Auglýsing

Til er lítil rann­sókn sem sýnir fram á að það er eitt­hvað að okk­ur.

Með „okk­ur“ á ég við „okkur karla“ og rann­sókn­irnar sem skila þeirri nið­ur­stöðu skipta reyndar þús­und­um, en hér er átt við eina sér­staka sem er mjög afhjúp­andi í ein­fald­leika sín­um.

Rann­sóknin tók til not­enda eins vin­sælasta stefnu­móta­vefjar heims, sem er kannski ekki full­komn­asta úrtakið úr meng­inu „allt fólk“ en nið­ur­staðan er nógu afger­andi til að það skipti ekki máli: hún sýnir að mjög mikil fylgni er á milli ald­urs kvenna og ald­urs þeirra karla sem þær lað­ast mest að – því eldri sem konan er þeim mun eldri mönnum hrífst hún af. Í augum karla eru konur hins vegar mest aðlað­andi í útliti rétt um og eftir tví­tugt. Allra karla, sama hversu gamlir þeir eru.

Auglýsing

Það versta er að þessar upp­lýs­ingar koma lík­lega fæstum í opna skjöldu – okkur þykir þetta ekk­ert óskap­legt til­töku­mál. Þetta stað­festir bara það sem við töldum okkur vita: karlar eru soddan pervert­ar, hugsa bara með typp­inu, hugsa um kyn­líf á sjö sek­úndna fresti, miklu oftar en konur (sem er kjaftæði, hvort tveggja), vilja þær ung­ar, þurfa að vera í meta­fórískri ól svo að þeir hlaupi nú ekki út undan sér, grað­menn­in. Okkur finnst svo sem ekki vera neitt að okk­ur.

Gam­al­menna­lúkkið



Og við gerum í því að festa þessa kjaftæð­is­skekkju í sessi. Heitasta „lúkk­ið“ í dag er „dadbod“, lík­ami manna á miðjum aldri sem eru búnir að gef­ast upp á að hlaupa í sífellu af sér bumb­una – „lúkk“ sem er ekk­ert „lúkk“ heldur bara eðli­legur fylgi­fiskur þess að eld­ast nema menn eigi tíma og pen­inga og áráttu­hegðun manna eins og Skúla Mog­en­sen og Magn­úsar Scheving, „lúkk“ sem líðst bara öðru kyn­inu, ein­hverra hluta vegna – þessu eru ungu stelp­urnar að missa sig yfir, tví­tugu stelp­urnar sem karl­arnir lað­ast að, líka þegar þeir eru sex­tug­ir. En heppi­legt.

Karlar sem byrja að fá grátt í vanga upp úr tví­tugu hafa enga ástæðu til að fara á bömmer, þeir geta þvert á móti átt von á hrósi, jafnt frá konum sem körlum, fyrir að vera orðnir „silf­ur­ref­ir“ fyrir aldur fram, nán­ast eins og þeir hafi unnið í lottói. Konur sem byrja að grána fyrir fer­tugt – þess vegna fimm­tugt – geta almennt ekki búist við miklum við­brögðum enda grípa þær flestar strax til skaða­minnk­andi aðgerða eins og að byrja að lita á sér hárið af ótta við að flýta ann­ars fyrir því að upp renni dag­ur­inn sem grínist­inn Amy Schumer kall­aði síð­asta dag­inn sem þær væru kyn­lífstæk­ar.

Ástin spyr um aldur



Og allt leiðir þetta okkur loks­ins að því sem varð kveikjan að þessum pist­li, hug­taki sem er ein af hvers­dags­legri og, því meira sem maður hugsar um það, leiði­gjarn­ari birt­ing­ar­myndum patrí­ar­kís­ins: gráa fiðr­ingn­um.

Íslend­ingar eru reyndar mjög mildi­legir í nafn­gift á þessu fyr­ir­brigði. Á ensku og fleiri tungu­málum heitir eitt­hvað svipað mid­life cris­is, mið­lífskrísa, og á við bæði kyn. Danir nota sama orð en einnig orðið pani­kald­er­en, örvænt­ing­ar­ald­ur­inn. Hvort tveggja hefur heldur trist yfir­bragð en Spán­verjar ganga skref­inu lengra – þar er til fras­inn el viejo ver­de, „gamli græn­i“, sem jafn­framt getur ein­fald­lega útlagst sem „gamli perra­kall“. Það að vera mið­aldra karl og girn­ast stúlkur sem eru rétt orðnar lög­ráða heitir hins vegar hér á Íslandi eftir nota­legu spennu­til­finn­ing­unni sem maður fær í mag­ann í rús­sí­bana eða við fyrsta koss­inn.

Enda lítur sam­fé­lagið það ekki nema tak­mörk­uðu horn­auga þegar menn segja skilið við kon­una sína, sem er jafn­vel komin með jafn­mörg grá hár og þeir sjálfir og það sem væri hægt að kalla eðli­legan „mombod“-vöxt en er hins vegar ekki kallað neitt, og fara í stað­inn á fjör­urnar við korn­ungar stúlkur með dadbodið sitt að vopni; yngja upp, eins ógeðs­legur frasi og það er. Fólk ypptir öxlum og segir „hann er bara með gráa fiðr­ing­inn“ eins og þetta sé lækn­is­fræði­legt syndróm, það sé nátt­úru­lög­mál að hluti karla missi vit og ráð upp úr miðjum aldri (þegar konur fara sömu leið þykir það yfir­leitt sæta miklum tíð­ind­um).

En jafn­vel þótt það mætti skýra þessa hneigð með eðl­is­hvöt­inni þá væri það samt engin rök­semd – við leyfum þeim hvötum alla jafna ekki að stjórna ferð­inni í lífi okk­ar; býsna stór hluti af því að vera mann­eskja er að bera skyn til að hemja þær.

Ástin spyr ekki um aldur er orða­til­tæki sem ein­hver ped­ófíll­inn hefur fundið upp til að líða betur með sjálfan sig, en hún gerir það nú samt, og í til­felli okkar karl­anna getur sá aldur verið skugga­lega nálægt vel­sæm­is­mörk­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None