bragi-pall.jpg
Auglýsing

Það bar svo við um þær mundir að sum­arið 2012 var ég upp­tek­inn við að brenna kertið mitt í báða enda. Út frá þeirri iðju höfðu brunnið allar þær brýr sem voru mér að baki.

Ég var einn af þeim sem frá upp­hafi var ljóst að átti ekki að smakka það. Frá fyrsta fyll­er­íi. Æsku­vin­kona mín sagði við mig, þegar ég var búinn að drekka í nokkrar vik­ur, að ég kynni ekki að drekka. Ég? Það var HÚN sem kunni ekki að drekka! Sötr­aði 2-3 bjóra ÓTRÚ­LEGA hægt. Fór svo bara heim stuttu eftir mið­nætti, aldrei til í tryll­ing­inn! Það var hún sem var með drykkju­vanda! Það er í hjarta myrk­urs­ins sem töfr­arnir ger­ast. Hvernig ætl­aru að kom­ast þangað ef þú ferð heim á mið­nætti eftir örfáa sopa af bjór? Og töfr­arnir gerð­ust alveg stund­um. Handa­hófs­kennt líf býður oft uppá ótrú­legar upp­lif­an­ir.

Þegar ég var tví­tugur var ég búinn að drekka mig út úr einum fram­halds­skóla og inn í ann­an. Sá var í Breið­holt­inu og eðli máls­ins sam­kvæmt kynnt­ist ég þar kanna­bis­efn­um.

Þegar ég var tví­tugur var ég búinn að drekka mig út úr einum fram­halds­skóla og inn í ann­an. Sá var í Breið­holt­inu og eðli máls­ins sam­kvæmt kynnt­ist ég þar kanna­bis­efn­um. Þau sögðu "Komdu í ferða­lag” og ég sagði "OK, ég elska þig” og næstu árin lit­að­ist líf mitt af storma­sömu sam­bandi okk­ar.

Fljót­lega varð þó ljóst að kanna­bis­efnin voru að fara með geð mitt á áður órann­sak­aðar lend­ur. Ég vil meina að fyrst hafi þau kennt mér eitt­hvað, raun­veru­lega. Ég upp­lifði tón­list, sam­ræð­ur, sam­fé­lagið og lífið sjálft, allt á annan hátt. En mjög stuttu eftir að ég fór að nota þau í miklu magni varð kenn­ara­verk­fall hjá efn­un­um. Þau sögðu mér sömu hlut­ina, aftur og aft­ur, þangað til þau hættu algjör­lega að opna munn­inn nema til þess að bíta mig. Narta burtu hluta af mér þangað til ekk­ert stóð eftir nema geð­veik beina­grind.

Auglýsing

Vorið 2005, þegar ég var 21 árs gam­all, var ég að koma upp í mína fyrstu geð­hæð, man­íu. Ég sýndi öll ein­kenn­in; svefn­leysi, mál­æði, gríð­ar­legar skap­sveifl­ur, reiði­köst og afteng­ingu frá raun­veru­leik­an­um. Ég hafði aldrei áður farið í man­íu, en þarna, rúmu ári eftir að hafa fyrst prófað kanna­bis og ein­ungis nokkrum mán­uðum eftir að hafa farið út í dag­neyslu, var ég kom­inn með áunnin geð­sjúk­dóm. Trít­i­lóð­ur, bók­staf­lega að drep­ast úr hroka og nokkuð viss um að ég væri fram­tíðar leið­togi alls heims­ins. Ég var MÆTT­UR.

Áunnið brjál­æði



Um sum­arið fór ég með félögum mínum úr fram­halds­skóla á Hróa­skeldu­há­tíð­ina. Ég var í full­komnu man­íukasti allan tím­ann. Öskr­aði, laug, tal­aði stöðugt, skip­aði fólki fyr­ir, tók reiði­köst á þá sem voru mér ekki sam­boðnir og var almennt óalandi og óferj­andi. Enda gáfust flestir félagar mínir upp á mér. Það varð ein­hver sam­staða um að ég væri algjör­lega óbæri­legur og ekki við mig talandi. Og það var alveg satt. Geð­heilsa mín skán­aði ekki á hátíð­inni sjálfri. Ég próf­aði sýru í fyrsta skiptið og flétt­að­ist allur sá brjál­æð­is­legi sann­leikur sem hún hafði að segja saman við mína brengl­uðu upp­lifun af raun­veru­leik­an­um. Ég var far­inn.

