Auglýsing

Af öllu sem ég ótt­ast er ég hræddastur við tvennt: Að fljúga og fá gubbupest. Ég er búinn að rekja þessar fób­íur til tveggja ein­stakra atburða sem mörk­uðu djúp spor í sál­ar­líf mitt.

Sá fyrri átti sér stað þegar ég var átján ára í flug­vél á leið heim úr illa ígrund­aðri tveggja vikna ömurð­ar­ferð til Benidorm. Ég sat full­kom­lega serótóníntæmdur í glugga­sæti vél­ar­innar þegar ég tók eftir því að vatn lak með­fram glugg­an­um. Nú er ég eng­inn verk­fræð­ingur en ég vissi samt að 800 tonna stál­hólkur á 900 km hraða ætti lík­lega að halda vatni, þannig að ég kall­aði á flug­þjón og spurði hann hvort þetta væri alveg eðli­legt. Sá ungi maður virti fyrir sér vatns­traum­inn í hálfa sek­úndu, yppti öxlum og mælti orð sem óma enn í martröðum mín­um: „Ég veit það ekki, en þetta hlýtur að verða allt í lag­i.“

Rest­ina af flug­inu sat ég náföl­ur, með hvítherpta hnúa utan um sitt­hvorn sæt­is­arm­inn og augun upp­glennt eins og það væri verið að skjóta mér út í geim og beið eftir því óum­flýj­an­lega and­ar­taki þegar vélin mundi loks­ins lið­ast í sundur og það síð­asta sem ég sæi væri flug­þjónn­inn, enn ypp­andi öxl­um, svíf­andi út í him­in­blátt tómið. Það eina sem ég gat hugsað um var bara að kom­ast lif­andi frá þessu svo að ég gæti faðmað for­eldra mína.

Auglýsing

­Seinni upp­lifunin var á hót­eli á Aust­ur­landi, þangað sem ég hafði flúið sam­bands­slit eitt sum­arið eins og dul­ar­full per­sóna úr bens­ín­stöðv­arást­ar­sögu.

Seinni upp­lifunin var á hót­eli á Aust­ur­landi, þangað sem ég hafði flúið sam­bands­slit eitt sum­arið eins og dul­ar­full per­sóna úr bens­ín­stöðv­arást­ar­sögu. Rómans­inn rann þó af upp­lifun­inni þegar ég vakn­aði eina nótt­ina í svita­baði eftir að hafa gætt mér á for­láta sviknum héra kvöldið áður. Mér tókst að skríða fram á kló­sett­ið. Þar ældi ég. Og hvort ég ældi. Ég ældi og ældi. Ældi svo mikið að ég náði varla að sturta niður á milli. Ældi hraðar en ég gat drukkið vatn á milli. Ældi þangað til ég heyrði ekki lengur í sjálfum mér æla, heldur bara hátíðn­isuð. Ældi þangað til það var bók­staf­lega ekk­ert eftir í lík­am­anum á mér. Á þeim tíma­punkti var ég ekki einu sinni að æla lengur heldur öskra; lá á fjórum fótum og öskr­aði á kló­settið eins og vit­stola skepna – sviptur öllu því sem áður gerði mig mann­leg­an. Átökin voru svo mikil að háræðar í báðum aug­unum á mér sprungu og þau fyllt­ust af blóði eins og í froðu­fellandi upp­vakn­ingi – eða Birni Jör­undi eftir hádegi á sunnu­degi. Það eina sem ég gat hugsað um var bara að kom­ast í bæinn til að geta faðmað for­eldra mína.

Ég hélt að ald­ur­inn væri far­inn að deyfa þennan ótta hjá mér, en svo kemur frétta­flutn­ingur síð­ustu viku og nær að taka þessar tvær nístandi ofsa­hræðslur og rækta þær saman eins og afkvæmi köngu­lóar og holu­geit­ungs. Ég geri ekk­ert annað en að ímynda mér atvikið í þess­ari flug­ferð – hvert ein­asta smá­at­riði. Þegar ég loka aug­unum sé ég ekk­ert annað – eins og vak­andi martröð. Í huga mínum gerð­ist þetta ein­hvern veg­inn svona:


Við erum stödd í flug­vél. Þetta er venju­legt, van­sælt far­þega­flug – hósti, barns­grátur og væg fret­móða sem liggur yfir öllu rým­inu. Flestum of heitt eða of kalt og eng­inn vill sessu­naut­inn sem hann fékk úthlutað – síst af öllum fjöl­skyldan sem situr við hlið­ina á hópi háværra, jakka­fata­klæddra Íslend­inga sem lykta eins og blanda af gömlum vindli og opinni Pimm’s-flösku og virð­ast vera í keppni um það hver getur öskur­hlegið hæst hver framan í ann­an. Skyndi­lega þagnar einn þeirra – hvítnar upp. Það tekur hann nokkrar til­raunir að losa belt­is­sylgj­una áður en hann rís upp á óstöð­ugum fótum og staul­ast í átt að kló­sett­inu fremst í vél­inni. Hann rykkir í hurð­ina. Læst. Rykkir samt aft­ur. Hamrar á hurð­ina með lok­uðum hnefa. Mjóróma rödd eldri manns svarar titr­andi að sal­ernið sé upp­tek­ið.

