Auglýsing

Á fimmtu­dag var kynnt skýrsla um RÚV. Í aðdrag­and­anum var upp­lýs­ingum úr henni lekið í valda fjöl­miðla og kynn­ing hennar vand­lega skipu­lögð af almanna­tengsla­full­trúa sem vinnur mikið fyrir helst­u ­leik­endur í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Til­gang­ur­inn virð­ist hafa verið sá að setja, enn eitt árið, af ­stað nei­kvæða umræðu um fram­tíð RÚV.

Nefndin sem vann skýrsl­una fékk það hlut­vert að fjalla um ­starf­semi og rekstur RÚV frá ohf.-væð­ingu 2007 og fram til dags­ins í dag. Nið­ur­staða hennar var sú að rekstur RÚV er ósjálf­bær. Sú nið­ur­staða hefur reyndar leg­ið ­fyrir árum sam­an. Þ.e. stjórn­endur RÚV telja sig ekki geta rekið fyr­ir­tæk­ið ­sam­kvæmt þeim þjón­ustu­samn­ingi sem er í gildi miðað við þær tekjur sem því er ­skammt­að. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessa stöðu í jan­úar síð­ast­liðn­um, þeg­ar ­síð­ustu lotu í hinni hatrömmu bar­áttu um RÚV var ný lok­ið. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur einnig fram, og hefur ekki verið borið til­ baka, að áætl­anir sem RÚV vinnur eftir í dag geri ráð fyrir því að RÚV fái hærra útvarps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi og að 3,2 millj­arða króna lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag fyr­ir­tæk­is­ins. ­Stjórn­endur RÚV hafa vænt­an­lega ekki ákveðið að reka fyr­ir­tækið með þessum hætt­i og sjá svo til hvort þeir myndu kom­ast upp með það. Ein­hver póli­tískur ráða­mað­ur­ hefur sagt þeim að þeir mættu það. Og sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðs­ins frá því í maí er sá ráða­maður Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. For­mað­ur­ fjár­laga­nefndar sagði hins vegar á fimmtu­dag að hvorki hærra útvarps­gjald né yfir­taka á skuldum kæmi til greina.

Nefnd komst að ­gam­alli nið­ur­stöðu

Það þurfti ekki að skipa nefnd til að kom­ast að þess­ari ­nið­ur­stöðu um fjár­mál RÚV. Raunar er ein­ungis liðið tæpt ár síðan að stjórn RÚV lét PwC vinna úttekt „á til­teknum atriðum er varða fjár­hag Rík­is­út­varps­ins ohf.“. Hægt er að lesa hana hér.

Það var ein­hver önnur ástæða fyrir því að setja sam­an­ þessa nefnd. Þess vegna fjall­aði skýrsla nefnd­ar­innar lika um breyt­ingar í tækni og neyt­enda­hegðun og hvaða áhrif þær hefðu á rík­is­fjöl­mið­il­inn og hlut­verk hans, þrátt fyrir að engin nefnd­ar­manna hafi neina sýni­lega sér­þekk­ingu á fjöl­miðl­um.

Breyt­ingar á fjöl­miðlaum­hverfi er risa­stórt og verð­ug­t verk­efni fyrir stjórn­völd að greina, bæði RÚV vegna og til að ramma betur inn­ ­starfs­um­hverfi allra fjöl­miðla. Sú upp­lýs­inga­bylt­ing sem við erum að lifa er stærsta sam­fé­lags­breyt­ing frá iðn­bylt­ing­unni og þær leiðir sem neyt­endur velja til að nálg­ast efni hafa umpól­ast á örfáum árum.

Nálgun nefnd­ar­innar á verk­efnið er því miður yfir­borðs­kennd og illa unn­in. Hún tekur saman tölur um breyt­ingar á áskrift­ar­fjölda og áhorf og ber síðan saman rekstur RÚV við hluta af rekstri 365 miðla, stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins. Sá sam­an­burður er greini­lega gerður á for­sendum 365 þar sem stór hluti rekstr­ar­kostn­aðar fyr­ir­tæk­is­ins (kostn­aður við ­í­þrótta­stöðvar þess), sem sann­ar­lega á að falla undir fram­leiðslu- og dag­skrár­gerð­ar­kostn­að, er felldur út. Auk þess þarf RÚV að sinna ýmis­konar skil­greindri, og kostn­að­ar­samri efn­is­fram­leiðslu sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við rík­ið, sem 365 þarf ekki að ­gera.

