Ónytjungar og meðlagsgreiðslur

Auglýsing

Ég á tvö börn með tveimur kon­um. Pilt og stúlku. Pilt­ur­inn er þriggja ára. Hann fædd­ist ekki inn í neins konar sam­band né sam­búð en ég og móðir hans höfum alið hann upp í sam­ein­ingu frá fæð­ingu. Þegar hann var 18 mán­aða gam­all fór hann á leik­skóla og hefur síðan þá dvalið eina viku hjá mér og þá næstu hjá mömmu sinni. Þær vikur sem hann er ekki með mér gengur kær­asti hennar honum í föð­ur­stað og þær vikur sem hann er hér er unnusta mín mamma hans. Hann er dreng­ur­inn okkar allra. Þar af leið­andi á hann líka næstum því tíu ömmur og afa.

Þetta er nýja fjöl­skyldu­mynstrið sem sumir hafa áhyggjur af. En ekki ég. Það er bara marg­falt meiri gleði og ást í loft­inu.

Flækju­stigið er ekki einu sinni eitt­hvað sér­stak­lega hátt. Skipt­umst á að hafa hann á jólum og ára­mót­um, höldum barna­af­mæli í sam­ein­ingu. Sendum myndir af honum og hans bralli á milli þegar eitt­hvað skemmti­legt hend­ir, og oftar en ekki er ömmu og afa hers­ingin CC-uð með. Það er ekk­ert með­lag. Við skipt­umst á að borga leik­skóla­gjöld og öðrum til­fallandi kostn­aði er deilt þegar hann kemur upp. Það er engin kergja. Ekk­ert passíft agressíft við­mót. Engin kald­hæðni eða bit­urð. Pilt­ur­inn er ekki yfir­heyrður um gang mála á hinu heim­il­inu, eða bannað að tala um hvað mót­or­hjól afa síns sé flott. Mér fannst fyndið að heyra að stjúppabbi hans svæfi alltaf á typp­inu og ég veit að þeim finnst gaman að heyra hann tala um litlu systur sína, sem er að hans sögn með mjúkt bak. Þetta er bara lífið eins og það á að vera. Allir kát­ir.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/78[/em­bed]

Ég í „Aldrei án dóttur minn­ar“-gír



Þar sem dreng­ur­inn fædd­ist ekki inn í skráða sam­búð eða hjóna­band hefur hún haft for­ræð­ið. Við ætl­uðum að breyta þessu um dag­inn. Fyrir mér var þetta ofsa­legt rétt­læt­is­mál og ég var í massífum Aldrei án dóttur minn­ar-gír niðri í Skóg­ar­hlíð, þar sem sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík er með sitt klúbb­hús.

Konan sem tók á móti okkur var indæl. En við­mót hennar var eins og hún væri að sætta deil­ur.

Í fljótu bragði virð­ast rétt­indi mín ekki hafa breyst neitt, nema ég varð að skrifa undir pappír þar sem ég skuld­bind mig til þess að borga með­lag, gagn­vart lög­gjaf­anum að minnsta kosti. Kerfið á víst engin úrræði fyrir fólk sem vill bara deila kostn­aði. Hún ætlar svo sem ekki að inn­heimta með­lag­ið, en mér finnst mjög óþægi­legt að vita til þess að lög­gjaf­inn heimti að ég borgi þetta. En ef þau lenda í klóm mann­ræn­ingja þegar hann verður 17 ára? Óbil­gjarnra náunga sem fara að búa heima hjá þeim og krefja hana um að rukka allt með­lagið aftur í tím­ann? Þetta er ekk­ert mjög óþægi­legt fyrir mig, en samt.

Konan ítrek­aði oft að rétt­indin væru algjör­lega þeim megin þar sem barnið er með lög­heim­ili og ef deilu­mál kæmi upp væri hægt að leita til sýslu­manns upp á sætt­ir.

Hættur að vera skoð­a­naglaður imbi



Hvaða kjaftæði er þetta? Af hverju gerir kerfið ráð fyrir því að annað for­eldrið (yf­ir­leitt fað­ir­inn) sé ónytj­ungur og að sam­skiptin séu í mol­um? Af hverju getum við ekki sem erum að ala upp lít­inn sjomla í mesta bróð­erni ekki bara mætt þarna upp eftir og sagt: svona viljum við hafa það, reddið essu?

Hvar er mother­fokk­ing mann­úð­in, og trúin á hvað við erum öll æðis­leg. Það má vel vera að breyta þurfi lög­unum svo að hægt verði að dæma sam­eig­in­legt for­ræði og tvö­falt lög­heim­ili barna og allt það. Höfum örygg­is­­­netið strengt hátt og þétt í öllum þeim til­vikum þar sem það á við. En við verðum að kom­ast til móts við fólk sem er með allt sitt á hreinu og ekki með því að beygja það undir for­ræð­is­deilu-g­arganið allt sam­an.

Ann­ars er ég hættur að hafa skoð­anir á hlut­unum eftir kosn­ing­arnar í vor. Greip sjálfan mig við að breyt­ast í það sem ég þoli ekki – skoð­a­naglaðan imba. Ætla að nota sum­arið í að þróa með mér nýjar skoð­anir og helst læra að sitja á þeim.

Fyrir fjórum árum neit­aði Jón Gnarr að fara í meiri­hluta­starf nema með fólki sem hefði séð sjón­varps­þætt­ina The Wire. Merki­legt hvað enda­punkt­ur­inn í sögu Besta flokks­ins er Wire-esque. Allt þetta tal og bar­átta fyrir mann­rétt­indum og kviss búmm – Fram­sókn fær tvo full­trúa í borg­ar­stjórn á ógeð­felldum for­send­um.

Call it a crisis of leaders­hip – Prop Joe.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None