Táramót

Auglýsing

Ára­mótin eru tími upp­rifj­ana og upp­gjörs – þá hugsar fólk hlý­lega hvert til ann­ars og góðu stund­anna sem það átti saman á liðnu ári og þeirra sem vænta má á því nýja, er þakk­látt fyrir vini sína og það sem það hefur og fullt af til­hlökkun and­spænis nýjum áskor­un­um. Þetta segir að minnsta kosti allt merk­is­fólkið í nýársá­vörp­unum sínum og svo stendur þetta í pistlum á sjálfs­hjálp­ar­vef­síðum sem ég les ekki.

Sjálfur fyllist ég örvænt­ingu við ára­mót og felli tár, ein­blíni á ósigr­ana og allt það sem ég afrek­aði ekki (frekar en árin á und­an), bý mér til rækt­ar­plan sem ég svík í viku tvö og lofa mér í hálfum hljóðum í hug­anum að breyt­ast í bestu mögu­legu útgáf­una af sjálfum mér, nema bara ekki alveg strax og helst án þess að fórna nema brota­broti af lasta­líf­inu.

Í þetta sinn ætla ég að prófa nýja rem­edíu fyrir sál­ar­heill­ina: að gera upp árið með eft­ir­far­andi lista, og hafa svo hug­fast eins lengi og ég get að ég vann að minnsta kosti ekk­ert á hon­um:

Auglýsing

Afsök­un­ar­beiðni árs­ins



Hér eru margir til kall­að­ir; Geir H. Haarde gekk svipu­göng í sjón­varps­þætt­inum Hæp­inu út af gömlum ummælum um litað fólk, Björn Bragi húð­strýkti sig að minnsta kosti tvisvar út af sprelli um Aust­ur­rík­is­menn og nas­isma og Icelandair Hótel tóku svo­kall­aðan Apartheid-kok­teil úr sölu á Slipp­barn­um.

Þeim sem fær vinn­ing­inn hefur líka orðið hált á hinu rasíska gríns­velli, en hann hefur þó ekki séð ástæðu til að biðj­ast afsök­unar á því. Hann þurfti hins vegar að biðj­ast for­láts á því að hafa skrifað heilt Reykja­vík­ur­bréf til­einkað umboðs­manni Alþing­is, sem byggði allt á þvælu sem hann fékk senda í tölvu­pósti frá kver­úlanti sem vildi svo til að var alnafni umboðs­manns­ins. Afsök­un­ar­beiðni árs­ins á rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Lof­orð árs­ins



Þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­aði 100.000.000 (hund­rað millj­ón) nýjum íbúðum í Reykja­vík í Face­book-­færslu. Það er í sjálfu sér ekk­ert mikið galn­ara en „leið­rétt­ing­in“.

Bíll árs­ins



Jepp­inn sem for­stjóri Strætó keypti fyrir sjálfan sig, eyði­lagði svo í lax­veiðiá og skil­aði að lokum ásamt starfs­manna­skír­tein­inu sínu með lof­orði um að hann mundi borga tjónið kom sterk­lega til greina. Það sama má segja um nýju ráð­herra­bíl­ana og far­skjót­ann sem hálf­nakti mað­ur­inn steypti um koll í kjall­ar­anum á Höfða­torgi, varð „viral“ og skaut Vísi.is þannig á topp íslensku vef­mæl­ing­anna í eina viku.

image1 (1)

Nafn­bót­ina „Bíll árs­ins“ hlýtur samt Land Cru­iser-jeppi for­manns ASÍ, sem fyrir þremur árum sá ástæðu til að senda frá sér yfir­lýs­ingu þess efnis að hann ætti sko alls engan Land Cru­iser, heldur væri hann „Nissan Patrol-­mað­ur“. Í ár átti hann sann­ar­lega Land Cru­iser, lagði honum auk þess í fatl­aðra­stæði og þrætti svo fyrir það að hafa yfir­leitt lagt hon­um.

Lukku­dýr árs­ins



Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, íklæddur treyju kanadíska hokkíliðs­ins Edmonton Oilers á stóra skjánum í rjá­fri Rexall-hall­ar­inn­ar.

Fyr­ir­tæki árs­ins



Mjólk­ur­sam­salan er enn að selja mér mjólk og hefði þess vegna átt að vinna, ef ekki væri fyrir fyr­ir­tæki árs­ins og allra ára; IKEA, sem kom ítrekað við sögu í fréttum á árinu. For­sæt­is­ráð­herra hélt því fram, í óskilj­an­legri þing­ræðu, að fleiri Banda­ríkja­menn tengdu Ísland við IKEA en hval­veið­ar. IKEA kynnti til sög­unnar nýjar Billy-hillur sem er ekki hægt að samnýta með þeim gömlu, upp komst að IKEA héldi svartan lista yfir sér­stak­lega óþekk Boltalands­börn, maður var skall­aður í and­litið í IKEA og síð­ast en ekki síst þá sætti IKEA gagn­rýni fyrir að hækka verðið á Sprengi­dags­salt­kjöt­inu sínu úr túkalli í tæpar þús­und krón­ur. Ástæð­an? Árið áður höfðu sumir borðað svo mikið að þeir ældu um alla búð. Allt þetta stóð sænska stálið af sér.

