Auglýsing

Ég er alltaf að reyna að sann­færa kærust­una mína um að kaupa sér íbúð. Það er ekki að við séum á nokkurn hátt til­búin að búa sam­an. Við erum búin að vera saman í örfáa mán­uði og rétt byrjuð að freta fyrir framan hvort ann­að, þannig að skyn­semin segir að það þurfi smá stund til við­bótar af upp­byggðu æðru­leysi til þess að vera búin undir allan hinn lík­am­lega hryll­ing­inn sem maður óum­flýj­an­lega upp­lifir í óslit­inni sam­vist.

Ég er bara að þessu því mig langar til að vera nálægt ein­hverjum sem upp­lifir til­finn­ing­una að kaupa íbúð – athöfn sem er að verða jafn sjald­gæf og íslenska geitin og lík­lega eitt­hvað sem ég mun aldrei upp­lifa á minni lífs­tíð. Ég vil því meina að ég sé eins og fátæku kon­urnar sem þvoðu fæt­urna á Mahatma Gandhi til að kom­ast í snert­ingu við æðri krafta – þótt ég sé lík­lega meira eins og litli fjár­hags­lega óábyrgi fisk­ur­inn sem sýgur sig fastan við stærri, ábyrg­ari og fyr­ir­hyggju­sam­ari fisk eða þá trúð­ur­inn sem smíð­aði vax­væng­ina á Íkarusi og skaut honum í átt að sólu.

Ég eygði samt örlitla von þegar mér var til­kynnt að múg­ur­inn hefði verið bless­aður með þeim for­rétt­indum að fá að eyða við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði sínum í útborgun á íbúð. Það von­ar­gat herpt­ist örlítið saman þegar ég komst að því að þessi gluggi væri bara opinn í fjögur ár, sem gefur mér tóm til að safna and­virði útborg­unar í vel not­aðan Opel Astra. Mín eina von er óljós minn­ing um að hafa tæmt úr nokkrum spari­baukum inn á krakka­bók hjá Bún­að­ar­bank­anum í Mjódd sum­arið ´91. Ég er eng­inn stærð­fræð­ingur en með upp­söfn­uðum vöxtum væri þessi bók lík­lega 100 millj­óna króna virði í dag ef ég bara fyndi hana – en á þessum tíma var eina sönnun inn­eignar í banka laminerað pappa­spjald sem maður geymdi undir kodd­anum sín­um.

Auglýsing

Þrír menn í kjall­ara



Þangað til ég finn banka­bók­ina eða kemst eitt­hvað áleiðis í því að fá Björgólf Thor til að afsala til mín 0,01% af eignum sínum ligg ég eins og ormur á leigu­í­búð­inni minni. Hún er reyndar bara rúm­lega 60 fer­metra kjall­ara­í­búð. Og ég deili henni með tveimur öðrum full­tíða mönn­um. Og vissu­lega er tals­verður gólf­kuldi og tækni­lega séð tvær brotnar rúð­ur. Og kannski má ekki hafa neina blöndu af elda­vél, hraðsuðukatli, ryksugu eða upp­þvotta­vél í gangi á sama tíma án þess að öryggi slái út. Svo má færa rök fyrir því að það sé alltaf fullt af köttum að koma inn og éta upp úr rusl­inu okk­ar, spreyja ein­hverju drasli úr rass­gat­inu á sér og elta rottur í garð­in­um. Svo hafa reyndar ein eða tvær lagnir gefið sig undir gólf­inu og hálf íbúðin var raf­magns­laus í nokkra mán­uði. Og vissu­lega hafa verið þrír eig­endur á meðan við höfum búið þarna, þar af einn vafa­samur gaur sem var svo vafa­samur að hann hét Jói vafa­sami í síma­skránni minni. Þrátt fyrir að stemn­ingin þarna hafi oft á tíðum verið lík­ari háa­loft­inu hjá Önnu Frank heldur en eðli­legri, sið­legri búsetu munum við lík­lega aldrei flytja þaðan því að hinn kost­ur­inn er að borga 100.000 krónur á mán­uði fyrir að hír­ast í glugga­lausum bíl­skúr í Kór­a­hverf­inu sem ein­hverjir sið­leys­ingjar kalla leigu­í­búð til að lokka þangað inn örvænt­ing­ar­fulla háskóla­nema eins og nornir sem nær­ast á náms­lánum í sós­í­al­r­eal­ísku Grimm­sæv­in­týri.