Jakkafataklæddi mað­ur­inn stendur valt­ur, ráða­laus. Hann lítur yfir far­þega­rým­ið, öll augu bein­ast að hon­um. Efstu tvær tölur skyrtunnar eru opnar og bindið hangir utan um háls­inn eins og dopp­ótt silki­snara. Svita­perlurnar á efri vör­inni eru byrj­aðar að leka niður munn­vik­ið. Augun hálf­lokuð og tómleg.


Jakka­fata­klæddi mað­ur­inn stendur valt­ur, ráða­laus. Hann lítur yfir far­þega­rým­ið, öll augu bein­ast að hon­um. Efstu tvær tölur skyrtunnar eru opnar og bindið hangir utan um háls­inn eins og dopp­ótt silki­snara. Svita­perlurnar á efri vör­inni eru byrj­aðar að leka niður munn­vik­ið. Augun hálf­lokuð og tóm­leg.

Það fyrsta sem fremsta röðin heyrir er hljóð sem best væri hægt að líkja við kött að reyna að ná upp hár­bolta. Hann slær einu sinni enn veiklu­lega í sal­ern­is­hurð­ina. Sjá­öldrin víkka.

Á þessu and­ar­taki er líkt og tím­inn stöðv­ist.

Áður en að vina­legi fað­ir­inn í annarri sæta­röð nær að ýta höfði fimm ára sonar síns niður herp­ast öll líf­færi jakka­fata­klædda manns­ins sam­an. Heil­inn á honum notar síð­ustu krafta sína, sendir boð niður í þarmana sem senda boð áfram upp og eitt af öðru lok­ast hvert ein­asta op og þrýstir öllu inni­haldi upp úr mag­an­um, í gegn um vél­ind­að, upp háls­inn. Þegar í kokið er komið er of seint að aðhaf­ast neitt frek­ar.

Fyrstu vín­rauðu kekkirnir lenda á gler­aug­unum hjá virðu­lega rúllu­kraga­peysu­klædda mann­inum í sæti 1C. Hann reynir að strjúka þá af en þeir klístr­ast milli fingra hans líkt og tyggjó undir skó­sóla. Næstu á kinn grunn­skóla­kenn­ar­ans í sæti 2E og áður en fyrsta öskrið heyr­ist stendur strók­ur­inn upp úr jakka­fata­klædda mann­inum – mik­il­feng­leg sýn, í raun, hefðu aðstæð­urnar verið aðr­ar.

Þegar rauð­leiti strók­ur­inn er rétt að ná hámarks­þrýst­ingi reynir ungi jakka­fata­klæddi mað­ur­inn að taka örlögin í eigin hendur og stöðva þessa atburða­rás með því að bera hönd fyrir munn sér. Þetta er afleik­ur. Þarna mætir óstöðv­andi afl óhreyf­an­legum hlut og úr verður nátt­úru­fyr­ir­bæri sem best væri að líkja við það þegar gíf­ur­legu magni af ofsoðnum hafra­graut er hellt í gegnum þyrlu­spaða. Ham­far­ir. Hálf­meltar tægjur af djúp­steiktum kjúklinga­bita. Gul­leitur kökkur sem eitt sinn var sourcr­eam & onion-kart­öflu­flaga. Að minnsta kosti tveir lítrar af frekar ódýrri Syra­h-­þrúgu. Fyrstu fimm sæt­arað­irnar eru hjúpaðar rauðum vessa. Sköll­ótti líf­eyr­is­þeg­inn í þriðju röð lítur út eins og hann hafi skriðið út úr leg­inu á ný. Það er þögn – eins og til­komu­miklu tón­verki hafi verið að ljúka. Það eru enn rúm­lega tvær klukku­stundir eftir af flug­inu.


Was­hington. Ungi jakka­fata­klæddi mað­ur­inn er löngu lagstur í aft­ur­sæti bíla­leigu­bíls og hugsar bara um að faðma for­eldra sína á Íslandi. Á meðan situr Vil­hjálmur Bjarna­son undir stýri og veltir fyrir sér hvort hann eigi að stöðva á bens­ín­stöð til að spúla hann eða skilja hann bara eftir í veg­kant­inum ein­hver­staðar við flug­völl­inn.

Ísland. Flug­vélin komin heim. Inn í far­þega­rýmið stígur starfs­maður flug­fé­lags­ins vopn­aður engu nema skúr­ing­ar­fötu og hug­rekk­inu. Lyktin yfir­gnæfir enn far­þega­rýmið og smýgur í gegn um and­lits­grímuna. Sem hann ham­ast á gólf­teppi vél­ar­innar með votum svampi veltir hann fyrir sér hvort það þurfi í alvöru að virkja Þjórs­ár­ver til að hægt sé að borga honum 40.000 krónum meira á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði