Auglýsing

Í stað­inn fyrir að krossa okkur á inn­sog­inu á meðan við teljum jeppa­aug­lýs­ingar í dag­blöð­unum og pels­klæddar konur í Kringl­unni, hvernig væri að prófa svo­lítið nýtt? Hvernig væri að láta upp­sveifl­una, sem nú er komin í gang, ekki reita okkur til reiði heldur taka á henni af vand­virkni í þetta sinn. Hvernig væri að reyna að koma í veg fyrir að þetta verði eins og síð­ast. Að biðja þá sem bíða með gló­andi gull­stangir, til­búnar í bræðslu og eyðslu, að halda still­ingu sinni.

Tökum nýja góð­ær­inu með ró, verum yfir­veguð og dönn­uð, skínum skærar í þetta sinn. Ég legg til að í þessu góð­æri, vand­virka góð­ær­inu ef ég má, verði lögð áhersla á smekk­leg­heit, frum­leika, kúlt­úr, og síð­ast en svo aldeilis ekki síst: Sjálfs­virð­ing­una. Grund­vall­ar­at­riðið er: Hvernig verður hægt að koma á sem mest elegant hátt undan óhjá­kvæmi­legu hruni. Þið vit­ið. Við erum ekki að fara að taka þátt í neinu hel­vítis djammi þannig að við getum ekki horfst í augu hvert við annað dag­inn eft­ir. Ónei, það verður eng­inn subbu­legur þynnku­mórall í þessu góð­æri. Þetta verður lekker veisla með litlu víni, ekk­ert alkó­hól­laust alveg en þið vit­ið, sett­legt og virðu­legt.

Fyrsta verk­efnið er að átta sig á því hvernig hægt er að gera þetta minna plebba­legt en síð­ast. Það er byrjað að glitta í góð­ærið hér og hvar og því miður er stefn­an, sem það virð­ist vera að taka, hrotta­leg: Bearna­ise gos­brunn­ar, hvít­bólstraðir leð­ur­veggir og instagram af makkar­ónu og kampóglasi í Saga Loun­ge?! Í alvör­unni talað krakk­ar? Höfum við EKK­ERT lært? Við getum ekki leyft okkur að sil­ast inn á þessa kunn­ug­legu og glöt­uðu hall­æris­braut. Ekki aft­ur. Ekki meir.

Auglýsing

Mundi það til dæmis myrða lifur að keyra smá metnað og dýpt í gang í þetta sinn? Bara smá? Áður en þetta fer allt í sama ruglið og síð­ast og ekki er hægt að bakka út. Síð­ast var bara svona „eitt­hvað” gert og svo var ekki hægt að koma neinu af þessu djönki, sem fólk hafði sankað að sér, í verð því það var allt svo ljótt og glat­að. Í ljósi þessa, nú þegar pen­ing­arnir eru byrj­aðir að rúlla aftur inn á færi­bandi, hefur aldrei verið mik­il­væg­ara að koma einmitt fram við þá af smekk­vísi og eyða þeim fal­lega. Hvernig væri til dæmis að auð­kýf­ing­arnir okkar ætt­leiddu fal­legan orangúta í Amazon­frum­skógi í stað­inn fyrir að spand­era í ávaxtaskúlp­túr af fjöl­skyld­unni á stóraf­mæl­um. Ókei, ef það þarf endi­lega að eyða þessum pen­ingum í hluti, þá plís reynið að gera það með stæl, svo aðrir þurfi ekki að þjást yfir þeim ólekk­er­heitum og hnakka­stælum og uppa­við­bjóði sem grass­er­aði hér í síðasta góð­æri.

Elton John og Tinu Turner verður ekki boðið í þetta sinn. Gefið dans­andi panda­björn­unum frí og leyfið ferm­ing­ar­veislu­gestum frekar að hand­fjatla gamlar rost­ungs­tennur sem vík­ingar versl­uðu með og fund­ust á Snæ­fells­nesi hér um árið. Ef mark­miðið er að hressa upp á inn­búið til hvers að rusla ein­hverri design klukku upp á vegg þegar svo auð­veld­lega er hægt að gera sér gömlu kirkju­klukk­urnar úr sveit­inni, þar sem for­feð­urnir fædd­ust og dóu, að góðu? Hægt er að hengja klukk­urnar upp í for­stof­unni og hala svo í reipið einu sinni á dag eða oftar þegar maður vill safna nágrönn­unum saman til að vekja athygli á sér eða koma með til­kynn­ing­ar. Þetta er svo miklu fág­aðra, svo ég tali nú ekki um þjóð­legra, en þegar starfs­fólk Range Rover umboðs­ins myndar heið­ursvörð þegar tekið er á móti nýjasta mód­el­inu.

