Auglýsing

Gunnar Bragi var næstum slopp­inn fyrir horn. Það var eng­inn að pæla í honum leng­ur. Hann hafði tíst til stuðn­ings Palest­ínu­mönnum og sett mildi­lega ofan í við Pútín þrátt fyrir að það hafi ábyggi­lega illa sam­rýmst norð­ur­slóða­­á­ætl­unum helsta bak­hjarls Fram­sókn­ar­flokks­ins. Var Gunnar Bragi kannski allur að braggast? Var hann jafn­vel far­inn að rifja upp aust­an­tjald­skafl­ana í grunn­skóla­landa­fræð­inni? Ætl­aði hann að reka af sér slyðru­orðið fyrir fullt og fast? Það lá við að maður hefði trú á því.

Svo skip­aði hann tvo sendi­herra.

Það hall­æris­leg­asta var ekki að þeir væru póli­tískt skip­að­ir. Það var í takti við annað að hverfa sex ár aftur í tím­ann í þeim málum – nokkrum mán­uðum aftur fyrir hrun. Auk þess eru menn­irnir sem fengu veg­tyll­una þetta sinnið eflaust fram­bæri­leg­ustu sendi­herr­ar, tala ein­hver nauð­syn­leg tungu­mál, eru góðir við börnin sín, hressir eftir einn drykk, geta sagt snyrti­lega brand­ara og fara vel í mót­tök­um. Að minnsta kosti annar þeirra er meira að segja söng­elskur og gæti raulað sig blíð­lega inn í hugi og hjörtu harðsoðn­ustu diplómata í Was­hington. Eitt „Give Peace a Chance“ frá honum á tröpp­unum fyrir utan Capitol Hill og Ísra­els­menn geta gleymt því að fá fleiri fríar áfyll­ingar á vopna­búrið sitt úr þeirri átt­inni. Það versta við að akkúrat þessir karl­póli­tíkusar á miðjum aldri skuli hafa verið skip­aðir er lík­lega að það gerði Björn Val Gísla­son leið­an. Það er sorg­legt.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/1[/em­bed]

Kannski seinnaNei, það hall­æris­leg­asta er þessi til­vitnun úr Frétta­tím­anum í síð­ustu viku: „Það er alveg hár­rétt, að þetta lítur ekki vel út. Við erum með­vituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendi­herra­stöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utan­rík­is­þjón­ust­unni og ráðu­neyt­inu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í við­bót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“

Og: „Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendi­herra­störf kalla oft á tíðum á vinnu­tíma sem er allan sól­ar­hring­inn og gera kröfu á flutn­ings­skyldu milli landa. Það gæti verið að konur sæk­ist síður eftir þessum störf­um.“

Einmitt það.

Gunnar Bragi hefði alveg viljað bæta hlut kvenna í utan­rík­is­þjón­ust­unni. Hann veit alveg að það er þörf á því. Hann bara gerði það ekki. Ekki núna. Kannski seinna. Ef þær eru þá til í það.

Þetta svar afhjúpar ekki vondan hug utan­rík­is­ráð­herr­ans. Það afhjúpar ekki glópsku hans (og þó). Þetta svar afhjúpar aðal­lega það að Gunnar Bragi Sveins­son er valda­laus ráð­herra. Hann skip­aði ekki þessa sendi­herra – nema þá að form­inu til. Ákvörð­unin var ann­arra, ekki hans, vegna þess að svona talar ekki maður sem tekur sína eigin sjálf­stæðu, yfir­veg­uðu ákvörð­un, stendur við hana og ver hana. Svona talar maður sem fékk afhent plagg með nöfnum og skil­aði mál­inu í höfn, án þess að svo mikið sem depla auga eða leiða hug­ann að því hvort þetta mundi kannski allt líta dálítið ankanna­­lega út. Hann er minna ráð­herra og meira bréf­­send­ill. Sendil­herra.

