Tíminn er eins og klósettvatnið

Auglýsing

Ég er búinn að bíða spenntur eftir því að allt fari til fjand­ans hérna síðan við byrj­uðum að brenna vöru­bretti fyrir utan Þjóð­leik­hús­skjall­ar­ann fyrir fimm árum. Ein­hvers staðar á leið­inni þaðan gleymdum við lík­lega af hverju við vorum svona reið því að kjaftæðið er síst minna núna en þá. Reyndar virð­ist kjaftæðið vera komið heilan hring því það á að fara að grafa Hval­fjarð­ar­göngin aftur svo að það sé örugg­lega hægt að rukka okkur í tutt­ugu ár í við­bót fyrir þann lúxus að þurfa ekki að rekast á Krist­ján Lofts­son í vega­sjopp­unni við hval­stöð­ina þar sem hann er í óða önn að mala síð­asta hval­inn ofan í bjór­flösku.

Við nennum varla að tuða lengur yfir því að íslenskir ráða­menn séu of miklir aum­ingjar til að reka hornin í mann­rétt­inda­brot valda­sjúkra stór­þjóða. Borg­ar­stjór­inn einn lætur í sér heyra á meðan for­set­inn tekur bros­andi í hlé­barða­temj­andi KGB-kruml­urnar á Pútín, enda finnst honum ekki að blanda eigi saman íþróttum og póli­tík. Það að flokka mann­rétt­indi sem póli­tík er reyndar merki­leg afstaða út af fyrir sig.

Fyrr­ver­andi dóms- og kirkju­mála­ráð­herra er búinn að ríf­ast svo mikið um sjálfan sig í kommenta­kerfi DV að hann er orð­inn virkur í athuga­semdum og for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar er með sjón­varps­þátt í nið­ur­níddu verk­smiðju­hús­næði niðri við höfn. Mennta­kerfið okkar er svo lélegt að það er ennþá verið að not­ast við sömu kennslu­bæk­urnar og Geir Haarde las 1958 þar sem blökku­menn eru kall­aðir negrar og brúnir menn mala­jar – sem er svo for­dóma­fullt að ég veit ekki einu sinni hvað það þýð­ir. Lífs­leikni Gillz er lang­sam­lega vin­sælasta kvik­mynd lands­ins þrátt fyrir að 365 hafi reynt að brenna allar nega­tíf­urnar og ung­lingar eru orðnir svo lélegir að þeir drekka ekki lengur brenni­vín heldur teyga Act­a­vis-hósta­saft og reykja salvíu.

Auglýsing

Það eru yfir hund­rað aug­lýs­inga­stofur og mark­aðs­fyr­ir­tæki skráð í Reykja­vík. Það vinna lík­lega fleiri hjá mark­aðs­­fyr­ir­tækjum en í heil­brigð­is­geir­an­um; samt er heitasta varan á Íslandi Lakk/Rís Draum­ur; Ríssúkkulaði sem er búið að klessa saman við Draum, eins og eitt­hvert mark­aðs­þró­un­ar­legt and­leys­is­bílslys. Stærsti verka­lýðs­leið­togi lands­ins biðlar til vinnu­flot­ans að kvitta undir ömur­lega kjara­samn­inga því að það þurfi að ná þjóð­ar­sátt um að halda áfram að vera ógeðs­lega blönk á meðan Pétur Guð­munds­son og Eykt reisa tvo nýja tólf millj­arða króna turna í Borg­ar­tún­inu þrátt fyrir að hafa skuldað 44 millj­arða árið 2010 sem bara ein­hvern veg­inn hurfu inn í ein­hverja afskrift­ar­móðu.

Samt erum við bara að tala um mann í Grinda­vík að hand­verka sig, eins og eng­inn hafi gert það áður.

Mik­ael Torfa­son er búinn að öskra á mig þrjá sunnu­daga í röð en samt er Gísli Mart­einn harð­asti ein­stak­ling­ur­inn í íslensku sjón­varpi – þótt það hafi lík­lega hjálpað honum að for­sæt­is­ráð­herr­ann er með við­líka sjón­varps­þokka og upp­blás­inn Ric­hard Nixon þótt hann hafi verið betur púðr­að­ur. Svo eru það Sam­tök atvinnu­lífs­ins sem tuða mest yfir hægri­st­jórn­inni. Fyrir hvern í ver­öld­inni er þessi stjórn þá?

Steypan end­ur­tekur sig dag eftir dag og við látum hana yfir okkur ganga því að fyrir framan nefið á okkur hangir gul­rót sem boðar bjart­ari tíð rétt handan við horn­ið. Vorið er eig­in­lega kom­ið, orlofið er greitt út eftir þrjá mán­uði, HM í fót­bolta er í sum­ar, skulda­nið­ur­fell­ing­arnar hljóta að detta inn fljót­lega og það eru bara þrjú ár í kosn­ing­ar. Við stöndum í þeirri mein­ingu að ef tím­inn líði hljótum við að vera að fær­ast áfram í átt að ein­hverju þegar við erum í raun bara öll ofan í sama fen­inu af kló­sett­vatni – synd­andi í hringi á eftir gul­rót­inni. Og þegar betur er að gáð er gul­rótin engin gul­rót heldur rúg­brauðs­biti í bandi og fyrir aftan þig stendur tím­inn eins og danskur dýra­garðs­vörður sem bíður eilíft færis að skjóta þig í hnakk­ann, búta þig niður og kasta þér í ljóna­gryfj­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None