Auglýsing

„Er ekki hægt að skifta um höf­uð­borg , Kefla­vík væri fín“ [sic]

Þessi orð voru slegin með titr­andi, upp­gefnum fingrum inn í athuga­semda­kerf­is­glugga DV.is af mið­aldra manni sem virð­ist fyrst og fremst starfa við að halda með Liver­pool ef Face­book-­prófíll hans málar upp rétta mynd af ver­ald­legri til­vist hans.

Auglýsing


Þetta er í raun ekki afleit hug­mynd. Í stað­inn fyrir langar raðir fyrir utan Bæj­ar­ins Bestu myndu erlendir ferða­menn njóta þess að skella í sig einum Villa­borg­ara, taka myndir af sér við hlið­ina á steyptu fótsporum Rúna Júl og kíkja á einn leik í TM-höll­inni. Akur­eyr­ingar mundu eign­ast nýjan erkió­vin til að kepp­ast við um hver geti sett mesta kjaftæðið ofan á pizzu, og stærsta rétt­læt­is­mál okkar lífs­tíð­ar, flug­völl­ur­inn í höf­uð­borg­inni, væri sjálf­leyst.



Til­efni þess­arar slysa-­skyn­sömu fram­tíð­ar­sýnar var frétt sem fjall­aði um að Reykja­vík­ur­borg hefði sam­þykkt við­skipta­bann á vörur frá Ísr­a­el. Aðgerðin er lík­lega að mestu leyti tákn­ræn, nema öll „Reyk­laus á Toppn­um“-pla­kötin með Vigni og Birgittu í Írá­fári hafi verið prentuð í Tel Aviv.



Hann setti svo upp álp­app­írs­hatt­inn og sagði að þessi sama borg­ar­stjórn hefði sam­þykkt að „öfga­fyllsti hópur Múslima byggi Mosku á besta stað í Reykja­vík fyrir fé frá Saudi-­Ar­ab­íu, Flóa­ríkj­unum og Eðlu­fólki“ líkt og til að sanna að hans per­sónu­legi ras­ismi taki meira í bekk en ras­ismi Reykjavíkurborgar.



Þessi litla til­raun til þess að færa póli­tíska afstöðu í verk var samt nóg til þess að særa Kanarí-tön­uðu múmíu Jóns Magn­ús­sonar úr póli­tískri gröf sinni og láta hana veina um að svona verkn­aður sýndi rasískar til­hneig­ingar af verstu gerð. Hann setti svo upp álp­app­írs­hatt­inn og sagði að þessi sama borg­ar­stjórn hefði sam­þykkt að „öfga­fyllsti hópur Múslima byggi Mosku á besta stað í Reykja­vík fyrir fé frá Saudi-­Ar­ab­íu, Flóa­ríkj­unum og Eðlu­fólki“ líkt og til að sanna að hans per­sónu­legi ras­ismi taki meira í bekk en ras­ismi Reykja­vík­ur­borg­ar.



Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins gengu ekki alveg jafn langt og fram­liðni flokks­fé­lagi þeirra en sögðu að þótt vissu­lega bæri að for­dæma mann­rétt­inda­brot þá hefði svona inn­grip engin áhrif og tíma borg­ar­stjórnar væri betur varið í ann­að. Það er líkt og nietzscheíski iðju­þjálfinn Kjartan Magn­ús­son hafi kropið fyrir framan mig, tekið föð­ur­lega um öxl­ina á mér og sagt: „Elsku Krummi minn, lítil þúfa veltir engu hlassi því að margt smátt gerir nákvæm­lega ekki neitt. Þitt verð­lausa fram­lag til betri heims mun falla niður líf­laust eins og korn í Sahara­eyði­mörk þessa grimma heims og áður en þú veist af verður þú og allir sem þú hefur nokkru sinni kynnst löngu látnir og þessi deyj­andi sól okkar búin að falla inn í sjálfa sig.“



­Sam­kvæmt þeirri lógík ógild­ast öll góð verk ef þau eru ekki í full­komnu innra sam­ræmi – því sé best að gera ekkert.



