Auglýsing

Um helg­ina upp­lifði ég í fyrsta sinn ofsa­gleði yfir því að sjá mann hengja ann­an. Ég fann þjóð­ern­is­til­finn­ing­una ólga innra með mér þegar hann náði að læsa sveittum og blóð­ugum fót­leggjum sínum utan um mátt­vana and­stæð­ing­inn og þrengja síðan að önd­un­ar­vegi hans þar til dóm­ari greip í taumana. Á þeirri stundu vein­aði ég dýrs­lega og steig dálít­inn dráps­dans, ofur­seld frum­stæðum og fremur ógn­vekj­andi hvöt­um.

Hví gladd­ist ég svo yfir þessum ósköp­um? Ekk­ert átti ég sök­ótt við and­stæð­ing­inn. Engu rétt­læti var full­nægt þarna. Ég átti enga fjár­muni undir úrslit­unum né þekki ég hengjar­ann neitt per­sónu­lega. Ég veit ekki einu sinni um hvað þessi íþrótt snýst. Eina ástæðan fyrir villi­manns­legri sig­ur­vímu minni þessa nótt­ina var sú að við hengj­ar­inn deilum þjóð­erni. Eða ég held það alla­vega, hann heitir reyndar Nel­son.

Við vorum ein þjóð, sam­einuð í sveittu blóð­ugu grettistaki, frjáls meðan sól gyllir haf.

Auglýsing

Og ég var ekki ein. Lýsendur í sjón­varps­sal grétu af gleði og lof­uðu lífið sem aldrei fyrr, Face­book og Twitter hrundu næstum og um stund gleymdu Íslend­ingar öllu því sem sundrar og sær­ir. Við vorum ein þjóð, sam­einuð í sveittu blóð­ugu grettistaki, frjáls meðan sól gyllir haf.

Ég dvaldi um tíma í Kól­umbíu á meðan Copa Amer­ica keppnin stóð sem hæst. Það var áhuga­verður tími. Eng­inn vegur var að ferð­ast um í borg­unum þegar lands­leikir áttu sér stað og ef svo fór að Kól­umbía sigr­aði ríkti hálf­gert neyð­ar­á­stand á götum úti. Bíl­arnir spil­uðu sig­ur­söngva á flautur sínar og menn döns­uðu og sungu með langt fram á nótt, kveiktu varð­elda á gang­stétt­um, sprengdu flug­elda í fjöl­menni og skutu jafn­vel úr byssum í stjórn­lausri kátínu.

Eitt sinn sat ég ásamt kól­umbískum vinum sem rifj­uðu upp ástandið þegar Kól­umbía komst á átta liða úrslit á síð­asta heims­meist­ara­móti í fót­bolta. Að mati vina minna var það meira en land þeirra réði við, enda þurfti að setja á neyð­ar­lög í höf­uð­borg­inni Bogotá sem mein­uðu sölu áfengis á meðan ósköpin gengu yfir. Í gleði sinni kveiktu menn víst í hús­unum sínum og mættu ekki í vinn­una. Ha, ha, ha, hlógum við. En sú della. Mikil er okkar blessun að til­heyra jafn sið­mennt­uðu og yfir­veg­uðu sam­fé­lagi og því íslenska.

Vissum lág­punkti var náð þegar ég stóð sjálfa mig að því að tár­ast úr stolti yfir því að dæmdur ofbeld­is­maður með tattú í and­lit­inu lof­aði Gunnar Nel­son og vissi hver hann var.

 

Sama kvöld logg­aði ég mig inn á hostel­tölv­una og kíkti á íslenskar frétta­veit­ur. Sá þá ekki betur en að Ísland væri við það að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Þýska­land vegna ill­yrmis­legrar níð­vísu þýsks ferða­manns um land og þjóð. Blinduð af rétt­látri reiði stal ég sjampói af þýsku pari sem ég deildi her­bergi með á hostel­inu, bara til að leggja mitt af mörk­um.

Nokkrum dögum síðar kom í ljós að hann var víst að djóka. Ég skamm­að­ist mín dálítið og skil­aði sjampó­inu, enda seint hægt að væna okkur Íslend­inga um að geta ekki tekið djóki. Við fyr­ir­gefum öllum allt nema leið­indi. Hann var bara ekki nógu fynd­inn.

Í ljósi örlítið ýktra eigin við­bragða í þýska sjampó­mál­inu og geð­sýkis­legs gleði­kasts helg­ar­innar í kjöl­farið hef ég því neyðst til ákveð­innar nafla­skoð­unn­ar. Vissum lág­punkti var náð þegar ég stóð sjálfa mig að því að tár­ast úr stolti yfir því að dæmdur ofbeld­is­maður með tattú í and­lit­inu lof­aði Gunnar Nel­son og vissi hver hann var. Mig lang­aði að kveikja í hús­inu mínu af gleði.

Hvað veldur slíkri þjóð­ern­isst­urlun hjá ann­ars dag­far­sprúðri hús­móð­ur? Er ein­fald­lega svona grunnt á sið­menn­ing­unni að hið óða eðli notar hvert tæki­færi til að rífa sig laust, kveikja í flug­eldum og bilast? Eða hefur þetta eitt­hvað með brot­hætta sjálfs­mynd lands og þjóðar að gera? Kannski er þetta samt bara ég. Það væri nú vand­ræða­legt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None