Monnís for honnís

Auglýsing

Nú eru margir í verk­falli, á leið í verk­fall eða að hugsa um að fara í verk­fall. Ég sýni öllum samúð sem fá allt of lít­inn launa­seðil hver ein­ustu mán­aða­mót. Og: Það eru ekki bara læknar sem eru með léleg laun miðað við fólk í sam­bæri­legu starfi ann­ars staðar í heim­in­um, heldur við öll. Við erum öll á grín­launum miðað við sam­bæri­leg störf í nágranna­lönd­un­um. Auk þess er mat­ur­inn okkar dýr­ari og úrvalið minna.

„Pen­ingar eru ekki ham­ingj­an.“ Sá sem sagði þetta er ein­hver sem aldrei hefur upp­lifað það að eiga ekki pen­ing. Pen­ingar eru bara hel­víti mik­il­væg­ir. Bara í kringum mig eru pen­ingar stór upp­s­retta illinda, eig­in­lega eina upp­sprett­an. Ég hef hagað lífi mínu þannig að kjósi ég svo get ég unnið 70 klukku­tíma á viku þegar heima­bank­inn nálg­ast núllið; ekki af því að mér finnst gaman að vinna, sé athygl­is­sjúk eða vinnu­alki. Mér finnst bara leið­in­legt og erfitt að eiga ekki pen­ing.

Mik­il­vægt að geta „höstl­að“



Ég er nýbúin að fatta að það eru ekki allir í sömu höstlera­stöð­unni og ég. Ef ég er á kúp­unni ein­hver mán­aða­mót hef ég tæki­færi á að höstla. Ég tek að mér meiri dans­kennslu, tek nokkur sirkus­gigg, læt umboðs­skrif­stofur vita að ég er geim í veislu­stjórn og plötu­snúðun og hef sam­band við Húrra­Bravó um hvort ég geti ekki spilað lög eða haldið kara­okekvöld. Hinn venju­legi maður með einn titil er ekki í þess­ari aðstöðu. Þegar ég bjó erlendis voru allir alltaf að safna fyrir leig­unni og við hjálp­uðum hvert öðru að láta hlut­ina ganga upp. Þrjú kvöld í viku maga­dans­aði ég á fínum klúbbi en það var ekki nóg svo ég tók sveittar glasa­barna­vaktir og þreif kokk­teila­æl­ur. Það þurfti að kenna þess­ari glimmer­dís auð­mýkt. Ég fékk líka gigg við að selja bingóspjöld og sýna vinn­inga í drag queen bingó. Besta vinnan var að aðstoða með­leigj­and­ann sem var ljós­mynd­ari með því að rétta honum linsur og veita ráð­gjöf um feg­urð karl­manna þegar kom að því að velja mód­el.

­Sér­hæf­ing og ofsa­lega langt nám virð­ist nefni­lega vera leiðin til launa­seð­ils­glöt­un­ar­inn­ar, nema þú viljir taka ómann­lega mikið af auka­vöktum eða búa á stað þar sem þú vilt ekki búa.

Auglýsing

Þegar ég var í menntó þótti nokkrum aga­lega fyndið að stjörnu­fræði­kenn­ar­inn væri líka pizza­send­ill. Í grín­mynda­bók­inni Faunu var hann með Dómínósder­húf­una og hita­tösku. Ein­hverjir gerðu lítið úr þessu, með eng­ann skiln­ing á launa­kjörum fram­halds­skóla­kenn­ara. Svona er þetta á mörgum heim­il­um  því það verður að láta hlut­ina ganga upp. Pabbi minn er kenn­ari sem er líka blóma­send­ill og tekur að sér prestagigg. Mamma mín vinnur í miða­sölu, í blóma­búð og gengur stundum beina í veisl­um. Þetta er bara eðli­legt í okkar fjöl­skyldu. Þarna eru líka leik­arisöngv­ari­leið­sögu­mað­ur, nemi­mód­el­leik­ari­hljóð­maður og heild­sölu­kona­hesta­meist­ari. Þetta er fárán­legt. Til að ná endum saman er öll famil­ían í 150 pró­sent vinnu eða meira. Við hitt­umst sjaldan öll - það er alltaf ein­hver að gigga. Og nei, þetta er ekki fanat­ískur óður til hug­taks­ins dugn­að­ur. Ég er ekki dug­leg.

Ekki setja öll eggin í sömu körf­una



Eina sem ég ætla að kenna fram­tíð­ar­börn­unum mínum er að setja ekki öll eggin í sömu körf­una, að halda eins mörgum boltum á lofti og hægt er. Ekki sökkva þér svo mikið í námið að þú getir ekki djögglað fjórum vinnum á sama tíma. Barnið mitt, smyrðu þér ofsa­lega þunnt. Til að eiga séns á að leggja eitt­hvað fyrir þarftu að vera í mörg­um, mörgum vinn­um. Sér­hæf­ing og ofsa­lega langt nám virð­ist nefni­lega vera leiðin til launa­seð­ils­glöt­un­ar­inn­ar, nema þú viljir taka ómann­lega mikið af auka­vöktum eða búa á stað þar sem þú vilt ekki búa.

Athug­ið. Félag afgreiðslu­dama sem eru líka sirku­slista­menn, dans­kenn­ar­ar, pistla­höf­und­ar, plötu­snúð­ar, kara­oke­dýr, atvinnu­plögg­ar­ar, íhlaupa­sjón­varps­konur og veislu­stjórar boðar til sól­ar­hrings­verk­falls næsta sunnu­dag til að mót­mæla því hversu ógeðs­lega mikið þarf að vinna til að ná endum sam­an. Neyð­ar­lög verða samt sett milli 14 og 19. Ég meina, það þarf nú að eiga fyrir jólamatn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None