Auglýsing

Lengi vel töldu eldri frændur og for­eldrar mínir mér trú um að ég væri óþol­in­móð­asta mann­eskja heims. Eftir að hafa starfað sem óska­laga­þeyt­ir, kara­okedrottn­ing og miða­sölu­kona í sirkus get ég með sanni sagt að þarna úti er fólk með hættu­lega stutta þræði.

Í kara­oke og óska­laga­þeyt­ingum er ég að sjálf­sögðu að díla við fólk sem hefur lagt meira á lifur sína það kvöldið en ég. Það hefur brenglað tíma­skyn og virð­ist gjarna eiga afmæli, og því eigi það rétt á sínu lagi – núna. Fyrir um tíu árum var fárán­lega drukk­inn strákur á Kofa Tómasar frænda sem bað um óska­lag því jú, hann átti afmæli. Lagið sem hann bað um var Don’t Fear the Rea­per.

Ég las strax að þessi drengur var ekki sér­stakur aðdá­andi Blue Öyster Cult, og var lík­lega bróðir minn í aðdáun á skets með Will Ferrell úr Sat­ur­day Night Live þar sem hann á stór­leik með kúa­bjöllu. „Já, það er bara næsta lag,“ sagði ég með bros á vör og hlakk­aði til að sjá afmæl­is­dreng­inn losa um mjaðm­irn­ar, ef til vill spilandi á tómt bjór­glas með lykli í stað kúa­bjöllu og kjuða. Ég setti lagið á og hann gaf mér svona „wodda­fokk­eig­in­lega?“-­svip, kom askvað­andi að mér og sagði: „ÞÚ SAGÐIR NÆSTA LAG!“ Ég hall­aði tölv­unni til hans - „Já, ég er að spila það. Kúa­bjallan er ekki eins há í lag­inu sjálfu og í skets­in­um.“ Hann sner­ist á hæli, án þess að biðj­ast afsök­un­ar, og hóf að dansa þennan kúa­bjöllu­dans fyrir vini sína.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_21/70[/em­bed]

Auglýsing

Bjútíið við afmæl­isóska­börnin er að það er alltaf hægt að snúa leiknum við. „Enéáammm­mæææææli….“ er mjög auð­velt að svara með „Í ALVÖRU? ÉG LÍÍÍÍK­A!!!“ Og taka svona tryll­ingsknús/-­skál. Við­brögðin við þessu eru oft svo fölsk að það er alveg á hreinu að við­kom­andi á alls ekki afmæli. Í kara­oke-inu, já eða syngjó­inu eins og ég vil kalla þetta á íslensku, er þetta enn erf­ið­ara því þar er fólk drukk­ið, smá stress­að, æst og með fiðr­ildi í mag­an­um. Gullin regla þar er að þeir sem eru frek­astir eru oft með leið­in­leg­ustu lög­in, verstu rödd­ina og léleg­ustu sviðs­fram­kom­una.

Sum­arið hefur að mestu farið í að díla við alls­gáð fólk – oft leið­andi börn, sem segir „Hvað mein­arðu að sé upp­selt? Ég keyrði alla leið frá __ og þú segir mér að það sé upp­selt?“ Við segjum að okkur þyki þetta leitt, mið­arnir hafi verið í sölu frá miðjum maí og svona sé þetta nú bara… „Hvað á ég að segja við börnin mín? Ég var búinn að segja þeim að við værum að fara í sirkus NÚN­A.“ Ég veit ekki hvað þetta fólk ætti að segja við börnin sín. Mig langar að sjálf­sögðu að vera eitt­hvað sniðug og hreyta ein­hverju til baka en ég legg mig fram um að haga mér vel fyrir framan börn.

Eina konu heyrði ég hvísla að ung­unum sín­um: „Mamma reddar þessu,“ og svo sneri hún sér undan og þegar hún leit upp var hún útgrát­in. Þetta virk­aði kannski í röð­inni á Sjall­an­um, en ekki í þessu sam­hengi – „Það er í alvöru ekki pláss fyrir fleiri í sirku­stjald­inu, ég myndi selja þér miða ef ég gæti. Það er nóg laust á sýn­ing­una á morg­un.“ Hún móðg­að­ist og labb­aði í burtu – en kom aftur næsta dag, og varð brjáluð yfir því að það væri líka upp­selt á þá sýn­ingu. Mig lang­aði að minna hana á að hún hefði getað komið í veg fyrir þetta deg­inum áður, en ég held að það hefði engu skilað nema gremju hjá henni og ekki nema 10 sek­úndna gleði hjá mér.

Ég held að þessi núna­strax-til­hneig­ing sé bein­tengd „þetta reddast“-pæl­ing­unni, sem er frá­bær upp að vissu marki. Í flestum til­fellum redd­ast nefni­lega hlut­irn­ir, en stundum eru margir sem vilja redda sama hlutnum núna­straxí­dag og þá vand­ast mál­ið. Hér væri hægt að setja snið­ugt gif með íslenskum bið­röðum þar sem ekki er núm­era­kerfi.

Við erum öll að gera mik­il­væga hluti á síð­ustu stundu. Ég held að ég þekki engan sem hefur sótt um vega­bréf með góðum fyr­ir­vara, langoft­ast er þetta rétt fyrir flug og myndin í vega­bréf­inu er með svona ófokk-augna­ráði. Svo ekki sé minnst á Þor­láks­messu­tryll­ing­inn.

Jæja, best að fara að redda raf­magni og inter­neti fyrir syngjóið á laug­ar­dag­inn. Það þarf að ger­ast í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None