Upp­safnað klöster­fökk



Náms­menn eru í frekar vondum mál­um. Það eru 800 manns á biðlista eftir stúd­enta­í­búð­um, leigu­mark­að­ur­inn er svart­hol og LÍN gerir grín að þeim. Þetta upp­safn­aða klöster­fökk er að skapa heila kyn­slóð af eilífð­ar­börnum sem geta ekki flutt að heiman og eru því föst í ein­hverju akademísku Pét­urs Pan-­syndrómi. Þetta kemur auð­vitað verst niður á for­eldrum þeirra, sem margir hverjir eru að skríða í átt að sjö­tugs­aldr­inum og ættu að vera að njóta lífs­ins; vinna í garð­in­um, end­ur­upp­götva ást­ina og jafn­vel eyða stöku stund með barna­börn­um, en eru í stað­inn enn að þvo skítugar nær­bux­ur, smyrja kæfu­sam­lokur og garga á loðin mann­börn að skilja ekki eftir hand­klæði á gólf­inu og skola mjólk­ur­­glös eftir notk­un. Á end­anum verður þetta fólk eins og dýra­garðsapar sem ekki er hægt að sleppa aftur út í nátt­úr­una sökum til­finn­inga­legs ofeld­is.

Heitasta hug­myndin sem upp hefur komið til að redda þessu er að stafla upp not­uðum vörugámum í ein­hverju ódýru verk­smiðju­hverfi, skera á þá glugga og fylla af IKEA-hús­gögn­um. Þar getur svo heil kyn­slóð dagað uppi í chic 27 fer­metra skand­in­av­ískum lík­kistum í ein­hvers konar ofmennt­un­ar-­uppa-var­sjár­gettói þar sem fang­arnir eru allir hjúpaðir í Amer­ican App­ar­el-­fötum með Mac­Book Air-­tölv­ur.

Þegar ég var að væla yfir þessu órétt­læti um dag­inn var ég spurður af hverju ég gerði ekki eins og fólk gerði áður og legði ein­fald­lega pen­inga fyr­ir. Hvernig á ég að geta lagt fyrir þegar ég þarf að greiða af kredit­korti, tveimur rað­greiðslu­samn­ing­um, ljós­leið­ara­boxi, net­þjón­ustu, lík­ams­rækt­ar­korti, strætókorti, Spotify Prem­i­um-að­gangi, Net­fl­ix, Drop­box pro, lén­inu hrafnjons­son.com (sem ég upp­færði síð­ast 2011) og reglu­legum greiðslum inn á skulda­bréfið sem ég skuld­breytti yfir­drætt­inum mínum í fyrir nokkrum árum? Þetta er ekki vinn­andi veg­ur.

Milli­stéttin er að leys­ast upp, fremja sjálfs­morð. Dýrasta kyn­slóð sög­unnar á ekki neitt. Gjáin verður svo mikil að eftir nokkur ár verður eina leiðin fyrir okkur til að eign­ast kjall­ara­í­búð að berj­ast til dauða um hana í hung­ur­leikum yfir­stétt­ar­innar á meðan tan­aðir og túberaðir Ægi­síð­u­vest­ur­bæ­ingar horfa á og láta létt­klædda vika­pilta mata sig með tein­grill­uðum Mela­búð­ar­kjúklinga­lær­um. Ég vona bara að Björgólfur skrifi mér til baka.

Svo verður þessi Hanna Birna að fara að segja af sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None