Auglýsing

Gunnar Bragi var næstum slopp­inn fyrir horn. Það var eng­inn að pæla í honum leng­ur. Hann hafði tíst til stuðn­ings Palest­ínu­mönnum og sett mildi­lega ofan í við Pútín þrátt fyrir að það hafi ábyggi­lega illa sam­rýmst norð­ur­slóða­­á­ætl­unum helsta bak­hjarls Fram­sókn­ar­flokks­ins. Var Gunnar Bragi kannski allur að braggast? Var hann jafn­vel far­inn að rifja upp aust­an­tjald­skafl­ana í grunn­skóla­landa­fræð­inni? Ætl­aði hann að reka af sér slyðru­orðið fyrir fullt og fast? Það lá við að maður hefði trú á því.

Svo skip­aði hann tvo sendi­herra.

Það hall­æris­leg­asta var ekki að þeir væru póli­tískt skip­að­ir. Það var í takti við annað að hverfa sex ár aftur í tím­ann í þeim málum – nokkrum mán­uðum aftur fyrir hrun. Auk þess eru menn­irnir sem fengu veg­tyll­una þetta sinnið eflaust fram­bæri­leg­ustu sendi­herr­ar, tala ein­hver nauð­syn­leg tungu­mál, eru góðir við börnin sín, hressir eftir einn drykk, geta sagt snyrti­lega brand­ara og fara vel í mót­tök­um. Að minnsta kosti annar þeirra er meira að segja söng­elskur og gæti raulað sig blíð­lega inn í hugi og hjörtu harðsoðn­ustu diplómata í Was­hington. Eitt „Give Peace a Chance“ frá honum á tröpp­unum fyrir utan Capitol Hill og Ísra­els­menn geta gleymt því að fá fleiri fríar áfyll­ingar á vopna­búrið sitt úr þeirri átt­inni. Það versta við að akkúrat þessir karl­póli­tíkusar á miðjum aldri skuli hafa verið skip­aðir er lík­lega að það gerði Björn Val Gísla­son leið­an. Það er sorg­legt.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/1[/em­bed]

Kannski seinnaNei, það hall­æris­leg­asta er þessi til­vitnun úr Frétta­tím­anum í síð­ustu viku: „Það er alveg hár­rétt, að þetta lítur ekki vel út. Við erum með­vituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendi­herra­stöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utan­rík­is­þjón­ust­unni og ráðu­neyt­inu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í við­bót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“

Og: „Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendi­herra­störf kalla oft á tíðum á vinnu­tíma sem er allan sól­ar­hring­inn og gera kröfu á flutn­ings­skyldu milli landa. Það gæti verið að konur sæk­ist síður eftir þessum störf­um.“

Einmitt það.

Gunnar Bragi hefði alveg viljað bæta hlut kvenna í utan­rík­is­þjón­ust­unni. Hann veit alveg að það er þörf á því. Hann bara gerði það ekki. Ekki núna. Kannski seinna. Ef þær eru þá til í það.

Þetta svar afhjúpar ekki vondan hug utan­rík­is­ráð­herr­ans. Það afhjúpar ekki glópsku hans (og þó). Þetta svar afhjúpar aðal­lega það að Gunnar Bragi Sveins­son er valda­laus ráð­herra. Hann skip­aði ekki þessa sendi­herra – nema þá að form­inu til. Ákvörð­unin var ann­arra, ekki hans, vegna þess að svona talar ekki maður sem tekur sína eigin sjálf­stæðu, yfir­veg­uðu ákvörð­un, stendur við hana og ver hana. Svona talar maður sem fékk afhent plagg með nöfnum og skil­aði mál­inu í höfn, án þess að svo mikið sem depla auga eða leiða hug­ann að því hvort þetta mundi kannski allt líta dálítið ankanna­­lega út. Hann er minna ráð­herra og meira bréf­­send­ill. Sendil­herra.