Talandi um sam­göngu­máta: Forð­umst eins­leitan jeppa­flota eins og síð­ast. En hvernig á þá að kom­ast um? gæti ein­hver spurt. Jú, hví ekki að koma sér upp hesta­stóði? Reyna að ríða á milli staða hér í borg­inni? Eins og fína fólkið í sveit­unum ferð­að­ist á milli bæja? Æða með gusti inn á svæðið hvar sem maður kem­ur? Þetta er líka gott fyrir fólk sem hræð­ist ekki athygl­ina. Hvernig er hægt að baða sig í meiri ljóma og dýrð en að mæta á Gosa frá Fagra­hóli í vinn­una, jafn­vel með kask­eiti úr Geysi?

Þegar huga skal að lóð­inni væri síðan ágætt að byggja ekki ein­hvern leti­legan pall og klístraðan heitan pott. Allt almenni­legt fólk reisir sér auð­vitað minn­is­merki. Minn­is­merkið yrði til heið­urs for­feðr­unum sem voru sjó­menn. Hægt yrði að halda hátíð­ar­stund í garð­inum einu sinni í mán­uði þar sem heim­il­is­fólk vott­aði þeim, sem rök­uðu inn auð­inum sem það býr við í dag, virð­ingu sína. Og gleymum ekki for­mæðr­unum í eitt augna­blik. Við tökum hinn íslenska konu­dag lengra og látum sauma skott­húfur á fjöl­skyldu­með­limi unga sem aldna. Með alvöru silf­ur­hólkum og öllu til­heyr­andi. Í þessum múnd­er­ingum væri hægt að spranga um bæinn á 17. júní. Það yrði nú aðeins meiri stíll yfir því en varn­ingnum frá London sem liðið versl­aði sér á milli tón­leika með Stuð­mönnum hérna um árið. Í nýja góð­ær­inu verður ekk­ert: „Beint í búð­irnar eftir Albert Hall”. Ónei.

Talandi um útlönd: Það kemur ekki til greina að menga móður jörð með því að ferð­ast til útlanda tvisvar í mán­uði. Við ætlum ekki að láta nappa okkur aftur í næsta hruni sem algjöra fábjána. Þegar verið er að brenna jóla­tréð á Aust­ur­velli jólin 2019 verður ekki hægt að gúggla neinn Íslend­ing svolgrandi í sig lífsel­ixír úr heil­agri laug í Jórdaníu með gull­flögum ofan á. Ó nei. Það er miklu smekk­legra að geta sagst með stolti hafa varið góð­ær­inu heima í garð­inum að róta í mold­inni að rækta eitt­hvað. (Note to self: Muna að reka þjón­ustu­liðið út úr mynd­ara­mm­anum þegar tekin er sel­fie í garð­inum fyrir sam­fé­lags­miðl­ana. Netið gleymir eng­u.)

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá snýst þetta um að skilja eitt­hvað eftir sig. Eins og til dæmis sjálfs­virð­ing­una. Ef afla á sér vin­sælda í góð­ær­inu er ekki sig­ur­strang­legt að draga vini og kunn­ingja með í kúlu­lán eða eitt­hvert álíka loft­laust rugl. Alvöru auð­ugir vinir mæta með heima­bakað brauð á tröpp­urnar þegar sam­ferða­fólk þeirra fær kvef. Þið vit­ið. Smá sveitafíl­ingur eins og í gamla daga þegar fólk kunni og gat. Í sam­heldnum dal þar sem óðals­bónd­inn gaf fátæk­lingum ókeypis meðöl og mat. Vera til stað­ar and­lega líka, hugga sorg­mædda með ábúð­ar­fullum svip. Eins og Lísi­bet í Dala­líf­i.  Hún var auðug en gerði vel við sitt fólk, sendi barna­föt á bæi þegar konur lögð­ust á sæng. Það er öllu ríku fólki hollt að finna sig í svona hlut­um. Win win fyrir alla. Reynum að skilja eitt­hvað meira eftir okkur en Range Rover og blóð­nasir þegar allt fer norður og nið­ur. Því það er lög­mál börnin góð. Allt sem fer upp fer á end­anum nið­ur. Góð(ær­is) stund­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None