Rætt við tvo ­sam­keppn­is­að­ila

Í skýrslu nefnd­ar­innar kemur fram hverjir við­mæl­endur henn­ar við vinnslu úttekt­ar­innar voru. Utan þeirra sem koma frá RÚV og stjórn­sýsl­unn­i var rætt við tvo aðila: Sævar Frey Þrá­ins­son, for­stjóra 365 miðla, og Magn­ús Ragn­ars­son, nokk­urs konar sjón­varps­stjóra Sím­ans. Magnús var ráð­inn í það starf í fyrra en var áður aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­son­ar, þess ráð­herra sem ­skip­aði nefnd­ina sem vann úttekt­ina.

Þegar verið er að greina breyt­ingar í tækni og neyt­enda­hegð­un á hlut­verki RÚV er ekki ásætt­an­legt að ræða bara við þá tvo aðila sem stýra helstu sam­keppn­is­að­ilum RÚV um tekjur á sjón­varps- og útvarps­mark­aði. Þeir mun­u eðli­lega, með hags­muni sinna fyr­ir­tækja í huga, nið­ur­setja RÚV í slík­um ­sam­tölum og láta af hendi gögn sem styðja stöðu þeirra. Auk þess eru fjöl­margir aðrir minni miðlar að fram­leiða ­mynd­bandsefni, hlað­varp og texta í beinni sam­keppni við RÚV sem hafa allt önn­ur ­sjón­ar­horn fram að færa við vinnslu svona grein­ing­ar. Aðilar sem sjá til dæm­is­ ­sam­vinnu við RÚV um efn­is­fram­leiðslu sem mögu­leika, en slík sam­vinna og efn­is­kaup eru alþekkt í öðrum löndum sem reka rík­is­fjöl­mið­il. Eng­inn áhugi var hins vegar á því sam­tal­i hjá skýrslu­gerð­ar­mönn­um.

Sam­an­dregið er því skýrslan end­ur­tekn­ing á þegar upp­lýstri fjár­hags­stöðu RÚV, óvönduð grein­ing á því fjöl­miðlaum­hverfi sem er við lýð­i hér­lendis og skakkur sam­an­burður á rekstr­ar­kostn­aði RÚV og 365 miðla. Fram­setn­ing henn­ar, sem er svört, er síðan sniðin að þeim póli­tíska vilja sem er ríkj­andi innan beggja stjórn­ar­flokk­anna um að grafa undan RÚV.

Meðal ann­ars vegna þess að stjórn­mála­menn­irnir eru ósátt­ir við frétta­flutn­ing af sér og sínum flokk­um.

Umræða end­ur­sýnd

Sú umræða sem nú er verið að hlaða í er end­ur­sýn­ing á leik­þætti sem síð­ast var settur á fjal­irnar í fyrra­haust. Þá töl­uðu ráða­menn um skera þyrfti RÚV nið­ur, stærstu einka­reknu miðl­arnir fóru ham­förum við að berja á RÚV í von um bætta sam­keppn­is­stöðu og margir starfs­menn rík­is­fjöl­mið­ils­ins fóru í bön­k­er­inn fyrir sitt fyr­ir­tæki og réð­ust á alla sem fjöll­uðu ekki um starf­semi RÚV eftir þeirra for­skrift.

Nú, eins og þá, liggur fyrir að Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­mað­ur­ fjár­laga­nefnd­ar, vill klippa væng­ina af RÚV og nú, eins og þá, liggur fyrir að íhalds­öfl innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, með djúpar rætur inn á Morg­un­blað­ið, vilja hel­st loka rík­is­fjöl­miðl­in­um. Lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem á að ver­a ­stefnu­markandi, sam­þykkti meira að segja ályktun um að ríkið ætti að selja RÚV. Það tók Ill­uga Gunn­ars­son þó ein­ungis nokkra daga að sýna fram á að slík­ ­stefnu­mörkun er ein­ungis til heima­brúks. Hann til­kynnti skýrt á fimmtu­dag að RÚV yrði ekki selt. En veg­ferðin er skýr.