Það skiptir í raun engu máli hver afhenti ordr­una, hvort það var flokks­for­mað­ur­inn, for­maður sam­starfs­flokks­ins, Davíð eða Guðni eða óform­legur bak­her­berg­is­sam­ráðs­vett­vangur allra flokka nema anar­kist­anna í Pírötum sem eng­inn nennir að hafa með af því að þeir mundu leka öllum fund­ar­­gerð­unum beint á deild­u.­net. Það er í raun engin leið að vita það nema bara að leita uppi „ha? haarde og árni þór? uu...ok, er ekki annar þeirra komm­ún­isti og hinn í mála­­ferlum við okk­ur? lol, en fine by me – reynum að grafa þetta rétt fyrir versló“-SMSið af Voda­fo­ne.is þegar næsti tyrk­neski hakk­ari sýnir okkur hvað við kunnum lítið á tölv­ur.

Skip­unin gæti allt eins hafa komið af himnum ofan – það sem máli skiptir er að Gunnar Bragi fram­fylgdi henni eins og skag­firskur Móses með fangið fullt af líp­ar­íttöflum á leið niður af Tinda­stóli. Og er þá ljóst að þar fer maður sem ræður engu öðru en hvar hann fer í klipp­ingu.

Hug­myndirEn þá vitum við það líka; Gunnar Bragi Sveins­son tekur við til­lögum að sendi­herrum eins og hann sé þjarki – eins konar utan­rík­is­ráð­herrafor­rit sem maður matar á upp­lýs­ingum og treystir að skili til­ætl­aðri nið­ur­stöðu – og þess vegna eru hér að lokum nokkrar upp­á­stungur að sendi­herra­efn­um:

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir: Byrjum á því aug­ljós­asta. Hanna Birna er í klandri og vill ekki víkja á meðan ráðu­neyti hennar sætir lög­reglu­rann­sókn af því að þá tapar hún stríð­inu sem hún er búin að ákveða að hún sé í við DV, eins og Páll Vil­hjálms­son (af öllum mönn­um) benti rétti­lega á, undir röngum for­merkjum þó. Ráð­herra á hins vegar ekki að vera í stríði þótt honum finn­ist að sér sótt og þess vegna væri snjall­ast að senda Hönnu bara burt í kæl­ingu. London væri til­val­inn áfanga­stað­ur; hún gæti tekið Gísla Frey Val­dórs­son með sér og athugað hvort hann fengi ekki póli­tískt hæli hjá ekvadorskum kollega hennar eins og aðrir lekaliðar sem geta ekki um frjálst höfuð strok­ið.

Sveinn Andri Sveins­son: Mundi leysa for­víg­is­menn Við­reisnar undan þeirri kvöð að þurfa að finna sæti neð­ar­lega á lista fyrir stofn­með­lim sem er nú þegar á svarta list­anum í Boltalandi (að því gefnu að Við­reisn fari nokkurn tíma í fram­boð). Gefið honum lausa kvöld­stund með blek­penna, einn blý­stífan gin og tónik og bréfs­efni merkt utan­rík­is­þjón­ust­unni og lítið svo í hina átt­ina af gömlum vana.

Davíð Odds­son: Nýja-Delí væri fín, þar er vís­ast fullt af Vikrömum sem er hægt að rugl­ast á og kalla þá svo múlatta þegar þeir gera athuga­semd.

Marta Mar­í­a: Eins og kollegi hennar í liðnum hér að ofan er Marta smarta vel ver­seruð í kokk­teil­boða­fræðum og er búin ein­stökum hæfi­leikum til að laga sig að fram­andi aðstæð­um.

Náung­inn sem vill ekki Barna­hús í göt­una sína: Það þarf að leysa þetta mál hratt og það er best að gera það með því að flytja þann mann bara úr aug­sýn.

Þetta var ókeypis, Gunn­ar. Nú er bara að sjá hvort þetta ratar ekki beina leið í Stjórn­ar­tíð­indi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None