Eftir hátíð­ina missti ég af flug­inu heim og eyddi nokkrum vikum á göt­unni í Kaup­manna­höfn. Svaf á frekar óhefð­bundnum stöðum - á lest­ar­stöðv­um, undir stig­um, í tjaldi úti í skógi með ógeðs­lega leið­in­legum Svía, í yfir­gefnum barna­skóla með þýskum fjöl­lista­hóp, í almenn­ings­görð­um. Safn­aði dósum til að eiga fyrir bjór og hassi.

Eftir hátíð­ina missti ég af flug­inu heim og eyddi nokkrum vikum á göt­unni í Kaup­manna­höfn. Svaf á frekar óhefð­bundnum stöðum - á lest­ar­stöðv­um, undir stig­um, í tjaldi úti í skógi með ógeðs­lega leið­in­legum Svía, í yfir­gefnum barna­skóla með þýskum fjöl­lista­hóp, í almenn­ings­görð­um. Safn­aði dósum til að eiga fyrir bjór og hassi. Inn á milli hins­veg­ar, þegar vímu­á­standið var í lág­marki, varð meira að segja mér ljóst að eitt­hvað mikið var að. Ég var að missa flug­ið. Þetta hafði ekki verið plan­ið.

Ég komst á end­anum aftur til lands­ins við illan leik. Með lungna­bólg­u.Vannærð, sex­tíuog­fjög­urra kíló­gramma hund­raðn­í­tíuo­gátta sentí­metra, geð­veik beina­grind, illa hald­inn af áunnu brjál­æði. Ein­hver hefði haldið að eftir svona útreið ætti maður að gera vörutaln­ingu á sjálfum sér. Sjá hvað hefði farið úrskeið­is. Reyna að end­ur­taka ekki mis­tök­in. Ein­hver hefði haft rangt fyrir sér. Því eftir mjög langan og myrkan vetur gerði ég það nákvæm­lega sama: Reykti mig í sturlun, fór á Hróa­skeldu, gerði alla vini mína frá­hverfa mér, end­aði á göt­unni og brot­lenti svo aftur heima við illan leik. Stuttu seinna gerði ég mína fyrstu til­raun til að hætta allri neyslu. Aleinn.

Að leggja eigin hand­ó­nýtu hug­myndir á hill­una



Ég hékk tæp þrjú ár á snúr­unni, hnef­andi sjálfan mig allan tím­ann, þangað til mér tókst að selja mér þá hug­mynd að ég gæti notað aft­ur. Að þessir atburð­ir, tveimur til þremur árum áður, hefðu verið bernsku­brek. Að NÚ væri ég í jafn­vægi. Að NÚ kynni ég þetta. Ef ég BARA reykti kanna­bis. Af því ég varð svo rugl­aður af víni. Vínið hlyti að vera vanda­mál­ið. Sú til­raun fór ekki vel. Ég end­aði uppi á geð­deild. Allt í lagi, þá reyndi ég að BARA drekka áfengi. Af því ég varð svo geð­veikur af reykn­um. Það fór dásam­lega. Ég end­aði í með­ferð.

Afhverju dásam­lega? Vegna þess að í með­ferð­inni var útskýrt fyrir mér, í fyrsta skiptið á ævinni, að ég væri með fíkni­sjúk­dóm. Að hann mætti með­höndla. Ef ég aðeins fram­kvæmdi og gerði það sem mér var sagt þá ætti ég að eiga séns. Ef ég legði mínar hand­ó­nýtu hug­myndir til hliðar og tæki leið­sögn, þá ætti ég mögu­leika á að lifa þokka­lega eðli­legu lífi. Svo ég ákvað að gera nákvæm­lega það.

Ef ég legði mínar hand­ó­nýtu hug­myndir til hliðar og tæki leið­sögn, þá ætti ég mögu­leika á að lifa þokka­lega eðli­legu lífi. Svo ég ákvað að gera nákvæm­lega það.

Fyrst fór ég í tíu daga inn á sjúkra­húsið Vog í afeitr­un. Þar kynnt­ist ég frá­bæru fólki. Starfs­fólkið  kunni að takast á við mig og gaf mér allt það rými sem ég þurfti - ann­ars­vegar til að jafna mig, og hins­vegar til að átta mig. Svo voru það hinir vist­menn­irn­ir, fólk að hefja sömu veg­ferð og ég - á leið­inni úr fjós­haugnum í átt til sól­ar. Þeir her­berg­is­fé­lagar sem ég kynnt­ist á Vogi eru enn þann dag í dag með mínum bestu félögum og sam­ferð­ar­fólki.

