Mildum höggið með fræga fólkinu

Auglýsing

Mun­iði eftir stiga­gjöf­inni í Júró­visíón um síð­ustu helgi? Á eftir öllu þessu blá­ó­kunn­uga evr­ópska sjón­varps­fólki, fremj­andi hvern tísku­glæp­inn á fætur öðrum, sveif Nig­ella inn á skjá­inn á mjög krítískum tíma­punkti eins og vernd­ar­eng­ill allra sem vita hvað það er að finna til í hjart­anu og sál­inni. Með hlýju sinni, glettni og speki sam­ein­aði hún Evr­ópu þannig að öll álfan hlýtur að hafa fundið kjöt­bollu­lykt í bland við súkkulaði­kökuilm með dassi af fló­aðri kanil­mjólk. Mér leið á tíma­bili eins og hún hefði getað fært okkur heimsenda­fréttir strax á eftir bresku stig­un­um: „Korter í loft­stein kæra Evr­ópa, kyssiði börnin ykkar bless, mok­iði síð­ustu slett­unni af mæj­ósal­at­inu upp með flögu og takið svo nokkur skot (eng­inn morg­un­dagur svo engin þynn­ka).” Nig­ella þekkir okk­ur. Mér hefði ekki brugðið ef hún hefði sagt: „Og kæra Ísland, vilj­iði ekki bara sleppa þessu Júródæmi? Hér er spá­kúla og ég var að kom­ast að því að þið munuð aldrei vinna þessa keppn­i.” Þjóðin hefði lík­lega sam­ein­ast um eitt­hvað í eina skiptið í sög­unni og hætt þátt­töku í mik­illi sátt.

Væri lífið ekki gott ef þetta væri bara allt svona? Ég sæi Alec Bald­win til dæmis fyrir mér í veð­ur­frétt­un­um, rölt­andi um í jakka­fötum og lakk­skóm fyrir framan kortið af lægða­súp­unni yfir Íslandi, á fimmtu­deg­inum fyrir fyrstu helg­ina í júlí, bros­andi út í ann­að. Svo segði hann með djúpri og ögn hásri röddu: „Lægð í allt sumar krakkar og með­al­hit­inn 7 stig, en svona er þetta bara, þið þekkið þetta.” Ég mundi sætta mig við felli­byl dag­lega með þennan mann í brúnni. Komdu óveð­ur, komdu eymd, kom­iði ham­far­ir, okkur er alveg sama því Alec er með okkur í þessu.

Ég mundi síðan vilja sjá stór­vin­konu mína Kim nokkra Kar­dashian á sím­anum hjá Trygg­inga­stofn­un. Því þá, þegar vin­kona mín sem á dótt­ur­ina með hjarta­gall­ann þarf að bíða í tutt­ugu mín­útur í sím­anum eftir því að fá að vita að hún þurfi víst að bíða í enn fleiri vikur eftir því að kom­ast að því hvort og þá hvenær og hversu mikið hún fái mögu­lega í umönn­un­ar­bætur því hún getur bara unnið hálfan vinnu­dag vegna veik­inda barns­ins, getur Kim hug­hreyst hana og verið bara: „OMG, I am so sorry, let me see, I totally und­er­stand what you’re say­ing but ther­e’s not­hing I can really do.” Þið vit­ið. Smá svona kontakt og skiln­ingur og svona. Slag­ur­inn við kerfið yrði ein­hvern veg­inn aðeins minna blóð­bað með Kim á hinum enda lín­unn­ar.

Auglýsing

Og svo þegar ég las For­bes list­ann yfir „áhrifa­mesta fólk í heimi” þar sem Vla­dimir Putin sat á for­dóma­fulla aft­ur­end­anum í fyrsta sæti með 45 karla og 5 konur á eftir sér hefði verið gott að hafa eft­ir­far­andi: Meryl Streep á kant­inum að lesa list­ann upp­hátt í bundnu ljóða­formi. Hún hefði tekið langar pásur inn á milli til að and­varpa ala Hús and­anna og rétt mér svefn­pillur þegar ég hefði óskað eftir þeim af aug­ljósum ástæð­um.

Á per­sónu­legu nót­unum þá hefði ég dílað svo miklu betur við lokun McDon­alds ef Barack Obama hefði sagt mér frá þeim ótíð­indum frekar en að hafa þurft að sjá frétt­ina á ein­hverjum árans frétta­miðl­inum í óvernd­uðu umhverfi vinnu minn­ar. Og að þurfa síðan að díla við háðs­bloggin um lok­un­ina (já, þetta var á blogg­tíma­bil­inu þegar fólk var bara „heyr heyr” allan dag­inn um allar frétt­ir), mér verður flök­urt af því að rifja þetta upp. Yfir í ann­að.

Væri til dæmis ekki miklu betra að heyra það frá Bill Murray í góðum gír frekar en ráða­mönnum að staðan á hús­næð­is­mark­aðnum sé þess eðlis að „börn” þurfi senni­lega að búa í kjall­ar­anum hjá mömmu og pabba þangað til þau verða sex­tug? Við Bill gætum farið í bíltúr og fengið okkur ís á meðan hann segði mér að vanda­málið með mig væri hvað ég sé í lélegum tengslum við raun­veru­leik­ann og að fjöl­miðlar séu í raun bara að fokka mér upp. Ástandið sé bara fa-lott. Þetta sé ég. Ekki hann.

Það er þetta með skiln­ing­inn og traustið krakkar mín­ir. Lífið er nefni­lega áranum erf­ið­ara á köflum og það er bara allt í lagi að leyfa sér að hugsa: Hvernig hefði þetta allt saman getað verið huggu­legra fyrir mig?

PS. Ef keis­ara­skurði vin­konu minn­ar, sem er plan­aður vegna mik­illar áhættu­með­göngu, verður frestað vegna verk­falla vil ég að Tina Fey segi mér frá því og rétti mér svo Hlölla­bát. Og val­í­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None