Auglýsing

Í þá gömlu og mis­góðu daga þegar ég var ein­hleyp höfðu for­eldrar mínir miklar áhyggjur af því að ég væri að fæla frá mér menn, ekki með and­fýlu, táfýlu, svita­lykt, truntu­skap, tussu­hætti eða kynkulda - nei, heldur væri ég að fæla þá frá mér með svoköll­uðum lát­um. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sagði mamma: „En ef þú prófar, bara í smá­stund, að vera hæverska stúlkan?“ Með þessu átti hún við að ég ætti að lækka í mér, hætta að tala um allt þetta neð­an­beltis sem mér finnst svo gaman að grína með og tala um á hrein­skil­inn hátt, hætta að láta á mér bera og svo fram­veg­is. Móðir mín, sú sama og marg­tuggði ofan í mig að það væri asna­legt að vera feim­in.

Ég hef strögglað og lagt á mig mikla vinnu við það að skrifa þessar blessuðu spurn­ing­ar. Ég vildi bara fá kredit þar sem ég átti það sann­ar­lega, og inni­lega skilið.

Ef ég hefði látið af þessu verða - og eitt­hvað aum­ingj­ans grey hefði fallið fyrir þessu atriði, hvert væri þá fram­hald­ið? Lík­lega þyrfti ég að hætta öllu sirkus­brölti - hvað þá full­orð­ins­sirkus­brölti, dans­kennslan (sem snýst að miklu leyti um grind­ar­botn og almennan þokka) hyrfi úr lífi mínu og kara­okekvöldin sömu­leið­is. Myndi ég halda leik­rit­inu áfram og lok­ast í eigin óham­ingju en fá við og við útrás í hvítvíni með stelp­un­um? Eða myndu múr­arnir falla og mann­inum yrði ljóst hvers eðlis væri, að hann væri lof­aður skelli­bjöllu sem eng­inn hefur hemil á? For­eldrar mínir hvöttu mig, meira í gríni en alvöru (vona ég í það minnsta) að skrúfa niður í mér. Setja drauma mína og atvinnu­tæki­færi á hold (les: hóld en ekki hold). Allt fyrir ást­ina. Án þess að gera lítið úr einum eða neinum er lífs­föru­nautur og reglu­legar sam­farir krem á þá dásam­legu köku sem það er að vera sjálfri sér nóg.

Auglýsing

„Ró­leg, skil­urðu“Ný­lega, og á sama tíma og í fyrra, stóð ég í örlitlu stappi við menn á net­inu sem höfðu rangt fyrir sér. Ég benti á þá stað­reynd að við dóm­ar­arnir í Gettu bet­ur, karl­inn og kon­an, værum jafn­ingjar: við semdum spurn­ing­arnar sam­an. Ég væri ekki, þó það hefði verið æsku­draumur minn, stiga­vörð­ur. „Hvað er að því að vera stiga­vörð­ur?“ Ekk­ert, ég bara er það ekki. Meira að segja sagði frændi minn í fyrra, mitt eigið hold og blóð: „Það er nú merki­legt að á þessum tímum skuli eina konan í mynd í Gettu betur vera stiga­vörð­ur­inn.” Ok, hann er fjar­skyld­ur. Ég hef strögglað og lagt á mig mikla vinnu við það að skrifa þessar blessuðu spurn­ing­ar. Ég vildi bara fá kredit þar sem ég átti það sann­ar­lega, og inni­lega skil­ið. Ekki leið á löngu þar til ég fékk skila­boð um að halda mig hæga. Ég skrif­aði feis­búkksta­tus um málið sem ein­hverjir vef­miðlar pikk­uðu upp, eins og þeirra er von og vísa. „Ok, en samt skil­urðu, róleg að fara með málið í frétt­irn­ar.“ Ég gerði það ekki, ég er bara svo fjári merki­legur pappír að tíst og statusar mínir eru frétta­efni. Sorrí með mig.

Salka Sól hefur sigrað hjarta mitt. Ég hef horft á júró­visjón­rappið hennar margoft, bæði aug­lýs­ing­una og læv-ið og ég dýrka það.

