Auglýsing

Mín eft­ir­lætis­tog­streita er tog­streitan á milli blóð­heitra nátt­úru­vernd­ar­sinna og þeirra sem, þegar þannig liggur á þeim, er óskap­lega umhugað um rétt og frelsi manna til að ganga langt í nafni listar – aðal­lega vegna þess að þetta er að stórum hluta sama fólk­ið. Þetta eru núver­andi eða fyrr­ver­andi vinstri­menn sem lögðu einu sinni mikið upp úr því að vera and­borg­ara­legir og eru núna byrj­aðir að fara í sunnu­dags­bílt­úra og berjamó og hrista haus­inn þegar þeir sjá hjálm­lausa ung­linga hoppa á tor­færu­hjólum í sand­bingum en halda samt líka dauða­haldi í þá trú að þeir séu ennþá pönk­aðir og yfir með­al­lagi víð­sýn­ir, þótt þeir spyrji sig á inn­sog­inu hvað hafi eig­in­lega farið úrskeiðis í upp­eld­inu á þessum Gísla Pálma, hvort hann geti nú ekki fundið sér inni­halds­rík­ara yrk­is­efni en ólifn­að­inn á sér og hvað hafi orðið um „al­vöru“ rappið – þetta sem er núna orðið jafn­gam­alt og Pink Floyd-ka­talógur­inn var árið 1995.

Þessi orð eru ekki illa meint heldur ást­úð­lega – í alvöru – þótt ég sé ekki í hópi þeirra sem telja að síleski lista­mað­ur­inn Marco Evaristti hafi farið yfir strikið gagn­vart íslenskri nátt­úru og þjóð­ar­sál með því að lita Strokk í Hauka­dal bleikan með mat­ar­lit (hann hefði kannski frekar átt að sturta í hann 50 lítrum af iðn­að­ar­sápu til að skapa sjón­ar­spil fyrir ferða­menn­ina eins og tíðk­að­ist lengi með nágranna­hver­ina) og mér hafi fund­ist upp­á­tæki sem eignað var Júl­íusi von Bis­marck í Mývatns­sveit fyrir tveimur árum hressi­legt frekar en nokkuð ann­að.

Hvor­ugur gjörn­ing­ur­inn hreyfði hæt­is­hót við mér sem lista­verk – til þess er ég annað hvort með of skerta list­vit­und eða verkin of geld – en ég kunni að meta við­leitn­ina og ekki síst við­tök­urn­ar, því að þarna reyndi sem áður segir á mörk frjáls­lynda menn­ing­ar­svelgs­ins og lopa­klædda nátt­úru­aktí­vist­ans innra með hverjum íslenskum milli­tekju­síð­hippa. Fólk lenti í hug­mynda­fræði­legri krísu og því hef ég gaman af, ekki vegna þess að ég er skepna heldur vegna þess að það er öllum hollt að eiga slíka sam­ræðu við sjálf sig, og sam­fé­lag­inu ekki síst.

Auglýsing

Fólkið sem knýr vél­inaFólkið sem stendur tví­stíg­andi frammi fyrir val­inu á milli heil­agrar vand­læt­ingar og mis­þög­ullar bless­unar er ekki hræsnar­ar; það hefur ekki villst af hinni réttu leið sem það taldi sig vera á í fyrnd­inni: þetta fólk er á eðli­legum stað í líf­inu og ég bíð þess í ofvæni að kom­ast á hann sjálf­ur. Þetta er fólk sem er nauð­syn­legt öllum sam­fé­lög­um: fólkið sem hneyksl­ast þótt það hefði haldið sig yfir það hafið – svona fyr­ir­fram. Þarna endar það allt ein­hvern tíma nema í mesta lagi eina pró­sentið sem síðan er talið sér­lundað til dauða­dags (og er það líka eflaust sam­kvæmt skil­grein­ing­u).

Þetta er fólkið sem drífur sam­fé­lagið áfram – fólkið sem þarf að teygja á og sveigja til að hlaða upp spennu í kringum okk­ur. Það er ekk­ert unnið með því að ganga fram af þeim sem hafa verið for­pok­aðir síðan um ferm­ingu, meira að segja Erpur Eyvind­ar­son getur gert það með því einu að setja upp der­húfu og segja „mella“ nógu oft. Það er ekki fyrr en hinir súpa hveljur sem árangur getur náðst við að mjaka okkur eitt­hvert framá­við – guð má vita hvert. Og þeim þarf að rugga reglu­lega.

Með öðrum orð­um: Það er gott að storka, eða reyna það alla­vega.

„Ögrandi“ draslÞað er gott að storka og allir vildu þá Lilju kveðið hafa, til dæmis viðr­ini á borð við uppi­standar­ann Jason Rou­se, sem er vænt­an­legur hingað að „ögra“ fimmtán ára strákum og ístöðu­lausum boðs­gestum með því að segja þeim barna­nauðg­un­ar- og ras­ista­brand­ara í löngum bun­um. Um hann má hins vegar segja að þótt eng­inn efni­viður sé í eðli sínu utan vel­sæm­is­marka í með­förum góðs grín­ara, þá liggur skýrar fyrir en í til­viki lista­mann­anna fyrr­nefndu og þarf ekki lang­skólaðan krítíker til að sjá að Rouse þessi er, af eldri upp­tökum að dæma, firnaslappur náungi á þermi­stig­inu sem hefur engin völd á einu ein­asta blæ­brigði list­ar­innar sem hann leggur stund á og er síður en svo jafnögrandi og hann held­ur.

Engu að síð­ur: Veri hann vel­kom­inn til Íslands að fremja alla þá grín­list sem honum dettur í hug, það er bara von­andi að sem flestir sjái að hirð­fíflið er ekki í neinum fötum og láti hann troða upp fyrir tómum sal – þá fyrst mundi við­burð­ur­inn kannski öðl­ast ein­hvers lags list­rænt gildi.

Ef þú þolir ekki hit­ann, farðu þá úr eld­hús­inuLoks er rétt að nefna að ég sé enga ástæðu til að vor­kenna lista­mönnum þegar þeir upp­skera þær óblíðu mót­tökur sem til var sáð, hvort sem þeir þurfa að svara til saka fyrir lög­brot eða eru sví­virtir í athuga­semda­kerfum og þeim hótað líf­láti og lim­lest­ing­um. Til þess ætti leik­ur­inn að hafa verið gerð­ur, allt er þetta ómissandi hluti af sjó­inu, og þegar þeir fara að bera sig aum­lega við þær trakt­er­ing­ar, hversu van­stilltar sem þær kunna að vera, eru þeir í raun að tryggja sér sæti inn í sól­ar­lagið með ringl­uðu nátt­úru­vernd­arpönk­ur­unum á vagn­inum sem þeir ýttu sjálfir af stað.

Ég segi bara það sama og ég sagði í bús­á­halda­bylt­ing­unni þegar mót­mæl­endur spörk­uðu í óeirð­ar­skildi og þótt­ust svo vera ægi­lega hissa þegar lög­reglan spraut­aði á þá pipar­úða: ég styð þá í spark­inu og tek þátt í því þegar ég nenni fram úr sóf­anum en ég veit líka að í og með var sparkað til að fá úðann í augun og liðka þannig fyrir kaosn­um. Verði öllum að góðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None