Auglýsing

Ok, þannig að núna getur Jakob Frí­mann Magn­ús­son stjórnað veðr­inu. Er það alveg í lagi? Var á þann mann bæt­andi? Ég er enn að sjá JFM titl­aðan mið­borg­ar­stjóra þótt hann hafi ekki gegnt opin­berri stöðu síðan Ólafur F. sór hann inn í ein­hverri Calígúla­ískri maníu rétt fyrir hrun (hestur sem prestur og allt það). Síðan þá hefur hann í for­svari fyrir félaga­sam­tökin Mið­borgin okkar mælt göt­urnar eins og grun­sam­lega vel hár­blásin örygg­is­lög­regla og flaggað sínum fals­aða skildi í nafni hrein­lætis og snyrti­mennsku – nú síð­ast til að sópa í burtu drasl­ara­legum götu­sölum sem voru bæði að ógna hreinni götu­mynd Aust­ur­strætis og allri verslun á svæð­inu með sölu á stór­hættu­legum heima­smíð­uðum skart­gripum og not­uðum striga­skóm. Jakob seg­ist reynda ekki hafa neitt á móti götu­sölum svo lengi sem þeir séu inni í runna, á yfir­gefnum bíla­stæðum eða ann­ars staðar þar sem hann þurfi hvorki að sjá þá né vita af þeim.

Það er kannski ekk­ert skrítið að það sé verið að berj­ast um hvern ein­asta brauð­mola í mið­bænum enda vilja hags­muna­að­ilar meina að þessir 110 þús­und ferða­menn sem komu til lands­ins í júní hafi sama og ekk­ert skilið eftir sig í kass­anum þrátt fyrir að við höfum boðið þeim upp á heilar 115 sól­skins­stundir í mán­uð­in­um, sem voru lík­lega allar kall­aðar fram með veð­ur­vél­inni hans Jak­obs í Laug­ar­daln­um. Myndin sem for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins dregur upp af hinum hefð­bundna ferða­manni er sam­an­herptur Skand­in­avi á sér­út­búnum hús­bíl sem búið er að lesta af nið­ur­soðnum svenskum kött­bull­um, kló­sett­pappír og norskri hrá­olíu sem svo sparekur um landið og tekur aldrei upp veskið nema til að ræna öllu sér­mennt­aða vinnu­afl­inu okkar yfir til meg­in­lands­ins.

Þetta sætir auð­vitað furðu í ljósi þess að við getum boðið þessu fólki upp á að gista í gömlum vinnu­skúrum, inn­rétt­uðum flutn­ingagámum eða jafn­vel að borga rétt um 100.000 krónur nótt­ina á íbúða­hót­eli í Hamra­borg­inni sem er bæði í göngu­færi við Café Cata­línu og Vid­eo­­­mark­að­inn – sem hefur unnið sér það til frægðar að hafa skilað af sér hvorki meira né minna en 36 gullpottum úr Gull­námukössum síðan árið 2002. Svo geta þau öll hrúg­ast í löngum bið­röðum að öllum helstu nátt­úruperlum Íslands og ef þau eru heppin náð alla­vega einni mynd af Skóga­fossi án þess að það sé lit-­sam­ræmt þýskt eft­ir­launapar ein­hvers staðar í ramm­an­um. Heimsenda­fantasía Andra Snæs um skemmti­garð í Öxna­dal er ekki svo fjar­stæðu­kennd.

Auglýsing

Einu tekj­urnar sem hægt er að klóra úr þessu fólki er hvíta lygin sem er „bjór­kælir­inn“ í flestum verri mat­vöru­versl­unum mið­bæj­ar­ins. Þar er búið að raða upp hrím­uðum áfeng­is­lausum bjór­lík­is­flöskum sem granda­lausir útlend­ing­arnir hest­húsa fyrir morð­fjár og hafa engin önnur áhrif upp úr krafs­inu en kol­vetn­is­mett­aðan svefn­drunga og tíð þvag­lát.

Þetta er kannski birt­ing­ar­mynd eigin gremju yfir því að láta ennþá koma fram við okkur eins og börn þegar kemur að sjálf­ræði í bjór­drykkju þó svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé byrj­aður með sitt reglu­lega áfeng­is­frum­varps-hrúta­þukl þar sem þeir bísperr­ast yfir eigin frjáls­lyndi en leyfa því svo að hverfa ofan í papp­írstæt­ar­ann hjá aft­ur­halds­komm­unum og gömlu stúku­mönn­unum – sem hljóta nú samt flestir að fara að drep­ast fljót­lega.

Þannig að við skulum láta þessa útlendu nirfla éta köku – og rukka fyrir það 1.290 krónur sneið­ina – því and­skot­inn, við eigum það skil­ið. Við fædd­umst hérna, urð­uðum og brenndum ruslið okkar hérna, spændum upp jarð­veg­inn okkar hérna, virkj­uðum okkar eigin ár, geldum okkar eigin grísi og okkur hefur nán­ast tek­ist að halda okkur ómeng­uðum af flótta­mönnum og hæl­is­leit­end­um. Okkur hefur gengið vel að móta landið í eigin mynd. Fram! Temdu foss­ins gamm, fram­fara öld.

Að öðru.

Gunn­ari Braga hefur sann­ar­lega vaxið fiskur um hrygg síðan hann trúð­að­ist fyrst bjarteygur fram á sjón­ar­sviðið með ást sína á Benidorm, Her­balife og Bill Shankly í fartesk­inu. Það er líkt og bursta­klippti bens­ín­stöðv­ar­prins­inn frá Sauð­ár­króki hafi reist áburð­ar­verk­smiðju í hjart­anu á mér því ég er far­inn að bera smá hlý­hug til þessa vand­ræða­lega – stundum mál­halta – ráð­herra. Hann, þvert á kald­hæðni og vænt­ing­ar, hafði þor í að for­dæma morð­árásir Ísra­ela á Vest­ur­bakk­anum síð­ustu daga. Það er meira en margur ráð­herra hefur gert í gegnum tíð­ina. Kannski er þetta svona hlut­falls­leg ást – en hvað getur maður beðið um meira?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None