Fótósjopp framboðið

Auglýsing

Ég ætla að biðja mann­inn sem fótó­sjopp­aði Hall­dór Hall­dórs­son á heil­síðu aug­lýs­ingu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík um að vin­sam­leg­ast hætta því, eða að minnsta kosti fara ekki jafn miklum ham­förum á for­rit­inu næst þegar hann fær ljós­mynd af mann­inum í hend­urn­ar. Ég hef hitt Hall­dór Hall­dórs­son í eigin per­sónu, hann er kraft­mik­ill, mynd­ar­legur og sjar­mer­andi mað­ur. Að krukka í lit­ar­hafti hans, und­ir­höku og húð í tölvu­for­riti er því ekki bara óþarfi, það er dóna­skap­ur. Dóna­skapur við Hall­dór, dóna­skapur við hans nánustu, en umfram allt dóna­skapur við kjós­end­ur.

Ljúgum okkur inn á kjós­endurÁ hvaða tíma­punkti fór Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að trúa því að allir fram­bjóð­endur hans yrðu að líta út eins og Bjarni Bene­dikts­­son til þess að telj­ast fram­bæri­leg­ir? Þetta eru ein­hver ný sann­indi því Davíð Odds­son leit út eins og Gilitrutt allan sinn stjórn­mála­feril og þá farn­að­ist flokknum einna best.

Þetta er hluti af stærra vanda­máli. Stærri villu sem til­heyrir þessum gömlu stjórn­mál­um. Þetta er „ljúgum okkur inn á kjós­end­ur“-­stefnan og hún er algjör­lega óþol­andi. Ef það er eit­hvað sem Jón Gnarr og Besti flokk­ur­inn hefur kennt okkur þá er það að ein­lægnin er ofar öllu. Þeir sjálf­stæði­menn í borg­ar­málum sem fött­uðu það líka, þeim var bolað út.

Öll þessi kosn­inga­bar­átta Sjálf­stæð­is­flokks­ins er fótó­sjopp-rúnk frá A-Ö. Eins og þetta stór­und­ar­lega upp­hlaup í kringum árs­skýrslu borg­ar­innar í vik­unni, sem var eitt­hvert mesta #struggle sem ég hef séð.

almennt_01_05_2014

Skila­boðin sem er verið að selja kjós­endum eru ein­föld. Núver­andi meiri­hluti er sam­an­settur af trúðum og komm­ún­istum og þeir kunna ekki að fara með pen­inga. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kann að fara með pen­inga. Þetta er fynd­ið, í alvöru. Ekk­ert í Íslands­­­sög­unni neins staðar bendir á nokkurn hátt til þess að sjálf­stæð­is­menn kunni að fara með pen­inga. Þó svo að þeir aðhyllist kap­ít­al­isma er þetta heldur glatað sam­an­safn af kap­ít­alist­um. Eins konar áhuga­manna­fé­lag, þar sem menn hafa svona yfir­leitt ekki tekið þátt í neinum fyr­ir­tækja­rekstri á frjálsum mark­aði. En hafi þeir ein­hvern tíma gert það hafa þeir yfir­leitt þurft að gera grein fyrir þeim afskiptum fyrir dóm­stólum á ein­hverjum tíma­punkti.

Auglýsing

IMG_3277

Svo rosa­lega mikið strögglSvo byrja ein­hver vatns­þynnt slag­orð sem eru samin á litlum sellu­fund­um. „Nú­ver­andi meiri­hluti hefur hækkað skuldir Reykja­vík­ur­borgar um 15 millj­ónir á dag síðan hann tók við.“ Veistu, ef við værum í stríði, þá væri mað­ur­inn sem reikn­aði þetta út tek­inn á bak við hús og aflíf­að­ur.

Er þetta virki­lega umræða sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill fara í? 16 millj­arða skulda­aukn­ing, en þar af eru 12 millj­arðar lán til Orku­veit­unnar sem er alfarið á ykkar ábyrgð. Hvernig er hægt að fótó­sjoppa sig frá þessu?

Ég átti í ein­hvers konar umræðu um þetta á Twitter við tvo af fram­bjóð­endum D-lista, þær Hildi Sverr­is­dóttur og Áslaugu Frið­riks­dótt­ur. Sjón er sögu rík­ari.

Hildur Sverr­is­dóttir @hild­ursverris

Nú­ver­andi meiri­hluti hefur aukið skuldir borg­ar­innar um 15 millj­ónir á hverjum degi allt kjör­tíma­bil­ið. Það er ein Hofs­valla­gata á dag. #xd

Hall­dór Hall­dórs­son @DNA­DORI

@hild­ursverris það er líka lýð­skrum­andi ein­földun á mál­un­um. #struggle

Hildur Sverr­is­dóttir @hild­ursverris

@DNA­DORI Það má vel vera. En það má líka alveg setja tölur í sam­hengi til að spyrna við land­lægu fjár­mála­ólæsi.

Áslaug Frið­riksd @aslaugf

@hild­ursverris @DNA­DORI Það getur verið sárt að skilja sann­leik­ann!

Gróf ein­földun á þessum sam­skiptum er svona:

Hildur

Trúðar og komm­ún­istar eyða pen­ingum ykkar í vit­leysu.

Hall­dór

Það er ekki rétt.

Hildur

Ég veit það. En það eru hvort eð er allir svo heimsk­ir.

Áslaug

Fokk­aðu þér feita svín!

Þetta er allt svo örvænt­ing­ar­fullt. Þetta er svo rosa­lega mikið ströggl. Þrír mið­aldra karlar í efstu sæt­un­um, ber­sýni­leg óein­ing innan flokks­ins um stærstu stefnu­mál. Odd­viti sem maður á rosa­lega bágt með að trúa að gráti og blæði fyrir hag Reyk­vík­inga. Fyrr­ver­andi von­ar­stjarna flokks­ins fyllir sam­fé­lags­miðla af leyndum áróðri gegn flokkn­um. (GMB – Kjósið þann sem elskar RVK.) Er virki­lega ein­hver sem hugs­ar: „Já, já, þetta er ekk­ert sem kvikk fundur á aug­lýs­inga­stofu, starfs­dagur og fótó­sjopp lagar ekki.“ Flokk­ur­inn hefur aldrei mælst jafn illa í skoð­ana­könn­un­um, eðli­lega. Mér finnst hann samt vera með óhugn­an­lega mikið fylgi miðað við hvað þetta er hrika­legt #struggle.

Einn góðan veð­ur­dag hækkum við í græj­unumMikið er ég samt feg­inn að Guðni Ágústs­son fór ekki fram. Ekki af því þetta var Guðni; ég fíla Guðna. En Guðni er 65 ára gam­all og 65 ára gamlir menn eiga ekki að ráða neinu nema því hvað þeir fá í kvöld­mat.

Og síst af öllu eiga þeir að hafa skoðun á hlutum eins og ESB, flug­vell­inum og krón­unni. Þetta bara kemur ekki gömlum körlum við.

Einn góðan veð­ur­dag munu allir þessir gömlu valda­sjúku kalda­stríðskar­lar hverfa ofan í rykið og þá getum við hækkað í græj­unum og haft gam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None