Hver ætlar að hýsa íslensku rasistana?

Auglýsing

Hug­takið ras­ismi nær yfir þá hug­mynd að kyn­þættir mann­kyns ­séu eðl­is­ó­líkir og að sumir kyn­þættir séu æðri en aðr­ir, án þess að geta fært ­nein hald­bær rök fyrir því. Á grund­velli þeirrar hug­myndar vilja ras­istar mis­muna. Þeir vilja verja hina æðri fyrir hinum lægri.

Það má færa rök fyrir því að hefð­bund­inn ras­ismi sé á und­an­haldi í hinum vest­ræna heimi. Hatur og ótti gegn öðrum kyn­þáttum en hin­um hvíta er auð­vitað enn til stað­ar, og hjá sumum afar rík­ur, en hann er ekki jafn­ ­kerf­is­lægur líkt og hann var lengi vel í mörgum hlutum heims­ins.

Þess í stað hefur rutt sér til rúms það sem mætti kalla ­menn­ing­ar­legur ras­ismi. Í nýlegri rann­sókn sem Kjarn­inn greindi frá í nóv­em­ber segir að eitt af höf­uð­ein­kennum menn­ing­ar­legs ras­is­ma, og systur hans ­þjóð­ern­ispopúl­ism­ans, sé að draga upp tví­skipta mynd af sínum menn­ing­ar­heim­i ann­ars vegar og útlend­ingum og öllum utan­að­kom­andi hins veg­ar. Að skipta heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“. Svart­hvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá­ hinu „illa“.

Auglýsing

Ég er ekki ras­ist­i, en...

Nið­ur­staða þeirrar rann­sóknar var sú að það meg­i tví­mæla­laust greina sterkan menn­ing­ar­legan ras­isma í orð­ræðu í íslenskum ­stjórn­mál­um. Gott dæmi um það voru hug­myndir sem Ásmundur Frið­riks­son, ­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, setti fram í kjöl­far árása á skrif­stof­ur Charlie Hebdo snemma á þessu ári. Þar velti Ásmundur því fyrir sér hvort bak­grunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hafi verið kann­aður með það að leið­ar­ljósi að kom­ast að því hvort þeir hefðu „farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í Afganistan, Sýr­land eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Ásmundur við­ur­kenndi síðar að hann þekkt­i ­sam­fé­lag múslima „nán­ast ekki neitt“.

Ásmundur er ras­isti í öllum hefð­bundnum skiln­ingi þess orðs. Það er eng­inn vafi um það. Hann vill vernda hina „góðu“ frá hinum „illu“ með­ því að mis­muna þeim. Setja um 1.600 milljón manns þrengri frels­is­skorður vegna þess að þeir trúa á sama guð og ein­hverjir sturl­aðir menn sem nota hann sem á­breiðu fyrir voða­verkum sín­um. En það er svipað því að ætla að ætla að dæma alla kristna menn út frá Timothy McVeigh, David Kor­esh eða öllu því sem Ku-Klux-Klan hefur gert í gegnum tíð­ina, sem væri auð­vitað fjar­stæðu­kennt.

Sú skoðun sem Ásmundur setti fram er mjög í anda þess sem Don­ald Trump, sem vill verða for­seti Banda­ríkj­anna, hefur verið að boða. Trump vill loka Banda­ríkj­unum fyrir flestum múslim­um. Til að ákveða hverjum hann vill hleypa í gegn ætlar Trump að skoða bak­grunn þeirra.

Útlend­ingar eru arfi

Ásmundur er sann­ar­lega ekki einn á báti á Íslandi. Hér þrífst ­mikil útlend­inga­andúð, þjóð­ern­ispopúl­ismi og gegnd­ar­laus hræðsla við hið ó­þekkta byggð á tillfinn­ingu mun frekar en rök­um.

Einn þekkt­asti lottó-kynnir lands­ins, Vignir Freyr And­er­sen, lýsti þeirri skoðun sinni í Morg­un­blað­inu nýverið að Íslend­ingar ættu ekki að ­taka við fleiri flótta­mönnum vegna þess hvernig staðan sé á Íslandi þar ­sem þurfi að huga að öldruðum og öryrkj­um. Svo sagði hann: „Við skulum slá heima­hag­ana fyrst og taka síðan við arf­a­num hinum megin frá.“ Lottó-kynn­ir­inn ­sagð­ist ekki hafa meint neitt illt með þessum ummælum og hafn­aði því að ver­a ras­isti. Hann sagði að fólk þyrfti „að lesa frétt­irn­ar, ekki bara ­fyr­ir­sagn­irn­ar. Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því hvað það þýðir að fá þetta fólk til lands­ins.“

Lottó-kynn­ir­inn er einn af fjöl­mörgum Íslend­ingum sem kjós­a að nota öryggi sem afsökun fyrir óþoli gagn­vart fólki sem er öðru­vísi en hann sjálf­ur.

Fyrr í þessum mán­uði eign­að­ist ég nýjan Face­book-vin. Hann ­setur margar stöðu­upp­færslur inn á síðu sína dag­lega. Ein sú nýleg­asta er ­stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við það athæfi Dana að gera skart­gripi flótta­manna upp­tæka til að nið­ur­greiða kostn­að. Áður gagn­rýndi hann harð­lega vilja alþing­is­manna til þess að opna landa­mæri fyrir veiku barni sem „kostar tugi millj­óna árlega ­fyrir lands­menn“. Þar á undan hjólaði við­kom­andi í IKEA fyrir að gefa flótta­mönnum inn­eign hjá sér og lofa þeim vinnu. Gagn­rýnin snérist um að IKEA ætti frekar að gefa Íslend­ingum hús­gögn. Face­book-vin­ur­inn spyr síð­an: „Er IKEA að stuðla að múslima­væð­ingu Íslands­?“.

Flest sem mað­ur­inn skrifar er bein­línis rangt en annað afar vill­andi. Allt er sniðið að eft­ir­far­andi skila­boð­um: Við (Ís­lend­ing­ar) vilj­u­m ekki ykkur (múslima) hing­að.

Þeir sem hafa þá skoð­un, og deila henni með Ásmundi, Vigni og nýja Face­book-vini mín­um, eru ekk­ert annað en ras­ist­ar. Flestir gangast hins vegar ekki við þeim stimpli, aðal­lega vegna þess að þeim finnst orð­ið ­gild­is­hlaðið og nei­kvætt. En ef við lítum bara inn­tak hug­taks­ins þá á það að öllu leyti við þennan hóp.

Við græðum á inn­flytj­endum

Það er mik­ill mis­skiln­ingur ef fólk heldur að þetta sé jað­ar­skoðun á Íslandi. Hér ríkir land­lægur ras­ismi og ótti gagn­vart hin­u ó­þekkta sem byggir á til­finn­ingu frekar en rökum og stað­reynd­um.

Þessi afstaða stórs hluta þjóð­ar­innar hefur verið stað­fest af sjálf­stæðum eft­ir­lits­að­il­um. Evr­ópu­nefnd gagn­vart kyn­þátta­for­dómum og um­burð­ar­leysi gaf t.d. út skýrslu árið 2010 sem sýndi að 30 pró­sent Íslend­inga vildu tak­marka fjölda inn­flytj­enda til lands­ins. Einn þriðji þess hóps, um tíu ­pró­sent lands­manna, vildi tak­marka komu fólks með annan lit­ar­hátt, trú og menn­ing­u en meiri­hluti Íslend­inga.

Í dag eru heit­ustu rökin fyrir því að halda útlend­ingum úti­ ann­ars vegar tengd öryggi og hins vegar tengd kostn­aði.

Varð­andi örygg­is­þátt­inn þá má benda á að afbrot eru í sögu­legu lág­marki á Vest­ur­lönd­um, þrátt fyrir auk­inn inn­flytj­enda­straum, Schengen og allt hitt sem úrtölu­menn alþjóða­væð­ingar og fjöl­menn­ingar telja að sé frá myrkra­öfl­unum kom­ið. Hér á Íslandi þurfum við ekki einu sinni að ræða þessi mál. Það er aug­ljóst að inn­flytj­endur eru ekki að vega að öryggi okk­ar, enda er Ísland örugg­asta land í heimi.

Það er líka mikil skamm­sýni að telja ein­vörð­ungu kostn­að ­fylgja inn­flytj­end­um. Til lengri tíma eru þeir afar lík­legir til að skila ­mik­illi verð­mæta­sköpun til íslensks sam­fé­lags. Þeir hafa til­hneig­ingu til að koma fljótt undir sig fót­unum og vinna störf sem Íslend­ingar sækj­ast vana­lega ekki mjög fast í, sér­stak­lega þjón­ustu- og umönn­un­ar­störf. 

