Auglýsing

Nei, ekki Sig­urður Ingi.

Síðan Sig­mundur Davíð hrakt­ist út úr Háskóla­bíói með ótal hrífur í bak­inu hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gengið í gegnum aðdá­un­ar­verða ímynd­ar­end­ur­upp­bygg­ingu. Ára­tugir af því að vera þekktur sem tæki­fær­is­sinn­aður sjálftöku­flokkur sem hefði þá helstu stefnu að vera í rík­is­stjórn, og þá helst með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, breytt­ist í að vera tæki­fær­is­sinn­aður sjálftöku­flokkur sem hefur þá helstu stefnu að vera í rík­is­stjórn, helst með Sjálf­stæð­is­flokknum en núna með alþýð­legu yfir­bragði. Sig­urður Ingi er nefni­lega svo almenni­leg­ur. Hefur svona hlý­lega frænda-orku. Þið vitið hvernig frænda ég er að tala um; frænd­inn sem allir krakk­arnir hlakka til að hitta í fjöl­skyldu­boð­un­um. Hlær hátt, segir skemmti­legar sög­ur, tekur mann í bónda­beygju og gaukar að manni volgum 500 króna seðli sem hann dregur upp úr rassvas­an­um. Allir elska þennan frænda.

Öll ímynd­ar­upp­bygg­ing Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur svo verið smíðuð í kringum þessa orku. Hvernig væri bara að hætta að ríf­ast? Hætta að vera með svona mikið ves­en? Hvernig væri að prófa að hætta að vera með svona sterkar skoð­anir og vera í stað­inn bara með enga skoð­un? Er það ekki bara best? Getum við ekki öll verið sam­mála um það?

Þessi þægi­lega öfga­lausu skila­boð höfð­uðu skilj­an­lega sterkt til lang­þreyttrar þjóðar sem er búin að standa í föllnum rík­is­stjórn­um, spill­ing­ar­málum og tveggja ára heims­far­aldri. Við skulum ekk­ert vera að ríf­ast um Evr­ópu­sam­band­ið, stjórn­ar­skrá eða viða­mikil efna­hags­mál. Þurfum ekk­ert að fara í ein­hverjar útdauðar skot­grafir hægri- og vinstri­mennsku. Skulum bara vera nett og slök og pæla ekk­ert of mikið í hlut­un­um. Já takk gjörið þið svo vel má ég kjósa ykkur tvisvar? 

Auglýsing
Og með þessu varð Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn næst­stærsti stjórn­mála­flokkur á Íslandi. Aft­ur. Þetta er að mörgu leyti ónátt­úru­leg staða; hrúð­ur­karl­inn sem er vanur að festa sig við aðrar stærri, vin­sælli líf­verur er orð­inn svo stór að haus­inn er bara orð­inn einn stór talandi hrúð­ur­karl. Ég veit ekki alveg hvert þessi sam­lík­ing er að fara, en punkt­ur­inn er kannski sá að popúl­ism­inn virð­ist alltaf ýta Fram­sókn­ar­flokknum upp á ákveð­inn stall áður en hann hrynur aftur til jarðar að lokum og ferlið end­ur­tekur sig að eilífu um alla tíð, og hveiti­brauðs­dögum þess­arar útgáfu Fram­sóknar gæti verið að ljúka nún­a. 

Það byrj­uðu kannski að koma smá sprungur strax og Lilja Dögg Alfreðs­dóttir braut jafn­rétt­islög við ráðn­ingu ráðu­neyt­is­stjóra og ákvað að besti kost­ur­inn í þeirri stöðu væri að höfða mál gegn brota­þola sínum á kostnað skatt­greið­enda, sem hún tap­aði svo líka. Það kom ekki nógu vel út. Willum Þór ákvað að kasta frá sér mögu­leik­anum á að verða eini fram­sýni ráð­herra í sögu Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar hann hætti við frum­varp um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta og ákvað í stað­inn að stofna starfs­hóp um mál­ið, sem þýðir á stjórn­mála­manna­máli; „Ég vil aldrei heyra um þetta mál aftur svo lengi sem ég lifi”. Þar virð­ist engu breyta öll reynsla allra sér­fræð­inga í með­ferð og úrræðum við fíkni­sjúk­dómum þar sem allar rann­sóknir sýna að ekk­ert sam­band er á milli refs­inga og neyslu. En á meðan þessir fúnu, hræddu aft­ur­halds­seggir reyna að lesa í telaufin sín í ein­hverri ryk­fall­inni nefnd heldur Ísland áfram að setja sjúk­linga í fang­elsi.

Í borg­inni eru svo til­raunir til þess að reyna að blása ein­hverju smá lífi í hræið sem „Fram­sókn og Flug­vall­ar­vin­ir” skildu eftir sig; fyrst með því að reyna að fá vin­sælan, sjar­mer­andi hand­bolta­mark­mann í odd­vit­ann, og þegar það skor­aði ekki alveg nógu hátt var feng­inn vin­sæll, sjar­mer­andi fjöl­miðla­maður í stað­inn. Báðir áttu þeir sam­eig­in­legt að eng­inn veit fyrir hvað þeir standa í póli­tík, hvaða hug­sjónir þeir hafa eða sann­fær­ingu. Full­kom­ið. Alveg eins og það á að vera.

