Auglýsing

Ég sá skrípa­mynd í snjall­sím­anum mínum á frétta­veit­unni á Face­book með þessum orð­um: Hvar ætlarðu að horfa á sím­ann þinn um helg­ina? Ég var einmitt í skemmti­legu marg­menni, skrun­andi í gegnum sím­ann þegar ég sá mynd­ina. Ég kastaði frá mér sím­anum og vissi upp á mig sök­ina en greip í hann aftur ómeð­vitað tíu mín­útum síðar og hélt áfram að skrolla.

Saaaam­bandi, ég verð að ná sam­bandi



„Að vera í sam­bandi við annað fólk er mér lífs­nauð­syn,“ sungu Stuð­menn á sínum tíma. Ég tengi við þetta texta­brot. Ég er ekki skráð á já.is út af alls konar prinsipp­á­stæð­um, þannig að mikið af vinnu­tengdum upp­lýs­ingum kemur í gegnum tölvu­pósta og sam­fé­lags­miðla. Skrun­fingur eru í góðri þjálfun en notk­unin snýst þó ekki um þetta sam­band eða sam­skipti nema að litlu leyti. Ég vil aðal­lega láta klappa (fyr­ir) mér. Ég hef talið mér trú um að læk­fjöldi sé að hækka í mér ein­hver félags­færni­hluta­bréf. Í raun­heimi er þessu öfugt far­ið. Því meira sem er að ger­ast í sím­an­um, þeim mun minni sam­skipti á ég við vini mína sem ég er fýsískt nálægt þá stund­ina – sem ég var að enda við að pósta instagram­mynd af og monta mig af því að eiga fal­leg­ustu og bestu vini í heimi.

almennt_15_05_2014

Enn einn snjall­fall­inn



Einn þeirra fékk sér snjall­síma um dag­inn og kætt­umst við hin í hópnum þegar hann smellti inn þessu á bók bókanna: „Var að fá snjall­síma. Hvað geri ég næst? (fyrir utan að hætta að tala við vini mína þegar ég sit með þeim til borðs, obvi­ously).“ Við hlökk­uðum til að sjá fyndni hans ná nýjum hæðum með snjall­síma­mynda­vél að vopni. Hann stendur sig með miklum sóma (hahaha – rit­vinnslu­for­ritið leið­rétti sóma í síma), nema að hann er ekki orð­inn eins snjall­ó­þol­andi og við hin. Hann heldur ennþá fast í hefð­ina að grín­ast við fólkið sem hann er að hanga með þá stund­ina. Ég vona að hann haldi í þessa hefð sem lengst.

Læk



Þrír sam­fé­lags­miðla-/­snjall­tækja­spá­dómar hræða mig. Í 1984 er talað um að tungu­málið sé að rýrna – og brátt skorti orð til að tjá blæ­brigði. Í heimi þar sem „li­ke“ þýðir allt frá „það besta sem ég hef á ævinni séð“ til „ég votta þér inni­lega samúð mína“ hringir þetta við­vör­un­ar­bjöll­um. Nán­ast allt í LoveStar er óhuggu­leg lesn­ing, sér­stak­lega í ljósi þess að hún er gefin út árið 2002. Í kvik­mynd­inni Wally, fara öll sam­skipti hinna almennu borg­ara fram með skjá­forriti, þeir nenna ekki einu sinni að snúa höfð­inu í átt að þeim sem situr við hlið­ina á þeim. Ég hef spjallað við sam­býl­is­konu mína í tölv­unni – þó að hún sé í næsta her­bergi.

Tvær konur



„Ég hélt þú værir hress­ari í alvör­unn­i,“ sagði maður við mig einu sinni, „þú ert nefni­lega svo fyndin á feis­búkk“. Ég vissi ekki hvort þetta væri hrós til handa inter­net-Mar­gréti eða diss á lif­andi Mar­gréti. Lík­lega bæði, því þær eru langt í frá sama mann­eskjan. Inter­net-Mar­grét svífur á milli dans­tíma og bún­ingap­ar­tía og er mun beinni í baki og brosmild­ari en hin. Hún tekur myndir í stof­unni sinni og myllu­merkir þær hús­inu sínu. Lif­andi Mar­grét nennir lítið að taka til heima hjá sér (nema rétt til að ryðja veg­inn fyrir mynda­tök­ur) og er hljóð­lát innan um fólk sem hún þekkir ekki. Í slökun er and­litið alvar­legt og fær ólík­leg­ustu menn til að segja eig­and­anum að brosa, sem færi inter­net-Mar­gréti til að twitta um #everyda­ysex­ism.

Síbyljan



Tökum síð­ustu helgi sem dæmi. Á föstu­dags­kvöld fór ég í grillpar­tí. Ég stóð ekki við grillið, en smellti í mynd af mér við grillið, með spað­ann á lofti. Á laug­ar­dags­kvöld héldum við vin­irnir bún­inga­júrópar­tí. Af mynd­unum að dæma er ég manna hressust í ofsa­lega fínum bún­ing. Í alvör­unni sat ég sveitt við tölv­una í partí­inu á meðan á keppn­inni stóð, klædd, greidd og förðuð sem Silvía Nótt að passa mig að slá í gegn á inter­net­inu kastandi myllu­merkjum hingað og þangað í stað þess að kasta kon­fettí yfir vini mína. Upp­lýs­inga­flæðið frá hverjum og einum er líka orðið svo svaka­legt. Ef afkom­endur mínir fara nú að kynna sér frum­kvöðul­inn og langa­langömmu sína Mar­gréti Mokk finna þeir tæp­lega gull í síbylj­unni sem ég hef sent frá mér. Ég átti í engum vand­ræðum með að finna frá­bærar myndir af og við­töl við ömmu mína á tíma­rit.is – „Mar­grét í Bangsa velur ungu og sexí menn­ina“ (Pressan, 20. jan­úar 1994, blað­síða B 19) er mögu­lega það besta sem ég hef séð. Afkom­endur mínir munu helst finna statusa þar sem ég aug­lýsi eftir sam­ferða­fólki á KFC rétt fyrir hádegi á laug­ar­dögum og sunnu­dögum en munu ef til vill hoppa yfir fréttir um fyrsta og eina íslenska sirkusinn, við­töl um stór­brotin dans­nám­skeið og kara­okepartí – og missa algjör­lega af þessu Kjaftæð­is­gulli hér.

Að lokum er gott að hafa í huga þegar skrollað er í gegnum filt­erað líf sjálfs sín og ann­ara: Ham­ingjan er úr plasti ef hún er spiluð á fullu blasti.

Auglýsing

Kjaftæðið birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None