Festen

Auglýsing

Með eins mán­aðar milli­bili vorið 1998 komu út tvær merkar kvik­myndir sem eiga það sam­eig­in­legt að fjalla um veislur sem afhjúpa skít­legt eðli mann­fólks­ins. Ann­ars vegar franska myndin Fífl í hófi (Le Dîner de Cons), um vini sem keppa sín á milli um það hver geti fundið hlægi­leg­asta flónið til að bjóða með sér til kvöld­verð­ar­boðs og skemmta sér svo á kostnað ein­feldn­ing­anna. Hins vegar var það danska myndin Veislan (Festen) eftir Thomas Winter­berg, þar sem skyggnst er inn í veg­legt sex­tugs­af­mæli sem leys­ist óvænt upp í einn alls­herjar fjöl­skyldu­harm­leik.

Miðað við frétta­flutn­ing lið­innar helgar ímynda ég mér að stemn­ingin í þing­veisl­unni á Hótel Sögu á föstu­dags­kvöld hafi verið sirka eins og í sam­evr­ópskum hræri­graut af þessum tveimur veisl­um. Ég er ekki búinn að raða í hlut­verk en það má svo sem líka gera það með slembivali.

Veislan sem öll fyrr­nefnda kvik­myndin snýst um er reyndar aldrei haldin – en það sama má svo sem segja um þing­mannap­ar­tíið á föstu­dag; það var eig­in­lega aldrei hald­ið. Stjórn­ar­and­staðan gekk eins langt í rót­tækni og hug­ar­flug hennar leyfði og hópskróp­aði og þeir fáu stjórn­ar­liðar sem þó létu sjá sig hefðu lík­lega getað troðið sér saman í heita pott­inn heima hjá Bjarna Bene­dikts­syni í eft­irpar­tí­inu ... ef hann hefði bara mætt. Sem hann gerði ekki.

Auglýsing

­Stjórn­ar­and­staðan gekk eins langt í rót­tækni og hug­ar­flug hennar leyfði og hópskróp­aði og þeir fáu stjórn­ar­liðar sem þó létu sjá sig hefðu lík­lega getað troðið sér saman í heita pott­inn heima hjá Bjarna Bene­dikts­syni í eft­irpar­tí­inu … ef hann hefði bara mætt.

Nei, auk þing­mann­anna voru þarna einn, heill ráð­herra af tíu, nokkrir makar, pípu­hatt­ur­inn hans Vil­hjálms Bjarna­sonar (ókei, Vil­hjálmur rað­aði sér kannski sjálfur í hlut­verk) og skemmti­at­riði í boði for­seta Íslands sem, ef marka má frétt­ir, brá sér í hlut­verk fulla frænd­ans í veisl­unni og kvaddi sér hljóðs til að halda allt of langa og óþægi­lega ræðu þar sem hann sagði fólki til synd­anna og fór með lélega brand­ara á víxl og eitr­aði and­rúms­loftið svipað mikið og ef hann hefði prumpað dug­lega í lyft­unni sem hann fest­ist í með hand­höfum for­seta­valds á Bisk­ups­stofu fyrir átján árum. Þessi hæðn­is­legi reiði­lestr­ar­stíll er partítrikk sem hann hefur lært af öðrum kuln­uðum íslenskum karlpóli­tíkusum sem ættu að vera löngu farnir að sofa og beita honum gjarnan með góðum árangri, að þeim sjálfum finnst.

Ein­ars þáttur Stuð­finns­sonarÉg finn til með Ein­ari K. Guð­finns­syni. Hann er flott­ur. Hann ætl­aði bara að halda almenni­legt partí, létta aðeins móral­inn – var lík­lega með nokkrar smellnar fer­skeytlur í rassvas­anum sem hann hafði verið að berja saman í for­seta­stólnum í allan vetur – og þá þurfti þessi skratt­ans rík­is­stjórn að fokka því upp fyrir honum með ein­hverju óskilj­an­legu og merk­ing­ar­lausu bréfi sem honum finnst aug­ljós­lega galið þótt hann þori ekki að orða það þannig af því að hann er svo vandur að virð­ingu sinni.

Hel­vítis rík­is­stjórnin sem hann fékk fyrst ekki að vera hluti af og hafn­aði síðan sæti í af því að honum var farið að finn­ast svo gaman að vera for­seti. Alltaf þurfa allir að eyði­leggja allt! Hann gæti snúið þennan Gunnar Braga úr háls­liðnum eins og hvern annan lunda – en hann ætlar ekki að gera það vegna þess að hann er þing­for­seti og vandur að virð­ingu sinni.

Hann langar minna en ekki neitt í Evr­ópu­sam­bandið en nú er honum skapi næst að teika bara Ragn­heiði Rík­harðs­dóttur í mál­flutn­ingi til þess eins að sýna þessum ístöðu­lausa Stjörnu­strák úr Garða­bænum hvað ger­ist ef hann kemur þing­for­set­anum í svona kland­ur, en svo­leiðis gera ekki menn sem eru vandir að virð­ingu sinni.

Glötuð sjálfs­virð­ingTa­landi um virð­ingu þings­ins – og virð­ingu fyrir íslenskum stjórn­málum og stjórn­sýslu yfir­leitt. Hún er lít­il. Það sýna mæl­ing­ar.

Í vik­unni náðum við svo þeim áfanga með Matorku­mál­inu í Grinda­vík að Jóni Gunn­ars­syni blöskr­uðu hagsmunatengsl

Í veislu ætl­aðri þing­mönnum þjóð­ar­innar gerir for­seti Íslands lítið úr þeim – talar til þeirra eins og óvita og hæð­ist að þeim – og bætir um betur með því að gera lítið úr fyr­ir­bær­inu þings­á­lykt­un, eins og það sé bara hvert annað tildur og húm­búkk, ekk­ert hafi gildi nema það heiti lög og hann geti synjað því stað­fest­ing­ar.

Við erum komin á þann stað að orð­var­asti stjórn­mála­maður síð­ari tíma, Þor­steinn Páls­son, segir engu lík­ara en að utan­rík­is­málum þjóð­ar­innar hafi verið útvi­stað til leik­skóla­barna (fyr­ir­sjá­an­leg­ustu við­brögð vik­unnar voru að leik­skóla­kenn­arar skyldu móðg­ast við þetta).

Í vik­unni náðum við svo þeim áfanga með Matorku­mál­inu í Grinda­vík að Jóni Gunn­ars­syni blöskr­uðu hags­muna­tengsl – mann­inum sem framan af þing­manns­ferl­inum hafði fyrst og fremst áhuga á að tala um og liðka fyrir hval­veið­um, enda sonur hans for­maður félags hrefnu­veiði­manna.

Og í Kast­ljósi í gær sagði utan­rík­is­ráð­herra loks­ins berum orðum af hverju rík­is­stjórnin ákvað að reyna að slíta aðild­ar­við­ræð­unum við Evr­ópu­sam­bandið end­an­lega með einu litlu bréfi í stað þess að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um við­ræðu­slit í annað sinn:

„Hver er mun­ur­inn á því að fara með málið inn í þing­ið, þar sem það er þaul­rætt, vit­andi það til dæmis að málið yrði tekið í gísl­ingu, eða þá að klára það með þessum hætti, sem er heim­ilt [...]?“

Þá vitum við það sem við vissum svo sem fyr­ir: þetta var gert af ótta við að Alþingi tæki málið ann­ars „í gísl­ing­u“. Rík­is­stjórn Íslands kýs að fara hjá­leiðir sem hún veit ekki einu sinni hvort eru færar til þess eins að losna við þing­um­ræður vegna þess að rík­is­stjórnin treystir ekki Alþingi. Það er nú aldeilis væn­legt til að auka virð­ingu þings­ins og íslenskra stjórn­mála.

Svo spyr þetta sama fólk sig af hverju hluti þjóð­ar­innar vill flýja á náðir Evr­ópu­sam­bands­ins – útvista því sem útvi­stað verður sem lengst í burt – burt frá þeim, burt úr þessu súra partíi þar sem allir eru berir að neðan og búnir að glata sjálfs­virð­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None