Kjartan sagði að þetta væri þó fyrst og fremst hræsni hjá Reykja­vík­ur­borg því að hún ætti í við­skiptum við alls­konar önnur ríki, eins og Kína, sem einnig hefðu gerst sek um gróf mann­rétt­inda­brot. Sam­kvæmt þeirri lógík ógild­ast öll góð verk ef þau eru ekki í full­komnu innra sam­ræmi – því sé best að gera ekk­ert.



Ég er ekki frá­bær neyt­andi. Ég kíki á sjaldan á fram­leiðslu­lönd á mat­vöru sem ég kaupi. Ég kaupi oft kjúkling og svín sem ég veit að hefur verið farið ömur­lega með. Ég segi næstum alltaf já þegar hjálp­ar­sam­tök hringja í mig en borga bara stundum gíró­seðl­ana og ég reyni að forð­ast augn­sam­band við fólk sem er að reyna að selja mér Álfinn eða happ­drætt­is­miða til styrktar heyrn­ar­laus­um. Ein­staka sinnum hellist þó yfir mig ein­hvers­konar kal­vinísk neyslu­skömm og ég geri til­raunir til að kaupa örlítið ham­ingju­sam­ari egg og kletta­salat sem ekki er ræktað á stolnu landi, en í hvert skipti sem þær hvatir koma yfir mig mun lít­ill, til­finn­inga­lega yfir­gef­inn Kjartan Magn­ús­son birt­ast á öxl minni og hvísla að mér að máttur minn sem neyt­andi sé svo lít­ill að það taki því ekki að hugsa um þetta, og að ég hafi hvort eð er borðað Nestlé KitKat í gær sem ógildi allar aðrar til­raunir mínar til að verða betri mað­ur.



Þessi aðgerð Reykja­vík­ur­borg­ar, þótt hún muni ekki ein og sér neyða Benja­min Net­anyahu og Mahmoud Abbas til að sauma vina­bönd hvor á ann­an, er í það minnsta ein­hvers­konar lif­andi afstaða.



Þessi aðgerð Reykja­vík­ur­borg­ar, þótt hún muni ekki ein og sér neyða Benja­min Net­anyahu og Mahmoud Abbas til að sauma vina­bönd hvor á ann­an, er í það minnsta ein­hvers­konar lif­andi afstaða; til­raun til þess að færa póli­tík í verk. Ein­hverjir hafa bar­mað sér yfir því að með þessu sé Reykja­vík að marka sér eigin utan­rík­is­stefnu eins og eitt­hvað borg­ríki en ein­hvern veg­inn er minna pælt í hinni póli­tísku afstöðu sem felst í því að gera ekki neitt og halda áfram að kjósa handa­hófs­kennt með eigin seðla­veski. Að gera er jafn sterk afstaða og að gera ekki.



Erum við ekki flest eitt­hvað að ströggla í átt­ina að því að verða örlítið betri útgáfur af okkur sjálf­um? Sam­taka­máttur þorra íslensku þjóð­ar­innar í kring um ham­far­irnar sem halda áfram að elta sýr­lensku þjóð­ina þvert yfir Evr­ópu hefur verið aðdá­un­ar­verður – það er von­andi að við fáum að sýna það í verki fljót­lega áður en að fleiri drukkna í bjúrókrat­ísku feni nefnda, ráða og ráðu­neyta. Skoð­anir eru einskis virði ef maður gerir ekk­ert við þær annað en að hafa þær.



Á morgun munu flestir vakna og taka fimm­tíu slæmar ákvarð­anir og svona fjórar góð­ar. Ekki láta litla Kjart­an­inn í hausnum á þér segja þér að þessar fjórar litlu, ágætu ákvarð­anir skipti engu máli – því þá erum við fokked.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None