Er á háu siðferðisplani að kjósa stjórnmálaflokk til að fá gefins pening?

Leiðrétting Bjarni Sigmundur
Auglýsing

Fjöldi fólks hefur skráð sig í félag Zúista á Íslandi undanfarin. Skráðir meðlimir eru nú fleiri en í félagi múslima, eða alls um þrjú þúsund talsins. Þetta hefur eðlilega vakið athygli, sérstaklega vegna þess að megintilgangur Zúista er að hið opinbera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög og að núverandi gagnagrunnur yfir trúfélagaaðild landsmanna verði lagður af. Þeir sem skrá sig í zúistafélagið geta fengið þá fjármuni sem ríkið greiðir til þess endurgreidda, eða látið þá renna til góðgerðarmála.

Stefán Bogi Sveinsson.Kastljós hefur reyndar bent á að fyrrum stjórnendur félagsins séu grunaðir um umfangsmikil fjármunabrot, og því verður væntanlega mjög náið fylgst með hvort Zúistar standi við að endurgreiða þeim mikla fjölda sem skráð hefur sig.

Einn þeirra sem hefur gagnrýnt þá sem skrá sig í félag Zúista er Stefán Bogi Sveinsson,fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs. Hann skrifaði grein á vef Austurfrétta í dag þar sem hann segir ekki heiðarlegt að skrá sig í trúfélag án þess að trúa kennisetningum þess. „Það að skrá sig í trúfélag, án þess að trúa kennisetningum þess, til þess eins að hagnast persónulega er ekki á tiltakanlega háu plani siðferðislega. Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag[...]Ef þú ert trúlaus og hefur ekki lífskoðanir sem jafnast til trúarbragða, nú stattu þá utan trúfélaga. Það er hið heiðarlega.“

Auglýsing

Í bakherberginu hefur þessi skoðun Framsóknarmannsins verið rædd mikið og sett í samhengi við hegðun flokks hans í aðdraganda kosninga. Fyrir kosningarnar 2013 lofaði Framsóknarflokkurinn nefnilega, kæmist hann til valda, að greiða þeim sem voru með verðtryggð húsnæðislán skaðabætur vegna verðbólgu. Taktíkin svínvirkaði, fylgi Framsóknarflokksins rauk upp í 24,4 prósent, hann komst í stöðu til að leiða nýja ríkisstjórn og á endanum greiddi ríkissjóður 80 milljarða króna til hluta þjóðarinnar, meðal annars stóreignafólks, vegna leiðréttingarinnar svokölluðu.

Því má vel velta því fyrir sér, á sama hátt og Stefán Bogi gerir varðandi trúfélög, hvort það sé á „tiltakanlega háu plani siðferðislega“ að kjósa stjórnmálaflokk „til þess eins að hagnast persónulega“. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None