Frídreifing DV á réttum stjórnmálaskoðunum

DV
Auglýsing

Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í nýjasta helgarblaði DV vakti athygli, líkt og flest viðtöl sem forsetinn veitir. Þar kom skýrt fram hversu mikilvægur Ólafur Ragnar telur sig vera íslensku þjóðinni og hvaða stórmál væru framundan sem hann þyrfti að leiðbeina þjóð sinni í gegnum. Ólafur Ragnar kvartaði líka yfir umræðunni og því að það mætti „helst ekki tala jákvætt um árangur Íslendinga án þess að vera sakaður um gamaldags þjóðrembu.“ Svo svaraði hann að venju óskýrt öllum spurningum um mögulegt framboð sitt í forsetakosningunum næsta sumar.

Helgarblað DV var í frídreifingu og var um að ræða stærsta upplag í sögu DV. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV, var ánægður með forsíðuefnið. Hann sagði á Facebook sama dag og blaðið kom út: „Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vera einn af fáum yfirburðamönnum sem við eigum. Ég var yfirlýstur stuðningsmaður hans í kosningunum 1996 og hef verið ánægður með hann sem forseta æ síðan, af ótal mörgum ástæðum. Fleira var það ekki og góða helgi.

Auglýsing

Þetta er ekki fyrsta frídreifing DV sem vekur athygli á þessu ári. Þann 25. júní síðastliðinn var DV líka í frídreifingu. Þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í forsíðuviðtali. Þar sagði forsætisráðherrann meðal annars að það væri áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef Píratar næðu áhrifum, frá meintum hótunum vegna haftamála, tjáði sig um fjárkúgunarmálið fræga og sögusagnir um aðkomu hans og Framsóknarflokksins að fjölmiðlum Vefpressunnar, en DV er á meðal þeirra.

Frídreifingin á blaðinu með forsíðuviðtali við forsætisráðherrann vakti mikla athygli og sterk viðbrögð. Reynir Traustason, fyrrum ritstjóri DV, sagði m.a. í stöðuuppfærslu á Facebook að „Þau stórtíðindi hafa orðið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í einlægu drottningarviðtali við DV. Ekki dugði minna en aldreifing á blaðinu til að koma boðskapnum á framfæri[...] Viðtalið er staðfesting þess að DV hefur breyst úr manni í mús."


Eggert Skúlason, annar núverandi ritstjóra DV, svaraði með því biðja fólk að drepa sig ekki úr hlátri.

Í bakherberginu hefur verið rætt um að það sé skemmtileg tilviljun að DV hafi verið sett í umfangsmikla frídreifingu akkurat þegar þessir tveir stjórnmálamenn, forsætisráðherrann og forsetinn, sem eiga mikla samleið í pólitík þessi dægrin, eru í drottningarviðtölum. Sérstaklega í ljósi þess að nýir eigendur og stjórnendur DV hafa legið undir ámæli fyrir að hafa dregið algjörlega úr allri gagnrýni á báða umrædda stjórnmálamenn eftir að þeir tóku við blaðinu, sem áður var ætið mjög beitt í garð valdaafla. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None