Auglýsing

Mín eft­ir­lætis­tog­streita er tog­streitan á milli blóð­heitra nátt­úru­vernd­ar­sinna og þeirra sem, þegar þannig liggur á þeim, er óskap­lega umhugað um rétt og frelsi manna til að ganga langt í nafni listar – aðal­lega vegna þess að þetta er að stórum hluta sama fólk­ið. Þetta eru núver­andi eða fyrr­ver­andi vinstri­menn sem lögðu einu sinni mikið upp úr því að vera and­borg­ara­legir og eru núna byrj­aðir að fara í sunnu­dags­bílt­úra og berjamó og hrista haus­inn þegar þeir sjá hjálm­lausa ung­linga hoppa á tor­færu­hjólum í sand­bingum en halda samt líka dauða­haldi í þá trú að þeir séu ennþá pönk­aðir og yfir með­al­lagi víð­sýn­ir, þótt þeir spyrji sig á inn­sog­inu hvað hafi eig­in­lega farið úrskeiðis í upp­eld­inu á þessum Gísla Pálma, hvort hann geti nú ekki fundið sér inni­halds­rík­ara yrk­is­efni en ólifn­að­inn á sér og hvað hafi orðið um „al­vöru“ rappið – þetta sem er núna orðið jafn­gam­alt og Pink Floyd-ka­talógur­inn var árið 1995.

Þessi orð eru ekki illa meint heldur ást­úð­lega – í alvöru – þótt ég sé ekki í hópi þeirra sem telja að síleski lista­mað­ur­inn Marco Evaristti hafi farið yfir strikið gagn­vart íslenskri nátt­úru og þjóð­ar­sál með því að lita Strokk í Hauka­dal bleikan með mat­ar­lit (hann hefði kannski frekar átt að sturta í hann 50 lítrum af iðn­að­ar­sápu til að skapa sjón­ar­spil fyrir ferða­menn­ina eins og tíðk­að­ist lengi með nágranna­hver­ina) og mér hafi fund­ist upp­á­tæki sem eignað var Júl­íusi von Bis­marck í Mývatns­sveit fyrir tveimur árum hressi­legt frekar en nokkuð ann­að.

Hvor­ugur gjörn­ing­ur­inn hreyfði hæt­is­hót við mér sem lista­verk – til þess er ég annað hvort með of skerta list­vit­und eða verkin of geld – en ég kunni að meta við­leitn­ina og ekki síst við­tök­urn­ar, því að þarna reyndi sem áður segir á mörk frjáls­lynda menn­ing­ar­svelgs­ins og lopa­klædda nátt­úru­aktí­vist­ans innra með hverjum íslenskum milli­tekju­síð­hippa. Fólk lenti í hug­mynda­fræði­legri krísu og því hef ég gaman af, ekki vegna þess að ég er skepna heldur vegna þess að það er öllum hollt að eiga slíka sam­ræðu við sjálf sig, og sam­fé­lag­inu ekki síst.

Auglýsing

Fólkið sem knýr vél­inaFólkið sem stendur tví­stíg­andi frammi fyrir val­inu á milli heil­agrar vand­læt­ingar og mis­þög­ullar bless­unar er ekki hræsnar­ar; það hefur ekki villst af hinni réttu leið sem það taldi sig vera á í fyrnd­inni: þetta fólk er á eðli­legum stað í líf­inu og ég bíð þess í ofvæni að kom­ast á hann sjálf­ur. Þetta er fólk sem er nauð­syn­legt öllum sam­fé­lög­um: fólkið sem hneyksl­ast þótt það hefði haldið sig yfir það hafið – svona fyr­ir­fram. Þarna endar það allt ein­hvern tíma nema í mesta lagi eina pró­sentið sem síðan er talið sér­lundað til dauða­dags (og er það líka eflaust sam­kvæmt skil­grein­ing­u).

Þetta er fólkið sem drífur sam­fé­lagið áfram – fólkið sem þarf að teygja á og sveigja til að hlaða upp spennu í kringum okk­ur. Það er ekk­ert unnið með því að ganga fram af þeim sem hafa verið for­pok­aðir síðan um ferm­ingu, meira að segja Erpur Eyvind­ar­son getur gert það með því einu að setja upp der­húfu og segja „mella“ nógu oft. Það er ekki fyrr en hinir súpa hveljur sem árangur getur náðst við að mjaka okkur eitt­hvert framá­við – guð má vita hvert. Og þeim þarf að rugga reglu­lega.

Með öðrum orð­um: Það er gott að storka, eða reyna það alla­vega.

„Ögrandi“ draslÞað er gott að storka og allir vildu þá Lilju kveðið hafa, til dæmis viðr­ini á borð við uppi­standar­ann Jason Rou­se, sem er vænt­an­legur hingað að „ögra“ fimmtán ára strákum og ístöðu­lausum boðs­gestum með því að segja þeim barna­nauðg­un­ar- og ras­ista­brand­ara í löngum bun­um. Um hann má hins vegar segja að þótt eng­inn efni­viður sé í eðli sínu utan vel­sæm­is­marka í með­förum góðs grín­ara, þá liggur skýrar fyrir en í til­viki lista­mann­anna fyrr­nefndu og þarf ekki lang­skólaðan krítíker til að sjá að Rouse þessi er, af eldri upp­tökum að dæma, firnaslappur náungi á þermi­stig­inu sem hefur engin völd á einu ein­asta blæ­brigði list­ar­innar sem hann leggur stund á og er síður en svo jafnögrandi og hann held­ur.

Engu að síð­ur: Veri hann vel­kom­inn til Íslands að fremja alla þá grín­list sem honum dettur í hug, það er bara von­andi að sem flestir sjái að hirð­fíflið er ekki í neinum fötum og láti hann troða upp fyrir tómum sal – þá fyrst mundi við­burð­ur­inn kannski öðl­ast ein­hvers lags list­rænt gildi.

Ef þú þolir ekki hit­ann, farðu þá úr eld­hús­inuLoks er rétt að nefna að ég sé enga ástæðu til að vor­kenna lista­mönnum þegar þeir upp­skera þær óblíðu mót­tökur sem til var sáð, hvort sem þeir þurfa að svara til saka fyrir lög­brot eða eru sví­virtir í athuga­semda­kerfum og þeim hótað líf­láti og lim­lest­ing­um. Til þess ætti leik­ur­inn að hafa verið gerð­ur, allt er þetta ómissandi hluti af sjó­inu, og þegar þeir fara að bera sig aum­lega við þær trakt­er­ing­ar, hversu van­stilltar sem þær kunna að vera, eru þeir í raun að tryggja sér sæti inn í sól­ar­lagið með ringl­uðu nátt­úru­vernd­arpönk­ur­unum á vagn­inum sem þeir ýttu sjálfir af stað.

Ég segi bara það sama og ég sagði í bús­á­halda­bylt­ing­unni þegar mót­mæl­endur spörk­uðu í óeirð­ar­skildi og þótt­ust svo vera ægi­lega hissa þegar lög­reglan spraut­aði á þá pipar­úða: ég styð þá í spark­inu og tek þátt í því þegar ég nenni fram úr sóf­anum en ég veit líka að í og með var sparkað til að fá úðann í augun og liðka þannig fyrir kaosn­um. Verði öllum að góðu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None