Það skiptir í raun engu máli hver afhenti ordr­una, hvort það var flokks­for­mað­ur­inn, for­maður sam­starfs­flokks­ins, Davíð eða Guðni eða óform­legur bak­her­berg­is­sam­ráðs­vett­vangur allra flokka nema anar­kist­anna í Pírötum sem eng­inn nennir að hafa með af því að þeir mundu leka öllum fund­ar­­gerð­unum beint á deild­u.­net. Það er í raun engin leið að vita það nema bara að leita uppi „ha? haarde og árni þór? uu...ok, er ekki annar þeirra komm­ún­isti og hinn í mála­­ferlum við okk­ur? lol, en fine by me – reynum að grafa þetta rétt fyrir versló“-SMSið af Voda­fo­ne.is þegar næsti tyrk­neski hakk­ari sýnir okkur hvað við kunnum lítið á tölv­ur.

Skip­unin gæti allt eins hafa komið af himnum ofan – það sem máli skiptir er að Gunnar Bragi fram­fylgdi henni eins og skag­firskur Móses með fangið fullt af líp­ar­íttöflum á leið niður af Tinda­stóli. Og er þá ljóst að þar fer maður sem ræður engu öðru en hvar hann fer í klipp­ingu.

Hug­myndirEn þá vitum við það líka; Gunnar Bragi Sveins­son tekur við til­lögum að sendi­herrum eins og hann sé þjarki – eins konar utan­rík­is­ráð­herrafor­rit sem maður matar á upp­lýs­ingum og treystir að skili til­ætl­aðri nið­ur­stöðu – og þess vegna eru hér að lokum nokkrar upp­á­stungur að sendi­herra­efn­um:

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir: Byrjum á því aug­ljós­asta. Hanna Birna er í klandri og vill ekki víkja á meðan ráðu­neyti hennar sætir lög­reglu­rann­sókn af því að þá tapar hún stríð­inu sem hún er búin að ákveða að hún sé í við DV, eins og Páll Vil­hjálms­son (af öllum mönn­um) benti rétti­lega á, undir röngum for­merkjum þó. Ráð­herra á hins vegar ekki að vera í stríði þótt honum finn­ist að sér sótt og þess vegna væri snjall­ast að senda Hönnu bara burt í kæl­ingu. London væri til­val­inn áfanga­stað­ur; hún gæti tekið Gísla Frey Val­dórs­son með sér og athugað hvort hann fengi ekki póli­tískt hæli hjá ekvadorskum kollega hennar eins og aðrir lekaliðar sem geta ekki um frjálst höfuð strok­ið.

Sveinn Andri Sveins­son: Mundi leysa for­víg­is­menn Við­reisnar undan þeirri kvöð að þurfa að finna sæti neð­ar­lega á lista fyrir stofn­með­lim sem er nú þegar á svarta list­anum í Boltalandi (að því gefnu að Við­reisn fari nokkurn tíma í fram­boð). Gefið honum lausa kvöld­stund með blek­penna, einn blý­stífan gin og tónik og bréfs­efni merkt utan­rík­is­þjón­ust­unni og lítið svo í hina átt­ina af gömlum vana.

Davíð Odds­son: Nýja-Delí væri fín, þar er vís­ast fullt af Vikrömum sem er hægt að rugl­ast á og kalla þá svo múlatta þegar þeir gera athuga­semd.

Marta Mar­í­a: Eins og kollegi hennar í liðnum hér að ofan er Marta smarta vel ver­seruð í kokk­teil­boða­fræðum og er búin ein­stökum hæfi­leikum til að laga sig að fram­andi aðstæð­um.

Náung­inn sem vill ekki Barna­hús í göt­una sína: Það þarf að leysa þetta mál hratt og það er best að gera það með því að flytja þann mann bara úr aug­sýn.

Þetta var ókeypis, Gunn­ar. Nú er bara að sjá hvort þetta ratar ekki beina leið í Stjórn­ar­tíð­indi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None