Í skýrslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins ­sem kom út í haust kom fram að innflytj­end­ur hafi almennt jákvæð áhrif á efna­hags­líf í þeim löndum sem þeir flytj­ast til. Í um­fjöllun Grein­ing­ar­deildar Arion banka um hana seg­ir:„Inn­flytj­endur greiða al­mennt skatta og opin­ber gjöld umfram það sem þeir fá frá hinu opin­bera (þetta ­styðja fleiri rann­sóknir) auk þess að koma með ýmsa færni og þekk­ingu inn í land­ið. Einnig hafa flótta­menn jákvæð áhrif á heima­lönd sín, m.a. með því að ­senda pen­ing heim og öðl­ast færni í nýju landi sem ekki er í boði í heima­land­inu. Þá sýnir nýleg rann­sókn frá Ástr­alíu að flótta­menn þar í landi hafi jákvæð efna­hags­leg áhrif, auk þess sem farið er yfir ýmsar aðrar rann­sóknir þar sem nið­ur­staðan er að flótta­menn séu ekki byrði til lengri tíma, ólíkt því sem oft er haldið fram.“

Í nýlegum leið­ara Economist var einnig fjallað um mál­ið. Þar ­sagði: „Fólk sem ferð­ast yfir eyði­merkur og úthöf til að kom­ast til Evr­ópu er ólík­legt til að vera slugs­arar þegar það kem­ur. Þvert á móti hafa ­rann­sóknir sýnt að inn­flytj­endur um allan heims séu lík­legri til að stofna ­fyr­ir­tæki heldur en heima­menn og ólík­legri til að fremja alvar­lega glæpi, auk þess að vera nettó greið­endur í rík­is­kass­ann. Ótt­inn um að þeir steli störf­um og lækki laun á sér einnig litla stoð. Vegna þess að inn­flytj­endur koma með­ öðru­vísi færni, hug­myndir og tengsl, reyn­ast þeir jafnan hækka laun heima­manna, þó laun lítið mennt­að­ara heima­manna lækki lít­il­lega.“

Rann­sóknir sýna ­sem­sagt að við græðum á því að fjölga inn­flytj­end­um. Þá er ég ekk­ert búinn að snerta á því að íslenskt sam­fé­lag vantar ein­fald­lega fólk til að a) auka ­stærð­ar­hag­kvæmni sam­fé­lags­ins, b) bregð­ast við breyttri ald­ur­sam­setn­ing­u ­þjóð­ar­innar svo ein­hverjir geti séð um og unnið fyrir Ásmundi, Vigni og Face­book-vini mínum í ell­inni og c) svo við slítum okkur úr hinum óþol­and­i viðjum frænd­hygli og nálægð­ar­spill­ingar sem hið inn­rækt­aða sam­fé­lag okk­ar ­leiðir óhjá­kvæmi­lega af sér.

Stórt póli­tískt tæki­færi til að ala á hat­ri og andúð

Það er þó ekki við því að búast að ofan­greind rök, sem styðj­ast við stað­reyndir í stað ­til­finn­inga, muni hafa þau áhrif að hræðsla og hatur gagn­vart útlend­ingum mun­i ­drag­ast saman á næstu mán­uð­um. Þvert á móti sýnir þróun mála í lönd­unum í kringum okk­ur, og rann­sóknir á þessum málum hér­lend­is, að fleiri og fleiri séu hoppa á þennan vagn. Það má sann­ar­lega sjá þess merki á sam­fé­lags­miðl­um, og í um­ræðum á Útvarpi Sögu, að fleiri og fleiri eru óhræddir við að opin­ber­a ras­isma sinn á opin­berum vett­vangi.

Ef miðað er við ­rann­sókn Evr­ópu­nefndar um kyn­þátta­for­dóma og umburð­ar­leysi, sem minnst var á hér á ofan, má ætla að á bil­inu 10-30 pró­sent þjóð­ar­innar vilji tak­marka komu inn­flytj­enda til Íslands. Í því felst aug­ljóst póli­tískt tæki­færi fyrir tæki­fær­issinn­uð ­stjórn­mála­öfl. Það sást ágæt­lega þegar Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir ákváðu að hræra í þessum potti í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og ruku upp í fylgi í kjöl­far­ið. Síðan hefur for­ysta flokks­ins reynt að þrífa þá skömm af sér, með­ mjög ósann­fær­andi hætti.

Fram­sókn mun sam­t ­sem áður ekki kom­ast upp með að svara spurn­ingum um stefnu sína í inn­flytj­enda­málum með óljósum hætti í aðdrag­anda næsta þing­kosn­inga, sem fara fram eftir um 16 mán­uði. Ef flokk­ur­inn hoppar ekki á ras­ista­vagn­inn, sem verð­ur­ að telj­ast lík­legt miðað við vand­læt­ingu for­ystu­manna hans gagn­vart rétt­mætri ­gagn­rýni á flokk­inn fyrir ras­ista­daður sitt, og for­ysta og ung­liðar Sjálf­stæð­is­flokks­ins á­kveða þá sem áður að hunsa gömlu íhaldsugl­urnar í sínum flokki, mun skapast risa­stórt tæki­færi fyrir nýtt stjórn­mála­afl til að keyra á útlend­inga­andúð. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir munu ekki nýta það tæki­færi.

En það mun ein­hver ­gera það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None