Útsýnið úr fílabeinsturninum

Auglýsing

„Ég skal við­ur­kenna það að ég hlakk­aði til þegar ég fór að sofa í gær­kvöldi og vakn­aði kátur í morg­un,“ sagði Sig­mundur Davíð í til­efni skulda­leið­rétt­ing­ar­dags­ins sem vænt­an­lega verður rauður dagur héðan í frá. Í myrkv­uðu húsi í Garða­bænum hefur kveðið við annan tón þar sem Bjarni Bene­dikts­son hefur staðið glas­eygður og grá­baug­aður fyrir framan bað­her­berg­is­speg­il­inn og sagt við sjálfan sig: „Sama hvað ger­ist á morgun þá ertu ennþá flottur strák­ur,“ og hnyklað svo brjóst­vöðvana á sér mátt­leys­is­lega því til ósann­færðar stað­fest­ing­ar.

Á meðan á ofæfða blaða­manna­fund­inum stóð hefur hann svo síend­ur­tekið þessa mön­tru í hausnum á sér á meðan hann horfði á vel vara­sal­vaðar varir for­sæt­isáð­herr­ans hreyfast hljóð­laust á milli þess sem hann velti fyrir sér hvort það væri ein­hver leið til þess að aftengja vit­und sína lík­am­anum á meðan á þessum skrípa­leik stóð.

­Samt stendur stærsti stjórn­mála­flokkur Íslands þög­ull í far­þega­sæt­inu og horfir á þennan gjörn­ing fara fram, hug­mynda­fræði­lega holur að innan eins og til­finn­inga­lega tómi feðra­veld­is­út­hverfa­pabb­inn sem hann er

Auglýsing

Hann hlýtur nefni­lega að skamm­ast sín. Alveg eins og allur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hlýtur að skamm­ast sín. Eins glötuð og hún oft er þá er hann nefni­lega flokkur hug­mynda­fræði sem gengur út á frelsi – og jafn­framt ábyrgð ein­stak­lings­ins í sam­fé­lag­inu – sem sam­ræm­ist illa þeim gjörn­ingi að láta opin­beru fé rigna yfir fólk eins og rapp­ari á strípi­klúbbi í lélegu tón­list­ar­mynd­bandi frá tíunda ára­tugn­um. Samt stendur stærsti stjórn­mála­flokkur Íslands þög­ull í far­þega­sæt­inu og horfir á þennan gjörn­ing fara fram, hug­mynda­fræði­lega holur að innan eins og til­finn­inga­lega tómi feðra­veld­is­út­hverfa­pabb­inn sem hann er – hafði eitt sinn drauma og vænt­ingar um ein­hverja Ayn Randíska hetjupara­dís en horfir nú dauð­eygður á sjón­varpið til að deyfa í burtu magapín­una af öllu stolt­inu sem hann hefur þurft að gleypa. Ætli það sé ekki eins gott að hann megi ekki versla sér bjór í hverf­is­búð­inni því að ann­ars mundi hann lík­lega drekka sig í svefn á hverju kvöldi.

Sið­blindur fær sýn!En það voru ekki bara titr­andi efri­varir í Hörp­u­nni heldur líka uppi í Efsta­leiti þar sem Gísli Freyr Val­dórs­son var leið­asti maður í sjón­varpi síðan for­stjóri Brit­ish Petr­o­leum baðst afsök­unar á því að hafa hellt 800 milljón lítrum af olíu niður í Mexík­óflóa. Auð­mjúkur baðst hann afsök­unar á því að hafa dregið þennan lyga­myllu­stein á eftir sér í tæpt ár og þarna loks­ins kom­inn á sið­ferð­is­lega enda­stöð. Ég hefði ekki trúað þessu hefði ég ekki séð þetta með mínum eigin augum – eins og að horfa á sjón­varps­út­send­ingu frá krafta­verka­stund með Benny Hinn – sið­blindur fær sýn!

Hann virt­ist reyndar ekki muna mörg atriði máls­ins, né eftir neinum sam­tölum við fólk og í raun gat hann ekki fært atburð­ar­rás­ina í nein orð – nema þá ein­földu stað­reynd að sökin var hans og sam­viskan leyfði honum ekki að halda þessum lyga­vef gang­andi.

Vinir hans og vel­gjörð­ar­menn úr Sjálf­stæð­is­flokknum kepp­ast svo um að senda honum heilla­óskir og koma í orð aðdáun sinni á þeim gríð­ar­lega per­sónu­lega styrk sem hann sýndi með því að ljúga stans­laust í tíu mán­uði, dylgja um hæl­is­leit­end­ur, benda á aldr­aðar skúr­inga­konur og játa svo þegar óyggj­andi sönn­un­ar­gögn lágu loks­ins fyrir.

Vinir hans og vel­gjörð­ar­menn úr Sjálf­stæð­is­flokknum kepp­ast svo um að senda honum heilla­óskir og koma í orð aðdáun sinni á þeim gríð­ar­lega per­sónu­lega styrk sem hann sýndi með því að ljúga stans­laust í tíu mán­uði, dylgja um hæl­is­leit­end­ur, benda á aldr­aðar skúr­inga­konur og játa svo þegar óyggj­andi sönn­un­ar­gögn lágu loks­ins fyr­ir. „Öll él stytti upp um síðir Gísli minn...You’ll be back!” peppar pól­stjarna íslenskrar sið­vit­und­ar, Tryggvi Þór Her­berts­son. Svo sendir Fíla­delf­íu­söfn­uð­ur­inn líka heilla­kveðj­ur.

Helen Kell­er-­málsvörninÞrátt fyrir allt þetta ber inn­an­rík­is­ráð­herra enn fyrir sig Helen Kell­er-­málsvörn­ina og vill meina að hvorki augu, eyru né önnur af hennar skyn­færum hafi verið virk síð­ast­liðið tæpa árið og að hún geti ekki borið ábyrgð á afglöpum ófag­legs og póli­tískt ráð­ins aðstoð­ar­manns. Hún mun sitja sem fast­ast þangað til hún verður borin út enda búin að segja af sér nógu mörgum emb­ætt­um.

En núna þegar þeir eru búnir að fram­kvæma stóra Ein­ars Mika­els-töfra­bragðið sitt og breyta 80 millj­örðum í til­gangs­laust kjaftæði þá hlýtur kæru­leys­is­lyfið fljót­lega að renna af fólki

Í þessu blóð­baði stendur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ein­hvern veg­inn eftir sem sig­ur­veg­ari í stríði henti­stefn­unnar gegn hug­mynda­fræði. En núna þegar þeir eru búnir að fram­kvæma stóra Ein­ars Mika­els-töfra­bragðið sitt og breyta 80 millj­örðum í til­gangs­laust kjaftæði þá hlýtur kæru­leys­is­lyfið fljót­lega að renna af fólki og það þarf að und­ir­búa næsta útspil til að halda sýn­ing­unni gang­andi í rúm­lega tvö ár til við­bót­ar. Nú þegar er byrjað að berja þann upp­stopp­aða hest sem er Reykja­vík­ur­flug­völlur og er þá lík­legt að næst verði gripið í gamla slag­ara eins og per­ver­tískan áhuga á skipu­lags­málum í Soga­mýr­inni, fjöl­menn­ing­ar­fó­bíu og sturl­aðan ótta við erlent græn­meti.

Ann­ars er ekk­ert nýtt í því að lygarar haldi áfram að ljúga. Það er samt ágætt að hafa í huga að stærsta ástæðan fyrir því að lygarnar kom­ast stundum upp er að frekir blaða­menn fá óþol­andi þrá­hyggju fyrir að afhjúpa þær. Hefðu þeir Jón Bjarki og Jóhann Páll ekki haldið áfram að hamra á þessu máli í nærri heilt ár þá hefði lík­lega eng­inn fellt nein tár í Efsta­leit­inu. Það er ekki sjálf­gefið á tímum þar sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur varla við að snúa við dómum yfir íslenskum blaða­mönnum sem Hæsta­rétti fannst vera of hortug­ir. Stundum er ekki nóg að kveikja bara á kerti úti í glugga og vona að sið­lausu svik­ar­arnir skammist sín. Stundum er allt í lagi að gelta smá og rífa kjaft.

Góða fólkið hefur mælt.

Hanna Birna segðu af þér.

Park­li­fe!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None