Auglýsing

„Vá, hvað höf­undar ára­mótaskaups­ins hafa úr miklu að moða í ár,“ gæti ein­hver hugs­að. Ég dauð­vor­kenni þessum hópi sem enn er ekki búið að setja sam­an. Margir aðrir eru nefni­lega í kapp­hlaupi við tím­ann að finna grín- eða kald­hæðnisvinkil á sam­tím­ann í raun­tíma á þeim net­vett­vangi sem þeir hafa kosið sér. Ég er búin að hafa þennan pistil, sem á að vera beitt­ur, rel­evant og fynd­inn, yfir mér í heila viku. En, það er búið að skrifa um allt eða segja alla brand­ar­ana á öðrum vett­vangi.

Í fyrra­dag hugs­aði ég: Já, perukakan! Ó, mig lang­aði svo að skrifa um perukök­una. It’s been done og það á allan mögu­legan hátt - það er meira að segja búið að birta upp­skriftir að perukök­um. Eina sem mér datt í hug er að Sig­mundur veit meira en við - hann veit að allt er að klár­ast. Fyrst lúxuskjúll­inn, svo nauta­kjöt­ið, svo restin af kjúklingn­um, svo svínið OG BEIKONIÐ og svo lamb­ið. Brátt fer fólk að vera sam­mála mér um að hrossa­kjöt sé geggj­að, af því að það verður að sætta sig við að það er það eina sem er eft­ir.

Ok. Förum per­sónu­legu leið­ina. Verk­falls­að­gerðir komu lítið við mig fyrr en í gær þegar fréttir bár­ust af því að kjúkling­ur­inn væri að klárast, og það á KFC. Ég var við­þols­laus í vinn­unni, Twitter og Face­book píptu á mig í sím­anum með enda­lausum skila­boðum um að KFC-endir væri í nánd. Um leið og síð­asti við­skipta­vin­ur­inn sagði bless var ég sest upp á vél­fák­inn minn og lagði líf mitt í hættu akandi Sæbraut­ina á háanna­tíma (á 50 km/klst) til að geta fengið mér gull­húð­aða engla­vængi, mögu­lega í síð­asta sinn. Hall­dór Hög­urður bendir á að dýra­læknar séu með þessu að stuðla að heil­brigðu matar­æði land­ans. Á sama tíma hugsar kona til allra nýopn­uðu ham­borg­ara­stað­anna með amer­íska þem­anu og það fyndn­asta sem mér datt í hug með það sem ekki var búið að skrifa áður var: Hvað segir Sigga Kling við því að nautið sé að klár­ast og það í hápunkti nauts­merk­is­ins? Ég veit, mjög lang­sótt og bein­línis fárán­legt.

Auglýsing

140-slaga skopið er ekki skrifað með breiðan hóp að leið­ar­ljósi. Það er mun auð­veld­ara að grín­ast hratt um mál­efni líð­andi stund­ar, fyrir vini, kunn­ingja og vinnu­fé­laga sem eru með á svip­uðum nótum og sá sem skrif­ar, já eða til að aug­ljós­lega trölla þá sem eru á önd­verðum meiði. Seinni tíma skop gæti þurft að verja ein­hverjum tíma í upp­rifj­un, sem gerir grínið stirt. Sam­tíma­gríni leyf­ist að vera mis­tækt - Spaug­stofan var mis­jöfn en það voru líka vik­urnar sem hún tók sam­an. Grín­klukkan tifar, og það er mögu­lega búið að skrifa það sem þér datt í hug.

Til­finn­ingin að vera síð­ust með brandar­ann skelfir mig. Síð­ast­liðið laug­ar­dags­kvöld var ég að horfa á Alla leið uppi í sumó í stop­ulu net­sam­bandi. Grín­klukkan tif­aði, og ég var ekki með. Eina sem ég vildi leggja til málana var: Komm­on. Hættið að láta eins og júró­visjón sé bara keppni í tón­list. Þetta er keppni í skemmti­at­riði í sjón­varpi sem pakkað er inn í þriggja mín­útna popp­lag. Ég gat ekki komið þessu frá mér á grín­aðan hátt því ég var með frá­hvarfs­skjálfta sem end­aði í því að ég var sjóð­andi brjáluð að vera bara ekki fengin í sett­ið.

Er eitt­hvað grín sem á að fjalla um sam­tím­ann, en er samt sýnt eftir nokkra mán­uði, að fara að toppa #gerði­það­ekki-lagið sem birt­ist á Nútím­an­um?

Nei, ég held ekki.

Á ein­hvern und­ar­legan dystóp­íu­hátt held ég að það að mót­mæla beitt á net­inu og skrifa beitt geri afar lít­ið, nema styrkja bubbluna í kringum mann í trúnni að við séum betri, klár­ari, beitt­ari, fyndn­ari og mann­úð­legri en hin­ir. Bilið milli hópana breikk­ar, og það er nákvæm­lega það sem vonda fólkið vill. Sundra og drottna. Er Gylfi Æjjjjjjis að fara að lesa alla mál­efna­legu pistl­ana um að allir eigi að hafa mann­rétt­indi til að elska? Ég efast um að hann hafi tíma í það. Hann setur fram homma­grín­sta­tusa og sam­mála­kór­inn dýrkar það og hann er bara sáttur í sínu. Er orkunni þá ekki betur varið í að fræða og ræða þetta heima við kom­andi kyn­slóðir og nota hann sem dæmið um til­finn­inga­blindu risa­eðl­una?

Það er allt í volli og vollið kemur við okkur flest. Auð­vitað hefði ég átt að fara í 1. maí-­göngu, en mér fannst ein­hvern­veg­inn bara nóg að pósta link á ein­hverja grein. Ég er ömur­leg. Ég fór ekki í fyrsta maí-­göngu því ég þurfti að kom­ast í Smára­lind þegar hún opn­aði kl. 13 til að kaupa skraut fyrir óvænt babys­howerpartý sem byrj­aði kl. 14 þennan dag. 10 vin­konustig, 0 rót­tækni­stig.

Þau sem gert er grín að eða eru gagn­rýnd geta vel sleppt því að opna inter­netið nokkra tíma eftir axar­sköft­in. Margir eru með aðstoð­ar­menn sem geta falið fyrir þeim þessa gagn­rýni eða haldið þeim upp­teknum í klukku­tíma því þá er kom­inn nýr heitur pist­ill eða nýtt net­grín.

Hluti þjóð­fé­lags­ins er í verk­falli og þó það sé verið að græða á dag­inn þá eru grill­steik­urnar bún­ar. Von­andi verður þetta til þess að græn­met­is­bændur fá sama afslátt­inn og stór­iðj­an. Dýra­læknar hafa þá á óvæntan hátt lagað skyndi­bitafíkn land­ans cold tur­key og leyst það mál. Takk fyrir það.

Þegar upp er staðið fer grínið út í tómið og góða grínið týn­ist í síbylj­unni. Höldum samt áfram, þó þeir sem eigi að taka grínið og gagn­rýn­ina inn á sig séu búnir að loka tölv­unni og séu frammi að fá sér köku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None