Auglýsing

Ég hef ekki getað fylgst með þjóð­mála­um­ræð­unni í tæpan mánuð því ég hef verið svo lamaður af kvíða yfir því að þurfa að fara til tann­lækn­is. Nýtilfundið and­legt jafn­vægi mitt hefur víst fundið and­lag sitt í því að ég gnísti tönnum í svefni eins og feitur maður að bryðja kart­öflu­flögur á bóka­safni. Þetta sturlar sam­ferð­ar­fólk mitt svo mikið að mér hefur verið hótað því að ég þurfi að fara að sofa með ein­hvers­konar plast­góm til þess að ég geti verið í nábýli við fólk - sem er bara lít­illi skör fyrir ofan það að sofa með kæfisvefns-súr­efn­is­grímu í milli­stétt­ar-lífstíls­vanda­málapýramíd­an­um. Ég þurfti því, eftir ára­tuga far­sæla sjálfs­blekk­ingu, að bíta á nið­ursverfðan og stór­skemmdan jaxl­inn og panta tíma.

Martraðir úr æsku sóttu á



Á meðan ég sló sveittur inn núm­erið í sím­ann sóttu á mig martraðir úr æsku þar sem ég heim­sótti barnatann­lækn­inn minn, sem var í minni mínu skelfi­leg blanda af hand­loðnum bif­véla­virkja og trúðnum Penn­ywise úr IT. Ég hef aldrei þorað að spyrja elsku­legu móður mína að því hvar hún hafi fundið þennan mann - eða hvort hann hafi í raun verið alvöru tann­læknir - því að þær fáu minn­ingar sem ég hef náð að púsla saman hljóma ekki eins og atburða­rás sem á sér stað inn á við­ur­kenndri heil­brigð­is­stofnun í vest­rænu vel­ferð­ar­sam­fé­lagi.

Hátíðn­isuð og vein úr næsta her­bergi



Tíu ára, blá­eygður og klæddur í upp­á­halds mör­gæsar­peys­una mína sett­ist ég nokkuð keikur í stól­inn. Þar var ég einn í dágóða stund, en í fjarska heyrði ég hátíðn­isuð og kæfð vein. Skyndi­lega flugu upp vængja­hurðir og inn rann tann­lækn­ir­inn ríð­andi á ógn­ar­hraða á stál­kolli á hjól­um. Ég man aldrei eftir and­lit­inu á hon­um, enda var það falið bak við hlífð­ar­grímu og stækk­un­ar­gler­augu, en ég tók eftir hlut­falls­lega stórum fram­hand­leggjum sem höfðu vafa­lítið vaxið á hann við það að draga óþarf­lega margar tennur úr óþekkum börn­um.

"­Sem ég stóð svo fyrir utan, hald­andi dauða­haldi í hönd móður minn­ar, með meira silfur í tönn­unum á mér en Lil Jon, komst aðeins ein hugsun að mér: Tann­læknar eru feður allra lyga."

Hann spennti upp á mér munn­inn, muldr­aði eitt­hvað og rann svo jafn­harðan aftur út og veinin hófust á ný hinum megin við vegg­inn. Ég hafði varla tíma til að láta tvær grímur renna á mig áður en hann kom aftur spó­landi inn í stof­una, trekkti upp á mér munn­inn og byrj­aði að munda ein­hver odd­hvöss mið­alda­verk­færi. Hann virt­ist sjá skelf­ing­arglampann í aug­anu á mér því hann leit á mig og sagði: „Ekki vera hrædd­ur, ég ætla bara að skoða þig.“

Auglýsing

Tveir stólar not­aðir til myrkra­verka



Í barns­legri ein­feldni minni slak­aði ég aðeins á, eða þar til ég heyrði hátíðn­i­snún­ing­inn í bornum og nístandi sárs­auka í ódeyfðum og nýsprottnum full­orð­ins­tönn­unum mín­um. Fant­ur­inn lauk sér svo af og rúll­aði yfir í næsta her­bergi þar sem hann hélt áfram svip­uðum myrkra­verkum í munn­inum á öðru barni. Ég hef hvorki fyrr né síðar vitað um tann­lækni sem var með tvo stóla til þess eins að geta skelft tvö­falt fleiri börn á einum degi.

