Mamma þín þarf barnabörn

Auglýsing

Í sól og sum­aryl um dag­inn keypti gleði­sprengjan móðir mín sund­laug í Rúm­fatala­gern­um. Hún var blásin upp og fyllt vatni á afmæl­is­degi henn­ar. Við syst­urnar (þrjá­tíuogeins og tutt­uguog­tveggja) ásamt tveimur mun yngri frændsystk­inum nutum laug­ar­inn­ar, mitt í mið­bæn­um. Loks­ins útisund­laug í 101. Að sjálf­sögðu var þetta dokkúm­enterað og sum­ar­legar myndir settar á inter­net­ið, og ekki leið á löngu þar til gömul frænka skrif­aði „til ham­ingju með móður þína á afmæl­is­deg­inum hún þarf að fá barna­barn til að leika við.“

Plöturisp­u­hljóð. Þessu var beint til okkar systrana, lík­lega meira til mín þar sem ég er eldri. Ég er viss um að hún frænka mín meinti ekk­ert illt með þessu - bara eitt­hvað svona sam­fé­lags­legt norm sem ég er ekki að fylla í eða eitt­hvað, já og kyn­slóða­bil­ið. Ég veit ekki til þess að ég eigi við frjó­sem­is­vanda að stríða. En það gæti samt alveg vel verið og þá gætu þessi orð sært eða kroppað ofan af sári.

Ég þarf að sinna öðru núna sem er ein­fald­lega ekki hægt sam­hliða móð­ur­hlut­verk­inu. Nú er ég t.d. á sirkus­ferða­lagi og sé um tutt­ugu og eitt­hvað full­orðna ein­stak­linga og það er nógu erfitt, samt þarf ekki að mata þá, klæða og halda á þeim út um allt.

Auglýsing

Ég er þrjá­tíuogeins. Þegar mamma mín átti mig var hún tutt­uguogsjö og pabbi þrjá­tíuog­fjög­urra - og fólk var í alvöru með það á hreinu að eitt­hvað væri að í kjall­ar­anum því þau voru svo aga­lega sein í því. Svo var þó ekki, held ég, þau hafa alltaf talað um að þau hefðu ekki verið til­búin fyrr en þá. Ég er alla­vega ekki til­búin aaaal­veg strax. Ég þarf að sinna öðru núna sem er ein­fald­lega ekki hægt sam­hliða móð­ur­hlut­verk­inu. Nú er ég t.d. á sirkus­ferða­lagi og sé um tutt­ugu og eitt­hvað full­orðna ein­stak­linga og það er nógu erfitt, samt þarf ekki að mata þá, klæða og halda á þeim út um allt. Vinnan mín að vetri til snýst að mestu um að vinna á kvöldin og um helgar - á tíma þar sem ekki er leik­skóla­tími. Ég tala nú ekki um ef ég fengi grind­ar­gliðnun á með­göngu - þá myndu tekjur mínar rýr­ast allsvaka­lega.

Fyrir utan hvað ég egósentrísk og allt það.

Af hverju er ófrjó­semi svona mikið feimn­is­mál? Fjöldi fólks glímir við þetta. Ein­hverjir stíga fram og segja sína sögu og alltaf er fólk í sömu sporum þakk­látt að það sé verið að opna umræð­una um ófrjó­semi. Hvað á að gera? Eigum við frekar að spyrja: Færð þú egg­los? Má ég þá spyrja hvort þú ætlir ekki að drífa í að nýta þessi egg eitt­hvað? Hvernig synda sæð­is­frum­urnar hjá þessum manni sem þú ert að sofa hjá?

Þessi per­sónu­lega spurn­ing um barn­eignir lif­ir. Ég mæli með því að sem flestir sem eiga við frjó­sem­is­vanda að stríða svari þessu „Hvenær ætlið þið að koma með eitt lít­ið?” á eins hrein­skil­inn hátt og mögu­legt er. Þá kannski hættir fólk að gera ráð fyrir að það að eign­ast barn sé eðli­leg­asti og auð­veld­asti hlutur í heimi og lógís­kasta sam­bands­fram­hald­ið.

Svo það er ekki ein­göngu verið að gera ráð fyrir að allir geti eign­ast börn - það er verið að gera ráð fyrir að allir eigi monnís.

 

Ekki nóg með að ófrjó­semi sé feimn­is­mál heldur er hitt sem snýr að mínum fram­tíð­arplönum ennþá meira feimn­is­mál: Fjár­hags­staða. Svo það er ekki ein­göngu verið að gera ráð fyrir að allir geti eign­ast börn - það er verið að gera ráð fyrir að allir eigi monnís. Í vor heyrði ég á tal tveggja manna: „Já­já, þetta er ekk­ert mál. Maður leggur bara fyrir svona fimm­tíu­þús­und kall á mán­uð­i…“ Ekki veit ég í hvaða vídd þessir menn lifa, en þeir voru samt ein­hvern veg­inn á næsta borði við mig.

Hús­næð­is- og leigu­mark­að­ur­inn er í volli. Eins og staðan er í dag eru ská­börnin mín tvö saman í her­bergi, 12 ára og 8 ára. Stundum gengur það vel og stundum er full­mik­ill kýt­ing­ur. Gelgjan knýr dyra innan skamms og ég veit ekki alveg hvernig stemm­ingin verður þá.

Móðir mín þarf ekki barna­barn. Hún þarf að hvíla sig. Hún er að djöggla tveimur vinnum og ef ég kæmi nú með eitt lítið þá myndu for­eldrar mínir fórna sér enda­laust fyrir það - vilja passa, þvo, hjálpa til, þrátt fyrir að batt­er­íin þeirra væru alveg að verða búin. Ég krossa bara fingur að þau fái sér ekki ömmu og afa-­vegg­lím­miða; „Hér má allt. Fullt af knús­um. Alltaf popp og nammi og mynd.“

Jú, það væri alveg hægt að skella í eitt og ströggla. En ég nenni því ekki og gleypi því skað­legar horm­ónapillur á hverjum degi.

 

Við skulum ekki gleyma pöbb­un­um, mínum eigin og þessum sem ætti að vera með mér í þessu. Minn pabbi yrði eflaust frá­bær afi þó hann segi sömu sög­urnar oft. Mað­ur­inn minn er nú þegar frá­bær pabbi - og hann á tvö dásam­leg börn fyr­ir. Það er ekki pláss fyrir eitt til við­bótar eins og staðan er í dag. Við búum ekki saman enn­þá, og það þyrfti auð­vitað að prufu­keyra það áður en ein mann­eskja til við­bótar mætir á svæð­ið. Kærast­inn minn er að fara í nám í haust, svo að safna fyrir stærri íbúð er eitt­hvað plan sem er ekki að fara í gang á næst­unni, sjá ummæli hús­næð­is- og félags­mála­ráð­herra um náms­menn, náms­lán og þess hátt­ar.

Jú, það væri alveg hægt að skella í eitt og ströggla. En ég nenni því ekki og gleypi því skað­legar horm­ónapillur á hverjum degi.

Í full­yrð­ing­unni að barn þurfi að koma í heim­inn er ekki gert ráð fyrir neinum vanda­mál­um, hvorki á frjó­sem­is- eða fjár­mála­sviði. Kannski get ég það ekki. Kannski höfum við ein­fald­lega ekki efni á því. Langar okkur í eitt barn til við­bót­ar? Kannski. Við höfum alla­vega ekki tíma í það núna. Ég hef efni á því að eign­ast barn og tíma í það þegar ég verð komin úr barn­eign.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None