RÚV mun samt standa af sér þessa aðför og í ljósi þess að ­kosið verður 2017 verður þetta lík­ast til sú síð­asta í bili. Það er nefni­lega eng­inn áhugi hjá meiri­hluta almenn­ings að einka­væða eða leggja niður RÚV. Og hæpið að stjórn­mála­menn séu að fara að leggja í þann slag á kosn­inga­vetri.

Ósnert póli­tískt tæki­færi

Í ljósi þess mikla stuðn­ings sem rekstur rík­is­fjöl­mið­ils hefur í sam­fé­lag­inu vekur athygli að ekk­ert stjórn­mála­afl virð­ist sjá sér tæki­færi í að marka skýra stefnu um fram­tíð RÚV.

Stjórn­mála­menn hafa alltaf viljað fikta í RÚV sjálfum sér­ til fram­drátt­ar. Áður fyrr var það gert í gegnum póli­tískar ráðn­ingar og af­skipti póli­tísk skip­aðra útvarps­ráðs­manna. Eftir að sú mis­notkun var ekki lið­in ­lengur hafa stjórn­mála­menn beitt fjár­veit­inga­vald­inu í stað­inn.

Þessu þarf að breyta. RÚV þarf að fá skil­greint hlut­verk, skil­greinda tekju­stofna og óhæði frá aug­lýs­inga­mark­aði. Þetta hlut­verk og þessir tekju­stofnar þurfa að vera skýrt skil­greindir í lögum og í kjöl­far­ið eiga stjórn­mála­menn ekki að skipta sér með neinum hætti að fyr­ir­tæk­inu, svo ­lengi sem það heldur sér innan skil­greindra kostn­að­ar­marka. Það á að fá frið­ til að móta lang­tíma­stefnu um að sinna öfl­ugri dag­skrár­gerð, menn­ing­ar­hlut­verki og frétta­þjón­ustu.

Mark­aður mót­aður af hags­muna­að­ilum

Sam­hliða ætti stjórn­mál­afl að sjá tæki­færi í að bjóða upp á skýra sýn um bætt starfs­um­hverfi allra fjöl­miðla á Íslandi. Það er rík krafa á meðal almenn­ings um aðhald fjöl­miðla og viti borna lýð­ræð­is­lega umræðu. Hvor­ug­t verður að veru­leika ef fag­legir fjöl­miðl­ar, þeir sem veita slíkt aðhald og ­bjóða upp á slíka umræðu, eiga bara að starfa á hug­sjón­inni einni sam­an.

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að fjöl­miðla­rekstur er mjög erf­ið­ur. Nán­ast allir miðlar lands­ins eru reknir með tapi. Sam­hliða eru þeir stans­laust gagn­rýndir fyrir að vera léleg­ir, oft af sama fólk­inu sem vill ekki ­borga fyrir fréttir og kvartar yfir öllum öðrum tekju­öfl­un­ar­leiðum sem ­fjöl­miðlar reyna að feta til að reka sig.

Framundan eru stór­kost­legir tímar í fjöl­miðlun og ­sam­skipt­um. Inter­net­ið, sam­skipta­miðlar og snjall­tæki hafa breytt öllu. Það er ekki hægt lengur að stýra umræðu og stjórna flæði upp­lýs­inga. Í þessu felast gríð­ar­leg tæki­færi til að þroska lýð­ræðið og umræð­una.

Staðan á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði, í miðj­u­m breyt­ing­ar­storm­in­um, er hins vegar ekk­ert sér­lega beys­in. Stór ástæða þess er sú að fjöl­miðla­mark­að­ur­inn hefur verið lát­inn afskiptur af reglu­gerð­ar­vald­inu og hags­muna­að­il­ar, sem hafa mis­mun­andi ástæður til þess að vilja hafa áhrif á umræðu, hafa fengið að ­móta hann.

Rekstr­ar­erf­ið­leikar og óskýrar for­sendur

Fyrir utan RÚV eru tveir risar á mark­aðn­um: 365 miðlar og Árvak­ur. 365 miðlar eru í meiri­hluta­eigu aðila sem eru oft and­lag frétta og hafa beinan hag af því hvernig fjallað er um þá. Fyr­ir­tækið á einnig í aug­ljósum rekstr­ar­erf­ið­leik­um ­sem birt­ast m.a. í því að það til­kynnir um skipu­lags­breyt­ingar nokkrum sinnum á ári. En und­ir­liggj­andi er að fyr­ir­tækið segir upp fólki í hverri ein­ustu end­ur­skipu­lagn­ing­ar­lotu. Og sífellt færri vinna á frétta­stofu ­fyr­ir­tæk­is­ins.

Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blað­ið, er ekki rek­inn á rekstr­ar­legum for­sendum. Það er ein­hver önnur ástæða fyrir því að halda úti­ ­fyr­ir­tæk­inu. Þrátt fyrir að Árvakur hafi fengið 4,5 millj­arða króna afskrif­aða hjá end­ur­reistum við­skipta­banka sínum á und­an­förnum árum – sem er ótrú­legt út frá­ ­sam­keppn­is­legum sjón­ar­miðum – og eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafi sett millj­arð króna í nýtt rekstr­arfé tapar það samt for­mú­um. Vasar eig­end­anna, sem eru ­stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, eru hins vegar djúpir og engin hætta á að Árvakur sé að fara að hætta starf­semi.

Síð­asta haust varð svo til vísir að öðru fjöl­miðla­veld­i þegar fjöl­miðla­fyr­ir­tæki Björns Inga Hrafns­sonar keypti DV. Fyr­ir­tækið hef­ur ­síðan bætt ýmsum öðrum miðlum í sarp­inn, ráðið fok­dýrt fólk til starfa og fjár­fest ­tölu­vert í starf­semi sinni. Engin leið er að átta sig á því hvaðan pen­ing­arn­ir ­sem þarf til í þetta ævin­týri koma. Það er að minnsta kosti ekki hægt að sjá það á nýj­ustu árs­reikn­ingum þeirra fyr­ir­tækja sem til­heyra DV/­Pressu-veld­inu, vegna þess að engum þeirra hefur verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrá­ar.

Fyrir utan þessa stóru aðila eru nokkrir minni miðl­ar, margir hverjir syllu­miðl­ar, að reyna að fóta sig í þessum dýra­garði hags­muna­gæslu, rík­is­nið­ur­greiðslu, sam­keppn­is­hind­r­ana og póli­tískra afskipta þar sem engar almennar leik­reglur gilda og ­Fjöl­miðla­nefnd hefur ekki heim­ild til að gera annað en að ávíta sjón­varps­stöðv­ar ­fyrir að sýna James Bond myndir of snemma á föstu­dags­kvöld­um. 

Það þarf stefnu

Það þarf skýra stefnu­mörkun um stöðu rík­is­fjöl­mið­ils í ís­lensku sam­fé­lagi, skýra stefnu­mörkun um hvers konar sam­keppn­isum­hverfi eig­i að vera í fjöl­miðla­geir­anum og skýra stefnu­mörkun um hvort og þá hvaða styrki eða greiðslur eigi að veita úr opin­berum sjóðum til að stuðla að upp­lýstri, opinn­i, lýð­ræð­is­legri og vit­rænni umræðu í íslensku sam­fé­lagi.

Það er gríð­ar­leg eft­ir­spurn eftir nákvæm­lega þessu og ­stjórn­mála­afl sem nær að búa til trú­verð­uga stefnu í þessum málum gæti vel náð í ansi mörg atkvæði út á hana. Ljóst er að frjálsir og óháðir fjöl­miðlar myndu fagna slíkri stefn­u. 

Það þarf bara vilja til að móta hana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None