Fyrir fjórum árum, í leit minni að ást­inni á Kaffi­barnum náði ungur maður augn­sam­bandi við mig við bar­inn. Ég spennt­ist öll upp, en á sama tíma hugs­aði ég hvernig ég gæti gabbað þennan í að halda að ég væri hæversk, lít­il­lát, en jafn­framt ljúf og kát. Mað­ur­inn gekk til mín. „Mig lang­aði bara að segja þér að þú ert ofboðs­lega heill­andi og fal­leg stúlka.” Ó, híhí, hvað geri ég núna? Missi vasa­klút­inn minn? „Og, ég myndi reyna við þig, ef…“ Ef hvað? Er ég með eitt­hvað í tönn­un­um? „Þú værir ekki svona útum allt, alltaf, alls stað­ar.“ Ég horfði á hann og hristi hausinn, og fór heim og fékk mér pizzu. Á þessu tíma vann ég við Kast­ljós­ið. Sam­hliða því tók ég þátt í sirkus­sýn­ingum og kenndi dans. Störf mín fólust í því að a) vera heima hjá honum í sjón­varp­inu og b) koma því sem ég hafði upp á að bjóða til skila svo fólk skráði sig á nám­skeið og keypti sér sirku­smiða eða bók­aði mig og félaga mína í gigg. Þannig borg­aði ég leig­una, mat­inn og bjór­inn eða géog­téið sem ég var með í hönd­inni þetta kvöld.

Skugga­konanRagga Eiríks, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, blaða­maður og vin­kona mín, spurði opinnar spurn­ingar rétt fyrir ára­mót um hvaða konur væru þær kyn­þokka­fyllstu á land­inu. Bubbi Morthens átti svar sem situr í mér. Hann vildi til­nefna: Kon­una sem stendur í skugg­anum mér þykir hún mest æsand­i.“ Ég vona að feimnar skugga­konur hafi tekið þetta til sín og fundið til þokka síns, frekar en að aðrar haldi að þær þurfi að láta minna á sér bera. Ég vona líka að Bubbi sé búinn að end­ur­skoða þetta eftir að hafa varið heilum þætti af Ást­inni og leigu­mark­að­inum uppí hjá Sögu Garð­ars­dóttur og Uglu Egils­dótt­ur.

Salka Sól hefur sigrað hjarta mitt. Ég hef horft á júró­visjón­rappið hennar margoft, bæði aug­lýs­ing­una og læv-ið og ég dýrka það. Þegar því var deilt á frétta­veit­una hjá mér sá ég fjöl­mörg komment á þá leið að þetta gæti nú ekki verið gott - að ofnota hana svona, að hún myndi brenna út og sitt­hvað fleira. Nei, hún mun ekki brenna út. Hún á enn fleiri hæfi­leika uppi í erminni. Hún er söng­kona árs­ins 2014 og spilar á öll hljóð­færi sem henni eru rétt. Hún er í skemmti­legri og vin­sælli hljóm­sveit og er frá­bær fyr­ir­mynd ungra stúlkna. Ég hef enn ekki séð jafn­mörg komment um ofnotkun fjöl­miðla­fólks í háa herr­ans tíð, eða að þessir fjöl­miðla­menn séu að brenna út og þurfi að hvíla sig: Egill Helga­son, Andri Freyr Við­ars­son, Logi Berg­mann og Ólafur Páll Gunn­ars­son. Þessa ágætu menn nefni ég bara því þeir eru að djöggla fleiri en einu verk­efni á fjöl­miðla­vett­vangi. Eðli­lega er verið að nýta hana í sem flest - svona rétt á meðan hún stoppar við á RÚV. Dreifi hún sér svo sem víð­ast.

Og aðrar konur líka. Veri þær sýni­legri á öllum mögu­legum vett­vangi og fæli sem flesta frá sér sem af þeim stendur ógn. Bið að heilsa hæversku stúlk­unum og skugga­kon­un­um. So long sist­as.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None