Eftir Vog var mér ráð­lagt að fara upp á Stað­ar­fell í með­ferð, og ég hlýddi. Ég var orð­inn mjög spenntur fyrir því að verða besta mögu­lega útgáfan af sjálfum mér. Sá framá að ef mér tæk­ist að halda mínum fíkni­sjúk­dóm í skefj­um, þá gæti mér hugs­an­lega tek­ist að upp­fylla drauma mína. Standa við orð mín. Verða eitt­hvað annað en úti­gangs­maður og aðhlát­ursefni. Ég tók leið­sögn. Hlýddi ráðum sér­fræð­inga. Og mér fór að batna.

Engin skömm í því að biðja um hjálp



Í mörg ár hafði ég þrár og lang­anir sem ég var ófær um að gera að veru­leika. Í dag upp­lifi ég hins­vegar að allt sem ég vilji gera sé mögu­legt. Ekk­ert secret kjaftæði. Ég bara set mér mark­mið og stend við þau. Edrú all­ann tím­ann. Þetta hljómar kannski bara eins og það sem venju­legt fólk ger­ir, en fyrir mér er þetta nýtt líf.

Þannig ef þú telur þig eiga við vanda­mál að stríða, (og birt­ing­ar­mynd þess þarf alls ekki að vera eins ýkt og mín), þar sem áfengis og/eða fíkni­efna­neysla þín er að valda þér van­líð­an, þvælist fyrir þér og/eða þín­um, og þér er ekki að takast að fá lausn á þeirri hegð­un, farðu þá í með­ferð. Ef það er verið að taka þig fyrir ölv­un­arakst­ur, þú ert að sofa hjá fólki sem þú ætl­aðir ekki að sofa hjá, manst ekki hvað þú gerðir í gær af því stóran hluta af deg­inum vant­ar, vaknar á stöðum sem þú ætl­aðir ekki að vakna á, taktu þá fokk­ing ábyrgð á lífi þínu og farðu í með­ferð. Ef þú hins­vegar gerir þér grein fyrir því hvert vanda­málið er en ert of stolt/ur - hrædd/ur - upp­tek­in/n til að gera eitt­hvað í því, þá ertu samt í frekar vondum mál­um.

Umræðan hefur nefni­lega verið tekin um blöðru­hálskrabba, geð­sjúk­dóma, átrask­anir og ýmis­legt fleira, en mér finnst kannski aðeins þurfa að opna á fíkni­sjúk­dóma. Að fólk þurfi ekki að skamm­ast sín. Það sé engin skömm í því að biðja um hjálp.

Gefstu upp, taktu ábyrgð



Ég kem ekki í veg fyrir inflú­ensu með því að borða meira næst. Verð ekki ónæmur fyrir ebólu ef ég bara passa mig að blanda ekki saman bjór og sterku. Það hugsar sig eng­inn út úr fíkni­sjúk­dóm­um, og skömmin í kringum þá gagn­ast engum nema Bakkusi.

Ekki mis­skilja mig. Ég elska mis­tökin mín. Ef gamla orð­tæk­ið: "Vegur þján­ing­ar­innar liggur til hallar viskunn­ar” er satt - þá hef ég mal­bikað þennan veg og borgað alla toll­ana, búinn að kaupa höll visk­unnar og er far­inn að leigja þar út her­bergi á AirBnB.

Ekki mis­skilja mig. Ég elska mis­tökin mín. Ef gamla orð­tæk­ið: "Vegur þján­ing­ar­innar liggur til hallar viskunn­ar” er satt - þá hef ég mal­bikað þennan veg og borgað alla toll­ana, búinn að kaupa höll visk­unnar og er far­inn að leigja þar út her­bergi á Air­BnB. Ég hafði gert það að lífs­stíl að vera mis­heppn­að­ur, þung­lyndur og í sjálfs­vígs­hugs­un­um. Gott og vel. Það er fínt að hafa prófað það. En lífið hefur upp á fleiri bragð­teg­undir að bjóða. Ég þurfti hins­vegar að brot­lenda full­komn­lega til þess að gefa þeim séns. Og fyrsta sporið var að gef­ast upp, og svo að biðja um hjálp. Þín saga þarf ekki að vera eins og mín.  En ef þér líður illa og grunar að þetta sé ástæð­an, gefstu þá upp. Taktu ábyrgð.

Farðu í með­ferð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði