Fimm týpur skal forðast í fermingarveislum

Auglýsing

Hvernig væri að fara aðeins yfir nokkra fjar­skylda ætt­ingja, ætt­ingja ætt­ingja og vensla­fólk vina sem vert er að forð­ast í ferm­ing­ar­veisl­um? Þessar upp­á­komur dreifast nefni­lega yfir margra vikna tíma­bil, annað en jóla­boðin sem þjapp­ast á nokkra krefj­andi daga og svo eru þau bara búin. Ferm­ing­arnar breiða aftur á móti úr sér eins og maura­her­deild í laut­ar­ferð, taka á eins og plástur sem rif­inn er löt­ur­hægt af loðnum hand­legg og eru óút­reikn­an­leg­ar, áranum hættu­legri en rúss­nesk rúl­letta, því þú veist aldrei hvern þú gætir hitt. Við getum litið á þetta sem eins­konar víg­völl...­með páska­skrauti.

Ég er ekki karl­remba, en...



Byrjum á klass­ísku karl­rembunni. Þið vitið hvaða vit­leys­ing ég er að tala um krakk­ar. Gaur­inn sem tekur það fram að hann sé algjör­lega „fyrir jafn­rétti kynj­anna” á meðan hann horfir í kringum sig, hlær tauga­veikl­un­ar­hlátri og slengir tómum kaffi­bolla í átt að næstu konu. Þetta er sami mað­ur­inn og kemur með hina sígildu og mjög svo bælandi athuga­semd um að kona eigi ekki að vera svona „við­kvæm” og þurfi að „róa sig” ef hún dirf­ist hækka róm­inn þegar hún tekur þátt í umræðum um eitt­hvað annað en veit­ing­arnar á hlað­borð­inu. Þetta er hressi frænd­inn sem finnur sig knú­inn til að segj­ast að fyrra­bragði ekk­ert vera á móti konum enda hafi hann unnið með konu og það trufl­aði hann bara ekk­ert að hún væri kona. Það mik­ið. Þannig. Enda sé hann mjög mikið „fyrir jafn­rétti kynj­anna”.

Þetta er sami maður og segir við frænku sína sem nýlega hlaut styrk eða starf í einum af hinum alræmdu karla­geirum: „Það hlýtur að hafa hjálpað þér að vera kona, er það ekki?” Með massa tor­tryggnum og öfund­sjúkum tóni. Ég gæti haldið áfram í sjö klukku­tíma en því miður þá höfum við ekki tíma til að nema rétt svo skrapa yfir­borðið hérna svo við skulum halda áfram.

Ég er svo kald­hæð­inn



Eins og við vitum þá er fátt ókald­hæðn­ara en að segjast einmitt vera kald­hæð­in. Fólk sem segir svo­leiðis myndi ekki vita hvað kald­hæðni væri þó hún stykki upp úr kló­sett­inu og gleypti það.

Þetta fólk stendur upp til hópa tómt til augn­anna og mis­skilur Hafn­ar­fjarð­ar­brand­ara hjá fjög­urra ára syst­ur­syni ferm­ing­ar­barns­ins sem flytur skemmti­at­riði í veisl­unni. Svo kemur þetta síðan sjálft kannski með ein­hvern djöfla­dólg um útlend­inga og/eða fatl­aða, ein­hvern urr­andi rak­inn dóna­skap sem skilur alla ætt­ina eftir í losti, með hök­una niður á bringu í ærandi þögn þannig að það eina sem heyr­ist er snar­kið í ost­inum á heita asp­as­brauð­rétt­in­um. Og þá heyr­ist: „Hvað? Ég er bara svona kald­hæð­inn, hehe”. Nei, þú ert ekki kald­hæð­inn. Þú ert dóni.

Auglýsing

Ég er ekki lyg­ari, ég lofa



Þegar staðið er í bið­röð­inni á kló­settið er ekki er annað hægt en að hafa gaman af þessum sem seg­ist vera heið­ar­leg­ur. Úr hæfi­legri fjar­lægð samt. Og líttu ekki af vesk­inu þínu á meðan í röð­inni. Þetta er sá sem tekur það fram af fyrra bragði að hann hafi sko aldrei svindlað á nokk­urri mann­eskju og eyðir síðan næstu klukku­stund af lífi þínu í að rifja upp þegar hann snéri við eftir Bón­us­ferð á Þor­láks­messu því hann sá á striml­inum þegar heim var komið að hann var ekki rukk­aður um átt­unda pok­ann. Því hann er svo HEIЭAR­LEG­UR.

Ef tími gefst til seg­ist hann bara ekki getað hlustað á fréttir í dag því það sé svo mikið ógeð í gangi í sam­fé­lag­inu og þetta hafi allt snar­versnað eftir hrun. Heil­inn bara meng­ist við að hlusta á skít­lega eðlið sem veður uppi í póli­tík­inni og víð­ar. Engum kemur á óvart þegar veislu­hald­arar hvísla því að þeim að við­kom­andi fjar­skyldur frændi, sem varð að bjóða í ferm­ing­una því ann­ars yrði mamma hans háöldruð svo sár, leigi út gam­alt vöru­hús í verk­smiðju­hverfi í úthverfi Reykja­víkur til fjöl­skyldna frá Aust­ur-­Evr­ópu.

Matar­æðisperr­inn



Hlað­borðið er oft ákveðið frið­helgi í þessum veislum þar sem fólk sam­ein­ast í mjög svo nauð­syn­legu áti eftir vand­ræða­leg sam­töl og enn vand­ræða­legri þagn­ir. En Adam var ekki lengi í para­dís börnin góð því oft má finna ákveðna mann­gerð í kall­færi við kræs­ing­arnar og hún er einmitt sú sem „passar upp á matar­æð­ið”. Hún bloggar gjarnan um allt sem er hollt og snið­ugt og dásam­lega grænt og græð­andi og mundi ekki borða svo mikið sem eina sveitta rækju á svona hlað­borði þó líf hennar og alls sem er líf­rænt lægi við.

Nú væri þetta allt saman gott og blessað (meiri matur fyrir okkur hin, oink oink) en nei nei. Sjálf­hverfan í sam­bandi við mat­inn er á því stigi að hún finnur sig knúna til að öskra boð­skap græna lífstíls­ins yfir fer­metran af brauðtert­unni og sund­laug­ar­innar af súr­sætu sós­unni (sem fylgir rækj­un­um). Þannig eyði­leggur hún allt átið fyrir lið­inu sem veit hvað það er að lifa. En á mjög passive aggressive hátt: „Jú jú, auð­vitað má alveg leyfa sér smá sósu og svindla aðeins og borða örlítið mæj­ónes en ég kýs bara að sleppa þessu alveg. Ég er búin að hreinsa mig svo vel að ég fæ haus­verk við að borða eitt ritzkex núorð­ið! Þetta er ekk­ert mál þegar maður byrjar á þessu og bara svo nauð­syn­legt ef maður raun­veru­lega vill lifa lengur en til sex­tugs.”

Name-­dropp­ar­inn



Hjá þess­ari týpu heitir engin mann­eskja bara einu nafni heldur fylgir föð­ur­nafn með OG tit­ill. Og það er aldrei minnst á neinn sem ekki er frægur eða að minnsta kosti þekkt­ur. Það sem síðan ærir úr manni lifur í þessu er sú stað­reynd að ferm­ingar eru full­kom­inn vett­vangur fyrir þetta fólk því það fellur alltaf ein­hver vel­mein­andi ætt­ingi fyrir þessu gólandi monti og spyr: „Bíddu ha, hvernig þekkir þú Ladda?” Þá kemur í seið­andi rólegri röddu (na­me-­dropp­ar­inn er aldrei æst­ur): „Við Þór­hallur þekkj­umst mjög vel. Hann leitar mikið til mín. Úpps, sé mis­sed call frá hon­um, hafið mig afsak­aða”.

Þeg­ar  búið er að telja upp allar mögu­legar mann­eskjur frá Ólafi Ragn­ari upp í Leoncie eru merkja­vör­urnar teknar fyr­ir: „Nei takk, ekki rifs­berja­gelé fyrir mig, ég þori ekki, Chan­el-bux­urnar mega víst bara fara í hreinsun á Sand­er­son hót­el­inu í London, geð­veikt ves­en, haha!” Og svo: „Fer ekki út næst fyrr en  eftir þrjár vik­ur, er að bil­ast á þessu skeri, svo glatað veð­ur, haha!” og svo: „Saga Class hjá Icelandair er djók við hlið­ina á stóru flug­fé­lög­un­um, en maður hefur víst ekk­ert val.”

Svo, alla vega. Við höfum ekk­ert val. Nú er bara að herða upp hug­ann, stinga höfði undir hand­legg­inn, kom­ast í gegnum þetta, knúsa ferm­ing­ar­barn­ið, fá sér vel af hlað­borð­inu og reyna, í guðs almátt­ugs bæn­um, að lifa þetta af.

Ó, ég gleymdi einni teg­und: Tuð­ar­an­um. Þú finnur hann úti í horni á trúnói með mér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None