir „tekið hana með valdi, annar sest klof­vega ofan á hana og hinn troðið tveimur pakkn­ingum inn í leggöng­in“. Við kom­una til Íslands þurfti að svæfa hana og gera á henni aðgerð til að ná annarri pakkn­ing­unni út.

Í stað þess að koma konu til aðstoðar sem sætti hót­unum og hafði verið beitt hrotta­legu kyn­ferð­is­of­beldi þá ákærðum við hana og dæmdum í fang­elsi. Það er lík­lega bara til­viljun að þar var sami dóm­ari að verki og dæmdi Mirjam Foekje van Twui­jver til þyngstu fang­els­is­refs­ingar fyrir fíkni­efna­laga­brot í Íslands­sög­unni, en Hæsti­réttur hefur reyndar enn tæki­færi til að milda þá refs­ingu og mun vafa­lítið gera það. Dómi spænsku kon­unnar var ekki áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Hverjum hjálpa dómar á borð við þessa? Letja þeir skipu­leggj­endur smygls­ins til að end­ur­taka leik­inn? Af hverju ættu þeir að gera það? Þeirra harmur er full­komn­aður þegar send­ingin er stöðvuð – þeim er alveg sama um örlög burð­ar­dýr­anna sinna. Þetta gæti vissu­lega gert þeim erf­ið­ara fyrir að finna ný, en það þýðir lík­lega ekki annað en það að þeir þurfi næst að finna sér enn örvænt­ing­ar­fyllri og auð­sann­færð­ari umkomu­leys­ingja sem eru reiðu­búnir að leggja líf sitt undir í veð­máli ann­arra. Það er algjört kjaftæði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None