Það sem fyndið er að segja

Auglýsing

En það bar til um þessar mund­ir, að boð barst frá heila­búi mínu, að setja skyldi mynd­band á YouTube sem væri ein­ungis ljós­mynd af Agn­ari Hans­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Spari­sjóða­bank­ans, og undir væri spilað lagið „Mmm­bop“ með hljóm­sveit­inni Han­son. Ég hafði ákveðna ljós­mynd af Agn­ari í huga. Ljós­myndin og lagið eiga tvennt sam­eig­in­legt; ósvik­inn hress­leika og nafnið Han(s)­son. Ef þið skiljið ekki neitt þá get ég því miður ekki gert meira til að útskýra þennan gjörn­ing nema að vísa á mynd­bandið. Ég hafði (og hef) svo sem enga trú á því að nokkrum þætti þetta fyndið nema mér og nokkrum vinum mínum í það mesta.

For­stjóri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is og tölvu­leikja­spil­ari í hjá­verkum



Mynd­bandið fékk að vera óáreitt á inter­net­inu þangað til mér bár­ust skila­boð frá téðum Agn­ari þar sem óskað var skýr­inga. Ég veitti þær. Af ein­hverjum ástæðum áttu þessi sam­skipti sér stað á spjall­for­rit­inu Google Han­gouts. Agnar sam­þykkti útskýr­ingar mín­ar. Spjall­inu lauk en það fékk sinn sess í lista yfir gömul spjöll, sem ég hafði fyrir aug­unum af og til. Um dag­inn rak ég augun í þetta spjall aftur og tók þá eftir því að Agnar var búinn að skipta um nafn. Núna hét hann „Promethean Knight“ og við nafnið var mynd af fram­tíð­ar­vél­menni sem leit út eins og sögu­per­sóna í Ali­en-­kvik­mynd­un­um. Leit­ar­vél­ar­rann­sóknir mínar leiddu í ljós að þetta vél­menni er per­sóna í tölvu­leiknum Halo, sem er skot­leikur fram­leiddur fyrir Xbox-­leikja­tölv­una. Nú veit ég ekki hvort ein­hverjum þyki Han­son-­mynd­bandið áhuga­vert en mér þótti áhuga­vert að Agnar Hans­son, fyrr­ver­andi for­stjóri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is, skyldi afhjúpast sem tölvu­leikja­á­huga­mað­ur. Ekki bjóst ég við því. Þetta stríddi gegn hug­myndum mínum um Agnar Hans­son sem fjöl­skyldu­mann sem horfir á Die Hard á kvöldin og fer á gæsa­veiðar um helg­ar.

„Það býst eng­inn við því að hin háal­var­lega rík­is­stofnun Rík­is­kaup sé létt og skemmti­leg, en þegar Face­book-­síða þeirra er skoðuð má draga þá ályktun að þar haldi 37 ára gömul hús­móðir á Bland­inu á penna.“

Nú er rétt að minna á hið forn­kveðna, að það að útskýra brand­ara er líkt og að kryfja frosk; skiln­ingur á inni­hald­inu eykst en ómögu­legt er að fram­kvæma krufn­ing­una án þess að drepa frosk­inn. Og svo vil ég taka fram að fólk sem setur sig á háan hest með því að útskýra hvað er fyndið og hvað ekki fer stundum ofsa­lega í taug­arnar á mér. Fjúkket. Þá er það frá. Í anda þess sjón­ar­miðs að fyr­ir­varar geti rétt­lætt allt ætla ég nú að útskýra brand­ara og segja ykkur hvað er fyndið og hvað ekki.

Auglýsing

Mis mis­klukkuð kímni­gáfa stjórn­sýsl­unnar



Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er svo­lítið að reyna að vera Agnar Hans­son alþýð­unnar þegar kemur að þátt­töku hennar í félags­miðlum á inter­net­inu. Löggan spilar með þær vænt­ingar sem fólk hefur um hana. Það er búist við því að löggan sé alvar­leg af því að hún þarf að fylgja lög­un­um. Þess vegna birtir hún grín­myndir og -mynd­bönd og upp­sker vin­sældir fyr­ir. Þetta er þekkt aðferða­fræði í heimi gríns­ins. Rík­is­kaup eru annað dæmi. Það býst eng­inn við því að hin háal­var­lega rík­is­stofnun Rík­is­kaup sé létt og skemmti­leg, en þegar Face­book-­síða þeirra er skoðuð má draga þá ályktun að þar haldi 37 ára gömul hús­móðir á Bland­inu á penna.

„Það er vita­skuld fagn­að­ar­efni að lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skuli ekki taka sig alltof alvar­lega og ég styð það heils hug­ar, en mér finnst sprellið hennar ekki kitla hláturtaugarnar.“

Það er þó ekki nóg að spila með vænt­ingar til að vera fynd­inn. Það þarf að glæða grínið ákveðnum blæ­brigðum til að það kom­ist til skila. Bless­un­ar­lega er ekki hægt að koma því í orð með góðu móti hvað þarf til að grínið verði gott. Grínið hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fer fyrir ofan garð og neðan af því að þessi blæ­brigði vant­ar. Afhjúpun Agn­ars Hans­sonar sem Halo-­spil­ara er hins vegar fynd­in, kannski af því að hún er óvilj­andi. Svo finn­ast mér Rík­is­kaup fyndin af því að þau hafa þessi blæ­brigði sem lög­regl­una skort­ir. Rík­is­kaup leyfa sér að varpa ásjónu valds­ins af sér, en löggan ekki. Löggan stígur ekki grínskrefið til fulls. Hún stígur aldrei út fyrir mörk hins krútt­lega og vel þokk­aða, út á svið hins absúrda og óskilj­an­lega, eins og Rík­is­kaup gera.

Það er vita­skuld fagn­að­ar­efni að lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skuli ekki taka sig alltof alvar­lega og ég styð það heils hug­ar, en mér finnst sprellið hennar ekki kitla hlát­ur­taug­arn­ar. En hvað veit ég? Ég er mað­ur­inn sem brestur í hlátur hvenær sem hann sér Bristol-töfl­una um klínískar skil­grein­ingar á þétt­leika hægða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None