Sem ég stóð svo fyrir utan, hald­andi dauða­haldi í hönd móður minn­ar, með meira silfur í tönn­unum á mér en Lil Jon, komst aðeins ein hugsun að mér: Tann­læknar eru feður allra lyga. Þessi hugsun fylgdi mér næstu tíu árin eða þar til ég var við það að ljúka minni mennta­skóla­göngu. Það var um þetta leyti sem höfuð mitt var að ná fullum vexti og það kom á dag­inn að ég var með svo háþró­aða skand­in­av­íska kjálka að þeir höfðu enga þörf né pláss fyrir enda­jaxla, sem tóku þó að vaxa á hlið ein­hvers­staðar ofan í beini.

Þetta var ekki veru­leiki sem ég var til­bú­inn að takast á við þannig að ég bruddi bara tvö spjöld af íbú­feni á dag og von­aði að tenn­urnar myndu ein­hvern­vegin leys­ast upp. Það gekk þangað til að ég var orð­inn það lifr­ar­gulur af pillu­áti að móðir mín bók­staf­lega dróg mig til kjálka­skurð­lækn­is.

Sló met í magni deyfisprauta



Þar var aftur kom­inn maður sem hafði litla þol­in­mæði fyrir ofsa­hræðslu brenndra barna. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann sá mig sitja víð­eygðan og hald­andi utan um stól­armana líkt og það væri verið að skjóta mér út í geim var að gefa mér Rohypnol töflu og svona 15 deyfispraut­ur. Svo þegar kom að því að munda litlu hjól­sög­ina kom aðstoð­ar­kona inn með sjón­varps­tæki á armi sem hún stað­setti beint fyrir framan augun á mér og kveikti á mjög hátt stilltum Fri­ends þætti. Það sem eftir fylgdi var súr­r­eal­ís­kasta upp­lifun lífs míns þar sem hljóð í lít­illi bein­sög bland­að­ist saman við járn­bragð af eigin blóði við und­ur­leik hvells og inn­an­tóms dósa­hlát­urs. Svo var þessu öllu blandað saman í mjög sterkri lyfja­vímu þar sem ég vein­aði og hló til skipt­is.

Eftir aðgerð­ina sagði lækn­ir­inn mér að ég hefði slegið algjört met í magni af deyfisprautum sem til hefði þurft til að fá mig til að hætta að veina. Honum fannst það alls ekki jafn fyndið og mér.

Tíu ár liðu fram að næst­u heim­sókn til tann­læknis



Það tók önnur tíu ár af lélegri tann­hirðu, kvíða, gnísti og óhóf­legri drykkju á Pepsi Max til þess að draga mig aftur til tann­lækn­is. Í þetta skiptið mætti mér vina­leg kona sem skoð­aði munn­inn á mér, sarg­aði í burtu tann­stein, gagn­rýndi mig harð­lega fyrir lélega burst­un­ar­tækni, sagði að það þyrfti að laga fárán­lega margar tenn­ur, gaf mér tann­bursta og tók svo alla pen­ing­ana mína. Og ég gekk út alsæll. Það þurfti bara eina jákvæða upp­lifun til þess að kveða í burtu heila lífs­tíð af lam­andi ótta.

Ætli boð­skap­ur­inn með þess­ari frá­sögn sé ekki að það séu bara svona tveir glat­aðir tann­læknar þarna úti, að lang­flestir séu fag­menn sem geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að valda sem minnstum óþæg­ind­um.

Og að þú eigir að hætta að versla við MS, því ann­ars komi gamli barnatann­lækn­ir­inn minn og dragi úr þér allar tenn­urn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None