Við­skipti árs­ins



Norsku vél­byss­urnar sem við tímdum ekki að borga fyrir toppa það þegar 40 „kett­linga“ til­boð í ónýtan Subaru var lagt fram fyrir mína hönd og ann­arra á Face­book-­síð­unni Braski og bralli á koju­fyll­eríi í Berlín. Fimmtán ára strák­ur­inn sem tók því kosta­boði er enn að bíða eftir pen­ing­unum sín­um.

Vig­dís Hauks­dóttir árs­ins



Einnig nefnd­ar:



  • Vig­dís Hauks­dóttir sem vildi selja Rás 2.


  • Vig­dís Hauks­dóttir sem sagði að það væri hung­ursneyð í Evr­ópu og að Malta væri ekki sjálf­stætt ríki.


  • Vig­dís Hauks­dóttir sem hvatti fyr­ir­tæki til að hætta að aug­lýsa í Kvenna­blað­inu.


  • Vig­dís Hauks­dóttir sem gekk með vatns­fötu á höfð­inu yfir Aust­ur­völl til stuðn­ings þró­un­ar­sam­vinnu eftir að hafa, ein þing­manna, greitt atkvæði gegn áætlun um þátt­töku Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu.


  • Vig­dís Hauks­dóttir sem sagði skýrslu Alþjóða­mála­stofn­unar um aðild­ar­við­ræður Íslands við ESB varla stand­ast gæða­kröfur Háskóla Íslands.




Sig­ur­veg­ar­inn: Vig­dís Hauks­dóttir sem kvart­aði undan því að starfs­menn Alþingis ávörp­uðu hana.

Von­brigði árs­ins



Íslenskir glæpa­menn sem senda upp­stilltar hóp­myndir af sér úti í móa hver til ann­ars og reyna karatespörk í pung­inn á hver öðrum fyrir framan börn við und­ir­leik lags­ins Sweat með Inner Circle.

Orðu­veit­ing árs­ins



Orðan sem Sig­mundur Davíð fékk fyrir að mæta (eða mæta ekki) í vinn­una vakti athygli, en orðu­veit­ing árs­ins hefur ekki enn átt sér stað. Það má hins vegar gera ráð fyrir því að eini opin­beri starfs­mað­ur­inn sem kall­aði bein­línis eftir því að fá orðu fyrir störf sín fái ósk sína upp­fyllta á nýárs­dag; þáver­andi aðstoð­ar­kona utan­rík­is­ráð­herra, sem tísti eft­ir­far­andi af fundi á Balí: „Hér sit ég að ræða gjald­eyr­is­höft, verð­trygg­ingu og skulda­leið­rétt­ingu við Belga, Dana, Mauritus­búa og Indónesíu­mann #FML #is­hould­geta­me­dal.“

Afsögn árs­ins



Þetta var gjöf­ult af-/­upp­sagna­ár. Hanna Birna, Gísli Freyr, Jón Gnarr, Stefán Eiríks­son, Halla Sig­rún, stjórn­ar­for­maður FME, Ólafur Steph­en­sen og Simmi Vill hjá Subway hefðu öll verið vel að titl­inum kom­in, en það er bara einn sig­ur­veg­ari, og sá er Óskar Bergs­son, af aug­ljósum ástæð­um.

Dauður hestur árs­ins



Umræðan um kirkju­ferðir grunn­skóla­barna rétt mer umræð­una um fyr­ir­komu­lag á smá­sölu áfengis og hest­ana tólf sem raun­veru­lega drápust í Bessa­staða­tjörn fyrir jól­in.

Maður árs­ins



Ís­lenska stelpan sem hitti tví­fara Hughs Hefner í Play­boy-par­tíi kom til álita, sem og Þórð­ar­gleði­and­lagið Snæ­björn Stein­gríms­son og mað­ur­inn sem var útnefndur nei­kvæð­asti maður Reykja­nes­bæjar í þorra­an­nál og brást við með því að flytja úr bæn­um. Tit­il­inn „Maður árs­ins 2014“ hlýtur hins vegar Sig­ur­jón Jóns­son, vara­bæj­ar­full­trú­inn í Kópa­vogi, sem varð brjál­aður yfir að hafa ekki verið boðið á Justin Tim­berla­ke-tón­leika í Kórnum eins og aðal­bæj­ar­full­trúum og vændi kollega sína um spill­ingu um leið og honum varð ljóst að hann fengi ekki miða sjálf­ur. Megi hann vera sem mest í fréttum á árinu 2015.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None