Það var svo nýaf­staðið Bún­að­ar­þing sem var kannski óvart mest afhjúp­andi. Það virð­ist almennt hafa verið frekar erfið stemn­ing þarna þar sem fólk vildi ekki faðmast, sem ég skil reyndar vel, maður hélt að þetta blæti fólks fyrir því að faðma hálf­ó­kunn­ugt fólk í tíma og ótíma hefði dáið í heims­far­aldr­in­um, en bændur virð­ast vera óþægi­lega fast­heldn­ir. 

Auglýsing
Atburðarásin í kringum seinna atvikið er heldur óljós­ari, lík­lega vegna þess að nærri mið­nætti var kom­inn stækur hesta­manna­móts-vín­andi yfir eft­irpar­tíið og ein­hvern veg­inn atvikast það þannig að það eigi að taka ein­hvers­konar ljós­mynd þar sem Sig­urður Ingi á að halda á fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eins og á ein­hverri alm­an­aks­mynd frá 6. ára­tugn­um. Þetta í sjálfu sér hljóma eins og óheppi­legar og óskyn­sam­legar aðstæð­ur. Það eru svo ummælin sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins lætur hafa eftir sér sem eru verst. Ég ætla ekki að hafa þau eftir hér enda lík­lega allir búnir að lesa þau nú þeg­ar.

Það er nefni­lega þannig með hressa frænd­ann að stundum varir fjöl­skyldu­boðið aðeins of lengi og þegar hann er búinn að fá sér 7-8 stórar dósir af Vík­ing Sterkum fara fing­urnir að þrútna í kringum þum­al­hring­inn og flag­ara­klút­ur­inn að losna frá háls­inum og þá hallar hann sér upp að manni með rautt nefið og segir manni ein­hverjar lífs­skoð­anir sem passa alls ekki inn í tíð­ar­anda líð­andi stund­ar. Hann meinar kannski ekki allt of mikið með þessu, en djúpt undir niðri er samt ein­hver dulin sann­fær­ing sem sprettur fram þegar þegar beislið losnar aðeins.

Svo rennur auð­vitað af honum og maður er búinn að fyr­ir­gefa honum þetta fyrir næsta fjöl­skyldu­boð. Mun­ur­inn er samt sá að fulli frænd­inn er vana­lega ekki for­maður næst­stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins og ráð­herra í rík­is­stjórn. Sig­urður baðst vissu­lega afsök­un­ar, reyndar eftir að aðstoð­ar­maður hans hafði reynt að ljúga blákalt að þjóð­inni, og það á víst að vera nóg. For­sæt­is­ráð­herra predikar að við verðum að geta fyr­ir­gefið ef afsök­un­ar­beiðnin er svona ein­læg og fal­leg. En þetta snýst ekki um afsök­un­ar­beiðni, þetta snýst um til hvers við ætl­umst af æðstu ráða­mönnum þjóð­ar­inn­ar. Hvers­konar speg­ill þau eru og hvaða stand­ard við setjum þeim. Ein­hver sagði að þetta væri tæki­færi til kennslu. Að við ættum að taka Sig­urð Inga blíð­lega á hné okkar og útskýra föð­ur­lega fyrir honum hvað hvers­dags­legur ras­ismi sé. En Sig­urður Ingi er ekki gam­al­menni á hjúkr­un­ar­heim­ili sem heldur að gúttóslagur­inn hafi átt sér stað í gær, hann er ráð­herra í rík­is­stjórn sem hefur setið í fjórum ólíkum ráðu­neyt­um. Hann hefur hitt þjóð­höfð­ingja frá öllum heims­hornum og tekið þátt í stærstu ákvörð­unum þess­arar þjóðar síð­asta ára­tug­inn. Það þarf ekki að útskýra fyrir honum hvað ras­ismi sé eins og hann sé ein­hver auka­per­sóna í To Kill a Mock­ing­bird. 

Í flestum sið­uðum lýð­ræð­is­ríkjum yrðu alvar­legar afleið­ingar þegar einn af æðstu ráða­mönnum lands­ins gerð­ist sekur um að láta svona út úr sér. Ísland hefur samt hingað til ekki verið mikið í því. Er ekki bara best að reyna að bíða þetta af sér? Vona að næsti skandall komi sem fyrst svo við getum gleymt þessu.

Næst þegar við fáum tæki­færi til, er þá ekki bara best að kjósa eitt­hvað annað en þessa hug­sjóna­lausu hrúð­ur­karla þótt þeir séu klæddir upp eins og upp­á­halds frændi þinn og lykti eins og Old Spice?



Og Sig­urður Ingi, er ekki bara best að segja af sér?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði