Auglýsing

Á fimmtu­dag var kynnt skýrsla um RÚV. Í aðdrag­and­anum var upp­lýs­ingum úr henni lekið í valda fjöl­miðla og kynn­ing hennar vand­lega skipu­lögð af almanna­tengsla­full­trúa sem vinnur mikið fyrir helst­u ­leik­endur í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Til­gang­ur­inn virð­ist hafa verið sá að setja, enn eitt árið, af ­stað nei­kvæða umræðu um fram­tíð RÚV.

Nefndin sem vann skýrsl­una fékk það hlut­vert að fjalla um ­starf­semi og rekstur RÚV frá ohf.-væð­ingu 2007 og fram til dags­ins í dag. Nið­ur­staða hennar var sú að rekstur RÚV er ósjálf­bær. Sú nið­ur­staða hefur reyndar leg­ið ­fyrir árum sam­an. Þ.e. stjórn­endur RÚV telja sig ekki geta rekið fyr­ir­tæk­ið ­sam­kvæmt þeim þjón­ustu­samn­ingi sem er í gildi miðað við þær tekjur sem því er ­skammt­að. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessa stöðu í jan­úar síð­ast­liðn­um, þeg­ar ­síð­ustu lotu í hinni hatrömmu bar­áttu um RÚV var ný lok­ið. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur einnig fram, og hefur ekki verið borið til­ baka, að áætl­anir sem RÚV vinnur eftir í dag geri ráð fyrir því að RÚV fái hærra útvarps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi og að 3,2 millj­arða króna lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag fyr­ir­tæk­is­ins. ­Stjórn­endur RÚV hafa vænt­an­lega ekki ákveðið að reka fyr­ir­tækið með þessum hætt­i og sjá svo til hvort þeir myndu kom­ast upp með það. Ein­hver póli­tískur ráða­mað­ur­ hefur sagt þeim að þeir mættu það. Og sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðs­ins frá því í maí er sá ráða­maður Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. For­mað­ur­ fjár­laga­nefndar sagði hins vegar á fimmtu­dag að hvorki hærra útvarps­gjald né yfir­taka á skuldum kæmi til greina.

Nefnd komst að ­gam­alli nið­ur­stöðu

Það þurfti ekki að skipa nefnd til að kom­ast að þess­ari ­nið­ur­stöðu um fjár­mál RÚV. Raunar er ein­ungis liðið tæpt ár síðan að stjórn RÚV lét PwC vinna úttekt „á til­teknum atriðum er varða fjár­hag Rík­is­út­varps­ins ohf.“. Hægt er að lesa hana hér.

Það var ein­hver önnur ástæða fyrir því að setja sam­an­ þessa nefnd. Þess vegna fjall­aði skýrsla nefnd­ar­innar lika um breyt­ingar í tækni og neyt­enda­hegðun og hvaða áhrif þær hefðu á rík­is­fjöl­mið­il­inn og hlut­verk hans, þrátt fyrir að engin nefnd­ar­manna hafi neina sýni­lega sér­þekk­ingu á fjöl­miðl­um.

Breyt­ingar á fjöl­miðlaum­hverfi er risa­stórt og verð­ug­t verk­efni fyrir stjórn­völd að greina, bæði RÚV vegna og til að ramma betur inn­ ­starfs­um­hverfi allra fjöl­miðla. Sú upp­lýs­inga­bylt­ing sem við erum að lifa er stærsta sam­fé­lags­breyt­ing frá iðn­bylt­ing­unni og þær leiðir sem neyt­endur velja til að nálg­ast efni hafa umpól­ast á örfáum árum.

Nálgun nefnd­ar­innar á verk­efnið er því miður yfir­borðs­kennd og illa unn­in. Hún tekur saman tölur um breyt­ingar á áskrift­ar­fjölda og áhorf og ber síðan saman rekstur RÚV við hluta af rekstri 365 miðla, stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins. Sá sam­an­burður er greini­lega gerður á for­sendum 365 þar sem stór hluti rekstr­ar­kostn­aðar fyr­ir­tæk­is­ins (kostn­aður við ­í­þrótta­stöðvar þess), sem sann­ar­lega á að falla undir fram­leiðslu- og dag­skrár­gerð­ar­kostn­að, er felldur út. Auk þess þarf RÚV að sinna ýmis­konar skil­greindri, og kostn­að­ar­samri efn­is­fram­leiðslu sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við rík­ið, sem 365 þarf ekki að ­gera.

Rætt við tvo ­sam­keppn­is­að­ila

Í skýrslu nefnd­ar­innar kemur fram hverjir við­mæl­endur henn­ar við vinnslu úttekt­ar­innar voru. Utan þeirra sem koma frá RÚV og stjórn­sýsl­unn­i var rætt við tvo aðila: Sævar Frey Þrá­ins­son, for­stjóra 365 miðla, og Magn­ús Ragn­ars­son, nokk­urs konar sjón­varps­stjóra Sím­ans. Magnús var ráð­inn í það starf í fyrra en var áður aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­son­ar, þess ráð­herra sem ­skip­aði nefnd­ina sem vann úttekt­ina.

Þegar verið er að greina breyt­ingar í tækni og neyt­enda­hegð­un á hlut­verki RÚV er ekki ásætt­an­legt að ræða bara við þá tvo aðila sem stýra helstu sam­keppn­is­að­ilum RÚV um tekjur á sjón­varps- og útvarps­mark­aði. Þeir mun­u eðli­lega, með hags­muni sinna fyr­ir­tækja í huga, nið­ur­setja RÚV í slík­um ­sam­tölum og láta af hendi gögn sem styðja stöðu þeirra. Auk þess eru fjöl­margir aðrir minni miðlar að fram­leiða ­mynd­bandsefni, hlað­varp og texta í beinni sam­keppni við RÚV sem hafa allt önn­ur ­sjón­ar­horn fram að færa við vinnslu svona grein­ing­ar. Aðilar sem sjá til dæm­is­ ­sam­vinnu við RÚV um efn­is­fram­leiðslu sem mögu­leika, en slík sam­vinna og efn­is­kaup eru alþekkt í öðrum löndum sem reka rík­is­fjöl­mið­il. Eng­inn áhugi var hins vegar á því sam­tal­i hjá skýrslu­gerð­ar­mönn­um.

Sam­an­dregið er því skýrslan end­ur­tekn­ing á þegar upp­lýstri fjár­hags­stöðu RÚV, óvönduð grein­ing á því fjöl­miðlaum­hverfi sem er við lýð­i hér­lendis og skakkur sam­an­burður á rekstr­ar­kostn­aði RÚV og 365 miðla. Fram­setn­ing henn­ar, sem er svört, er síðan sniðin að þeim póli­tíska vilja sem er ríkj­andi innan beggja stjórn­ar­flokk­anna um að grafa undan RÚV.

Meðal ann­ars vegna þess að stjórn­mála­menn­irnir eru ósátt­ir við frétta­flutn­ing af sér og sínum flokk­um.

Umræða end­ur­sýnd

Sú umræða sem nú er verið að hlaða í er end­ur­sýn­ing á leik­þætti sem síð­ast var settur á fjal­irnar í fyrra­haust. Þá töl­uðu ráða­menn um skera þyrfti RÚV nið­ur, stærstu einka­reknu miðl­arnir fóru ham­förum við að berja á RÚV í von um bætta sam­keppn­is­stöðu og margir starfs­menn rík­is­fjöl­mið­ils­ins fóru í bön­k­er­inn fyrir sitt fyr­ir­tæki og réð­ust á alla sem fjöll­uðu ekki um starf­semi RÚV eftir þeirra for­skrift.

Nú, eins og þá, liggur fyrir að Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­mað­ur­ fjár­laga­nefnd­ar, vill klippa væng­ina af RÚV og nú, eins og þá, liggur fyrir að íhalds­öfl innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, með djúpar rætur inn á Morg­un­blað­ið, vilja hel­st loka rík­is­fjöl­miðl­in­um. Lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem á að ver­a ­stefnu­markandi, sam­þykkti meira að segja ályktun um að ríkið ætti að selja RÚV. Það tók Ill­uga Gunn­ars­son þó ein­ungis nokkra daga að sýna fram á að slík­ ­stefnu­mörkun er ein­ungis til heima­brúks. Hann til­kynnti skýrt á fimmtu­dag að RÚV yrði ekki selt. En veg­ferðin er skýr.

RÚV mun samt standa af sér þessa aðför og í ljósi þess að ­kosið verður 2017 verður þetta lík­ast til sú síð­asta í bili. Það er nefni­lega eng­inn áhugi hjá meiri­hluta almenn­ings að einka­væða eða leggja niður RÚV. Og hæpið að stjórn­mála­menn séu að fara að leggja í þann slag á kosn­inga­vetri.

Ósnert póli­tískt tæki­færi

Í ljósi þess mikla stuðn­ings sem rekstur rík­is­fjöl­mið­ils hefur í sam­fé­lag­inu vekur athygli að ekk­ert stjórn­mála­afl virð­ist sjá sér tæki­færi í að marka skýra stefnu um fram­tíð RÚV.

Stjórn­mála­menn hafa alltaf viljað fikta í RÚV sjálfum sér­ til fram­drátt­ar. Áður fyrr var það gert í gegnum póli­tískar ráðn­ingar og af­skipti póli­tísk skip­aðra útvarps­ráðs­manna. Eftir að sú mis­notkun var ekki lið­in ­lengur hafa stjórn­mála­menn beitt fjár­veit­inga­vald­inu í stað­inn.

Þessu þarf að breyta. RÚV þarf að fá skil­greint hlut­verk, skil­greinda tekju­stofna og óhæði frá aug­lýs­inga­mark­aði. Þetta hlut­verk og þessir tekju­stofnar þurfa að vera skýrt skil­greindir í lögum og í kjöl­far­ið eiga stjórn­mála­menn ekki að skipta sér með neinum hætti að fyr­ir­tæk­inu, svo ­lengi sem það heldur sér innan skil­greindra kostn­að­ar­marka. Það á að fá frið­ til að móta lang­tíma­stefnu um að sinna öfl­ugri dag­skrár­gerð, menn­ing­ar­hlut­verki og frétta­þjón­ustu.

Mark­aður mót­aður af hags­muna­að­ilum

Sam­hliða ætti stjórn­mál­afl að sjá tæki­færi í að bjóða upp á skýra sýn um bætt starfs­um­hverfi allra fjöl­miðla á Íslandi. Það er rík krafa á meðal almenn­ings um aðhald fjöl­miðla og viti borna lýð­ræð­is­lega umræðu. Hvor­ug­t verður að veru­leika ef fag­legir fjöl­miðl­ar, þeir sem veita slíkt aðhald og ­bjóða upp á slíka umræðu, eiga bara að starfa á hug­sjón­inni einni sam­an.

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að fjöl­miðla­rekstur er mjög erf­ið­ur. Nán­ast allir miðlar lands­ins eru reknir með tapi. Sam­hliða eru þeir stans­laust gagn­rýndir fyrir að vera léleg­ir, oft af sama fólk­inu sem vill ekki ­borga fyrir fréttir og kvartar yfir öllum öðrum tekju­öfl­un­ar­leiðum sem ­fjöl­miðlar reyna að feta til að reka sig.

Framundan eru stór­kost­legir tímar í fjöl­miðlun og ­sam­skipt­um. Inter­net­ið, sam­skipta­miðlar og snjall­tæki hafa breytt öllu. Það er ekki hægt lengur að stýra umræðu og stjórna flæði upp­lýs­inga. Í þessu felast gríð­ar­leg tæki­færi til að þroska lýð­ræðið og umræð­una.

Staðan á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði, í miðj­u­m breyt­ing­ar­storm­in­um, er hins vegar ekk­ert sér­lega beys­in. Stór ástæða þess er sú að fjöl­miðla­mark­að­ur­inn hefur verið lát­inn afskiptur af reglu­gerð­ar­vald­inu og hags­muna­að­il­ar, sem hafa mis­mun­andi ástæður til þess að vilja hafa áhrif á umræðu, hafa fengið að ­móta hann.

Rekstr­ar­erf­ið­leikar og óskýrar for­sendur

Fyrir utan RÚV eru tveir risar á mark­aðn­um: 365 miðlar og Árvak­ur. 365 miðlar eru í meiri­hluta­eigu aðila sem eru oft and­lag frétta og hafa beinan hag af því hvernig fjallað er um þá. Fyr­ir­tækið á einnig í aug­ljósum rekstr­ar­erf­ið­leik­um ­sem birt­ast m.a. í því að það til­kynnir um skipu­lags­breyt­ingar nokkrum sinnum á ári. En und­ir­liggj­andi er að fyr­ir­tækið segir upp fólki í hverri ein­ustu end­ur­skipu­lagn­ing­ar­lotu. Og sífellt færri vinna á frétta­stofu ­fyr­ir­tæk­is­ins.

Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blað­ið, er ekki rek­inn á rekstr­ar­legum for­sendum. Það er ein­hver önnur ástæða fyrir því að halda úti­ ­fyr­ir­tæk­inu. Þrátt fyrir að Árvakur hafi fengið 4,5 millj­arða króna afskrif­aða hjá end­ur­reistum við­skipta­banka sínum á und­an­förnum árum – sem er ótrú­legt út frá­ ­sam­keppn­is­legum sjón­ar­miðum – og eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafi sett millj­arð króna í nýtt rekstr­arfé tapar það samt for­mú­um. Vasar eig­end­anna, sem eru ­stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, eru hins vegar djúpir og engin hætta á að Árvakur sé að fara að hætta starf­semi.

Síð­asta haust varð svo til vísir að öðru fjöl­miðla­veld­i þegar fjöl­miðla­fyr­ir­tæki Björns Inga Hrafns­sonar keypti DV. Fyr­ir­tækið hef­ur ­síðan bætt ýmsum öðrum miðlum í sarp­inn, ráðið fok­dýrt fólk til starfa og fjár­fest ­tölu­vert í starf­semi sinni. Engin leið er að átta sig á því hvaðan pen­ing­arn­ir ­sem þarf til í þetta ævin­týri koma. Það er að minnsta kosti ekki hægt að sjá það á nýj­ustu árs­reikn­ingum þeirra fyr­ir­tækja sem til­heyra DV/­Pressu-veld­inu, vegna þess að engum þeirra hefur verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrá­ar.

Fyrir utan þessa stóru aðila eru nokkrir minni miðl­ar, margir hverjir syllu­miðl­ar, að reyna að fóta sig í þessum dýra­garði hags­muna­gæslu, rík­is­nið­ur­greiðslu, sam­keppn­is­hind­r­ana og póli­tískra afskipta þar sem engar almennar leik­reglur gilda og ­Fjöl­miðla­nefnd hefur ekki heim­ild til að gera annað en að ávíta sjón­varps­stöðv­ar ­fyrir að sýna James Bond myndir of snemma á föstu­dags­kvöld­um. 

Það þarf stefnu

Það þarf skýra stefnu­mörkun um stöðu rík­is­fjöl­mið­ils í ís­lensku sam­fé­lagi, skýra stefnu­mörkun um hvers konar sam­keppn­isum­hverfi eig­i að vera í fjöl­miðla­geir­anum og skýra stefnu­mörkun um hvort og þá hvaða styrki eða greiðslur eigi að veita úr opin­berum sjóðum til að stuðla að upp­lýstri, opinn­i, lýð­ræð­is­legri og vit­rænni umræðu í íslensku sam­fé­lagi.

Það er gríð­ar­leg eft­ir­spurn eftir nákvæm­lega þessu og ­stjórn­mála­afl sem nær að búa til trú­verð­uga stefnu í þessum málum gæti vel náð í ansi mörg atkvæði út á hana. Ljóst er að frjálsir og óháðir fjöl­miðlar myndu fagna slíkri stefn­u. 

Það þarf bara vilja til að móta hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None